Tíminn - 12.12.1972, Blaðsíða 20

Tíminn - 12.12.1972, Blaðsíða 20
20 TÍMINN PriOjudagur 12. desember 1972 ÖLL NÚTÍMA ÞÆGINDI Á NÝJA BÆJARHEIMILINU Gunnar Jónsson og Guðmundur Jónasson seg/'a ferðasöguna fj? JGKT-Reykjavfk. Þeir . feröalangarnir, sem fóru norður um öræfin á dögunum eru nú komnir heilu og höldnu til byggöa eítir áfallalitið ferðalag. Við höfðum tal af Gunnari Jóns- syni hjá Orkustofnun, sem var með i ÍÖrinni og báöum hann að segja okkur frá því sem á dagana hafði drifið á leiðinni.og fer frá- sögn hans hér á eftir. Eins og komið hefur fram áöur þá vorum við sex i förinni: Þor- steinn og Guðriln,sem nú eru hús- Þorsteinn Ingvarsson kemur inn frá þvi að gera fyrstu veðurathug unina á Nýjabæ. ráöendur i Nýjabæ, bilstjórarnir Guðjón B. Jónsson og einn maður auk min frá Orkustofnun, Reynir Böðvarsson, Við lögðum af stað þann 22. nóv. fórum þann dag i Sigöldu og bjuggum snjóbilana til ferðar. Daginn eftir lögðum við svo af stað og komumst norður fyrir svokallaðar Kjalöldur en þar bilaði annar billinn og þurftum við að fd nýja vél i hann senda frá Reykjavik. Þetta tafði okkur i einn dag. Þann 25. leggjum við aftur af stað og komumst alla leið inn i Nýjadal eða Jökuldal eins og sumir vilja kalla hann, hann gengur eins og flestir vita inn i Tungnafellsjökul sunnanverðan. Þar á Ferða- félagið skála og við gistum i honum um nóttina og urðum að halda til þar næsta dag einnig vegna veðurs. Þegar þarna var komið sögu, höfðum við þegar tafizt i tvo daga, en það var lika allt og sumt, meiri töfum urðum við eiginlega ekki fyrir. Við komum á áfangastað að kvöldi þess 27. nóv. en fundum raunar ekki húsið fyrr en morg- uninn eftir vegna náttmyrkurs. Þarna dveljum við svo um kyrrt i niu daga, þann tima erum viö að vinna að þvi aö koma þessari starfsemi i gang. Annars er litið um þaö að segja nema það, að allan timann var heldur slæmt veður. Annars er ágætt að vera þarna, mjög hlýleg húsakynni, húsið er litið^en mjög vel einan- graö. Við lögöum af stað til byggða þann 7. des. og ferðin gekk áfalla- laust. Annars er meiri snjór á norðanverðu hálendinu en ég hef vitað áður á þessum árstima, Veðrið fór batnandi eftir þvi sem sunnar dró og þegar við komum i Jökuldal á föstudaginn, var þar komið bliðskaparveður. Ferðin gekk annars tiðindalaust og við komum til borgarinnar um miðn- ætti aðfaranótt sunnudags 10. des. Við náðum einnig tali af Guð- mundi Jónassyni bilstjóra og spurðum hann,hvort hann teldi að meiri snjór væri nú á hálendinu en venja væri til. Guðmundur sagðiy að hann hefði ekki áður verið á ferð um Sprengisandsleið á þessum árstima.,,En snjóalögin voru mikil”, sagði Guðmundur , "og ekkert spaug að rata. Birtan varir ekki lengi á daginn hú orðið og jafnvel þó að eigi að heita dag- skima^þá sér maður varla hvern- ig snjórinn liggur við tærnar á sér hvað þá lengra i burtu. Það eiga að vera stikur á leiðinni,en þær eru viða annað hvort fenntar i kaf eða brotnar.'1 Guðmundur bætti þvi við,að honum litist ekki á, að á þessum slóðum væri gott linu- stæði, leiðin niður i Bárðardal væri um hundrað metrum lægri og snjóléttari að sama skapi. Við spurðum Guðmund um heimilishald i Nýjabæ og hann sagði,að þar væru að heita mætti óll þægindi, þvottavél rafmagns bökunarofn og gaseldavél. Aðal- húsið er eitthvað um tuttugu fer- metrar að stærð, en hús af þessu tagi voru notuð við Búrfells- virkjun og eru innflutt frá Noregi. Tvær rafstöðvar eru á staðnum og raunar er þarna að mestu leyti tvöfalt kerfi. Ef eitthvað bilar á alltaf að vera til staðar vara- áhald. Birgðageymslan er stein- snar frá aðalhúsinu og þar er vara talstöð. Þetta er gert til að hjónin standi ekki bjargarlaus, þótt óhöpp eins og bruna bæri að höndum. Útvarp og sjónvarp er á staðnum og eitt af verkum þeirra uppi á öræfunum var að setja upp loftnet fyrir þau. Þá hafa þau hjónin snjósleða við isingarmæl- ingarnar en þær þarf m.a. að gera um fimm kilómetra frá bæki- stöðvunum. Guðrún Sigurðardóttir hellir á könnuna i Nýjabæjareldhúsinu. Ilcr sendir Guðrún út fyrsta veðurskeytið frá Nýjabæ. Hér cr setið yfir mat að Nýjabæ. Frá vinstri er Þorsteinn Ingvarsson, þá Guðmundur Jónasson, og fyrir aftan hann Guðrún húsfreyja i Nýjabæ, þá Gunnar Jónsson. Reynir Böðvarsson snýr baki f myndavél- ina, en mvndina tók Guðjón B. Jónsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.