Tíminn - 13.12.1972, Blaðsíða 9

Tíminn - 13.12.1972, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 13. desember 1972 TÍMINN Stöðugar ógæftir hamla loðnuveiðum Eldborgar ÞÓ—Reykjavik. Sem kunnugt er fór Eldborg GK 13 til loönuveiða — og rannsókna fyrir um það bil 10 dögum siðan. Fram til þessa hefur skipið litið getað sinnt veiðunum og i eina skiptið, sem það var hægt fékk skipið flotvörpuna, sem það er með við veiðarnar, ásamt loðnu- nótinni, i skrúfuna. Þar sem skipverjar á Eldborgu gátu ekki losað vörpuna úr skrúf- unni varð að draga Eldborgu til hafnar á Akureyri. Þar var losað úr skrúfunni og tók það verk ekki nema hálf tima. Á Akureyri los- aði Eldborg einnig 20 tonn af loðnu, sem skipið hafði fengið, og fór loðnan i bræðslu. Gunnar Hermannsson, skip- stjóri á Eldborgu, sagði i samtali við blaðið i gær, en þá var Eld- borg komin á miðin aftur, að loðnan, sem þeir hefðu fengið, hefði verið mjög stór og falleg, og taldi Hjálmar Vilhjálmsson fiski- fræðingur, sem er um boð i Eld- borgu, að loðnan væri að a.m.k. fjögurra ára gömul. Þeir á Eldborgu höfðu orðið varir við nokkrar loðnutorfur þegar við höfðum samband við Gunnar i gær, en þær voru smáar og stóðu djúpt. Gunnar kvað að- stöðu til veiða hafa verið erfiða, stöðugar brælur. Það var þó þolanlegt veður, er við ræddum við hann, en spáin var ekki góð. Meðan tiðin er ekki betri en nú, er varla hægt að búast við mjög miklum árangri við veiðarnar. Sameining sveitarfélaga á Suðurlandi ekki á dagskrá - segir framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á Suðurlandi í tilefni af „öifusmálinu" í framhaldi af þeirri frétt, sem Timinn birti s.l. laugardag um áhyggjur manna i Ölfusi vegna hugmynda, sem komið hafa upp um að breyta hreppamörkum i Arnessýslu norðan Ölfusár, sneri blaðið sér til Sigfinns Sigurðsson- ar, framkvæmdastjóra Samtaka sveitarfélaga á Suðurlandi, og bað hann að skýra þessi mál nán- ar. Svör Sigfinns i 7 liðum fara hér á eftir: 1. Hreppsnefndir Olfus-, Hveragerðis- og Selfosshreppa hafa fyrir löngu gert sér grein fyrir vaxandi vanda i sambandi viðhreppamörkin. Má benda á, að við mörk Hveragerðis og Selfoss á sér nú stað þéttbýlis- myndun i Olfushreppi. Þjón- dsta við þessa byggð er vart möguleg af hendi ölfushrepps. 2. Af þessum sökum m.a. hafa sveitarstjórnir á svæðinu séð ástæðu til þess að láta kanna sameiginlega, hvort hagkvæmt sé að endurskoða sveitar- félagamörkin milli þessara sveitarfélaga. 3. Ég veit ekki til þess, að komið hafi fram neinar hugmyndir um ný mörk milli sveitarfélag- anna. 4. Sveitarfélögin hafa beðið mig um að kanna á sinum vegum ýmsa þætti þessa máls. Ég tel það enda vera tvimælalaust i verkahring Samtaka sveitar- félaga i Suðurlandskjördæmi. 5. Það er rétt, að Hveragerði er myndað úr hluta ölfushrepps, og jafnframt má minna á, að Selfoss var myndaður úr hlut- um ölfushrepps, Sandvikur- hrepps og Hraungerðishrepps. 6. Það er auðsætt, að þessi mál verða ekki leyst með valdboði, heldur er ástæða til þess að taka það skýrt fram, að stjórn Samtaka sveitarfélaga i Suður- landskjördæmi litur á það sem skyldu sina að starfa fyrir sveitarfélögin og ibúa þeirra, en ekki gegn þeim. Þess vegna verður hvorki þetta mál né önnur tekin upp nema i sarn- vinnu við þá,sem hlut eiga að máli. 7. Að gefnu tilefni vil ég að lokum taka fram, að sameining sveitarfélaga og önnur skerð- ing á sjálfstæði þeirra er ekki á dagskrá á Suðurlandi. Þessir tveir ungu menn voru meðal þeirra, sem hjálpuðu slökkviliðs- mönnum viðaðslökkva ísinu, sem kveikt hafði verið i inni I Laugardal á laugardaginn. Notar annar þeirra litið handslökkvitæki við að ráða niðurlögum eldsins. Mikið var um það í sfðustu viku, að kveikt væri I sinu viðsvegar um bæinn, en nú er engin hætta á að það verði gert í bráð, þar sem snjór er yfir öllu. Þess i stað koma þá sjálfsagt brennu- brunar, en að undanförnu hefur a.m.k. verið kveikt í tveim brennum, sem börn og unglingar voru byrjuð aðsafna i. (Timamynd Róbert) Rætt um hlutverk verkalýðsfélaganna á sviði iðnfræðslu- og framhaldsmenntunar ÞÓ-Reykjavik. Stjórnarmenn úr verklýðs félögum prentiðnaðarins f Dan- mörku, Finnlandi, íslandi, Noregi, Sviþjóð og Þýzka alþýðu- 2% 2SINNUM LENGRI LÝSING neQex 2500 klukkustunda lýsing við eðlilegar aðstæður (Einu venjulegu perurnar framleiddar fyrir svo langan lýsingartíma) NORSK ÚRVALS HÖNNUN Heildsala Smásala Einar Farestveit & Co Hf Bergstaðastr. 10A Sími 16995 lýðveldinu komu saman til um- ræðufundar dagana 13.-16. nóvember s.l. i orlofsheimili þýzka verkalýðssambandsins I Nienhagen í A-Þýzkalandi. Aðalviðfangsefni fundarins var hlutverk verklýðsfélaganna á sviði iðnfræðslu og framhalds- menntunar, vinnuskilyrði, heilsu- gæzla og öryggi á vinnustað. Fyrirlestra um þessi mál héldu Klaus Fechner, forstöðumaður „Rudi Arndf'-iðnskólans i Berlin, og Dr. med Gunther Moceh, yfir- læknir og formaður heilbrigðis- nefndar miðstjórnar bókiðnaðar- sambandsins. A fundinum fóru fram fjörugar og athyglisverðar umræður, sem munu koma öllum þátttakendum að gagni i starfi þeirra i félögum sinum. Fundurinn leiddi i ljós, að það er unnt að koma á slíkum skoðanaskiptum án tillits til þess, hvaða alþjóðasamtökum þátttak- endur tilheyra og hvert er lífsvið- horf þeirra. Þá létu þátttakendur i ljós þá ósk, að fundir sem þessir yrðu haldnir siðar og þá fjallað um skylda málaflokka. skáirr: ~ einvigi SEK2T aldannnar iréttuljósi -\ ILÖGFRÆÐI JSKRIFSTOFA | Vilhjálmur Amason, hrl. \ Lckjargötu 12. | , (Iönaöarbankahúsinu, 3.h.) ' - Slmar 24635 7 16307. Með þessari margumræddu bók fá aðdáendur „Spítalasögu" og hinna fjölmörgu frásagna Guðmundar Daníelssonar tvöfaldan kaupbæti, en það eru teikningar Halldórs Péturssonar og skákskýringar Gunnars Gunnarssonar og Trausta Björnssonar. Þeirfélagar hjálpast að, hver á sinn hátt, við að þræða atburðarás umdeildasta skákeinvígis sem um getur. Guðmundur lýsir atburðum einvígisins á skáldlegan og fjörmikinn hátt, - allt frá óvissunni í upphafi til þeirrar stundar að Víkingablóðið litaöi storð í lokahófinu. Einvígi aldarinnar í réttu Ijósi er bók, sem vafalaust verður lesin upp til agna, i bókstaflegum skilningi. 1) ÍSAFOLD

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.