Tíminn - 13.12.1972, Blaðsíða 13

Tíminn - 13.12.1972, Blaðsíða 13
Miðvikudagur 13. desember 1972 TtMINN 13 issins Á svalköldum sævi Furðulega lengi getur geymzt i hugum manna minning atburða, sem mikla eftirtekt og spennu vöktu, þegar þeir voru að gerast og ekki var sýnt, hvernig þeim mundi lykta eða hverjar yrðu af- leiðingar þeirra. Þetta gerist ekk- ert siður, þótt maður leiði aldrei árum saman hugann að þessum atburðum. Það kemur i ljós, ef eitthvað verður til að rifja at- burðinn upp og ýta við minninu. Þá liggur stundum við að segja megi, að maður lifi hina gömlu spennu upp aftur. Þetta er sagt hér vegna þess, að mér barst fyrir skömmu i hendur bók, sem rifjar á þennan hátt upp atburð, meira en þriggja áratuga gamlan, en sá atburður var hvort tveggja i senn, spennandi i sjálf- um sér og gat á hinn bóginn dreg- ið á eftir sér stóran slóða og jafn- vel orðið til að koma Norðmönn- um i heimsstyrjöldina gegn Bret- um og bandamönnum þeirra. Hér er átt við þann atburð, þeg- ar þýzka flutningaskipið Alt- mark, sem hafði siðari hluta árs 1939 verið birgðaskip fyrir vasa- orrustuskipið Admiral Graf Spee, sem þá herjaði á farmskip á At- lantshafi sunnanverðu og sökkti mörgum, en var nú úr sögunni, og var Altmark að leita til heima- hafnar i Þýzkalandi með yfir 300 brezka sjómenn, sem verið höfðu á skipum, er Graf Spee hafði sökkt, en vitað var, að brezki flot- inn myndi leggja kapp á að bjarga mönnunum úr haldi og jafnframt ná þessu þýzka skipi, sem svo lengi hafði stutt Graf Spee i fágætri storkun við hið mikla flotaveldi. Þá var það, að brezkur tundurspillir sótti að Alt- mark inn i landhelgi Noregs og náði föngunum, en ekki skipinu, þvi að skipstjórinn sigldi þvi i strand. Frásögnin um Altmark og þessi átök tekur yfir 43 blaðsiður i bók- inni A svalköldum sævi, sem Jón- as St. Lúðviksson hefur þýtt og ÆgisútgAfan gefið út. Fleiri þætt- ir eru i bókinni um miklar slys- farir og hetjuleg björgunarafrek og einnig um sjóorrustur.Þar segir meðal annars frá atburði, sem mikla athygli vakti um allan heim á sinum tima. Það var þeg- ar farþegaskipin Andrea Doria og Stockholm rákust á i blindþoku skammt fyrir utan höfnina i New York með þeim afleiðingum.að 5 menn fórust af Stockholm og 66 af Andrea Doria, en yfir 1600 mönnum var bjargað af Andrea Doria við hinar erfiðustu aðstæð- ur áður en það sökk. Er þessi saga mikil hetjusaga, þótt átakanleg sé. Þær sex bækur, sem Ægisútgáf- an hefur áður gefið út i þessum bókaflokki, hafa verið mikið lesn- ar. Mér sýnist, að þessi, hin sjö- unda, sé um margt einna fremst þeirra. Ólafur Þ. Kristjánsson. íslenzku hestarnir yndislegir Talið berst enn viðar, og þegar i ljós kemur, að Erfurth hefur áður komið til tslands, liggur beinast við að spyrja hann, hverjar breytingar honum finnist hafa orðið siðan. Til allrar hamingju hefur náttúran ekkert breytzt, siðan ég var hér með konu minni sumarið ’37, segir hann. en aðrar breytingar eru stórfelldar, t.d. hvað Reykjavik hefur þanizt út á þessu timabili. Þegar við hjónin vorum hér áður, voru að visu komnir bilar, en eigi að siður ferðuðumst við mest á hestum. Þá fórum við m.a. norður i land til Akureyrar. Ég hef mikinn áhuga á að kom- ast eitthvað út úr borginni, á meðan ég er hér, en timinn leyfir það ekki að þessu sinni. Ég verð að fara strax morguninn eftir frumsýnjnguna, en mig langar mikið tií að koma hér siðar og er reiðubúinn strax og þið bjóðið mér aftur, segir hann og hlær. — Ég er alveg einstaklega hrif- inn af hestunum ykkar, heldur hann áfram, og langar til að kaupa mér einn eða fleiri núna. — Kannski af Gunnari eða Bessa? Ég veit þaö ekki, en ég er búinn að sjá fjölmarga fallega og hef fengið langar skrár um góða hesta, sem gaman væri að kaupa. — Kannski hann kaupi hross núna,áður en hann fer og færi börnunum sinum i jólagjöf, skýt- ur Geirlaug inn i. Leikstjórinn brosir og segir ekkert við þessu, en auðséð er, að hann er þvi ekki með öllu afhuga. Hér látum viö staðar numið og kveðjum þennan lifsglaða mann, þakklátir fyrir spjallið. á leiðir til úrbóta á þvi, sem miður m með leikstjóra og aðstoðarleik- Samtínmgur frá Dalamönnum Skuggsjá sendir frá sér bók, sem heitir Mannlif og mórar i Dölum. Hún er eftir Magnús Gestsson. Þetta er einkum samtiningur munnmæla, þó að lika sé leitað i skrifaðar heimildir. Þeir höfundar, sem þannig er sótt til, eru Friðrik Eggerz og Finnur á Kjörseyri. Fyrri hluti bókarinnar eru frásagnir af mennskum mönnum. en seinni hlutinn er aftur á móti sögur af ýmiskonar furðum og fyrirbærum. „Sumt af þvi,sem sagt er frá, hefði orðið að þjóðsögum, ef fyrr hefði gerzt”, segir höfundur i for- mála. Það er alveg óhætt að segja, aö sumt af þessu efni eru þjóðsögur og þurfa alls ekki hærri aldur til að bera það nafn. Þær eru að visu sagðar af tölu- verðu hispursleysi og tillitsleysi, en yfirleitt eru þær fremur til- komulitlar. Ekki dettur mér i hug að rengja það, að maður hafi bölvað Sólheimam-óra, þegar hestur datt undir honum, en oft hefur nú hestur hrasað og jafnvel stungizt kollhnis undir manni án þess að kennt væri draugum. Og þó að einn heimildarmaður segi tvær sögur af furðuhljóðum, sem reyndust vera náttúruleg, þegar betur var aðgætt, er seinnihlutinn þó vitnisburður um þjóðtrú. Mér þykir einna merkust sagan um pönnukökurnar, sem feröa- mennirnir fengu sendar sam- kvæmt ósk sinni, — enginn veit hvaðan. í fyrri hluta bókarinnar eru hinsvegar sagðar ýmsar góöar skrýtlur. Þar kemur fram viss tegund af lifskryddi liðinna tima. Jafnvel þó að engu sé slegið föstu um sannleiksgildi og nákvæmni þeirra sumra, er það þó stað- reynd, aö þær voru sagðar, og þannig höfðu þær hlutverk og til- gang, eins og sögur Jóhannesar Stóra sannleiks. Það er út af fyrir sig ekki mikillarfrásagnar vert, hver var uppáhaldsvisa Eyjólfs i Sól- heimum. Þaö eru fleiri en hann, sem hafa kunnað visur eftir Matthias Jochumsson án þess að vera vissir um höfund. En það er svo sem engin skömm að þessari uppáhaldsvisu hans þarna. Hún ber langt af flestum þeim skáld- skap, sem i bókinni er. H.Kr. Rætt við Jónas Jónsson, bónda á Melum í Hrútafirði: Farga kúnum og fjölga fé Meiri bjartsýni er hjá mönnum i Hrútafirðinum en verið hefur mörg undanfarin ár. Arferði er betra,og grasspretta var góö s.l. sumar og víða ágæt og heyfengur eftir því. Það er furðulegt, hve vel þau tún hafa tekið sig, sem verst voru farin eftir kalárin. Sannast þar góður gróðurmáttur islenzkr- ar moldar, þegar gróðurinn fær aö spretta upp úr henni við sæmileg skiiyrði. og kuldinn kæfir ekki gróðurinn. þegar hann er við- kvæmastur. Þetta sagði Jónas Jónsson, bóndi á Melum, er blaðið hafði stutt tal af honum og spurði tiðinda úr héraðinu. — Bjartsýni manna kemur m.a. fram i þvi, að hafin er bygging nýrra ibúðarhúsa i sveitinni og fleiri eru að stækka og bæta hús sin. Aukinn ferða- mannastraumur í sumar var ferðamanna- straumurinn með mesta móti fyr- ir norðan. Er það vafalaust vegna þess, að veðursældin var mun meiri en sunnanlands. 1 Hrúta- firðinum eru starfræktir tveir veitingaskálar og gekk rekstur þeirra ágætlega, en starfsemi þeirra byggist eingöngu á ferða- löngum. S.l. vor tók til starfa Veitingaskálinn að Brú og sannaðist,að hann er vel i sveit settur, þótt ekki sé langur akstur milli hans og Staðarskála. Bygg- ist það að mestu á þvi, að Laxár- dalsheiði er vel fær öllum bilum að sumarlagi og ferðamanna- straumur mikill um heiðina og si- fellt fleiri leggja leið sina vestur á Strandir. Það veitingahús er ein- göngu opið yfir sumarmánuðina, en Staðarskáli opinn allt árið, en hann var stækkaður verulega um svipað leyti og hinn tók til starfa. Yfir veturinn er litil umferð yfir Laxárdalsheiði og norður um vestan fjarðarins, en aftur á móti er umferðin norður og suöur tals- verð.og er þvi vel þegiö af ferða- mönnum að geta komið við i Staðarskála, þegar þeir koma of- an af Holtavörðuheiði, eða áöur en lagt er á hana. Vetur lagðist snemma að fyrir norðan, þó er ekki eins mikið fannfergi hjá okkur og hjá ná- grönnunum beggja vegna Húna- flóans. Holtavöröuheiðin er oft lokuð, en tvisvar i viku er hún rudd, ef veður leyfir. Samgöngur innanhéraðs eru sæmilegar, og má m.a. þakka það endurbótum á veginum i Staðarhreppi s.l. sum- ar. Læknisþjónusta góð — en erfið fyrir lækninn Hvað læknaþjónustu snertir er- um viö vel settir, og er það meira en hægt er að segja um mörg byggðarlög önnur. A Hvamms- tanga er ágætur læknir. Þar voru áður tveir læknar, en aðeins einn er þar núna, og er mikið álag á honum. Sinnir hann allri Vestur- Húnavatnssýslu og innsta hluta Strandasýslu, en vegalengdir i læknisdæminu eru miklar-, er Bæjarhreppur t.d. 40 km. að lengd. Hann gegndi einnig Hólmavikurhéraði, þegar þar var læknislaust, en nú er kominn læknir þar, hve lengi sem það verður. Það, sem okkur vantar hvað helzt, er aðstaða til félagslifs. 1 héraðinu er ekkert félagsheimili, og samkomur ekki hægt að halda nema i Reykjaskóla. Var haldið hér uppi allliflegu leiklistarlifi og þá leikið i skólanum, en siðan flutti nokkuð af þvi fólki, sem var driffjöðrin i leiklistarstarfsem- inni, á brott,og lagðist þá þessi þáttur menningarlifsins niður. Annars er ekki fólksfækkun i Hrútafirðinum og héruðunum i grennd. Alltaf er nokkur hreyfing á fólki, en þeir, sem héðan flytja eru ekki fleiri en þeir, sem aftur koma. Reykjaskóli fullsetinn 1 sambandi við félagsstarfsemi er þess að geta, að ekki er von, að Reykjaskóli láti i té húsnæði und- ir slikt lengur. Er skólinn fullset- inn og allt húsnæði hans nýtt. Börn úr Vestur-Húnavatnssýslu og Strandasýslu ljúka efstu bekkjum skyldunámsins þar, og þar eru landsprófs- og gagn- fræðadeildir, eins og i öörum hérðasskólum, og nú i haust var bætt við 5.bekk, sem svarar til fyrsta bekkjar i menntaskóla. Er þvi mikil vöntun á auknu húsnæði fyrir skólann, og eftirspurn eftir skólavist er þegar meiri en hægt erað anna og á örugglega eftir að aukast. Farga kúm og fjölga fé í haust var slátrað um 11 þús- und dilkum á Borðeyri og var meðalfallþungi 15,61 kg og er hvorutveggja svipað og i fyrra. Talsvert er um,að bændur fargi Jónas Jónsson bóndi á Melum ■ kúm sinum beggja megin fjarðarins og stunda þá eingöngu fjárbúskap. og fjölga sauðfé, Undanfarin ár hefur verið nokkur þróun i þessa átt, en i haust var veruleg hreyfing að þessu leyti. Hrútafjörðurinn er vel fallinn til fjárbúskapar og hafa bændur ekki tima til að sinna hvoru- tveggja.eins og búskap er nú hátt- að, að hafa stór bú og margvisleg umsvif. Með þvi að stunda aðeins eina búgrein eru menn minna bundnir en þegar fleiri búgreinar eru stundaðar á hverjum bæ. Er ekki ósanngjarnt.að þegar aðrir heimta 40 stunda vinnuviku, eða jafnvel minna, að bændur hag- ræði sinum búskap svo, að þeir séu ekki bundnir við hann nær all- an sólarhringinn. OÓ gsaaKæ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.