Tíminn - 13.12.1972, Blaðsíða 10

Tíminn - 13.12.1972, Blaðsíða 10
10 TÍMINN Miðvikudagur i:i, dcsember 1972 ALÞINGI Umsjón: Elías Snæland Jónsson Miklar umræður um afbrot unglinga á alþingi í gær: Metfjöldi innbrota og þjófnaða s.l. 2 mánuði Helmingur upplýstra innbrota og þjófnaða s.l. tvo mánuði framinn af unglingum 16 ára og yngri Miklar umræður urðu utan dagskrár i sameinuðu Alþingi i gær um þann innbrotafaraldur unglinga, sem gengið hefur yfir að undanförnu i höfuð- borginni. í umræðunum upplýsti dómsmálaráð- herra, ólafur Jóhannesson, að siðustu tvo mánuði — október og nóvember — hefðu þjófnaðarbrot verið fleiri en nokkru sinni fyrr. í>á tvo mánuði voru 364 þjófnaðarbrot og innbrot kærð til rannsóknar- lögreglunnar. Þegar hafa 124 þeirra verið upplýst, og kom i ljós, að 62 þessara upplýstu innbrota voru framin af unglingum 16 ára að aldri eða yngri. G y I f i l>. Gislason, (A) kvaddi sér hljóðs utan dag- skrár. Hann kvaðstekki ætla að ræða efna- hagsvandann, eins og þing- menn kynnu að halda heldur annað stórt vandamál. Fram hefði kom- ið i fjölmiðlum, að um siðustu helgi hefði átt sér stað ein mesta afbrotaalda, sem um getur hin l>að er sennilega eitt stærsta byggðamálið að lcysa heiibrigöis- þjónustuna úti á iandi á viðunandi hátt, — sagði Stefán Valgeirsson (F) i umræðunt á alþingi I gær. Umræðurnar urðu 1 tilefni af fyrirspurn frá Stefáni til Magnús- ar Kjartanssonar, heilbrigöis- málaráðherra.um læknaþjónustu á Ólafsfirði og í Norður-Þingeyj- arsýslu. Benti Stefán á það, er hann fylgdi fyrirspurninni úr hlaði, að hér væri um einn snjó- þyngsta hluta landsins að ræða, og gæti þvi verið ógerlegt að ná i læknishjálp.ef læknar væru ekki á staðnum. Magnús Kjartansson sagði i svari sinu, að vonir stæðu til þess að læknar yrðu á Ólafsfirði alla vega fram eftir vetri. Þar væri læknir núna, sem yrði til ára- móta, og annar tæki þá við um tima. Varðandi N-Þingeyjarsýslu væri læknir á Þórshöfn, sem jafn- framt gengdi Raufarhöfn þar sem væri héraöshjúkrunarkona og lyfjasala. Þá væri ekki læknir á Kópaskeri, en hins vegar þrir héraðslæknar við læknamiðstöð á Húsavik. Ráðherrann taldi, að ástandið i læknamálunum á þessu svæði væri nú betra en oftast áður. Sið- an ræddi hann læknamálin almennt um landið og þær úrbæt- ur, sem nauðsynlegar væru og unnið væri að. Fram kom, að sú heimild til styrkveitingar til læknastúdenta gegn þjónustu úti á landi að námi loknu, virðist ætla að bera góðan árangur. Hafa 27 stúdentar sótt um slikan styrk, og 10 fyrstu styrkirnir voru veittir i haust. siðari ár. Þetta hefði hann siðar fengið staðfest af öðrum aðilum. Tveir hinna aðgangshörðustu um helgina væru unglingar. Verk þeirra væru ekki afbrot i venju- legum skilningi, heldur skemmd- arverk. Hér væri þvi um sjúk- dómseinkenni eða uppeldis- vandamál að ræða,en ekki afbrot i venjulegum skilningi. Þingmaðurinn rakti þær um- ræður, sem fyrr á þinginu áttu sér stað um fangelsismál, og þar hefði komið skýrt fram t.d. hjá dómsmálaráðherra, að vandamál þessara unglinga væri alveg sér- Næsta veiting verður eftir ára- mót. l.árus Jónsson (S) ræddi ástandið á Ólafsfirði, og taldi, að þótt frumskilyrði væri,að læknir væri að staðnum, þá væri það ekki nóg, þar sem erfitt væri að koma sjúklingum frá staðnum á sjúkrahús, ef þörf krefði. Þyrftu mikilvirkari snjóruðningstæki að vera til staðar. og eins bvrfti að bæta aðstöðu á sjúkraflugvellin- um á Ólafsfirði. Stefán Valgeirsson kvað nauð- synlegt, að allt yrði gert til þess að læknir yrði á ólafsfirði til frambúðar. Einnig ræddi hann nauðsyn þess, að fleiri læknar væru i Norður-Þingeyjarsýslu, sem væri eitt snjóþyngsta hérað landsins og vegalengdir þar mikl- ar. Þyrfti að fá lækna á Kópasker og Raufarhöfn væri þess nokkur kostur. Stefán ræddi siðan þá erfið- leika, sem læknisleysið skapar, og taldi, að það væri eitt stærsta byggðamálið að leysa heilbrigðis- þjónustu við strjálbýlið á viðun- andi hátt. Oddur Ólafsson (S) sagði, að þrátt fyrir mikla viðleitni þá væri svipaður fjöldi læknishéraða læknislaust nú og áður. Þessi hér- uð væru flest fámenn, en nauð- synleg fyrir þjóðfélagið. Nauð- synlegt væri að búa betur að læknum i þessum héruðum ef þá ætti að fá þar til starfa. Pálmi Jónsson (S) taldi það skipta mestu i læknamálum dreifbýlisins, að uppbygging sjúkrahúsa og starfsaðstaða lækna úti á landsbyggðinni dræg- ist ekki aftur úr, þvi ef svo færi; myndu læknar flytja annað. Þetta yrði að hafa i huga við afgreiðslu fjárlaga. staks eðlis, og að taka yrði á þeim með sérstökum hætti. Það væri þvi fullur skilningur á þvi hjá ráð- herra, að hér væri um sérstakt og stórt vandamál að ræða. Atburðirnir nú um helgina ættu að vera áminning til okkar þing- manna, til stjórnvalda og em- bættismanna, að láta þessi mál til sin taka i miklu rikari mæli en hingað til. Það er full ástæða til þess, að á það sé minnst hér, svo öllum sé ljóst, að við viljum vinna að lausn þess, sagði þingmaður- inn, og lagði á það áherzlu, að hér væri fyrst og fremst um heil- brigðis- og uppeldisvandamál að ræða. Ólafur Jó- hannesson, dómsmálaráð- lierra, sagði,að hér væri um mikið vanda- mál að ræða. Vera mætti, að siðasta helgi hefði skorið sig úr að þessu leyti. Alla vega væri. ljóst, að siðustu tveir mánuðir, október og nóvember hefðu skorið sig úr, þvi þá mánuði hefði verið meira um innbrot og þjófnaðar- brot en á sömu timalengd áður. Kærð hefðu verið til rann- sóknarlögreglunnar i Reykjavik 364 innbrot og þjófnaðir á þessum tveim mánuðum. Þar af væru 124 þegar upplýstir. Hið alvarlegasta i þvi sambandi væri, að af hinum upplýstu brotum hefðu 62 verið framin af piltum.sem fæddir væri 1956 eða siðar, þ.e. væri 16ára eða yngri. Ráðherra sagði, að málefni þessara unglinga væri sérstakt vandamál. Það heyrði ekki undir dómsmálaráðherra eða lögreglu, heldur barnaverndarnefnd og menntamálaráðuneytið. Væri barnaverndarnefnd ekki öfunds- verð af að fást við þetta vanda- mál. Ráðherra sagði, að ekki væri til staður fyrir þessa unglinga. Nefndi hann sérstaklega sem dæmi, að sá pilturinn, sem að- sópsmestur hefði verið i afbrotum siðustu tvo mánuðina, væri innan 16 ára aldurs. Hann hefði marg- brotið af sér og ekki sýnt nein merki iðrunar. Barnaverndar- nefnd hefði ekki haft neinn stað fyrir þennan pilt. Menntamála- ráðuneytið hefði loks óskað eftir þvi, að honum yrði komið fyrir i kvennadeild lögreglustöðvar- innar i Reykjavik, og væri hann nú þar i geymslu. Ráðherra taldi þetta unglinga- vandamál mikið ihugunarefni. Sérstaklega þyrftu þingmenn að ihuga af hvaða ástandi i þjóð- félagi okkar slikir verknaðir, sem t.d. urðu um helgina, væri sprottnir, hvar ræturnar liggja. Taldi hann, að þar kæmi m.a. til bæði áfengisneyzla og neyzla fikni- og eiturefna. Nefndi ráð- herra i þvi sambandi stjórnar- frumvarp, sem lagt hefur verið fram um sérstakan dómara og sérstaka rannsóknardeild i ávana- og fikniefnamálum, og kvaðst vona, að það fengi góðar viðtökur þingmanna. Ráðherra gat þess einnig, að afbrot unglinga yfir 16 ára aldri væri sérstakt vandamál, og þyrfti, eins og hann hefði áður lýst i umræðum um fangelsi og vinnuhæli, að hafa sérstakt vinnuhæli fyrir unglinga, þar sem reynt væri að hafa betrunaráhrif á þá og koma þeim til manns. Ingólfur Jónsson (S)tók undir það, að u m m i k i ð vandamál væri að ræða. Hins vegar væri ekk- ert nýtt, að vandræðaungl- ingar væru i landinu. Til væri sérstakt upptökuheimili. i Breiðuvik fyrir slika pilta. Þar væri pláss fyrir 20 pilta, en ekki væri vistaðir þar nema um helm- ingur þeirrar tölu. Taldi hann, að rétt hefði verið að senda pilt þann, sem dómsmálaráðherra skýrði frá, á upptökuheimilið i Breiðuvik frekar en að loka hann inni i fangelsi. Það væri neyðar- úrræði, þvi meginatriði væri að reyna að bæta unglingana. Það þyrfti að halda þeim að störfum, sem hefði holl og bætandi áhrif, á þá, og kenna þeim þannig að vinna. Oddur Ólafs- son (S) taldi, að i umræðunum hefði ekki verið lögð nægileg áherzla á heil- brigðisþátt þessa vanda- máls. Hann kvaðst telja, að afbrot unglinga væru að miklu leyti til komin vegna geðtruflana af völdum ofdrykkju, fikniefna eða skapgerðarveilu. Slikt fólk ætti heima á sjúkrahúsum.en ekki i fangelsi. Þar sem hér væri um sjúka' unglinga að ræða væri meginatriði, að til væri aðstaða, þar sem þeir yrðu teknir til rann- sókna og lækninga af sérfræðing- um. Innilokun ætti alls ekki að koma til nema slikár itekaðar til- raunir sérfræðinga hefðu áður átt sér stað. Þingmaðurinn taldi, að á meðan svo erfitt ástand væri i þessum málum sem nú er, væri það hlutverk geðsjúkrahús- anna að sinna þessari þörf að miklu leyti. Hann væri þess full- viss, að ef slikum aðgerðum væri beitt, myndi fjöldi afbrotaungl- inga minnka mjög. Óiafur Jóhunnesson, dóms- málaráðherra, tók aftur til máls og kvaðst sérstaklega vilja taka undir þau orð Odds Ólafssonar, að geðsjúkrahúsin ættu að sinna þessu hlutverki. Þau ættu að rannsaka, og taka til meðferðar, geðveika menn, sem afbrot hafa framið, jafnt yngri sem eldri. Kvaðst hann vona, að þingmaður- inn, sem væri i læknastétt og virtur þar, beitti áhrifum sinum i þessa átt. Gylfi Þ. Gisiason (A) tók aftur til máls og sagði umræðurnar mjög nytsamlegar. Hann tók sér- staklega undir orð Odds Ólafssonar og dómsmálaráð- herra um heilbrigðisþáttin i sam- bandi við afbrot unglinga. Kvaðst vilja itreka þá skoðun sina, að hér væri ekki fyrst og fremst um afbrot að ræða, heldur fjölþætt vandamál, þar sem heilbrigði og félagslegar aðstæður skiptu höfuðmáli. Framhald á bls. 23 Stefán Valgeirsson (F): Viðunandi heilbrigðis- þjónusta úti á landi — eitt stærsta byggðamálið í dag Tveir fundir voru i samein- uðu Alþingi i gær. Á dagskrá fyrri fundarins voru fyrir- spurnir, en siðari fundurinn fór i umræður utan dagskrár um afbrotamál unglinga. Framkvæmd veiöitakmarkana Lúðvik Jósefsson, sjávarút- vegsráðherra, svaraði fyrir- spurn frá Steingrimi Her- mannssyni (F) um fram- kvæmd leyfisveitinga og ann- arra veiðitakmarkana i sjávarútvegi. Fram kom i svari ráðherr- ans, að nær undantekningar- laust er farið að tillögum Hafrannsóknarstofnunarinnar við slika framkvæmd. Söiuskattsfé til rithöfunda Magnús Torfi Ólafsson, menntamálaráðherra, svar- aði fyrirspurn frá Gunnari Thoroddsen (S)um greiðslú á söluskatti af bókum sem við- bótarritlaun til. rithöfunda og höfunda fræðirita. 1 svari ráð- herrans kom fram, að unnið hefur verið að málinu frá þvi i byrjun ágúst og er nefnd, sem fiármálaráðherra skipaði til að kanna ýmis atriði málsins að skila áliti næstu daga. Yrði tekið mið af niðurstöðum nefndarinnar við afgreiðslu fjárlaga, þó sennilega ekki fyrr en við 3. umræðu þeirra. Einnig tóku til máls Svava Jakobsdóttir (AB) og Jón Árm. Héðinsson (A). Menntun fjölfatlaðra og kennsla i sjúkraþjálfun. Magnús T. Ólafsson, mcnntamálaráðherra, svar- aði tveimur fyrirspurnum frá Oddi ólafssyni (S). Fyrri fyrirspurnin var um menntun fjölfatlaðra, og kom fram i svari ráðherra, að nú starfar skóli fyrir fjölfatlaða að Stakkholti 3 i Reykjavik, og eru þar sjö börn. Vonir standa til, að næsta haust geti nemendur þar orðið 20-25. Varðandi kennslu i sjúkra- þjálfun kom fram hjá ráð- herra, að það mál er enn i at- hugun og ekki hægt að skýra frá þvi af þeim sökum hvenær kennsla i sjúkraþjálfun hefst hérá landi. Nú eru starfandi i landinu 32 sjúkraþjálfarar, sem allir hafa fengið menntun erlendis, og er þó enn veru- legur skortur á mönnum með þessa þjálfun. Vegagerö á Vesturlandi Hannibal Valdimarsson, samgönguráðherra, svaraði nokkrum fyrirspurnum frá Skúla Alexanderssyni (AB) um vegagerð á Vesturlandi. Kom þar m.a. fram i svörum ráðherra, að þeir vegir, sem endurbyggðir hafa verið i Hvalfirði siðustu 10 árin, og vegirsem .annars staðar hafa verið gerðir á siðustu árum, eru þannig undirbyggðir, að hægt er að leggja á þá varan- legt slitlag án sérstakrar styrkingar. Ný þingmál Jón G. Sólnes (S) lagði i gær fram tillögu til þingsályktunar um breytingu á reglugerð um skipan gjaldeyris- og inn- flutningsmála. Matthias Bjarnason (S) og þrir aðrir þingmenn Sjálf- stæðisflokksins lögðu i gær fram þingsályktunartiilögu um stofnun verðjöfnunarsjóðs vöruflutninga. Þá lagði Ragnar Arnalds (AB) fram fyrirspurn til sjávarútvegsmálaráðherra i gær um, hvort könnuð hafi verið til hlitar sú staðhæfing, að spara megi allt að 100 milljónum krón árlega með notkun svartoliu i væntanleg- um skuttogaraflota i stað gas- oliu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.