Fréttablaðið - 18.07.2004, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 18.07.2004, Blaðsíða 1
Sigurður Geirdal lætur af embætti bæjarstjóra Kópavogs í vor en bíður ekki eftir þökkum og klappi á bakið. ▲ SÍÐUR 14 & 15 Bæjarstjóri á enda- sprettinum MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík — sími 550 5000 Kvikmyndir 26 Tónlist 26 Leikhús 26 Myndlist 26 Íþróttir 22 Sjónvarp 28 SUNNUDAGUR KEFLAVÍK Í VESTURBÆINN Þrír leikir verða í Landsbankadeild karla klukkan 19.15. Keflvíkingar sækja KR-inga heim, Fram tekur á móti ÍBV og KA mætir Víkingum. Einn leikur verður í Lands- bankadeild kvenna. FH mætir ÍBV klukk- an 16. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG 18. júlí 2004 – 194. tölublað – 4. árgangur Hrönn Sveinsdóttir er farin úr skóm drekans og les alþjóðalög í New York. LITLAR BREYTINGAR Í VEÐRINU Áfram bjart syðra og styttir eitthvað upp á austurlandi. Sjá síðu 6 UPPLAUSN Í HEIMASTJÓRNINNI Forsætisráðherra Palestínu sagði af sér embætti en Jasser Arafat kvaðst ekki taka mark á afsögninni. Harðar deilur um örygg- ismál og spillingu. Sjá síðu 2 LEITAÐ Á VÖLDUM STÖÐUM Leitað er að Sri Rahmawati, 33 ára gamalli konu sem saknað hefur verið í tæpar tvær vikur, á völdum stöðum aðallega norðan og aust- an við Reykjavík. Sjá síðu 2 SKELFILEGT ÓRÉTTLÆTI Einar Odd- ur Kristjánsson telur að veiðigjald sem lagt verður á sjávarútvegsfyrirtæki frá septemb- er verði greitt af verkafólki í fiskiðnaði sem hann segir skelfilegt óréttlæti. Sjá síðu 4 PRESSA Á SKJÁ EINUM Skjár einn leitar nú allra leiða til að stækka útsend- ingarsvæði sitt. Mikill þrýstingur er á Skjá einn vegna útsendinga frá enska fótbolt- anum. Sjá síðu 4 SÍÐUR 16 ▲ Brynja og Drífa sem eru best þekktar sem Real Flavaz flytja lög í nýrri stórmynd. SÍÐA 30 Skóm drekans kastað ▲ Tvíbura- dívur í Hollywood SVEITARSTJÓRNARMÁL Ungu fólki hef- ur fækkað mun hraðar en því eldra á landsbyggðinni síðustu árin. Þróunin er sú sama víða um land og veldur stjórnendum sveit- arfélaganna áhyggjum. Sigurður Sigurðarson rekstrar- ráðgjafi sem tók saman aldurs- skiptingu á landsbyggðinni árin 1992 og 2002 segir fólksfækkun- ina á landsbyggðinni hafa að mikl- um hluta verið bundna við aldurs- hópana undir fertugu. „Þegar þetta fólk vantar í sam- félagið minnkar neysla á dýrari vörum í kaupfélaginu eða verslun- inni á staðnum,“ segir Sigurður. „Það hefur samdrátt í för með sér og þar af leiðandi greiða verslan- irnar minna útsvar. Þá minnka te- kjur sveitarfélagsins.“ Guðnnlaugur A. Júlíusson, sviðsstjóri hag- og og upplýsinga- sviðs Sambands íslenskra sveitar- félaga, segir að ýmis sveitarfélög úti á landi eigi í erfiðleikum af þessum völdum. „Fólksfækkunin getur valdið sveitarfélögum á landsbyggðinni vandkvæðum,“ segir Guðnnlaug- ur. „Skuldir sveitarfélaganna hverfa ekki en færri standa eftir til að greiða þær.“ Árni Magnússon félagsmála- ráðherra segir þetta neikvæða þróun. „Það verður auðvitað erfitt að halda landinu í byggð ef yngra fólkið flyst þaðan.“ Að sögn Árna hefur ríkisstjórn- in þó verið að reyna ýmsar leiðir til þess að snúa þróuninni við. „Við erum að reyna að fjölga atvinnutækifærum á landsbyggð- inni bæði í áliðnaði og á fleiri svið- um,“ segir Árni. Sjá nánar síður 18 og 19 helgat@frettabladid.is ÁSTIN BLÓMSTRAR Á AUSTURVELLI Fjölmenni var í miðborg Reykjavíkur í gær á einum heitasta degi sumarsins. Hitinn fór yfir 20 stig í borginni og var fólk léttklætt í blíðunni. Þétt var setið fyrir utan öll kaffihús og á Austurvelli lagðist fólk í grasið og naut veðursins. Í dag er búist við blíðviðri, sérstaklega á sunnan- og vestanverðu landinu. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R Máttarstólparnir fara Ungt fólk flytur í auknu mæli frá landsbyggðinni. Afleiðingarnar eru slæmar. Tekjur sveitarfé- laganna minnka. Ráðherra segir þetta neikvæða þróun. Sjö létust í árásum: Ráðist á ráðherra ÍRAK AP Sjö manns létu lífið og tugir særðust í tveimur sprengjuárásum og einni skotárás í Írak í gær. Fjórir létu lífið þegar sprengju- árás var gerð í vesturhluta Bagdad. Skotmarkið var dómsmálaráðherr- ann Malik Dohan al-Hassan. Hann slapp ómeiddur en fjórir lífverðir hans létust og sjö einstaklingar særð- ust. Tveir létust þegar sprengja sprakk fyrir framan bækistöðvar íraska þjóðvarðliðsins í Mahmydiyah, skammt frá Bagdad. Um 50 særðust í árásinni. Ráðist var á lögreglustjórann í bænum Iskandariyah í gærmorg- un og hann skotinn til bana. ■ HERMENN Á VETTVANGI Bandarískir hermenn skoða bíl sem sprengdur var í loft upp. 01 forsíða 17.7.2004 22:15 Page 1

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.