Tíminn - 13.12.1972, Blaðsíða 6

Tíminn - 13.12.1972, Blaðsíða 6
TÍMINN Miövikudagur 13. desember 1972 Tveir af eldri kynslóðinni á hundraö ára afmæli Bókaverzlunar Sigfúsar Eymundssonar: Karl Kristjánsson og Jörundur Brynjólfsson. Aldarafmæli Bókaverzlunar Sigfúsar Eymundssonar 1872-1972 Seint i fyrra mánuöi varð Bóka- verzlun Sigfúsar Eymundssonar hundrað ára. Er hún þvi eitt af elztu fyrirtækjum á landinu. Vert er að gefa afmæli svo langlifrar stofnunar gaum, — og þó einkum stofnuninni sjálfri. Sigfús Eymundsson var fæddur 24. mai 1837 að Borgum i Vopna- firði. Foreldrar: Eymundur Jónsson að Borgum og kona hans Þórey Sigfúsdóttir frá Sunnudal. Sigfús Eymundsson fór tvitugur utan og framaðist vel af kynnum við mæta menn og af verknámi. Nam bókband i Kaupmannahöfn og ljósmyndagerð i Björgvin. Kom heim til Reykjavikur 1866 og stundaði þar bókband og ljós- myndagerö. Ferðaðist viðsvegar um landið og tók myndir. Bókaverzlun sina stofnaði hann seint i nóvember 1872. (Einhver heimild bendir til, að hún hafi veriðopnuö25. nóv., sú heimild er ekki enn sannprófuð). Bókaút- gáfu hóf hann 1886. Sigfus var hugsjónamaður með logandi framkvæmdaþrá i brjósti. Menningarmál altóku huga hans. Hann kostaði kapps um, að bókaverzlunin hefði vandaðar bækur á boðstólum og útvegaði mönnum Urval erlendra bóka, blöð og timarit. Gaf út fræðibækur eftir góða höfunda. Rak um skeið prentsmiðju, sem siðar varð Félagsprentsmiðja — eða visir að henni. Hann beitti sér fyrir stofnun fyrsta Kaupfélags Reykjavikur og var forstöðumað- ur þess um skeið. Hann var um tima i bankaráöi- Islandsbanka. „Arið 1874 átti hann, ásamt Sigurði málara, mestan þátt i undirbúningi þjóð- hátföar á Þingvöllum og gaf þá konungur honum til minja brjóst- nál, setta demöntum, hinn dýr- asta grip". Sigfús seldi bókaverzlun sina og bókaútgáfu Pétri Halldórssyni, siöar borgarstjóra Reykjavfkur. Tók Pétur við fyrirtækinu 1. jan. 1909. Sigfús var þá farinn að bila að heilsu og andaðist 20. okt. 1911. Niðja átti hann enga. Pétur Halldórsson rak verzlun- ina og útgáfuna undir sama nafni áfram með miklum menningar- brag. En þegar hann varð borgarstjóri 1. ágúst 1935,tók við forstöðu fyrirtækisins Björn son- ur hans og veitti þvi forstöðu sem aðalmaður þar til á áramótum 1958-'59,að Almenna bókafélagið keypti verzlunina og forlagið og hefur rekið hvort tveggja síðan og fært i auka. Starfar verzlunin nil i þrem deildum. Eru islenzkar bækur i einni, útlendar bækur i annarri, ritföng i hinni þriðju. Baldvin Tryggvason t.h. framkvæmdastjóri A.B. Einar óskarsson verzlunarstjóri t.v. Við verzlunina starfa nú 16 manns. Elztur að starfsaldri er Steinar Þórðarson. Hans starfs- aldur er þriðjungur ævialdurs fyrirtækisins. Verzlunarstjóri er Einar ólafs- son. II. Aldarafmæli Verzlunar Sigfúsar Eymundssonar var minnzt með siðdegishófi f húsa- kynnum fyrirtækisins við Austur- stræti i Reykjavik laugardaginn 25. f.m. Mætti þar á þriðja hundr- aö manns; Viðskiptavinir og vel- unnarar fyrirtækisins, bókaútgef- endur, bóksalar, rithöfundar, starfsfólk verzlunarinnar og Alm. bókafél; Útbýtt var til gest- anna bæklingi, sem hefur inni að halda nokkur atriði, er snerta sögu verzlunarinnar. Bæklingn- um fylgdi snoturt bókamerki til minja. Formaður stjórnar Alm. bóka- fél., Karl Kristjánsson, ávarpaði samkvæmið, bauð menn vel- komna, lýsti tilefni hófsins, minntist stofnenda verzlunarinn- ar og annarra fyrrverandi eig- enda. Gat áforma núverandi eig- anda um að halda upp á fyrsta ár annarrar aldar verzlunarinnar með ýmsum hætti sem afmælisár. Nefndi sem dæmi: Aform um að gefa út til minningar um Sigfu's Eymunds- son bók með ljósmyndum eftir hann, vandaða og fróðlega. Aform um að gefa út bókaskrá, sem er i smiðum. Á hún að ná yfir nöfn allra bóka með íslenzkum titlum, sem út hafa komið og enn eru ekki uppseldar. Er gizkað á, að þar muni vera um 5000 bókar heiti að ræða. Hefur slík heildar- skrá ekki komið út siðan á fjórða tug þessarar aldar, útgefin þá af Bókaverzlun S. Eymundssonar. Hlýtur útg. þessarar skrár að vera mikil fyrirgreiðsla við bóka- unnendur og bóksölu almennt. Hafin verður mjög vönduð út- gáfa barnabóka. Út er að koma i þessum svifum fyrsta bókin, Sól- faxi, skreyttlitmyndum, samin af Armanni Kr. Einarssyni rithöf- undi og Einar Hákonarsyni list- málara. Gert er ráð fyrir til hagræðis fyrir viðskiptamenn að laga and- dyri verzlunarinnar allmikið. Ýmislegt fleira er til umræðu að gera til hátíðabrigða á af- mælisárinu.svo sem sýningar á erlendum bókum, en ekki ákveð- ið, enda árið aðeins að hefjast. Karl komst þannig að orði m.a.: „Það skiptir meginmáli, að fyr- irtækið Bóícaverzlun Sigfúsar Ey- mundssonar hefur náð hundrað ára starfsaldri með fullu fjöri. Sá mikli munur er á háum aldri manns og fyrirtækis.að maðurinn hrörnar með háum aldri, hversu vel, sem hann annars kann að vera af guði gerður, en fyrirtækið getur alltaf verið að eflast og vaxa, ef það er gott fyrirtæki, sem þjónar góðum markmiðum, — og nýir menn koma þar til sög- unnar hver á fætur Öðrum til þess að halda því i réttu lagi á hverjum tima. Almenna bókafélagið, sem nú á Bókaverzlun Sigfúsar Éymunds- sonar.er sjálfseignarstofnun, sem var á fót komið i þeim til- gangi einum að veita islenzkri menningu þjónustu. Það ætti þvi að vera heppilega innrætt foreldri til að fóstra þetta óskabarn menningarfrömuðsins Sigfúsar Eymundssonar". Að lokum mælti Karl Kristjáns- son: „Um leið og ég lýk máli minu flyt ég starfsfólki verzlunarinnar öllu — án þess að nefna nöfn — beztu þakkir frá Alm. bókafélag- inu fyrir vel unnin störf — og við- skiptamönnum verzlunarinnar og velunnurum nær og fjær einnig alúðarþakkir. Ég þakká öllum viðstöddum kærlega fyrir komuna hingað og þolinmóða áheyrn, — og ég bið áheyrendur að taka undir þá ósk mina, að islenzkar bókmenntir, bókagerð og bóksala megi blómg- ast islenzku þjóðinni til hróðurs og hamingju".

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.