Tíminn - 13.12.1972, Side 7

Tíminn - 13.12.1972, Side 7
Mifivikudagur 13. desember 1972 TÍMINN 7 Vinn hlutina eftir Ijóðum - Guðrún Guðjónsdóttir sýnir á Mokka SB—Reykjavik Guðrún Guðjónsdóttir hefur opnað sýningu á Mokka. Kennir þar ýmissa grasa, enda Guðrún fjölhæf kona. Þarna er vefnaður af ýmsu tagi, myndvefnaður, krossvefnaður, rósabands- vefnaður og skrautvefnaður, hattar, húfur, kjólar og peysur, allt úr islenzkri ull og jurtalitað margt af þvi. Þá eru nokkrir munir úr leðri og gul regnkápa með sjóstakkssniði, sem Guðrún ætlar að reyna að fá fjöldafram- leidda. Munirnir eru flestir til sölu. Þess má geta, að Guðrún yrkir ljóð, og fylgir ljóð hverjum hlut. Segist hún stundum vinna hlutinn eftir ljóðinu. Einnig skrifar hún barnasögur, og er bók til sölu á sýningunni. Heitir hún Dúfan og galdrataskan og geymir fimm skemmtilegar krakka- sögur. Sýningin á Mokka er sjötta sýning Guðrúnar. Hún sýndi á Seltjarnarnesi i vor. Sýningin verður opin fram úndir jól. Annasamt hjá Fí fyrir jólin SB—Reykjavik Eins og endranær fyrir stór- hátiðar verða miklar annir hjá Flugfélagi Islands nú fyrir jólin og er fjöldi áukaferða fyrir- hugaður. Fram til laugardags verður flogið samkvæmt áætlun, en ' þá fara að koma aukaferðir inn á milli. Laugardaginn lfi. des. verða farnar 3 ferðir til Akureyrar, 2 ferðir til fsafjarðar, 2 ferðir til Vestmannaeyja og 1 ferð til Hornafjarðar og Norðfjarðar. Sunnudaginn 17. des. verður flogið samkvæmt áætlun, þ.e. 3 ferðir til Akureyrar og 1 ferð til Vestmannaeyja, tsafjarðar, Þingeyrar, Eigilsstaða og Horna- fjarðar Mánudaginn 18. des. verða farnar 2 ferðir til Raufarhafnar, 2 ferðir til Vestmannaeyja, 2 ferðir til Sauðárkróks og 3 ferðir til Akureyrar. Ennfremur 1 ferð til Húsavikur, Þórshafnar og Patreksfjarðar. Þriöjud aginn 19. des. eru áætlaðar 2 ferðir til fsafjarðar, 2 til Egilsstaða, 3 til Akureyrar, 2 til Hafnar i Hornafirði, 2 til Vest- mannaeyja og 1 ferð til Fagur- hólsmýrar og Norðfjarðar. Miðvikudaginn 20. des.verða 2 ferðir til Húsavikur, 2 ferðir til Isafjarðar, 2 ferðir til Egilsstaða. 2 ferðir til Sauðárkróks, 4 ferðir til Akureyrar og ennfremur verður flogið tii Vestmannaeyja, Patreksfjarðar og Þingeyrar. Fiinmtudaginn 21. des verða 2 ferðir til Vestmannaeyja, 3 ferðir til Akureyrar, 2 ferðir tii Isa- fjarðar og ennfremur 1 ferð til Hornafjarðar og Egilsstaða. Föstudaginn 22. des verða 3 ferðir til Akureyrar, 2 ferðir til Húsavikur, 2 ferðir tii Raufar- hafnar, 3 ferðir til Sauðárkróks og ennfremur verður flogið til Vest- mannaeyja, Þórshafnar, Patreksfjarðar og Egilsstaða. Laugardaginn 23. des. eru áætlaðar 2 . ferðir til Vestmanna- eyja, 4 ferðir til Akureyrar, 2 ferðir til Isafjarðar, 2 ferðir tii Hornafjarðar, 1 ferð til Norð- fjarðar og 1 ferð til Egilsstaða. Sunnudaginn 24, des. að- fangadag.er áætlað að fljúga til Akureyrar, Vestmannaeyja, Isa- fjarðar og Þingeyrar. Annað flug fellur niður þann dag. Hafnarkirkju gefinn skírnarfontur AA—Höfn Hornafirði Hafnarkirkju barst fyrir nokkru forkunnarfagur skirnar- fontur að gjöf. Skirnarfontinn gáfu Sigurður Lárusson og Katrin Ásgeirsdóttir til minningar um þá, sem fórust með m/b Sigur- fara i Hornafjarðarós. Skirnarfonturinn er gerður af Jóhanni Björnssyni, myndskera. Einnig bárust kirkjunni gjafir s.l. sumar, þar á meðal 100 sálmabækur frá ónefndum manni, auk smærri gjafa. Leikfélag Hornafjarðar er nú búið að sýna Gullna hliðið eftir Davið Stefánsson tvisvar sinnum fyrir fullu húsi, og hafa undir- tektir áheyrenda verið með miklum ágætum. FÆREYINGAR SÓHU BEITU TIL HAFNARFJARÐAR ÞÓ—Reykjavik. Færeyska skipið Dagstjarnan lestaði smokkfiski i Hafnarfirði i gærdag. Alls tók skipið 70 lestir af þessari eftirsóttu beitu, og vegna þessa hringdu nokkrir menn i okkur og spurðu,hvort landið væri ekki nær beitulaust og hvað væri verið að láta Færeyinga fá beitu. Þegar við könnuðum málið hjá Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna kom i ljós, að Færeyingar áttu smokkfiskinn i geymslu hjá Sölu- miðstöðinni. Smokkfiskurinn kom til Islands siðast i október með pólsku flutningaskipi, en með skipinu fengu Islendingar þó nokkurt magn af smokkfiski til beitu. Benedikt Guðmundsson hjá SH sagði, að reyndar hefðu Færeyingarnir átt meira magn en þessi 70 tonn, en hefðu selt íslendingum það sem umfram var. STYÐJfl 0KKUR I LANDHELGISMÁLINU ÞÓ—Reykjavik. Sjómannafélögin i Bö og Mai- nes i Noregi hafa sent Sjómanna- sambandi Islands bréf, ogi þvi segir m.a.: „Aðalfundur sjó- mannafélaganna i Bö og Malnes haldinn 3. desember 1972 hefur rætt um útfærslu islenzku fisk- veiðilögsögunnar i 50 sjómilur. Aðalfundurinn lýsir yfir fullri samúð með islenzku þjóðinni i baráttunni, sem hún á i, vegna út- færslu fiskveiðilögsögunnar i 50 sjómilur.” Guðrún Guðjónsdóttir og sýnishorn af Mokka (Timamynd GE) Eín ég sit og sauma Einu sinni áttu þessi orð rétt á sér. En ekki lengur. Þú ert ekki ein með nýju SINGER saumavélina við höndina, SINGER 760, fullkomnari en nokkru sinni fyrr. . OAIgerlega sjálfvirkur hnappagatasaumur. Talan er sett ( fótinn og vélin saumar sjálfvirkt rétta stærS af hnappagötum. # Þræðingarspor, allt frá 1/2 cm til 5 cm langt. # Sérstakur fótur fyrir köflótt efni. # Hraðastillir á vélinni sjálfri. # Sjálfsmurð. # Sjálfvirk þræðing. VERÐ 26.956,00. A SAMBAND ISLENZKRA SAMVINNUFELAGA ^Véladeild ÁRMÚLA 3 REYKJAVÍK, SÍMI 38900 SÖLU- OG SÝNINGARSTAÐIR: Liverpool, Laugavegi 18a, Domus, Lauga- vegi 91, Gefjun, Austurstræti, Dráttarvélar, Hafnarstræti 23, Véladeild SÍS, Ármúla 3 og kaupfélögin um land allt. Tökum gamlar vélar sem greiðslu upp í nýjar. luossuriaflisí)

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.