Tíminn - 12.12.1972, Blaðsíða 19

Tíminn - 12.12.1972, Blaðsíða 19
Þriöjudagur 12. desember 1972 TÍMINN 19 §Umsjón:Alfreð Þorsteinssor Enska knattspyrnan: SOS: ARSENAL HIRTI BÆÐI STIGIN Á WHITE HART LANE — Peter Storey lék mjög vel og átti bæði mörkin Miövallarleikmaðurinn Peter Storey, sem hefur veriö fastur leikmaður hjá Arsenal síðan 1965 — sá til að „The Gunners" fór með bæði stigin frá erkióvinun- um i Norður-London, Tott- enham, þegar liðin léku á White Hart Lane. Hann skoraði fyrra mark Arsenal og byggði upp það síðara, þegar hann lék i gegnum vörn Spurs og gaf á aðal- markaskorara liðsins und- anfarin ár, John Radford, sem sendi knöttinn í netið fram hjá markverði Tott- enham, Pat Jennings. MJfi 'M: 3 #;•;: IAN HUTCKINSEN... átti frábæran „come back" á Stamford Bridge — hann skoraði tvö mörk og var maöurinn á bak viö stór- sigur Chelsea. „Come back" HUTCHINSON VAR FRÁBÆR — lék sinn fyrsta leik í 18 mánuoi og skoraði tvö mörk Fagnaðarlætin voru geysilega á Stamford Bridge á laugardaginn, elztu menn grétu af gleði — ástæðan — lan Hutchinson, sem hefur ekki leikið með Chelsea i 18 mánuði vegna meiðsla, lék aftur með liðinu og sýndi frábæran „come back". Hann var maður dagsins og skor- aði tvö stórkostleg mörk. Þriðja markið skoraði Bill Garner (áður Sout- hampton). Mark Nor- wich, skoraði Bone. Ian Hutchinson er einn vin- sælasti leikmaður Chelsea — mjög skemmtilegur leik- maður. Hann var keyptur frá Cambridge United árið 1968 á 2,500 pund. Lék sinn fyrsta leik með Chelsea i 1. deild i september 1968 gegn Ipswich Town. Hutchinson er fæddur i Derby og byrjaði að leika knattspyrnu með Burton Albion, áhugamannaliði frá heimaborg sinni. Þeir Storey og Radford hafa leikið með enska landsliðinu. Fyrsti leikur þeirra var gegn Rúmeniu á Wembley i janúar 1969. Radford gerðist atvinnu- maður hjá Arsenal 1964 og hefur verið fastur leikmaður með liðinu siðan og skorað mikið af þýðing- armiklum mörkum. Vörn Arsenal átti góðan leik og átti hún stund- um i erfiðleikum með hina sókn- •djörfu framlinumenn Spurs, sem hafa leikið fjóra leiki á átta dög- um. — Mark Tottenham, skoraði Martin Peters. sx> Storey átti góðan leik, hann skor- aði eitt mark og lagði svo úrslita- markið fyrir Radford. Léku tíu í síð- ari hálfleik - sterk vörn Liverpool, réði ekki við gott skot frá „tungu-twist Tony" Það fór eins og undanfarin ár, efsta liðið i 1. deild Liverpool, tókst ckki að sigra á The Haw- thorns i leiknum gegn West Bromwich Albion. Hinir snjöllu lcikmenn Liverpool náðu tökum á leiknum i byrjun. — Boersma, sem kom inn fyrir Kevin Keegan, skoraði fyrsta mark leiksins og staðan var 1:0 i hálfleik. i siðari hálfieik jafnaðist leikurinn og þegar Peter Cormack, sem Liverpool keypti frá Nott. For., var visað af leikvelli, þá fóru heimamenn að sækja, enda ein- um fleiri á vellinum. Hin sterka Liverpool-vörn lék sterka vörn, en hún réði ekki við skot frá Tony Brown, eða ,,Tungu twist Tony ", eins og hann er kall- Lee vísað af leikvelli - Man. City gerði jafntefli á Bramall Lane Francis Lee, landsliðsmaður- inn kunni i Man. City, var vísað af leikvelli, þegar lið hans heimsótti Sheffield United á Bramall Lane. Leiknum lauk með jafntefli 1:1. Mark heimamanna skoraði Woodward, en fyrir Man. City skoraði Bell, en hann var keyptur frá Bury 1966 á 45 þús. pund. Lee hefur ekki leikið eins lengi með Man. City. Hann kom til félagsins 1967 frá Bolton Wanderers — kaupverðið var 60 þús. pund. Leik Birmingham og Leicester lauk einnig með jafntefli 1:1. Leikurinn fór fram á St. Andrews i Birmingham. — Cross skoraði fyrir gestina, en heimamenn jöfn- uðu. Leik Newcastle og Sout- hampton á St. Jame's Park lauk einnig með jafntefli, en hann fór 0:0. Úlfarnir sigruðu Everton á Goodison Park 1:0. aður — en hann leikur alltaf með tunguna út úr munnvikinu, og er hún alltaf á fleygiferð, eftir þvi hvernig hann leikur. Tony þessi var uppgótvaður i heimaborg sinni, Manchester, af „njósnara" Albion þar i borg. Það var greinilegt, að það var farið að gæta þreytu i Liverpool- liðinu, enda var þetta f jórði leikur liðsins á stuttum tima, lék tvo leiki við Tottenham i vikunni. „Tongue Twister Tony" skoraði jöfnunarmarkið gegn Liverpool. A myndinni sést Tony vera með tunguna á fleygiferð. Sigurmark AAick Jones — Leeds nálgast toppinn Það var Mick Jones, hinn snjalli framlínu- maður Leeds, sem færði liði sínu sigur gegn Lundúnarliðinu West Ham í leiknum á Elland Road — hann skoraði eina rnark leiksins i fyrri hálf- leiknum, sem Leeds átti meira í. i síðari hálfleik jafnaðist leik- urinn, en hvorugu lið- inu tókst að skora mark og lauk leiknum þvi með sigri heimamanna 1:0. Mick Jones þessi var keyptur frá Sheffield United, árið 1967 á 100 þús. pund. Hann byrjaði að leika með Sheff. Utd. 1963 og var fyrsti leikur hans gegn Manchester Utd. — Jones hefur skorað yfir 100 mörk i deildinni. Allt í molum hjá Man. Utd. - töpuðu á heimavelli Eitthvað meira en litið virðist verá að hjá Manchester United á þessu keppnistimabili. — Liðið fékk Stoke City i heimsókn á Old Trafford á laugardaginn og áhorfendur máttu enn einu sinni yfirgefa völlinn vonsviknir. Stoke kom, sá og sigraði — Þeir skoruðu tvö mörk, — fyrst John Ritchie og siðan Mike Pejic. Ritchie, sem Stoke keypti frá Kett- ering Town á 1,500 pund, á sérkennilega sögu að baki. Hann varð fljótlega mikill markaskorari hjá Stoke — en félagið seldi hann til Sheffield Wednesday, 1966 á 70 þús. pund. Ritchie skoraði litið hjá Sheff. Wed. og eftir tvö keppnistimabil, var hann seldur aftur til Stoke á 25 þús. pund. — Hann var ekki fyrr kominn i Stokepeysuna aftur , en hann fór að skora, eins og hann gerði, áður en hann var seldur til Sheff. Wed. Farinn að brosa aftur — meistararnir sigruðu Mcistararnir Derby er heldur betur komnir á skrið. A laugardaginn sýndu þeir knattspyrnu af betra taginu og sigruðu Coventry á heimavelli sínum, The Base- balIGround 2:0. Mörk liösins skoruðu þeir Alan Hinton úr vitaspyrnu og Archie Gemmill. Ahangendur liðs- ins fögnuðu sigrinum gifur- lcga og nú getur fram- kvæmdastjóri Derby, Brian Clough, farið að brosa aftur, eftir lélega byrjun hjá liðinu. Til gamans má geta þess, að Alan Hinton. er talinn sá leikmaður i ensku deildinni, sem gefur beztu fyrirgjafirn- ar fyrir markið. Hann er gamall landsliðsmaður, var i einu fyrsta landsliði Sir Alf Ramsey 1963 — lék þá aðeins þrjá leiki. Hinton lék áður með Olfunum og Nottingham Forest — var keyptur til Derby i september 1967 á 30 þús. pund. Gemmill lék einu sinni með St. Mirren — undirritaöur er ekki viss um, hvort hann hafi leikið með Þórólfi Beck, en telur það mjög liklegt.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.