Tíminn - 12.12.1972, Blaðsíða 13

Tíminn - 12.12.1972, Blaðsíða 13
TÍMINN Þriðjudagur 12. desember 1972 Þriðjudagur 12. desember 1972 TÍMINN Magnús H. Gíslason: ,,Jón í Gránu ,,Jón hjá Bríem Skyldu þeir vera margir ofar moldu, fslendingarnir, sem stundað hafa verzlunarstörf leng- ur en hann? Mér er það til mikils efs. Tuttugu og fjögurra ára gam- all hófst hann handa á vettvangi verzlunarinnar, sjötiu og niu ára gamall, eða fyrir einu ári, skrif- aði hann siðustu nótuna. Fimmtiu og fimm ára varðstaða. Og þó aldrei unnið fyrir sjálfan sig, allt- af verið annarra þjónn, en rækt það hlutverk með þeim hætti, að trauðla verður betur gert. Og hver er svo maðurinn? Ja, hver annar en hann ,,Jón hjá Briem”, ,,Jón i Gránu”. ,,Jón hjá Briem” hóf verzlunarstörf hjá Kristni kaupmanni Briem á Sauð- árkróki árið 1915 og starfaði þar i 23 ár. Þá réðst hann til Kaup- félags Skagfirðinga og vann þar i 32 ár, lengstum deildarstjóri i Gránu, matvöru- og búsáhalda- deild Kaupfélagsins. Þar hefur hann verið vakinn og sofinn öll þessi ár, ávallt jafn traustur og samvizkusamur , ávallt jafn hlýr og háttvis, ætið reiðubúinn að leysa hvers manns vanda, eftir þvi sem unnt var. Þessvegna sagði lika Magnús skáld á Vögl- um eitt sinn þessi orð, sem menn hafa ekki gleymt siðan: ,,Ytri-búðin”, en svo var Grána oft nefnd af þvi að hún stóð norðar af tveimur búðum kaupfélagsins, en fleiri voru þær ekki um langt skeið, — ,,Ytri-Búðin, það er bezta búð i heimi”. Við vorum þá að fara heim af kaupfélagsfundi, nokkrir félagar úr Blönduhlið. Höfðum, að fundi loknum, setzt að gleðskap heima hjá Stefáni heitnum Vagnssyni, — en hús hans á Sauðárkróki mátti heita einskonar félagsheimili Blönd- hliðinga, — áttum vörur læstar inni i Ytri-búð, en nú var kl. orðin tvö að nóttu. Einhver gat þess, að varningur okkar kynni e.t.v. að hafa verið látinn út á tröppur Gránu áður en lokað var, og þótti okkur þvi einsætt að athuga það. En er við komum sunnan götuna stóð Jón úti fyrir húsi sinu, kvaðst hafa búizt við, að við vildum hafa dót okkar með heim og þvi talið sjálfsagt að vaka eftir okkur. Þá var það, sem Magnús á Vöglum gaf Ytri-búðinni framangreinda ágætiseinkunn. Hér var þó auð- vitað ekki átt við búðina sjálfa, sem var nú, sannast að segja, i þá daga hvorki sérlega hentugt né veglegt verzlunarhúsnæði, heldur Jón, sem með árvekni sinni, lip- urð og greiðasemi gerði Ytri-búð- ina, þrátt fyrir annmarka hús- næðisins, að „beztu búð i heimi”. En nú er Jón hættur störfum i þessari framúrskarandi búð og fer þá vel á þvi að eiga við hann smá spjall og svo byrjum við þá i hefðbundnum stfl: — Hvar og hvenær ert þú fæddur, Jón? — Ég er fæddur 17. nóv. 1891 i Hringsdal á Látraströnd i Suður- Þingeyjarsýslu. Foreldrar minir, Björn Björnsson, ættaður úr Svarfaðardal og Guðbjörg Guð- jónsdóttir frá Hólmavaði i Aðal- dal, voru þar vinnuhjú. Ekki varð samt dvölin löng i Þingeyjar- þingi, þvi að þegar ég var eins og hálfs árs fluttist ég með foreldr- um minum af Látraströndinni yfir i Svarfaðardal, þar sem þau bjuggu á ýmsum stöðum til ársins 1903. Þá var „setinn Svarfaðar- dalur” og fengu foreldrar minir þar hvergi jarðnæði til frambúð- ar, en voru ýmist i húsmennsku eða bjuggu á hluta úr jörð. Seinni- part þessa vetrar, 1903, réð pabbi sig a bákarlaskip, eins og hann hafði reyndar stundum áður gert. En áður en veiðar hófust bárust honum orð um laust jarðnæði vestur i Skagafirði. Lagði hann þá þegar fölur á það og fékk jákvætt svar. Vera má, að honum hafi ekki verið sársaukalaust að yfir- gefa ættbyggð sina, Svarfaðar- dalinn, en hann var búinn að fá nóg af húsmennskunni og að hinu leytinu hálfgerðum hornrekpbú- skap. Greiðlega gekk honum áð fá sig lausan úr skiprúminu, enda var bróðir hans stýrimaður á há- karlaskipinu. Fréttirnar um lausu jörðina i Skagafirðinum og loforð um að fá hana til ábúðar reyndist örlagarikt, þvi eftir að hákarlaskipið lét úr höfn spurðist aldrei til þess meir. Þannig spinna örlögin sinn óræða vef. — Hvaða jörð var þetta i Skaga- firði, sem foreldrar þinir fengu til ábúðar? — Það voru Hrafnsstaðir, — sem nú heita raunar Hlið. — i Hjaltadal. Enn sem fyrr voru þau þó leiguliðar, enda læt ég ósagt,að þau hefðu getað keypt jörðina, þótt föl hefði verið. A Hrafnsstöð- um bjuggu foreldrar minir i 5 ár, eða til ársins 1908. Þá áttu þau kost ábúðar á Unastöðum i Kol- beinsdal og fluttu þangað. Mun mestu hafa ráðið um þá ákvörðun þeirra, að Unastaðir væru stærri jörð en Hrafnsstaðir. Eftir sjö ára búskap á Unastöðum brugðu þau búi og hugðu ekki á búskap upp frá þvi. Þessi ár var ég hjá foreldrum minum.þótt ekki væri ég að stað- aldri heima. Mig langaði alltaf til að menntast eitthvað. En það var hægar sagt en gert. Sjálfur var ég eignalaus og foreldrar minir fátækir. Fyrir ferminguna fékk ég sem svarar hálfsmánaðar kennslu og svo litilsháttar viðbót hjá heimiliskennara. En það var sárt að hafa skóla á næsta leyti, Hólum, og geta ekki notið hans. Vorið 1910 fékk ég vinnu á Hólum, við að byggja fjós og hlöðu. Um sumarið var ég svo hér og þar i vinnu. Og um haustið taldi ég mig hafa þau auraráð, að ég sótti um skólanna og fékk inngöngu. f skólanum dvaldist ég svo tvo næstu vetur og brautskráðist það- an vorið 1912. En sumarið milli námsvetranna vann ég i gróðrar- stöðinni á Hólum sem, eins og kunnugir vita, er norðan við gamla túnið. Setti ég þarna niður trjáplöntur, rófur, kartöflur og ýmislegt grænmeti. — Hver var skólastjóri á Hólum um þetta leyti? — Það var Sigurður Sigurðsson frá Draflastöðum, siðar búnað- armálastjóri. — Einhverjar sérstakar minn- ingar frá skólaárunum, sem þú vildir segja frá og eru þér hug- stæðar? — Eg á margar góðar minning- ar frá Hóladvölinni og held, að allir hafi getað haft mikil not af kennslunni þar. Sigurður skóla- stjóri var frekar skapstór maður, en á hinn bóginn mjög fljótur til sátta. Hann var mikill áhuga- maður og duglegur. Stjórnsamur var hann og kennari i búfræði, að mér fannst, með afbrigðum góður. Hann var vel undir starfið búinn, hafði numið við landbún- aðarháskóla i Danmörku og kynnt sér vel þróun dansks land- búnaðar. Þá voru Danir að græða upp Jótlandsheiðarnar. Sigurður dáðist mjög að þeim fram- kvæmdum, sem þar áttu sér stað og áleit vandalaust að rækta is- lenzkar jarðveg, svo miklu betri væri hann en jarðvegur józku heiðanna. Eg minnist verunnar á Hólum sem einhvers skemmtilegasta timabils ævi minnar. Skólafélag- ar minir voru prýðispiltar, ungir, léttir i lund og stundum til með að gera smá „hasar”. Get ég nefnt héreittaf uppátækjum okkar. Við sváfum 13 eða 14 i stóru svefnlofti og þar var margt brallað. Rúmin, sem við sváfum i, voru járnrúm, á háum fótum. Ljós máttum við hafa i herbergjunum frá kl. 9-10 á kvöldin. Nemendur áttu að sjá um það til skiptis að öllum settum reglum væru fylgt. Eitt sinn tóku fjórir piltar sig til og skriðu undir sitt rúmið hver, áður en i þau var háttað. Biðu þeir undir rúmunum þar til þeir bjuggust við, að þeir, sem i þeim lágu, væru sofnaðir. Risu þá drengir á fætur með rúm- in á herðunum og hvolfdu þeim við. Varð nú, sem nærri má geta, mikill hávaði og gauragangur, strákarnir veltust á gólinu, ýmist berir eða i nærfötunum, en brúna- myrkur vari herberginu og þvi illt að fá fangstað á sökudólgunum. Allt i einu stóð skólastjóri i dyrun- um, með ljós i hendi og leit yfir vigvöllinn. Fengum við harða áminningarræðu fyrir framferðið og voru drengir niðurlútir i fyrsta timanum hjá skólastjóra morg- uninn eftir. Hann var hinsvegar jafn ljúfur og kátur og venjulega og minntist ekki á óeirðirnar kvöldið áður. öðru atviki man ég eftir, sem mér finnst sýna vel^hve Sigurður lagði sig fram um að venja okkur á að hlýða réttmætum fyrirmæl- um og skipunum. Hann mun hafa tekið eftir þvi, að við hreyfðum okkur litið útivið. Einn daginn kallaði hann okkur alla út og fór með okkur i gönguför út og niður i svokallað Viðines, sem er nokkuð fyrir utan Hóla. Urðum við að ganga i takt og bera okkur her- mannlega. Mörgum piltunum mun hafa fundizt þessi göngutúr nokkuð erfiður, sökum þess, hve hratt var gengið og kannski eink- um þvingandi. Daginn eftir mætt- um við á sama stað og lögðum upp i gönguna öðru sinni. En nú brá svo við, að nokkra vantaði i hópinn. Skólastjóri sagði ekkert við þvi. Þriðja daginn, er við vor- um að fara i skjólflikur i her- bergjum okkar, leit skólastjóri inn i herbergin, en nokkrir strák- ar, sem ætluðu sé að komast hjá þvi að fara i gönguna, lágu i rúm- unum og breiddu yfir höfuð, og var svo frá gengið, að litt eða ekki bar á þvi, að þar væri nokkur maður. Þar sem hann sá ekkert athugavert fór hann út og gekk með þeim sem mættu, en nú vant- aði um helming strákanna. Þótti okkur skólastjóri þungur á brúrv en ekkert sagði hann. Og gangan fór fram eins og venjulega. Dag- inn eftir kom skólastjóri inn i svefnloftin i þvi að leggja átti af stað og nú gekk hann rakleitt að rúmunum, kippti upp sængunum og komu þá strákar i ljós alklæddir undir sængurfötunum. Rak Sigurður þá þegar á fætur, út ogi gönguna. Þar sem vant var að snúa við heim staðnæmdist skóla- stjóri með hópinn og sagði okkur að hlaupa i hring, töluvert stóran, umhverfis sig. Urðum við að hlaupa þannig hratt marga hringi, unz hann mælti fyrir um að halda heimleiðis. Þannig gekk þetta i þrjá daga. Eftir það var göngunni hagað eins og i upphafi, en allir mættu eftir þetta. — Hvað tók svo við hjá þér eftir skólavistina? — Ég var i vinnu hér og þar, eftir þvi sem tækifæri buðust. Mig langaði alltaf til þess að fara úti búskap, enda má segja, að ég hafi menntað mig til þess, þó að námið á Hólum gæti reyndar komið að notum við ýmis önnur störf. En það var ekki álitlegt, jafnvel þá, að hefja búskap með tvær hendur tómar. Og þar kom, að árið 1915, sem var annað ár heimsstyrjald- arinnar fyrri, var eg mjög farinn að hugsa til Amerikuferðar. Ef til vill hefur það að einhverju leyti stafað af ævintýraþrá, en jafn- framt bjóst ég við, að mér mundi ekki ganga lakar að brjóta mér braut þar en hér heima. En sem ég nú var i þessum Amerikuhug- leiðingum, barst mér bréf frá Kristni P. Briem, kaupmanni á Sauðárkróki, þar sem hann falaði mig til starfa við verzlun sina, það skipti sköpum. Eg lagði alla utanfarardrauma á hilluna og réðist til Briems vorið 1915. — Og þar slóstu ekki tjöldum til einnar nætur? — Nei raunar ekki. Eg var af- greiðslumaður i verzlun Briems samfleytt i 23 ár. — Og kunnir vel við þig? — Já, ágætlega. Starfið féll mér vej.og Briem var ágætur húsbóndi og þau hjónin bæði. Þetta var, eins og ég sagði áðan, i öndverðri fyrri heimsstyrjöldinni. Innflutt- ar vörur fóru mjög hækkandi i verði og var það tilfinnanlegt fyr- ir fólk þvi að kaup hækkaði ekki né heldur innlendar framleiðslu- vörur, a.m.k. ekki landbúnaðar- afurðir. Verðhækkanir voru svo örar árið 1917, að t.d. sykur fór úr 1 kr. kg upp i 4-5 kr. eftir þvi, hvort um melis eða strásykur var að ræða. Mér finnst undravert, nú þegar eg lit til baka, hvernig menn hér i Króknum fóru að þvi að lifa á þessum árum. Atvinnu- leysi mátti i raun og veru heita al- gert hér yfir veturinn. Nú, á vorin var það svo fuglaveiðin við Drangey og einnig dálitið um róðra. Menn gátu lagt inn ögn af fiski og söltuðu svo ofurlitið handa sér til vetrarins. En yfir- leitt var mjög erfitt fyrir fjöl- skyldufólk og mundi vera kölluð hrein neyð nú. En, — eins og þar stendur: Neyðin kennir naktri konu að spinna. Er fastast svarf að, tóku menn að leita nýrra lifsbjargarleiða. Og fangaráðið varð að fá sér kýr. Þar var þó mjólkurdropinn. Og smátt og smátt komu menn sér upp nokkr- um bústofni, kúm og sauðfé. En heyskapur var þvi miður ekki nærtækur, sizt til að byrja með. Menn fengu lánaðar engjar frammi á Eylendi og var þar oft fjöldi manna héðan úr Króknum við heyskap, lengri eða skemmri tima. Svo fóru menn að fá út- mælda bletti hér i nágrenninu og brutu til túnræktar. Raunar voru það nú kannski einkum hinir efnaðri þorpsbúar, sem á þvi höfðu ráð. Eg tel engan vafa á þvi, að þetta framtak, þessi bú- skapur, bjargaði mörgum frá hreinum sulti á þessum árum. Peninga höfðu menn yfirleitt enga handa á milli. En menn höfðu i sig og á. Kröfurnar voru litlar og menn sýndust hafa það furðu gott. Í5g kom viða á heimili manna á þessum dögum og var viða kunnugur og ég held ég geti nokkuð um þetta borið. En hús- næði var viða hörmulegt, einkum tóku þrengslin útyfir. Ekki var ótittað heilar fjölskyldur byggju i einu herbergi og elduðu þar jafn- vel einnig. Okkur finnst ótrúlegt nú, að þetta skyldi geta gengið. Ogauðvitað var þetta ekki heilsu- samlegt. En þrátt fyrir peninga- leysi og húsnæðisskort finnst mér, að fólkið hafi ekki aðeins verið furðulega ánægt, það var hreint og beint glaðlegt, miklu glaðara en nú. Eg heyri t.d. fólk þvi nær aldrei hlæja eins hjartanlega né mikið og það gerði þá. Fólkið var fátækara,en glaðara. Bezt gæti eg trúað að áhyggjurnar vaxi með velmeguninni. — Hvaða verzlanir voru i Króknum, þegar þú byrjaðir hjá Briem? — Þegar ég kom hingað, voru hér Höfnersverzlun, sem Tómas Gislason veitti forstöðu, Gránufélagsverzlun, er Baldvin Jónsson var fyrir og siðar Jóhann Möller, Kristján Gislason, Sigur- geir Danielsson verzlaði hér lika og svo Briem. Mikkelsen stundaði úrsmiði og hafi einnig dálitla verzlun. Þremur árum eftir að ég fluttist hingað byrjaði svo Haraldur Júliusson, og um svipað leyti, að mig minnir. Jón Heiðdal frá Kimbastöðum. Nú, ísleifur Frá Sauðárkróki. Gislason rak alltaf ofurlitla verzl- un. — Var ekki litið um peningavið- skipti? — Jú, mjög litið fyrstu árin. Þetta voru aðallega vöruskipti. Flestar verzlanir tóku landbún- aðarafurðir og svo tóku menn út á innleggið. Briem og Sigurgeir voru i félagi með sauðfjárafurð- irnar. — Vöruúrval hefur liklega verið minna en nú? — Já, mikil ósköo, og þó var þetta furðu fjölbreytt og vörur oft góðar. Briem hafði sérstaklega góðar vörur og seldi ekki dýrt. Hann hafði verið i þrjú ár hjá stóru firma i Englandi, fékk vefnaðarvörur þaðan og þær lik- uðu mjög vel. — Var ekki vinnutiminn langur hjá verzlunarfólki? — Jú, liklega mundi hann þykja það nú. Verzlanir voru opnar frá kl. 8 á morgnana til kl. 8 á kvöldin, og I kauptiðinni þótti ekki tiltöku- mál þótt opið væri til kl. 9. Það var talið sjálfsagt,ef svo stóð á og fannst engum mikið. — Svo hafa peningarnir farið að koma? — O-já, smátt og smátt. Fyrstu árin min hjá Briem var kaupið 25 aurar á klt, eða kr. 2,50 fyrir 10 tima vinnu. En það, sem telja má upphafið að þvi að menn fóru að hafa einhverja peninga handa á milli hér i þorpinu, var vegavinn- an, — landssjóðsvinnan, sem svo var stundum kölluð, — þegar hennar fór að gæta að nokkru ráði. Þá fór einnig smám saman i vöxt að bændur greiddu kaupa- fólki i peningum, og eitthvað var um það, að fólk hér I bænum réði sig i kaupavinnu yfir sumarið. Og loks fóru svo alltaf einhverjir suður á vertið á hverjum vetri. — Hvenær fórstu svo til kaup- félagsins? — Það var 1938. Þá var Sigurð- ur Þórarinsson orðinn kaup- félagsstjóri. Hann tók við þvi starfi af tengdaföður sinum, sr. Sigfúsi Jónssyni, sem féll frá i kosningabaráttunni vorið 1937. Ég átti ailtaf dálitið erfitt að losa mig til fulls við þá hugmynd að verða bóndi, og þó að eg væri orð- inn meira en hálffimmtugui; þegar ég hætti störfum hjá Briem, þá var það m jög ofarlega i mér að fara að búa. En Sigurður kaupfélagsstjóri lagði mjög fast að mér með að koma til sin, sagði, að karlarnir heimtuðu það af sér að hann réði mig, ef eg færi frá Briem. Svo að ég lét til leiðast, enda búskapardraumarnir kannski ekki beinlinis raunhæfir. Þá var kaupfélagið bara með eina búð og þar ægði öllu saman. En nú var félagið búið að festa kaup á Gránu. Þangað voru fluttar matvörur, byggingavörur, járn- vörur, búsáhöld o.fl. og rýmkað- ist nú mjög i Syðri-búðinni, sem svo var nefnd. Við þetta batnaði mikið öll vinnuaðstaða og af- greiðsla varð greiðari. Það varð nú úr, að við Þórður Blöndal sett- ust að i Ytri-Búðinni. Þórður var þar þó ekki lengi,en var bráðlega fluttur upp i skrifstofu. Kaup- félagið smá færði svo út kviarnar, eftir þvi sem umsetning óx. Bær- inn smá stækkaði og auðvitað all- ur suður á við þvi að til annarra átta voru ekki stækkunarmögu- leikar. Sigurður Þórðarson var nú horfinn frá kaupfélaginu og flutt- ur til Reykjavikur/en Sveinn Guð- mundsson, tekinn við. Honum fannst nauðsyn á að auka þjón- ustu við fólkið i suðurbænum með þvi að opna þar nýja matvörubúð. Henni var komið fyrir i gamla sláturhúsinu þvi að nú var nýtt sláturhús komið upp úti á Eyri. Þetta létti enn á okkur i Ytri-búð- inni, sem nú varð, að meiri hluta til, verzlun fyrir bændur. Mjólk- urbilstjórarnir lögðu pöntunar- lista inn i búðina,þegar-þeir komu að morgninum, við tókum til vör- urnar, bjuggum um þær og merktum og léturr) i bása inni i pakkhúsi,en þar tóku svo bilstjór- arnir þær og er þetta fyrirkomu- iag enn notað, enda til mikils hag- ræðis fyrir alla, sem hlut eiga að máli. Nú, svo kom bilaverkstæðið og þá fóru þangað þær vörur, sem tilheyrðu bilum og vélum. Þegar kjörbúðin kom upp i suður-bæn- um, var hætt að verzla með mat- vöru i sláturhúsbúðinni. Þegar svo byggingavörudeildin kom rýmdist enn um okkur i Ytri-búð- inni og þar kom, að við Ytri-búð- armenn fórum að tala um hvort við myndum bráðum hafa nokkuð til að verzla með. En við þurftum ekki að kvarta, Gránumenn. Vörumagnið óx og peningaráð, almennings,og fólkið tók að veita sér meira en áður. — Nú, er svo ástæða til að rekja þessa sögu öllu lengra? Hún er öllum kunn. — Og nú ert þú hættur að ráða rikjum i Gránu. — Já, ég hætti i fyrra. Fannst mál til komið. Eg var búinn að stunda verzlunarstörf i 55 ár, — og loksins hættur að hugsa til bú- skapar. Hugmynd min var sú að Iáta af störfum, þegar ég var sjö- tugur og sagði þá upp. En Sveinn kaupfélagsstjóri lagði svo fast að mér með að halda áfram, að ég guggnaði fyrir honum. Nú, ég var heilsuhrautur og hafði eiginlega ekki aðra afsökun fyrir uppsögn minni en þá, að mér fannst eg vera búinn að standa forsvaran- lega lengi á teignum. — Mér heyrist á þér, að þú viljir fara að slá botninn i þetta spjall okkar. Viltu kannski segja eitt- hvað sérstakt að siðustu? — Nú, eg veit ekki hvort ástæða er til þess nema eg vil þakka öllum samstarfsmönnum minum, yfirboðurum og þeim öðrum, sem eg hefi átt skipti við fyrir góða kynningu og samstarf. þótt þeir séu nú ekki allir i kallfæri lengur. Eg hef verið ánægður með mitt hlutskipti i lifinu, þó að verksviðið hafi orðið annað, en eg átti von á. Það er eríitt að meta hvað mikil áhrif rikjandi ástand hefur á æskuár manns. Eg minnist þess sem barn, hve ánægður eg var með tilveruna. En svo langaði mig til að læra, mig langaði til að ferðast og mig langaði til þess að fást við ýmis viðfangsefni, sem þá blöstu við sjónum. En mögu- leikarnir til þess að fullnægja þessum þrám á þann hátt sem eg óskaði, voru ekki fyrir hendi, og þá greip eg það eina tækifæri til menntunar, sem mér bauðst: að fara i búnaðarskólann á Hólum. Ekki svo sem mér væri vandara um en öðrum. Og frá Hólum á eg margar góðar endurminningar. Þessi aðstaða á æskuárunum hefur vafalaust mótað mikið lif mitt. En hvernig hefði það orðið, ef önnur skilyrði hefðu verið fyrir hendi? Við vitum það ekki og við þvi fæst ekki svar, hvernig sem spurt er. Við vitum bara,,að jarð- arkrilið þýtur með okkur um ómælisgeiminn og við reynum að gera okkar bezta meðan staðið er þar við. Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Kristján Benediktsson: Afkoma borgarsjóðs 1972 Nýjasta yfirlit um áætlaða rekstrarútkomu borgarsjóðs árið 1972 sýnir, að tekjur munu skila sér vel. Fasteignagjöld munu verða 15 millj. hærri en áætlað var, ýmsir skattar 1 millj. hærri og aörar tekjur 2 millj. kr. hærri. Aðstöðugjöld ná hins vegar ekki áætlun. Vantar 4.5 millj. Lækkun á liönum „Arður af eignum” er ekki raunveruleg , heldur breyting á færslum, arður af hús- eignum færður á móti ko.stnaði við sömu fasteignir. Þannig virö- ast tekjuliðir skila sér vel I heild. Einnig virðist að innheimta verði ekki lakari en áður, útsvarsinn- heimtan a.m.k. 81%. Er þetta góö reynsla af hinum nýju tekjustofnalögum, sem sam- þykkt voru hinn 17. marz s.l. Tekjustofnalögin nýju Sú fjárhagsáætlun, sem fyrir liggur, bendir lika ótvirætt til þess, að tekjustofnalögin muni ekki hamla tekjuþörf borgarinnar á næsta ári. Þessi lög fengu þó heldur óblíð- ar viðtökur hjá fyrrverandi borgarstjóra og arftaka hans i þvi embætti. Og þar sem borgarstjóri vitnaði I fyrirrennara sinn i þessu sambandi, vona ég,að mér leyfist slikt hið sama. Mbl. 14/4 hefur eftirfarandi eft- ir borgarstjóra: „Þaö fer ekki milli mála, að með hinum nýju tekjustofnalögum er alvarlega vegið að sjálfstæði sveitarfélag- anna i landinu..En þó er ástæða til að ætla, að markmiöið með samningu þeirra hafi ekki sizt verið aö koma Reykjavikurborg og Reykvikingum á kné”. „Tekjustofnalögin eru spor i þá átt, aö fella úr gildi sjálfsákvörð- unarrétt sveitarfélaga”. Þannig var hljóðið i borgar- stjóranum i marz s.l.,þegar tekju- stofnalögin voru samþykkt. Aður hafði Mbl. i fyrirsögn kveðið fast- ar að orði. Hinn 4. marz s.l. mátti lesa: „Verið að þrengja kost Rvk. — draga fjármagn og vald til Rikis- ins — Skerða sjálfsákvörðunar- rétt borgaranna”. Áætlun 1973 Fjárhagsáætlun borgarsjóðs og stofnana og fyrirtækja borgarinn- ar 1973 hefur verið lögð fram til fyrri umræðu. Ég hef ekki tekið saman heildarniðurstöður þeirra reikninga, sem um er að ræða, en fljótt á litið virðist, sem niður- stöður teknamegin séu um 5000 milljónir. Fjármunafærsla að til- hlutan borgarinnar er þvi geysi- mikil og hefur mikil áhrif á þjóðarbúskap okkar tslendinga i heild. Tekjur borgarsjóðs sjálfs eru áætlaðar 2572.1 millj. króna. Hækkun frá fyrra ári er 449.2 milljónir, eða 21.2%. Af þeirri upphæð eru útsvörin áætluð 1375 milljónir. Nemur hækkun þeirra frá fyrra ári 27%. Hins vegar mun Efnahagsstofnunin telja.að tekju- aukningin milli ára verði allt að 29%. Þarna ætti þvi að vera var- lega áætlað. Þegar áætlunartalan 1375 milljónir er fundin, er búið að draga frá 148 milljónir, sem verða lagðar á gjaldendur og reiknast fyrir vanhöldum. Heildarútsvarsupphæðin er því 1518 milljónir. Rekstrargjöld Rekstrargjöldin verða 1801.5 milljónir og hækka milli ára um 17.4%. Rekstrargjöld borgarsjóðs hækka minna i heild en ýmislegt annað. Þvi veldur m.a., að kostnaður við löggæzlu, sem mjög er vaxandi, er nú greiddur af rikissjóði,og einnig er kostnaður við Sjúkrasamlagið nú að stærsta hluta til greiddur af rikinu. Þetta tvennt breyttist með nýju lögunum um tekjustofna sveitar- félaga, sem alþingi samþykkti i marz s.l. Þá eru framlög til að mæta vangoldnum barnsmeðlögum mun lægri en áður, eða aðeins 15 milljónir,en voru 30 milljónir fyr- ir tveimur árum. Daggjöld á sjúkrastofnunum eiga nú að duga fyrir útgjöldum. Einnig hafa hækkanir á bótum Tryggingastofnunar rikisins, bæði á siðasta ári og þessu, létt verulega á ýmsum gjaldaliðum Félagsmálaskrifstofunnar. Allar þessar aðgerðir núver- andi ríkisstjórnar koma borgar- sjóði mjög til góða i lækkuðum útgjöldum. Eignabreytingar, Afgangur af tekjum borgar- sjóðs, sem færist á eigna- breytingar, er þvi 770.6 millj. og hækkar frá siðustu áætlun um 31.1%. í reynd kemur dæmið þannig út, að 70% tekna borgar- sjóðsins fara i rekstur og 30% til eignabreytinga. Minnist ég ekki, að áður hafi svo há prósenta tekna verið eftir til eignabreytinga, þegar búið var að áætla fyrir gjöldum. Hefur sú tala venjulega legið nærri 20%. Stafar þetta af tvennu að min- um dómi. í fyrsta lagi vegna þeirra atriða, sem talin eru hér að framan og verka til lækkunar á rekstrargjöldum. 1 öðru lagi vegna þess, að i tekjuáætlun nú. er reiknað með 50% i álagi á fasteignagjöldin og einnig að útsvörin verði 11% brúttótekna, en ekki 10%, eins og lögin mæla fyrir. Útsvörin áætluð 11% 1 lögunum er að visu heimild til að sækja um til ráðherra að fá að hækka útsvarsálagninguna um 10%, en frekar mun þaö hugsað sem undantekning i þeim tilvik- um, að tekjur hrökkvi alls ekki fyrir gjöldum, en að það sé gert að meginreglu. Eðlilegra hefði verið að miða þessa áætlun við 10% útsvars- álagningu og miða framkvæmda- áætlunina við þá tölu, sem þá kæmi út. Þetta var ekki gert og þvi er framkvæmdaáætlunin nánast óskalisti, þar sem ekki eru raun- hæfar tölur þar að baki tekna- megin. Hærri tekjur i raun Reyndar eru tekjur borgar- sjóðsins meiri en þær 2572.1 milljón, sem eru niðurstöðutölur á yfirlitinu. Til viðbótar má m.a. telja gatnagerðargjöld, að upp- hæð 94 milljónir og framlag til borgarinnar, 52 milljónir, sem er hluti bensinskatts. Sé þetta taliCv verða tekjurnar alls 2718 milljón- ir kr. Niöurstöðutöiur á liðunum göt- ur og holræsi er 648.6 milljónir. Af þeirri upphæð eiga 476 milljónir að fara i nýjar götur og holræsi. Ef það fjármagn borgarsjóðsins, sem flutt er á eignabreytinga- reikning, er kallað framkvæmda- fé, sem það vissulega ekki er allt, verður heildarframkvæmdafé borgarsjóðs um eða yfir 1200 milljónir. Eins og þessar tölur bera með sér er augljóst, aö tekjustofnalög- in nýju hafa siður en svo reynzt Reykjavikurborg óhagstæö, held- ur hið gagnstæða. Er það vissu- lega fagnaðarefni fyrir okkur borgarfulltrúa, hvar i flokki sem við stöndum. Hjá borgarsjóði er gert ráð fyr- ir lántöku á árinu að upphæð 25.4 milljónir. Verður þá heildarnið- urstaðan á eignabreytingareikn- ingi 796 millj. kr. Aörar lántökur eru ekki áform- aðar miklar að þessu sinni, 23 millj. hjá strætisvögnum, 43. millj. hjá Byggingasjóði og 57 millj. hjá vatnsveitu. Ég hef hér að framan drepið á nokkur atriði varðandi borgar- sjóðinn sjálfan. Nýju tekjustofnalögin hafa þau áhrif ásamt hækkuðum tryggingabótum og breytingu á innheimtu barnsmeðlaga að draga úr hækkun milli ára á rekstrargjöldum. Þá hefur sparnaðarnefnd örlitið kroppað i á stöku stað, en fyrir þvi fer ekki mikið.þegar á heild- ina er litið. Áætlanir stofnana. Þegar borgarsjóðnum sleppir minnka afskipti sparnaðarnefnd- ar þó verulega. Þar eru það for- stjórar hinna ýmsu fyrirtækja, Framhald á bls. 23

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.