Tíminn - 12.12.1972, Blaðsíða 23

Tíminn - 12.12.1972, Blaðsíða 23
Þriðjudagur 12. desember 1972 TÍMINN 23 Fjárhagsáætlun Framhald af 13. siöu. sem mestu ráða um gerð f jár- hagsáætlunar, og virðast sumir a.m.k. hafa sjálfdæmi i þeim efn- um. Of míkið er því um það, að þessar fjárhagsáætlanir séu eins- konar óskalistar, einkum á það við um framkvæmdaáætlanirnar. Allt i einu þarf að taka risastökk og tvöfalda fjárframlög frá árinu á undan. Þessa finnast mörg dæmi i þeim áætlunum, sem hér liggja fyrir. Það er þægilegt fyrir forstjóra að geta sjálfur ákveðið kostnaðinn við reksturinn, gert óskalista um svo og svo miklar framkvæmdir og beðið siðan um hækkuri á gjaldskrá, svo að tekjurnar dugi nú örugglega fyrir þessu öllu saman. Borgarfulltrúar verða hins veg- ar að lita á málin á breiðari grundvelli. Þeim ber að minum dómi að hafa rikt i huga, að hækkuðum gjaldskrám fylgja aukin útgjöld hjá notendum þjónustunnar, hvort sem um er að ræða vatn, rafmagn eða aðrar nauðsynjar. Hitaveitan. Niðurstöðutölur fjárhagsáætl- unar hitaveitunnar eru 433.2 millj. króna. Þá er búið að gera ráð fyrir, að gjaldskráin þurfi að hækka um 13%. Hitaveitan er gott dæmi um það, sem ég nefndi áðan, að ein- stakir kostnaðarliðir hækka allt i einu stórkostlega. Þannig er um nokkra liði gjaldamegin á rekstrarreikningi hitaveitunnar. Viðhald og endurbætur, sem áætl- að var á þessu ári 30 millj. kr., þarf allt i einu að hækka i 50 millj., eða um 67% milli ára. Þarna finnst manni, að hæfilegt hefði verið að hækka um 10 milljónir milli ára, eða um 33%. Með þeirri ráðstöfun minnkaði hækkunarþörf hitaveitunnar úr 13% i ca. 10 1/2%. Ég tel auðvelt að lækka nokkra aðra liði i rekstri hitaveitunnar án þess að til nokk- urs skaða ,sé fyrir fyrirtækið, samtals um allt að 10 milljónir. Þá væri þörfin fyrir gjaldskrár- hækkun komin niður i 8-9% i stað- inn fyrir 15.6%, sem talin var upphaflega þörf hitaveitunnar fyrir gjaldskrárhækkun. Hitaveitan stendur i miklum framkvæmdum. Verið er að. leggja nýja aðfærsluæð frá Reykjum i Mosfellssveit.og fyrir skömmu var gerður samningur um lögn dreifikerfis i Kópavog. Hitaveitan þarf þvi vissulega á miklu fjármagni að halda. Kostnaði við þessar og þvflikar framkvæmdir verður hinsvegar að dreifa á nokkurt árabil til að misbjóða ekki notendunum, — þvi fólki, sem á þetta fyrirtæki. Hækkunum á heita vatninu verð- ur þvi að stilla i hóf. Þótt ég hafi tekið hitaveituna sem dæmi, ber alls ekki að skoða það þannig, að hún sé verr rekin en almennt gerist með fyrirtæki hjá borginni, nema siður sé. Það er ekki nema eðlilegt, að forstjórar vilji láta fyrirtæki sitt búa við rúman fjárhag, bæði i rekstri og framkvæmdum. Varð- andi borgarfyrirtækin verða hinir kjörnu fulltrúar hins vegar að sjá um, að alls hófs sé gætt og eyðsla sé ekki umfram' nauðsyn. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins. Ég hef aldrei skilið þá afstóðu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks- ins, að þegar við hinir bendum á augljós dæmi, eins og nefnd eru hér að framan, slá þeir strax skjaldborg um embættismennina og gera að sinum, að þvi er virðist gagnrýnislaust, sjónarmið þeirra. Er það virkilega svo, að samtryggingarkerfið, þ.e. Sjálf- stæðisflokksins og Reykjavikur- borgar þoli alls ekki neina inn- byrðis gagnrýni? Það skyldi þó aldrei vera. Rafmagnsveitan. Framkvæmdaáætlun Raf- magnsveitunnar er þannig sett upp, að 127 milljónir vantar tekjumegin. Þá er ráðgert, að af- skriftir og tekjuafgangur nemi samtals 120 milljónum af 709 milljón króna heildartekjum. Þetta þýðir, að gjaldskrá R.R. þarf að hækka um rúm 20% til þess að fjármagna framkvæmd- irnar. Rafmagnsveitan eða fjárhags- áætlun hennar er gott dæmi um hitt atriðið, sem ég nefndi hér að framan, þ.e. þegar forstjórarnir allt i einu vilja tvöfalda fram- kvæmdaféð. — R.R. vill fjár- BÆNDUR Við seljum: Fólksbila, Vörubila, Dráttarvélar, og allar gerðir búvéla. BÍLA, BATA OG VERÐBRÉFASALAN. Við Miklatorg. Simar IH675 og 18677. magna i framkvæmdum á næsta ári um 250 milljónir. Til ráðstöfunar eru hins vegar tekjuafgangur 80 millj. og af- skriftafé 40 milljónir. Þetta tvennt er rúm 17% heildartekna R.R. að óbreyttri gjaldskrá, eða mjög svipuð prósentutala og tvö undanfarandi ár, en þá var afgangsfjármagnið til framkvæmda 18% og 16% af heildartekjum. Nú vilja þeir rafveitumenn tvö- falda framkvæmdir og borgar- ráðsmenn Sjálfstæðisflokksins hafa fallizt á það að mestu, með þvi að samþykkja i borgarráði, að ieita verði eftir heimild til 13% hækkunar gjaldskrárinnar, þ.e. að rafmagnsverðið hækki sem þvi nemur, auk þeirrar hækkunar, sem mundi leiða af hækkunum Landsvirkjunar. Mikil fjárfesting. 250 milljón króna fjárfesting hjá R.R. á einu ári nær að minu viti ekki nokkurri átt, ekki sizt, sé það haft i huga, að tæpar 90 milljónir að auki eru ætlaðar til reksturs og víðhalds veitukerfinu, en sumt af þvi, sem þar er gert, eru nánast nýjar framkvæmdir. Ég hef aðeins minnzt hér á tvö fyrirtæki sem dæmi. Ástæða væri vissulega til að nefna fleiri. Þannig vofir yfir, að strætis- vágnafargjöld þurfi að hækka um 44% frá næstu áramótum, þrátt fyrir að ráðgerð er rúmlega 80 milljón króna greiðsla úr borgar- sjóði til SVR. Ég held.að málefni SVR séu nú þannig, að þau þurfi að taka til gagngerðrar skoðunar. Minni ég hér á gagnmerkar til- lögur Einars Birnis, sem hann lagði nýlega fram i stjórn SVR. Þá eru uppi hugmyndir um hækkun gatnagerðargjalda og breytingu á hafnarreglugerð og reglugerð um innheimtu vatns- skatts, sem hvort tveggja leiðir til hækkunar. Gavin Lyali Hættulegasta bráðin Hættulegasta bráðin eftir Gavin Lyall er skemmti- saga í sórílokki, hvað spennu og hraða at- burðarás snertir. Hinn vinsæli rithöfund- ur Dosmond Bagley segir um bókina: Einhver bezta, ævintýralegasta og mest spennandi skemmti- sagan, sem ég hef lesið. Verð kr. 650,00 auk söluskatts. FERSKIR AVEXTIR Nútímafólk borðar meira og meira af ferskum á- vöxtum. Holl og góð fæða, fyrir börnin, fyrir alla. Ferskir ávextir eru mjög víðkvæmir, en nútímatækni í flutningum og SAMVINNA í innkaupum tryggja mestu mögulega fjölbreytni og gæði, hjá okkur. CWtor SKYRTAN

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.