Tíminn - 13.12.1972, Page 2

Tíminn - 13.12.1972, Page 2
2 TÍMINN Miðvikudagur 13. desember 1972 Póiýfónkórinn: Jólaoratoria eftir J. S. Baeh t HttAkóiafaíó i Föst«dagmr> 'liá dt-s. í»72 ki. 2é0ó |Gíldir stw ní>g»5ngtimiof. Vorð fcr, 3,>0/XJ) (j/.cbj/cq jó/ Bréf frá lesendum kveðju frá Cameldýrunum. Og i haust sögðu blöðin frá stórkost- legri getraunakeppni á vegum sömuaðila. Ókeypis getraunaseðl- um útbýtt í verzlanir, sem hafa tóbak á boðstólum og ekki minna en nýr fólksbill meðal vinninga til einhverns, sem gefur upp rétta lengd á tilgreindum sigarettum og lesningu á pakkanum. f stuttu máli. Alþingismenn Jólakort og jafnframt aðgöngu- miði að tónieikum Pólýfónkórs- ins. ER ÞETTA HÆGT? A siðast liðnu ári var samþykkt á alþingi að banna tóbaks- auglýsingar. bessi afstaða meiri hluta alþingismanna er athyglis- verð.þegar haft er i huga, að dag- blöð stjórnmálaflokkanna misstu við það verulegar tekjur af tó- baksauglýsingum. 1 lögum þessum segir meðal annars: „Allar auglýsingar á tóbaki i blöðum, útvarpi, sjón- varpi, kvikmyndahúsum og utan dyra skulu bannaðar”. öllum ætti að vera ljóst, að til- gangur laganna er að banna áróður og auglýsingar á tóbaki. En á þessu ári eftir að lögin tóku gildi hefir rignt yfir verzlan- ir margskonar skiltum með auglýsingum á sigarettum. öllu þessu drasli er komið fyrir inni i verzlunarhúsum, sjálfsagt þeirr- ar meiningar, að bannið nái ekki þangað, þar sem i lögunum er til- greint auglýsingabann utan dyra. Einn athafnasamasti tóbaks- agentinn, Rolf Johansen og kumpánar, láta sér þó ekki nægja búðarauglýsingar einar til að minna á varning sinn. A liðnu sumri fengu heppnir laxveiðimenn peninga með samþykkja lög um bann gegn áróðri og auglýsingum á sigarett- um. Ósvifnir agentar gefa lögun- um langt nef, auglýsa áfram full- um fetum og leggja jafnvel fram fjárupphæðir, sem nema hundr- uðum þúsunda króna til að fá fleiri til að gæla við sigarettur. Og þvi er spur: Er þetta hægt? Björn Stefánsson Jólaoratoría Bachs í flutningi Pólýfónkórsins 29. og 30. desember Stp-Reykjavik Pólýfónkórinn flytur um jólin Jólaoratoriu eftir Johan Fró vinstri: Guðmundur Guðbrandsson, gjaldkeri Pólýfónkórsins, Ingólfur Guðbrandsson, stjórnandi, og Eriðrik Einarsson, núverandi formaður kórsins. —Við vonum, að Haligrimskirkja verði komin upp, áður en kórinn leggst niður. (Timamynd Róbert) Sebastian Bach. Verður verkið flutt tvisvar, föstudaginn 29. desember kl. 21.00 og laugar- daginn 30. desember kl. 14.00, i Háskólabiói. Á fundi með fréttamönnum i gær skýrði stjórnandi kórsins, Ingólfur Guðbrandsson, ásamt núverandi formanni kórsins, Friðrik Einarsson, og gjaldkera, Guðmundur Guðbrandsson, frá helztu atriðum varðandi verkið, flutning þess og sögu. Auk Pólýfónkórsins, sem i eru um eitt hundrað manns, tekur 30 manna kammerhljómsveit þátt i flutningnum. Konsertmeistari er Rut Ingólfsdóttir. Einleikarar eru Rut Ingólfsdóttir (fiðla) Hafliði Hallgrimsson (selló), Helga Ingólfsdóttir (sembal), Jón H. Sigurbjörnsson (flauta), Kristján Þ. Sigurbjörnsson (óbó)ogLárus Sveinsson (trompet). Einsöng- varar eru fjórir, hjónin Neil Jenkins (tenór) og Sandra Wilkes (sópran), Ruth L, Magnússon (alto) og Halldór Vilhelmsson (bassi). Jólaoratorfan, Gloria in excelsis Deo.var samin fyrir nær 250 árum og var frumflutt i Tómasarkirkjunni iLeipzing árið 1734. Er hún i sex köflum, sex kantötum, sem upphaflega voru samdar fyrir sex helgidaga, þ.e. 1., 2. og 3. i jólum, gamlársdag, nýjársdag og þrettándann. Nú mun kórinn flytja þrjár fyrstu kantöturnarr óstyttar, og auk þess upphafskór fimmtu kantöt- unnar, sem talinn er einn fegursti lofsöngur Bachs. I verkinu skiptast á kórar og tenór, sem segirfram jólaguðspjallið, en inn á milli eru fléttaðar hugleiðingar um jólahátiðina, ariur fyrir tenór, sópran, altó og bassa. Futningur verksins mun taka röskar tvær stundir. Við höfum valið eitt stórbrotn- asta verk, sem til er. Það er alltaf verið að tala um að breyta jóla- haldinu, gera það hátiðlegra, og flutningur þessa verks er ef til vill skref i þá átt. Tónlistaflutningur hefur ætið verið rikur þáttur i jólahátiðhöldum, og um allan heim er desember mikill tón- listarmánuður. — Þetta voru orð Ingólfs Guðbrandssonar, stjórn- andi Pólýfónkórsins. Jólaoratoria var fyrst flutt hér á landi árið 1944, undir stjórn Victors Urbancich. Verkið var flutt öðru sinni 20 árum siðar, en þá flutti Þólýfónkórinn tvær fyrstu kantöturnar (árið 1964). Siðan hefur kórinn tvisvar flutt hluta úr verkinu. Hjónin Neil Jenkins og Sandra Wilkes héldu, eins og menn muna, tónleika hér i Austurbæjarbiói i september við frábærar undir- tektir. Jenkins er talinn einn al- bezti tenórsöngvari heimsins i dag, a.m.k. af yngri kynslóðinni, að sögn Ingólfs, Munu þau hjónin eyða jólafríi sinu með þátttöku sinni i uppfærslu verksins hér. Sigurður Björnsson óperusöng- vari hefur farið með hlutverk tenórsins i fyrri flutningi kórsins á Jólaoratoriunni Flestir meðlima kammer- hljómsveitarinnar eru úr Sin- fóniuhljómsveit Islands, en auk þess verða i henni nokkrir tón- listarmenn,sem eru við nám er- lendis, og koma heim i jólafriinu. Má þar nefna Unni Mariu Ingólfsdóttir og Guðnýju Guð- mundsdóttur, sem báðar eru við nám i Bandarikjunum og Unni Sveinbjarnardóttur, sem stundar nám við Royal College i London. Æfingar kórsins með hljóm- sveitinni eru hafnar, en kórinn hefur sjálfur æft siðan i október. Pólýfónkórinn hefur yfirleitt haldið tónleika sina i Krists- kirkju, en það húsnæði er ekki hentugt, hvað rými snertir, og þvi ekki fjárhagslegur grund- völlur fyrir að halda þar stóra og dýra tónleika. Á páskunum siðastliðinn vetur flutti kórinn Matteusarpassiuna i Háskólabiói, og að sögn Ingólfs var hljóm- burðurinn og aðstaðan allgóð. Til- kostnaðurinn við uppfærslu Jólaóratoriunnar er mikill, en miðaverði er stillt i hóf. Aðgöngu- miðarnir eru i formi jólakorta og kosta 350 kr. eintakið. Er sala þeirra hafin hjá Eymundsson og Ferðaskrifstofunni Utsýn. SVIICHROmESH Þeir, sem einu sinni hafa átt|David Brown traktor, kaupa þá aftur — Þaö eitt sannar vinsældir þeirra og gæöi. David Brown traktorarnireru liprirog sterkir meö 12 hraðastiga samhæfðum gír- kassa. Tvöföld kúpling og tvöfalt drif. SELECTAMATIC fjölnota vökvakerfið gefur marga valmöguleika. Bændur! — Þaö borgar sig að kynnast kostum David Brown — áður en þið ákveðið kaup á traktor. Hafið því samband viðokkur strax og fáiðnánari upplýsingar. MUNIÐ! — Lánsumsóknir til Stofnlánadeildarinnar fyrir áramót. Globusp LÁGMÚLI 5, SIMI 81555 Deildarhjúkrunarkona Staða deildarhjúkrunarkonu við Grens- ásdeild Borgarspitalans er laus til um- sóknar. Staðan veitist frá 1. febrúar eða eftir nánara sam- komulagi. Upplýsingar um stöðuna veitir forstöðukona Borgarspitalans. Umsóknir, ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf.sendist heilbrigðismálaráði Reykja- vikurborgar fyrir 1. janúar 1973. Reykjavik, 12.12. 1972. ' Heilbrigðismálaráð Reykjavikurborgar. /i p f:;y. $ Gloria in.excelsis Deo DAVID BROWN SKIPAUTGtRe RIKISINS M/S BALDUR fer frá Reykjavik mánudaginn 18. des. til Snæfellsness- og Breiðafjarðarhafna. Vörumóttaka á föstudag. Gerð Hestöfl 885 48 990 58 995 64 1210 72

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.