Tíminn - 13.12.1972, Side 15

Tíminn - 13.12.1972, Side 15
Miftvikudagur 13. desember 1972 TÍMINN 15 Afleitt tíoarfar, en ágætur rækjuafli Hólmavík: Enn er þar læknislaust JA—Hólmavik. Hér er stöóug ótið, en miðað við tiðarfarið er ekki hægt að tala um mikinn snjó i sýslunni allt hingað norður. Aftur á móti er mikill snjór fyrir norðan Steingrims- fjörð, og þar hefur verið ófært, siðan hriðar hófust. Fyrir hálfum mánuði var reynt að opna veginn til Drangsness, en hann varð þá aldrei nema jeppafær i stuttan tima, þvi að strax fennti i slóðirnar. Þrátt fyrir ótiðina hefur rækju- veiði verið allgóð og töluvert stunduð, þvi að hér inni á firðinum eru góð mið, og þó að mikill sjógangur sé úti fyrir, er kyrr sjór inni á firði i norðanátt, eins og nú hefur geisað. Atvinnu- ástandið er þvi gott eins og er, og veiðist rækjan áfram, ætti ekki að verða neitt atvinnuleysi á staðnum. Áætlunarferðir eru hingað einu sinni i viku, og hafa aldrei fallið niður, þótt komið hafi fyrir, að þeim hafi seinkað um eins og einn dag. Póstur hefur þvi borizt hingað reglulega, Hið sama verður ekki sagt um sveitirnar fyrir norðan Steingrimsfjörð, en bar hefur ástandið verið afleitt. A þessum tima árs hefur það ekki komið fyrir til margra ára, að snjór væri svo mikill sem nú er þar. „Rétti” snjóatiminn er eftir áramót. Enn er það læknisleysið, sem mest bagar okkur, en læknirinn, sem hér kom um daginn, var aðeins i hálfan mánuð. Siðan Bókmenntakvöld í Gallerí SUM Stp-Reykjavik SÚM, Samband ungra myndlistarmanna hefur i vetur i samvinnu viö StlR, Samband ungra rithöfunda, bryddað upp á þeirri nýbreytni að efna til bók- menntakvölda i Galleri SÚM við Vatnsstig. Fyrir um það bil mánuði var efnt til fyrsta bók- menntakvöldsins. t kvöld, mið- vikudagskvöld , klukkan 8.30 verður i annað skipti bókmennta- kvöld, hið siðara á þessu ári. I kvöld munu lesa úr verkum sinum þau Arni Larsson, Stein- unn Sigurðardóttir, Vésteinn Lúð- viksson og Þorsteinn frá Hamri. Þá verður og lesið úr nýjustu skáldsögu Þráins Bertelssonar, Kópamaros. Að lokinni dagskrá verður orðið gefið frjálst til um- ræðu um verk áðurnefndra höfunda og islenzkar bókmenntir almennt. Ástæða er til að vekja athygli fólks á þessu bókmenntakvöldi, þar sem um er að ræða kynningu á ungum og umdeildum rit- höfundum. Gunnar og Kjartan (11), Uppreisnin i grasinu og Veðrahjálmur eru og hafa verið mikið umræddar manna á meðal. hefur enginn verið hér, og ekki hefur frétzt um neinar lirbætur i þeim málum. A meðan allt er fært og veðurfar sæmilega öruggt, setja menn þetta ekki svo mjög fyrir sig, en þegar leiðir lokast og skammdegisveðrin sýna sig, átta menn sig betur á þvi öryggis- leysi, sem þeir eiga við að búa, og ekki styttir það mönnum dimma daga. Dúfan og galdrataskan - fimm skemmtilegar krakkasögur SB-Reykjavik Dúfan og galdrataskan heitir litil barnabók eftir Guðrúnu Guðjónsdóttur. í bókinni eru fimm skemmtilegar krakkasögur og teikningar eftir Þórdisi Tryggvadóttur. Sögurnar heita Dúfan og galdrataskan, Hi, kona á hundrað ára skóm, Óska- steinninn, I Bollabrekku og Brúðudans. Guðrún Guðjónsdóttir er fjöl- hæf kona. Auk þess að'skrifa fyrir börn, yrkir hún ljóð, teiknar föt og vefur myndvefnað. Um þessar mundir er hún einmitt með sýningu á Mokka á listmunum sinum. Bókin Dúfan og galdra- taskan er þar til sölu og einnig i bókabúðum og kostar 200 krónur. Hún er 72 blaðsiður. Leiftur gefur út. n EfJ H Jack Harrison Pollack UGSÝNIR CROISET Ævar Kvaran islenzkað VIKUMJTGAFAN s * Hugsýnir-rards Croi- sets er forvitnileg bók um skyggnigáfu þessa stórmerka Hollendings. Croiset telst til hinna merkustu manna, sem dularsálfræðingar hafa rannsakað og greinir hér frá afrekum hans við að koma upp um þjófa og morðingja, finna börn, fullorðna menn, dýr og hluti. Þýðinguna gerði Ævar R. Kvaran. Verð í vönd- || uðu bandi kr. 700,00 auk söluskatts. HUGStNIR CROISETS Ttminner Auglýsicf peningar í Timanum Svona hugsar teiknarinn, Gisli Sigurðsson.sér til sjós. i höfundinn ftSGEIR iRKOB Skipstjórinn fór i land og hugsar gott til glóðarinn- ar, en mjaltastúlkan skutlar sér útyfir grindurnar og lætur fætur forða sér. S _ /A*—yy, llann skellti aftur hurðinni og stýrði til hafs. (Úr þorskastriðinu). Ásgeir segir frá veru sinni um borð í aflaskipinu Sigurði og landgöngu i fiskihöfnunum Grimsbæ og Bremerhaven. Þaðerengum vafa bundið, að þetta er skemmtilegasta sjó- mannabókin á markaðnum í ár. Höfundur tiundar af sinni al- kunnu kímni ýms skopleg atvik um borð, og skipshöfninni kynnist lesandinn. Hún er þarna Ijóslifandi, með kostum, göllum og kúnstugheitum. Ekki gleymast heldur lýsingar höfundará lífinu í hafnarborg- unum, en þar koma við sögu furðufuglar og gleðikonur og einnig höfðingjar og hefðar- frúr. En bókin er ekki öll i þessum dúr. Þar er einnig að finna fróðleik um veiðarnar og vinnubrögðin og lifandi lýsing- ar á lífinu um borð. Þetta er örugglega bók, sem sjómenn vilja eignast og lesa. Ægisútgáfan í 0C H0KKRIR GRlmSBKnRHlETTIR EFTIR ÓSCEIR JHKOBSSOn

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.