Tíminn - 13.12.1972, Síða 1

Tíminn - 13.12.1972, Síða 1
 KÆLISKÁPAR Bdí RAFTORG 1^88»— SÍMI: 26660 ISMI r RAFIÐJAN SIMI. 19294 ★ * * SO/tA Á/ RAFTÆKJADEILD Hafnarslræti 23 Simar 18395 & 86500 Á Hveravöllum og Gjögrí værí samanbarín fönnin 50-100 sm. — ef hún lægi jafnt yfir allt — Á tveim veðurathugunarstöðv- um, Hveravöllum og Gjögri, er nú áætlaö, að jafnfallinn snjór myndi vera einhvers staöar á bilinu frá hálfum upp i einn metra, sagði Páll Bergþórsson veðurfræðingur við blaðið i gær. Og þá er miðað við snjóinn siginn eins og hann er nú. Á allmörgum stöðum er hann áætlaður tuttugu og fimm til fimmtfu sentimetrar — ég nefni Nýjabæ á brún Eyjafjarðardals, Ákureyri, Staðarhól i Aðaldal, Grimsstaði á Fjöllum og Egils- staði- ' Þessar tölur eru eðli sinu sam- kvæmt harla ónákvæmar og segja auk þess ekki glöggt til um snjókomuna, þvi bæði hefur snjórinn barizt saman i skafla og sigið til mikilla muna, þar sem frostleysa hefur verið annað veifið eða jafnvel bleytt til i veru- legra muna. — Til samburðar má hafa, að um helgina var nýr jafnfallinn snjór hér i Reykjavik og annars staðar við sunnan verðan Faxaflóa og liklega allviða á Suðurlandi um tiu til fimmtán sentimetrar, en mun minni uppi i Borgarfirði, þar sem nú er orðið langt til autt, sagði Páll. Mikið fannfergi á Norður- Ströndum Norðan lands og vestan hefur snjókoma verið venju fremur mikil i haust, og þó að þiðu gerði i bili, er snjór yfirleitt með mesta móti á þessum svæðum, og sums staðar óskaplegt fannfergi. Framhald á bls. 23 Vinningaskrá Happdrættis Háskóla ísl. Sjá bls. 20-21 Það er eins og að likuiti lætur: menn: Þeir hafa tileinkaö sér um. En þeir eru ekki neitt upp á þræða á hjólatikum sfnum, heldur Jólasveinarnir eru farnir að tæknina og koma brunandi á vél- þaö komnir að fylgja þessum fara þar, sem hugur býður. flykkjast til byggða. Og viti sleðum ofan úr fjallheimum sin- troðningum, sem mannkertin Timamynd: Róbert. Óskemmtilegt atvik í gistihúsi, þar sem margt íslendinga bjó: Sprengingu hótað, öllum skipað burt á svipstundu KJ—Reykjavík Það var heldur óskemmtileg reynsla, sem hópur fslenzkra ferðamanna varð fyrir i London á þriðjudaginn i siöustu viku, þvi að öllum gestum Kennedyhótels- ins var skipað að yfirgefa hótel- bygginguna á svipstundu vegna sprengjuhótunar frá einhverjum óþekktum manni. Kennedy-hótelið er norðan við miðhluta Lundúna, rétt við Euston-járnbrautarstöðina, og hefur fjöldi Islendinga gist þar á undanförnum mánuðum. þegar sprengjuhótunin barst stjórn- endumhótelsins var meðal gesta þar hópur fólks, sem fór utan til að skoða Smithfield-land- búnaðarsýninguna i sýningar- höllinni i Earls Court. Sprengju- hótunin barst um klukkan fimm, og voru nokkrir Islendinganna þá staddir á hótelinu, en aðrir ekki komnir af sýningunni þann daginn. öllum gestunum var skipað að Framhald á bls. 23 Framvinda mdla á allsherjarþinginu íslendingum í vil: Tillaga um forréttindi strandríkja sennilega samþykkt í fyrramálið Trúlegt, að íslendingar hreppi sæti í umhverfisrdði, von um alþjóðarannsóknarstofnun á Islandi A þvi er litill vafi, að tillaga sú um rétt strandrikja til auðlinda á landgrunninu og yfir þvi verð- ur endanlega samþykkt á alls- herjarþingi Sameinuðu þjóða i þessari viku. Þá eru horfur á, að íslendingar fái sæti i umhverfis- ráði Sameinuðu þjóða, og loks getur komið til greina, að ein deild háskóla Sameinuðu þjóða, sem samþykkt var i fyrradag, að stofnaöur skuli, fái aðsetur hérlendis. Timinn átti i gærkvöldi simtal við Hannes Pálsson, sendifull- trúa á allsherjarþinginu, og sagðiV hann svo frá, að at- kvæðagreiðslan um rétt strand- rikja færi fram fyrir hádegi á morgun. Busch, ambassador Bandarikjanna, hefur tjáð is- lenzku sendinefndinni, að Bandarikjamenn muni ekki bera fram breytingartillögur og sitja hjá við lokaatkvæða- greiðsluna. Þá hafa þau Afriku- riki, sem ekki eiga lönd að sjó og sátu hjá við atkvæðagreiðsluna á dögunum, ákveðið að veita til- lögu Islendinga og Perúmanna fylgi sitt. Hins vegar er ekki enn fullráðið, hvort norrænu rikin snúast á sveif með Islendingum eða halda stefnu sinni óbreyttri. — I fyrradaga var endanlega samþykkt með 111 atkvæðum gegn átta að stofna háskóla Sameinuðu þjóðanna, sagði Hannes i simtalinu, og hafa Framhald á bls. 23

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.