Tíminn - 12.12.1972, Side 17

Tíminn - 12.12.1972, Side 17
Þriðjudagur 12. desember 1972 TÍMINN 17 Léleg mark- varzla varð Reykjavíkur- meisturunum að falli — Islandsmeistarar Fram, sigruðu Víking 21:18 í jöfnum leik. Tveir leikmenn Fram voru teknir úr umferð um tíma í síðari hdlfleik Markvarzlan er mikill höfuðverkur hjá Vikings- liðinu i handknattleik — liðið tapaði fyrir islands- meisturunum Fram á sunnugagskvöldið með þriggja marka mun 21:18. Rósmundur Jónsson, markvörður iiðsins, lék ekki með vegna veikinda og háði það liðinu mikið,að fyrirliðinn stóð ekki í mark inu. Framliðið fékk mörg ódýr mörk og má segja, að það hafi riðið baggamuninn. Það fór eins og flesta grunaði. Víkingar tóku Ingólf óskarsson úr umferð — ólafur Friðriks- son var látinn elta hann í síðari hálfleik. Þá var Axel Axelsson, einnig tekinn úr umferð og Andrés Bridde um tima. Leikaðferðin heppnaðist ekki hjá Víking og jöfnum leik lauk með sigri Fram. Vikingsliðið tók forustuna i byrjun leiksins, er Stefán Halldórsson skoraði tvö fyrstu mörk leiksins. Á 4. min. jafnaði Ingólfur Óskarsson úr vitakasti, -2:2. Siðan mátti sjá tölur eins og 3:3, 4:4, 5:5. 6:6. 7:7. En þá skora Páll Björgvinsson og Sigfús Guðmundsson fyrir Viking, og staðan er orðin 9:7 fyrir Vjkingsliðið og tiu min. til leiks- hlés.Axel Axelsson, skorar fyrir Fram og Ingólfur jafnar 9:9 á 27. min. Rétt fyrir leikshlé átti sér stað ljótt brot. Björgvin Björg- vinsson gaf Sigfúsi Guðmunds- syni mikið högg i magann, svo að Sigfús féll i gólfiö og það þurfti að stöðva leikinn um tima. ,,Hvað var annað hægt að gera, sagði Björgvin eftir leikinn, maðurinn var búinn að liggja á mér og lét mig ekki i friði”. Leikurinn hélzt jafn i byrjun siðari hálfleiks, þegar 10 min. voru liðnar af honum var staðan 11:11. „Þeir eru búnir”, kallaði Axel þá, og stuttu siðar var staðan orðin 14:11 fyrir Fram. Þá var Viggó Sigurðsson látinn elta Axel, en það dugði ekki, Fram- arar skora tvö næstu mörk og staðan er orðin 16:11. Þá eru tveir Framarar teknir úr umferð, þeir Axel og Andrés Bridde, en Ólafur Friðriksson látinn elta hann. Þegar 7 min. voru til leiksloka og staðan 18:15. kom Ingólfur Óskarsson, fyrirliði Fram inn á og vár þá Ólafur látinn elta hann. Vikingsliðinu tókst að saxa á forskot Fram — þegar ein min er til leiksloka, var staðan orðin 19:18. Þegar 50 sek. voru til leiksloka skoraði hinn ungi leikmaður Fram Guð- mundur Sveinsson 20:18 og stuttu siðar skoraði hann aftur eftir að Björgvin hafði gefið á hann á linu. Ingólfur var mjög góður i leiknum og stjórnaði hann leik- mönnum Fram, mjög vel. Hann skoraði átta mörk — sex úr vita- köstum, en Ingólfur er mjög örugg vitáskytta. Björgvin og Sigurbergur Sigsteinsson áttu góðan leik. Guðjón varði mjög vel i leiknum, ef hann hefði verið i Vikingsmarkinu hefðu úrslit leiksins orðið önnur. Mörk Fram skoruðu eftirtaldir leikmenn: Ingólfur 8, Björgvin og Sigurbergur 3 hvor, Guð- mundur Sveinn og Axel, tvö hver og Pétur eitt. Sigfús Guðmundsson átti stór- góðan leik með Vikingsliðinu, hann var góður i sókn og vörn. Sigfús skoraði fimm mörk af linu og voru þau mjög falleg. Guðjón Magnússon var daufur i leiknum, hann skoraði ekkert mark og er það mjög sjaldgæft. Stefán Halldórsson og Páll Björgvinsson eru komnir i mjög gott form — þeir voru m jög góðir i leiknum og byggðist allt spil liðsins á þeim. Mörk liðsins skoruðu þessir leikmenn: Sigfús 5, Einar 4 (3 viti), Páll 4, Stefán 3, Ólafur og Viggó, eitt hvor. Dómgæzla þeirra Vals Bene- diktssonar og Eysteins Guð- mundssonar, var mjög léleg. SOS Stefán Ilalldórsson, er hérbúinn aðbrjóta sér liðí gegnum Framvörnina og skorar mark fyrir Viking — staðan var þá 11:10 fyrir Vikingsliðið. Axel Axelssyni, hinum kunna landsliðsmanni Fram, tókst ekki að hindra Stefán. Axel lék með Fram - hann er búinn að ná sér eftir meiðsli, sem hann hlaut í Reykjavíkurmótinu Axfel Axelsson, landsliðsmaður úr Fram, lék sinn fyrsta leik með félagi sinu á sunnudagskvöldið, þegar Fram mætti Viking. Axel hefur verið meiddur, er nú búinn að ná sér,og sýndi hann góðan leik gegn Viking. Hann skoraði tvö mörk, með langskotum, sem hann er frægur fyrir. t siðari hálfleik var Viggó Sigurðsson, látinn elta Axel út um allt, svo að hann naut sin ekki undir lok leiksins. Óska eftir greiðslu í bandarískum dollurum Líklegt, að A-Þjóðverjar leiki hér í júlí n.k. Alf—Reykjavík — Nú mun vera nokkurn veginn ákveöið, að austur-þýzka landsliðið i knattspyrnu komi hingað til lands í júli- mánuði n.k. og leiki tvo landsleiki við Islendinga á Laugardalsvellinum. Hafa samningar við Austur- Þjóðverja staðið yfir að undanförnu og borið litið á milli. Óskuðu Austur-Þjóð- verjar eftir að fá 5 þúsund dollara fyrir að leika, en stjórn KSt vildi ekki fallast á það, samkvæmt upplýsingum, sem iþróttasiðan siðan hefur aflað sér, en bauð á móti tals- vert lægri upphæð, sem lik- legt þykir, að Austur-Þjóð- verjar sætti sig við. Það verður vissulega mikill fengur að fá Austur-Þjóðverja til Islands. Þeir hafa löngum verið i hópi betri knattspyrnu- þjóða Evrópu, en ekki haft tækifæri til(jið leika sem skyldi vegna pólitiskra að- stæðna. Með viðurkenningu á Austur-Þýzkalandi opnast möguleikar til meiri iþróttasamskipta við Austur - Þjóðverja en verið hefur ekki aðeins fyrir okkur islendinga, heldur og fyrir aðrar Evrópu- þjóðir, sem nú eru að viður- kenna Austur-Þýzkaland. Félagsbúningar í' 1 ' 1. Félagsmerki, veifur og fónar íslenzku og ensku félaganna Myndir af öllum þekktustu brezku knattspyrnumönnunum og félögunum * Póstsendum SPORTVAL ! Hlemmtorgi — Simi 14390

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.