Tíminn - 12.12.1972, Síða 15

Tíminn - 12.12.1972, Síða 15
Þriðjudagur 12. desember 1972 TÍMINN 15 Minjasafnskirkjan á Akureyri: Það var bæði búið að biðja að gifta þar og skíra - sagði séra Birgir mig Snæbjörnsson Sjö prestar meö séra Pétur Sig- urgeirsson vigslubiskup i miðjum flokki stóðu fyrir altari i minja- safnskirkjunni á Akureyri, er hún var vigð á sunnudaginn. — Þetta var ánægjuleg athöfn, sagði séra Birgir Snæbjörnsson, er fréttamaður frá Timanum ræddi við i hann — þessi litla kirkja var full af fólki, og auk þess nokkuð af fólki i húsakynn- um minjasafnsins, þar sem hátöl- urum hafði verið komið. Við spurðum, hvort þess væri ekki að vænta, að fljótlega yrðu hafðar um hönd kirkjulegar at- hafnir i kirkjunni á ný. — Það var bæði búið að biöja mig að gifta þar og skira i haust, en af þvi gat ekki orðið þá, sagði séra Birgir, þviaðkirkjan hafði ekki verið endurvigö. Nú verður þess ekki langt að biða, að þar verði skirt barn. Það er búið að fara þess á leit viö mig, þó að ekki hafi verið afráðið, hvaða dag það verður. — Ég býst fastlega við, að þaö verði nokkuð um skirnarathafnir og hjónavigslur i þessari kirkju, sagði séra Birgir að lokum. Þó að Akureyringar eigi Matthiasarkirkjuna, sem gnæfir yfir miðbæinn með turna sina tvo, munu iumi r sýnilega taka litlu, gömlu kirkjuna i Fjörunni fram yfir hana. Ef til vill hefur hún lika einhvern tima verið sóknarkirkja sumra, sem nú búa á Akureyri, feður þeirra og mæður staðið þar fyriraltariog að lokum verið bor- in þaðan til grafar. Hæstu vinningar í Háskólahappdrættinu - skiftust á milli Akureyrar og Stokkseyrar Mánudaginn 11. desember var dregið i 12. flokki Happdrættis Háskóla Islands. Dregnir voru 13,500 vinningar að fjárhæð 101,860,000 krónur. Hæsti vinningurinn, fjórir tveggja milljón króna vinningar komu á númer 52,984. Tveir miðar áf þessu númeri voru seldir i umboðinu á Akureyri og hinir tveir i umboðinu á Stokkseyri. A Akureyri átti sinn hvor maðurinn þessa tvo miða, en þeir áttu röð af miðum, svo til viðbótar við tveggja milljón króna vinninginn, fá þeir einnig tvö hundruð þúsund króna i aukavinninga. A Stokks- eyri átti kona báða miðana og fær þvi fjórar niilljónir krðna. 200.000 krónur komu á númer 53003. Tvo miða af þessu númeri áttu hjón á Stokkseyri og hina tvo áttu önnur hjón, sem verzluðu við umboðið á Selfossi. 1 þetta skipti munaði aðeins 19 á hæsta og næsthæsta vinning. Og umboðið á Stokkseyri er sérstak- lega heppið að þessu sinni og fær fjórar milljónir og fjögur hundruð þúsund krónur af stóru vinning- unum. Þar að auki voru dregnir út yfir 13.000 vinningar með 5.000 og 10.000 króna vinningum. Skráin yfir þá vinninga verður birt siðar. ÞaÖ er nýja pillan fráNóa sem eykur ánægjuna Flestir fá sér tvær Biðjið um rauðan og bláan Nóa HF. BRJÓSTSYKURSGERÐIN NÓI Við kirkjuvigsluna á sunnudaginn: Séra Pétur Sigurgeirsson vigslubisk up fyrir altari. öðrum megin viðliann standa þeir séra Bolli Gústafsson i Laufási, séra Bjartmar Kristjánsson á Laugalandi og séra Birgir Snæbjörnsson á Akureyri, en hinum megin séra Rögnvaldur Kinnboga son á Siglufiröi. Tveir prestar, sem stóðu út frá honum, sjást ekki á myndinni. —Ljósmynd: Friörik Vestmann. Framhald af bls. 1 einn að verki við allt þetta,og sagði hann þá,að félagi sinn hafi einnig verið viðriðinn innbrotin. Varhafinleitaðhonum, og fannst sá á sunnudagskvöld. Hann játaði i gær, mánudag, að hafa verið á ferð i skrifstofunum. Piltar þessir eru 18 og 19 ára gamlir. í gær var annar þeirra úrskurðaður i allt að 90 daga gæzluvarðhald, en mál hins var enn i frumrannsókn Brauðbökkum, sælgæti og ein- hverju af skiptimynt var stolið úr veitingastofunni við Sigtún, en mestur skaði var að stórri tvöfaldri rúðu, sem brotin var. Onnur tegund fagmanna komst inn i Byggingavöruverzlun SIS Fundur um Keflavíkur- 'sjónvarpið Orator, félag laganema við Háskóla Islands, efnir til almenns fundar um lögmæti sjónvarps- stöðvarinnar á Keflavikurflug- velli þriðjudaginn 12. desember. Fundurinn verður haldinn að Hótel Sögu, hliðarsal, og hefst kl. 20.30. Frummælendur verða: Prófessor Sigurður Lindal og prófessor Þór Vilhjálmsson. Þeir munu að loknum stuttum inngangsorðum svara fyrir- spurnum fundargesta um lög- fræðileg atriði sjónvarpsmálsins. Orator, félag laganema við Háskóla islands. við Suðurlandsbraut. Þar var brotizt inn, leit gerð i skrifstofu, en litið skemmt, nema það nauð- synlegasta til að leita peninga, sem ekki fundust og fór snyrti- mennið út aftur slyppt og snautt. Annað var uppi á teningnum i Félagsheimili Rafveitunnar við Elliðaár. Þar voru endemissóðar á ferð. Allt tiltækt leirtau var mölbrotiö, skápar sprengdir upp og miklum mat spillt og aðskiljanlegum matartegundum kastað upp um loft og veggi. Til tilbreytingar var leigubil- stjóri handtekinn á laugardag,og er hann grunaður um sprúttsölu. Hann viðurkenndi að visu að hafa selt vin, en á heiðarlegu verði. I bil hans fundust margar áfengis- flöskur, en bilstjórinn segist vera drykkfelldur með afbrigðum og veitti sér skkert af þeim skammti, sem fannst i atvinnu- tækinu. Nú, nú. A mánudagsmorgun var hringt i lögregluna frá tveim stöðum og tilkynnt um innbrot. I Sláturfélagi Suðurlands voru hurðarbrjótar á ferðinni og létu sig ekki muna um, að sparka og berja upp fimm hurðir og dyra- karmarnir fuku einnig, Venjulegt skúffu- og skáparót var viöhaft þar, en ekki stolið öðru en skipti- mynt. Skiptimyntarþjófar komust einnig inn i verzlunina Sóley, Laugavegi 69. Auk alls þessa voru sjö manns handtekriir aðfaranótt laugar- dags fyrir rúðubrot, ölvun við akstur, meintar likamsárásir og rán. A sunnudagsmorgni voru nokkru fleiri ákærðir fyrir svipuð brot. — OÓ Fulltrúaráö Framsdknarfélaganna I Reykjavik efnir til fundar um fjárhags- og framkvæmdaáætlun Reykjavikurborgar 1973. Fundurinn hefst kl. 20:30 að Hótel Esju næst komandi fimmtu- dag. Framsögumenn á fundinum verða Kristján Benediktsson, Guömundur G. Þórarinsson og Alfreö Þorsteinsson. Auk þess mæta á fundinum allir fulltrúar Framsóknarflokksins í nefndum ráðum og stofnunum borgarinnar og svara þeir fyrirspurnum. Fulltrúaráðsfundui Thor Vilhjálmsson FOLDA Mögnuð bók eftir sérkennilegan og snjallan rithöfund. Folda er í raun réttri þrjár stuttar skáldsögur; háðsk lýsing á samkvæmisháttum okkar, stórkostuleg lýsing á sendiför tii heimkynna sósíalismans, og mönnum þeim, sem til slíkra ferða veljast, og síðast en ekki sízt, ferðasaga nútíma hjóna i Suðurlandaferð. Auðlesin bók og auðskilin. bókaskrá ísafoldar Kynnir efni og útlit glæsilegs úrvals bóka við hæfi lesenda á öllum aldri. Sérstaklega heppileg fyrir þá, sem vilja spara sér ómak og velja bækurnar í ró og næði heima fyrir. Allar jólabækurnar á einum stað. Sjálfsævisaga manns, sem lengi hefur lifað, margt séð, og kann frá ýmsu að segja. Sigfús M. Johnser rithöfundur og fyrrverandi bæjarfógeti Vestmannaeyja hefur komið víða við um æfina. Yfir fold og flæði er sjötta bók hans, - athyglisverð og skemmtileg. ÍSAFOLE

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.