Tíminn - 13.12.1972, Blaðsíða 11

Tíminn - 13.12.1972, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 13. desember 1972 TÍMINN 11 Útgefandi: Frímsóknarflokkurihn :• Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þór-g íarinn Þórarinsson (ábm.),'Jón Helgason, Tómas Karlssonjy ÍAndrés Kristjánsson (ritstjóri Sunnudagsblaös TImáns)|: ¦ Auglýsingastjóri: Steingrfanur 'Gisjas,o>i. • Ritstjórnarskrif-j.; |:stofur i Edduhúsinu við Lindargötu, slmar 18300-^8306<:; : Skrifstofur i Bankastræti 7 — afgreiðslusfmi 12323 — aiíglýs:;! : ingasími 19523. Aörar skrifstofurrsimi 18300. Askriftargjaldj;: • áS5 k^ónur á mánuði innan lands, i lausasölu 15 krónur ein-,:: takið. Blaðaprent h.f.i ••: Vandleg könnun möguleikanna Rikisstjórnin og þingflokkar stjórnarflokk- anna hafa undanfarna daga setið á fundum og rætt skýrslu valkostanefndar um leiðir i efna- hagsmálum. Eins og skýrt hefur verið frá hér i blaðinu setur valkostanefndin fram i skýrslu sinni þrjár meginleiðir, og eru útfærð 5 afbrigði af hverri leið, þannig að um 15 valkosti er að ræða. Enda þótt valkostanefnd hafi aðeins sett upp þessi 5 afbrigði af hverri meginleið, eru að sjálfsögðu ýmis fleiri afbrigði hugsanleg, og rikisstjórnin og stjórnarflokkarnir hafa nú til athugunar hugmyndir um ýmis önnur afbrigði en þau, sem sett eru fram i skýrslu valkosta- nefndar. Búast má viði að þessar athuganir taki nokkurn tima. Þessi mál eru talsvert flókin og að ýmsu að hyggja i þessu sambandi. Hafa þurft að koma til ýmsir nýir útreikningar á þeim hugmyndum, sem fram hafa komið, bæði er snertir afkomu rikissjóðs, atvinnuveganna og þjóðarbúsins i heild, en ekki sizt varðandi það, hvernig hinar ýmsu leiðir koma við laun- þega og kaupmátt launa þeirra, ekki sizt lág- launa. Segja má,að nokkuð hafi færzt til betri vegar i þróun þjóðarbúskaparins, siðan valkosta- nefnd lagði grundvöll að starfi sinu með þjóð- hagsspá fyrir árið 1973. Afli virðist ætla að verða heldur meiri en spáð var i haust,og út- flutningsverðlag hefur orðið ívið hagstæðara en gert hafði verið ráð fyrir. Þessar hliðar þurfa þvi að skoðast að nýju að nokkru leyti, þvi að rikisstjórnin mun ekki ganga nær kjórum almennings i landinu en ýtr- asta nauðsyn þjóðarbúsins krefur. Rikisstjórn- in mun þvi ekki rasa um ráð fram. Ákvarðanir um ef nahagsráðstaf anir verða ekki teknar f yrr en að vandlega ihuguðu máli. Útreikningar valkostanefndar eru grund- vallaðir á þeim markmiðum, sem rikisstjórnin setti nefndinni, m.á., að kaupmáttur almenn- ings héldist. Valkostanefndin telur i hinum 15 leiðum, sem hún setur fram, að þetta markmið náist sæmilega i þeim öllum, þ.e. að kaupmátt- ur launa á árinu 1973 yrði svipaður og hann er nú, hver leiðin, sem yrði valin, þótt áhrif efna- hagsaðgerðanna yrðu ekki látin koma til fram- kvæmda i kaupvisitölu. Vegna þess að þróunin virðist hafa orðið nokkuð hagstæðari en spáð var i haust og vegna nýrra hugmynda, sem fram hafa komið, hlýtur rikisstjórnin og sérfræðingar hennar, ásamt þingflokkum stjórnarflokkanna, nú að athuga gaumgæfilega, hvort unnt sé að láta áhrif efnahagsaðgerðanna koma að einhverju eða verulegu leyti til framkvæmda i kaup- greiðsluvisitölu, þannig að ekki þurfi að skerða kaupmátt almennings neitt, heldur tryggja, að hann haldi áfram að vaxa á næsta ári. Það er ekki fyrr en að nákvæmum athugunum á þess- um þætti málsins loknum, sem rikisstjórnin gengur endanlega frá tillögum sinum. — TK. ERl.ENT YFIRLIT Ófriðarblika vex fyrir botni Miðjarðarhafsins Sadat virðist vera orðinn valtur í sessi FLESTIR gera sér nú góðar vonir um, að senn takist samningar um vopnahlé i Vietnam, þótt ótvirætt virðist, að Thieu, forseti Suður-Viet- nam, reynir sitt ýtrasta til að koma i veg fyrir það. Nixon virðist eigi að siður staðráðinn i þvi að ná samningum, en að sjálfsögðu reynir hann að semja þannig, að samningun- um þurfi ekki að fylgja tafar- laus valdataka kommúnista, heldur verði framtið Suður- Vietnams ráðin i sem frjáls- ustum kosningum. Kommún- istar vilja hins vegar tryggja hlut sinn sem bezt. Þessvegna er skiljanlegt, að samningarn- ir dragist nokkuð, en allt bendir þó til, að þeir muni nást, þvi að báðir aðilar hafa bersýnilega áhuga á þvi. En þótt friðarhorfur i Viet- nam séu þannig mjög batn- andi og menn geri sér vonir um, að vopnuð átök hætti þar innan skamms, verður ekki sagt hið sama um Austurlönd nær, þar sem horfur i málum . Araba og Gyðinga eru nú ófrið vænlegri en um langt skeið. Margt bendir til, að þar geti nú hafizt styrjöld þá og þegar, ef Israelsmenn sýna ekki meiri sáttfýsi en þeir hafa gert til þessa. Það verður vafalitið mikilvægasta verkefni Nixons, eftir að samningar hafa náðst i Vietnam, að reyna að hafa þau áhrif á Israelsmenn, að þeir verði fúsari til samninga við Araba en þeir hafa verið til þessa. ÞAÐ VORU fyrstu viðbrögð Egypta eftir júni-styrjöldina 1967 að leita á náðir Rússa og fá hjá þeim hernaðarlega að- stoð til þess að geta varizt nýrri árás ísraelsmanna, ef til kæmi. Þetta gerðu Rússar. — Hvaða dóma, sem menn leggja á þessa aðstoð, hefur hún vafalitið tryggt jafnvægi og frið fyrir botni Miðjarðar- hafsins. Af ýmsum fyrri við- brögðum tsraelsmanna mætti vel ætla, að þeir hefðu ráðizt i ný hernaðarleg ævintýri, ef Egyptar hefðu ekki getað tryggt varnir sinar með aðstoð Rússa. En Egyptar vildu fá meiri aðstoð Rússa en til þess að geta styrkt varnir sinar. Þeir vildu einnig fá vopn, sem gætu gert þeim mögulegt að herja á~Israel, ef með þyrfti. Slika aðstoð vildu Rússar ekki veita þeim. Rússar hafa ótt- azt, að kæmi til slikrar styrjaldar, gætu bæði þeir og Bandarikjamenn dregizt inn i hana. Vegna þessa kom upp nokkur misklið milli Rússa og Egypta. Það bættist svo við, að Rússar höfðu orðið allfjöl- mennt starfslið sérfræðinga i Egyptalandi, og fannst egypzka hernum. hinir rússnesku sérfræðingar vera ráörikir og færa sig meira og meira upp á skaftið. Ætlun þeirra virtist að tryggja stöðu Rússa i Egyptalandi, en ekki að hjálpa Egyptum til að herja á Israel. Þessi óánægja egypzkra hermanna, sem fór stöðugt vaxandi, leiddi til þess á siðastl. sumri, að Sadat for- seti ákvað að láta hina rúss- nesku sérfræðinga fara frá Egyptalandi. Rússneskum ráðamönnum likaði þetta vafalitið miður, en létu það þó gott heita. Af tvennu illu kusu þeir þetta heldur en verða við kröfum Egypta um að láta þá fá árásarvopnin. Rússar héldu þvi i skyndi heimleiðis, en létu þó þau varnarvopn eftir, sem þeir höfðu látið Egyptum i té. Sadat. ÞÓTT ýmsum kunni aö þykja það ólikleg ágizkun, varð heimkvaðning rússnesku sérfræðinganna ekki til að styrkja friðarhorfur fyrir botni Miðjarðarhafsins. Rúss- ar höfðu spornað gegn þvi, að Egyptar gripu til árása i Israel af ótta við að dragast sjálfir inn i átökin. Brottför Rússa ruddi þessari hindrun úr vegi Egypta, en meðal hersins og stúdenta hefur sú stefna vaxandi fylgi, að ekki sé um annað að ræða en að hefja nýtt strið við Israel, ef þeir láti ekki hin herteknu landsvæði af hendi. Það voru ekki sizt þau öfl, sem vilja nýtt strið við Israel, er áttu þátt i þvi, að Sadat taldi sig til- neyddan að vikja hinum rúss- nesku sérfræðingum úr landi. Siðan Sadat kom til valda, hefur hann sýnt þess imörg merki, að hann vill reyna að leysa deiluna við Israel með samkomulagi, en frumskilyrði þess er, að Israelsmenn láti af hendi þau landsvæði, sem þeir hertóku i júnistyrjöldinni 1967, eins og lika er gert ráð fyrir i ályktun öryggisráðs S.þ. frá þvi i nóvember 1967. útilokað er fyrir Sadat eða nokkurn annan leiðtoga Egypta að semja á öðrum grundvelli. Stjórn i Egyptalandi, sem semdi um annað og minna, yrði óðara steypt af stóli. MARGT bendir til þess, að Sadat hafi gert sér þær vonir, þegar hann sendi rússnesku sérfræðingana heim, að vesturveldin og þó einkum Bandarikin myndu meta það að verðleikum og reyna að knýja Israelsstjórn til meiri sáttfýsi. Sumar vestrænar stjórnir hafa lika bersýnilega viljað taka i þessa útréttu hönd Sadats og má þar eink- um tilnefna brezku stjórnina. En stjórn Bandarikjanna hef- ur litið eða ekkert aðhafzt og áttu forsetakosningarnar mik- inn þátt i þvi. Fyrir þær vildi Nixon ekki styggja hinn fjöl- menna kjósendahóp Gyðinga i Bandarikjunum. Þegar Sadat hlaut engar eða litlar undir- tektir hjá vestrænum þjóðum, neyddist hann til að leita á náðir Rússa aftur, þvi að ella hefðu varnir Egyptalands veikzt að nýju. En það hefur ekki styrkt hann meðal þeirra, sem vilja hafa frjálsar hendur til árása á Israel. SIÐUSTU fréttir frá Egyptalandi benda yfirleitt til þess, að staða Sadats sé orðin mjög veik. Meðal hersins og stúdenta eykst andstaða gegn sáttastefnu hans, þar sem hún hafi engan árangur borið og Gyðingar geri gys að henni. Egyptar eigi þvi ekki annan kost en að hefja nýtt strið við Israel. Sæmd þeirra verði ekki bjargað á annan hátt. I hóp hersins og stúdenta hefur nú egypzka þingið bætzt, en það hefur nýlega samþykkt álykt- un, þar sem rikisstjórnin er harðlega gagnrýnd. Ef Sadat fellur, er það nokk- urn veginn vist, að eftirmaður hans verður ósáttfúsari og harðari andstæðingur Israles en Sadat hefur verið. Þá getur orðið stutt til nýrrar styrjald- ar fyrir botni Miðjarðarhafs- ins. STJÓRN Israels virðist hins vegar ekki hafa neinn áhuga á sáttum, nema hún haldi mestu eða öllu af herfanginu frá 1967. Trú hennar er sú, að hún muni sigra i nýju striði við Araba og jafnvel geti það veitt henni tækifæri til nýrra landvinn- inga. Hitt virðist hún hugsa minna um, að ný styrjöld fyrir botni Miðjarðarhafs gæti orðið að allsherjarbáli. Erfitt er fyrir Rússa að sitja hjá, ef Gyðingar gera innrás i Egyptaland eða Sýrland, og eftir að Rússar hafa blandað sér i leikinn getur hjáseta Bandarikjanna orðið erfið. En jafnvel þótt svo færi ekki og Israelsmenn sigruðu i nýju striði, væri málið ekki útkljáð. Hatur Araba yrði enn meira, og Gyðingar ættu hermdar- verk þeirra hvarvetna yfir höfði sér. Fyrr en siðar myndu þeir svo hefja styrjöld aftur. Eina skynsamlega leiðin fyrir Israelsmenn er þvi sú, að reyna að semja á drengilegan hátt og taka sér ekki landvinn- ingastefnu Hitlers til fyrir- myndar. Þeir eiga að láta her teknu landsvæðin af hendi, enda hefur þing Sameinuðu þjóðanna nýlega samþykkt, að aldrei megi viðurkenna yfir- ráð Israels yfir þeim. I staðinn ætti Israel að fá ábyrgð stór- veldanna á landamærum sin- um og alþjóðlega tryggingu fyrir sjálfstæði sinu, eins og Fulbright öldungadeildar- þingmaður hefur lagt til. En þvi miður fylgir Israels- stjórn ekki þessari stefnu nú. Ófriðarskýin þykkna fyrir botni Miðjarðarhafsins. Nixon og Kissinger eiga þar erfitt verkefni fyrir höndum — Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.