Tíminn - 13.12.1972, Qupperneq 4

Tíminn - 13.12.1972, Qupperneq 4
4 TÍMINN Miðvikudagur 13. desember 1972 Ljósmyndatækni Hvað býr nú i svip Monu Lisu; hvað geta menn lesið úr yndis- fögru auga hennar? Er það vitneskjan um óléttu, eða ef til vi 11 fósturlát. Já, þetta er spurning dagsins. 1 alvöru talað, þá er þetta ekki svo alvarlegt. Myndirnar sýna aðeins, hve ótrúlega hluti er hægt að gera með ljósmynda- vél. Hér er um að ræða sérstaka speglatækni, og verður ekki farið nánar út i þá sálma hér. Taka þeir sig ekki vel út, hundurinn „tvihausaði” og list- málarinn heimsfrægi, sér- vitringurinn Salvador Dali. Veiðimennirnir þola ekki ónæði Veiðimenn við ár i Engl. hafa rétt á þvi að hafa algjört næði við veiðarnar, og það svo, að valdi einhverjir þeim ónæði.má dæma þá til þess að greiða sekt. Veiðiklúbbur nokkur, sem tók á leigu hluta Warfe árinnar i Yorkshire árið 1965 og hefur gefið félögum sinum kost á að veiða við ána, höfðaði mál á hendur Steven nokkrum Peters, sem dag einn i sumar fór með syni sina tvo i skemmtiferð á snekkju sinni. Veiðimennirnir, sem voru við veiðar dag þennan, töldu sig hafa orðið fyrir miklu ónæði vegna siglingar feðganna um ána, og mál var höfðað á hendur manninum. Fór svo, að hann var dæmdur til þess að borga hundrað krónur i sekt, og niðurstaða dómsins var sú, að mikið ónæði gæti stafað af siglingum i ánni, ef menn væru þar við veiðar. Lægi i augum uppi, að fiskurinn ókyrrðist og fældist frá, og þvi yrði veiðin minni en efni stæðu til. ☆ Jörðin opnaðist Húsmóðir ein, Glynis Stacey, i Kibby-inAshfield i Englandi ætlaði að kippa upp einhverri Villijurt i garðinum hjá sér, en um leið og hún náði jurtinni upp, opnaðist jörðin fyrir framan hana, og þar gapti við henni 17 feta djúp hola. Ástæðan var talin sú, að mikið hafði verið um sprengingar i nágrenninu dag- ana á undan, og hafði þarna myndazt jarðsig. ☆ 6000 tonn af osti til Japan Norðmenn hafa samið um sölu á 6000 tonnum af Goudaosti til Japan á þessu ári. Verður gerður út leiðangur sölumanna tilJapan á næstunni, til þess að semja um sölu á svipuðu magni af osti það ár. Osturinn er fluttur i sérstökum frysti-eða kælikössum, sem halda 2 til 4 stiga hita alla leiðina. ☆ 1.5 milljón af minka- skinnum á uppboði 1 fyrstu viku desember var haldið uppboð á minkaskinnum i Osló. Þar átti að selja um 350.00 minkaskinn, en reiknað er með, að i vetur verði alls seld á uppboði i Osló um 1.5 milljón skinna. Talið er, að verð á minkaskinnum fari heldur hækkandi i vetur, en verðlag var lágt i fyrra. ☆ Eiiibýlishússeigandi lét setja sjálfvirka hurð á bilskúrinn vegna konu sinnar. — Virkar þetta? spurði nágrann- inn. — Hvort það gerir. — Um leið og konan min birtist á biinum, fýkur hurðin upp af eintómri hræðslu. — Er þetta hjá fyrirtækinu Smith, Smith, Smith og Smith? — Já, þaö er það. — Gæti ég fengið að tala við hr. Smith?- — Þvi miður, hann er á fundi. — En hr. Smith? — Nei, hann er veikur. — Nú en hr. Smith þá? — Iiann er rétt farinn i mat. — Jæja má ég tala við hr. Smith? — Já, það er ég. Mikið um erlent verkafólk 20.300 útlendingar voru við ýmis störf i Noregi 31. ágúst i sumar, er könnun var gerð á fjölda erlendra starfsmanna i landinu. Hafði talan hækkað um 800 miðað við 31. ágúst i fyrra. Útlendingarnir skiptast þannig eftir þjóðernum: 4800 Danir, 2400 Bretar, 1800 Sviar, 1300 Bandarikjamenn, 1200 Pakistanar, 1200 Þjóðverjar, bæði frá Vestur- og Austur- Þýzkalandi, og 1000 Finnar. ☆ Senda hurðir til Þýzka- lands Bærums Verk i Sandvika i Noregi hefur gert samning um sölu á hurðum til Þýzkalands. Samningurinn hljóðar upp á 210.000 hurðir, sem eru að verð- mæti um 20 milljónir norskra króna. Verða hurðirnar fluttar á vöruflutningabilum til Þýzka- lands, og munu þær fylla 350 flutningabila. — Nei, þú skalt ekki álita þig rek- inn. Við skulum kalla það fri i óákveðinn tima, kauplaust. — Það er til þin'. Maður lifir bara einu sinni og ef maður heldur rétt á spilunum, er það eina skipti nóg. Kennslukonan var að útskýra I stórhátiðir ársins fyrir börnun- um. Oll vissu þau, að jólin voru föst hátið, en gekk heldur verr með þær,sem færast til. — Dettur ykkur ekkert i hug? spurði kennslukonan eftir nokkra þögn. — Jú, svaraði Kalli, sem var elzt- ur af átta systkinum. — Skirnarveizla! — Jensen, það er síminn til þin! DENNI DÆMALAUSI Þú verður að passa þig á að koma ekki á sleðanum þinum á húsþak- ið hans herra Wilson, hann yrði alveg ofsalega reiður, þvi mál- ingin gæti skemmzt.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.