Tíminn - 13.12.1972, Blaðsíða 12

Tíminn - 13.12.1972, Blaðsíða 12
TÍMINN Miövikudagur 13. desember 1972 Ulrich Erfurth á fundinum ao aflokinni æfingu. „Þetta vár ágætt núna, en of hægt....þaö þarf meira „tempó" inn á alla llnuna.... lil og hraöa. Tvær drottningar á sviði Þjóðleikhú - þýzkur leikstjóri stjórnar þeim Aö þessu sinni frumsýnir Þjóö- leikhúsið leikritiö Mariu Stúart eftir skáldsnillinginn Friedrich von Schiller á annan I jólum. Þetta heimsþekkta verk hefur aldrei áður verið sýnt hér á landi, en Alexander Jóhannesson þýddi þaö fyrir löngu. Þorsteinn frá Hamri hefur yfirfarið þýðinguna fyrir þessa uppfærslu og gert á henni nokkrar breytingar. Til að annast leikstjórn þessa mikla verks hefur Þjóðleikhúsið fengið Ulrich Erfurth, þekktan, þýzkan leikstjóra og leikhús- stjóra, sem starfaö hefur við leik- hús um 41 árs skeið. Auk starfa i heimalandi sinu hefur hann sett upp leikrit viðs vegar um Evrópu og Suður-Ameriku. Þetta er i þriöja sinn, sem Erfurth setur Mariu Stiiart á svið, fyrst var þaö i Hamburger Kammerspiele, þar sem hann var leikhusstjóri I fjög- ur ár eftir stríö) og i annað sinn sviðsetti hann leikinn i Munchen. Ulrich Erfurth er fæddur árið 1910. Arið 1932 sviðsetti hann fyrsta leikrit sitt, Kvendjöfulinn, eftir Austurrikismanninn Schön- herr. 1934 réðist hann sem leik- stjóri við Rikisleikhúsið i Berlin, en þar var hinn þekkti leikhús- maður, Gustav Gru'ndgens, þá leikhússtjóri. Hafa þeir og starfað saman síðar. 1 siðustu heims- styrjöld var hann i hernum, en gerðist bóndi næstu tvö ár til að komast hjá fangelsun. Eftir það gerðist hann aðal-leikstjóri og siöar leikhússtjóri i Hamburger Kammerspiele, eins og áður er getiö. Siðar hefur hann gegnt sömu störfum i Frankfurt am Main og viðar. t flestum höfuö- borgum Suður-Ameriku hefur hann látiö til sin taka og sett á svið verk hinna aðskiljanlegustu höfunda. Má af þeim nefna: Faust, Pétur Gaut, Sölumaður deyr eftir Miller, Vilhjálm Tell eftir Schiller, Der Prozets eftir Franz Kafka og i Sviss setti hann á svið fyrstu frumsýningu leikrits eftir Max Frisch. Með helztu hlutverk i leiknum fara: Kristbjörg Kjeld, sem léik- ur titilhlutverkið, Mariu Stúart, Briet Héðinsdóttir, sem fer meö hitt aðalhlutverkið, Elizabetu I. Þá má nefna Gunnar Eyjólfsson, Arnar Jónsson, Rúrik Haraldsson og Róbert Arnfinnsson, sem allir fara með stór hlutverk greifa og baróna. Guðbjörg Þorbjarnar- dóttir, Valur Gislason og Baldvin Halldórsson fara og meö stór hlutverk. Leikarar I smærri hlut- verkum eru fjölmargir, en af þeim má nefna Ævar Kvaran, Benedikt Arnason, Gisla Alfreðs- son, Brynju Benediktsdóttur, Sig- mund örn Arngrimsson og Jón Gunnarsson. Góð samvinna rikjandi Við héldum i Þjóðleikhúsiö, blaðamaöur og ljósmyndari, i þvi .augnamiði að eiga stutt samtal við þennan þekkta og marg- reynda leikhúsmann. Er okkur ber aö garði.stendur yfir æfing á Mariu Stvlart. Briet Héðinsdóttir er á sviðinu, mey- drottningin ein á meðal hóps karl- manna. Aftur i sal situr leikstjór- inn ásamt aðstoðarleikstjóran- um, Geirlaugu Þorvaldsdóttur. Þau ræðast viö i hálfum hljóð- um, gagnrýna atriði, sem betur mættu fara, og skrifa niöur nokk- ur til lagfæringar. Senn er atriðið úti. Leikstjórar standa á fætur og kveðja alla leik- ara til fundar á sviðinu. Hefst nú hálftima fundur, þar sem leik- stjóri tekur út einstaka þætti, gagnrýnir þá og sýnir leikurun- um, hvernig þá ber að túlka. Leikarar hlýða á með áhuga og skjóta inn sinum hugmyndum, sem vel eru þegnar. Milli þeirra og leikstjórans virðist ríkja mjög góð samvinna,og allur hópurinn er hress og kátur. Flokkspólitisk leikhús óæskileg Að fundinum loknum tylla þau K - i pi ¦ •»* |B iMP'^^xS -"?ín^íM Æ * ^^Hl twr 3w*JH ÉJB33 \. ¦*>' **""' ¦¦'¦** <<*Manm—m~. . HM ...,j>,*ilfi III f * * '' i Jy^ jj Geirlaug og Erfurth sér á sviðs- brúnina og rabba við okkur. — Þetta gengur allt saman vel, segir Erfurth. Meö enskuhraflinu minu og ágætri túlkun Geirlaugar á þýzkunni er enginn vandi að gera sig skiljanlegan. Auk þess skilja margir leikaranna þýzku og sumir tala hanai ágætlega. Okkur verður hugsað til Ró- berts Arnfinnssonar, sem þegar er á leiðinni með að leggja Þýzka- land að fótum sér af sviðinu. Siðan berst tal okkar að litrik- um æviferli Erfurths,og hann rek- ur helztu æviatriði sin, þau.sem við höfum nefnt hér á undan. Þeg- ar i ljós kemur hve viða hann hef- ur lagt leið sina og kynnzt mörg- um leikhúsum og leikstjórum, liggur auðvitað beinast við að spyrja um álit hans á þeim mál- um á Islandi. Ég hef sagt starfsbræðrum íninum i Þýzkalandi, að leikhusið hér sé nútimalegl og nákvæmt, og við það get ég staðið, hvar og hve- nær sem er. Hið sama má segja um leikarana, sem að sjálfsögðu skapa leikhúsið,- þeir eru einstak- lega nákvæmir og verkinu trúir. Auk þess virðast þeir vera mjög vel gefnir og vel að sér. Samvinn- an við þá gengur að óskum og mér finnst gaman að starfa hér. Geirlaug er að sjálfsögðu min hægri hönd. Það,sem einkum sker leikhúsiö hér frá húsunum i Þýzkalandi, er, að hér situr verkið i fyrirrúmi, en mesti spillingarvaldurinn I þýzku leikhúslifi og allt of áberandi er flokksþólitikin. Mörg leikhúsin leggja áherzluna nær eingöngu á hana og túlka verkin út frá þvi, en það verður á kostnað listarinnar. Leikhús eiga að sjálfsögðu að vera pólitisk á sinn hátt, en ekki flokkspólitisk, heldur pólitlsk I list sinni. Það er þetta, sem ég finn hér. Leikararnir eru verkun- um trúir, jafnframt þvi, sem þeir túlka þau að sjálfsögðu frá eigin brjósti. Hugmyndaauðgi, sálfræðiþekking Héðan frá berst talið að is- lenzkri leikritun og bókmenntum yfirleitt. — Þvi miður hef ég ekki átt kost á að lesa Islenzkar bókmenntir, segir hann, — þvi að lítið af þeim er þýtt á þýzku. Hér hef ég aftur á móti farið á þær leiksýningar, sem I gangi eru, og er mjög ánægður með það, sem ég hef séð. Reyndar skil ég varla orð, og það háði mér mjög, t.d. er ég horfði á Sjálfstætt fólk. 011 þessi löngu og miklu samtöl urðu þess valdandi, að ég datt úr sambandi undir lok- in. Nú eru þau Islenzku leikrit, sem i gangi hafa verið að undanförnu, flest samin upp Ur áður útkomn- um bókum. Telur þú það koma niður á leikritsgerðunum, og hvert er álit þitt á Islenzkri leik- ritun eftir þau kynni, sem þú hef- ur nií fengið af henni? Ég er ekki viss um, að leikritin gjaldi bókanna. En um islenzk leikrit, sem ég hef kynnzt.vil ég segja, að mér virðist.að þau séu gerð af mikilli hugmyndaauðgi og sálfræðiþekkingu, og séu ve1 byggð — leikgerðirnar góðar. — NU höfum við ákveðið þrlr, ég, Jón Laxdal og Rolf Heydrich, sem leikstýrði Brekkukotsannál, að hef jast handa um þýðingar á islenzkum leikritum yfir á þýzku. Ætlunin er að byrja á Dómínó og reyna að fá það til sýninga, jafn- skjótt og þýðingin liggur fyrir, en enn er ekkert byrjað á þvl verki, og óvist, hvernig það verður framkvæmt. „Svona skal það vera". Leikstjóri og aðstoðarleikstjóri sýna, hvernig fara skal meðeitt olriði f leikriti Schillers. tlokæfingarinnarkoma allirá fund.þar sem málin erurædd ogbentál hefur þótt fara. Hér má sjá leikendur f helztu hlutverkum á fundinum| stjóra.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.