Tíminn - 13.12.1972, Síða 16

Tíminn - 13.12.1972, Síða 16
TÍMINN Miövikudagur 13. desember 1972 16 Við minninguna um Tuesday skaut mynd upp i huga hennar: Tuesday að kveikja eld. Kvölds og morguns hafði hún haft ánægju af þvi að horfa á hann kveikja eldinn. Fögnuður hennar hafði verið tak- markalaus,þegar loga tók i sprekunum. Að búa til te fannst henni i senn hættuleg og hátiðleg athöfn. Nú gat hún ómögulega stillt sig um að búa til te, hún gat ekki staðizt þá tilhugsun að sjá logana teygja sig upp i loftiö. Hún ætlaði að búa til góða máltiö, brauð, kex, kjöt og þar að auki appelsinusultu — veizlumat. Fyrst ætlaði hún að kveikja bál. Hún fór að tina saman bambussprek og hrúgu af þurrum laufum til aö kveikja upp meö. Nærskyrtuna gleymdi hún alveg að fara i og var nakin niður að mitti. 1 sama mund sneri frú Portman höfðinu gætilega og með erfiðismunum og sá ólögu- lega, hálfnakta veru ganga um og tina upp sprek og strá. Henni fannst hún likjast ófreskju i martröð. Frú Portman fylltist hræðilegri skelfingu yfir að eiga allt sitt undir þessari vitstola manneskju. Frú Betteson fann fjóra mátulega stóra steina og bjó tii eldstæði úr þeim og tróö i þaö kvistum og laufum. Hún var alveg viss um, hvernig hún átti að gera, þvi að hún mundi svo vel, hvernig englabarnið var vant að fara að við þetta. Sólin glampaði á gleraugun og af svitanum settist á þau móða, sem hún þurrkaði vandlega af á buxnaskálminni sinni. Þá mundi hún allt i einu eftir þvi, að hún hafði engar eldspýtur eins og drengurinn, þega: ! ann var að kveikja upp. Hvað átti nú til bragðs að taka? Það þyrmdi yfir hana. Hún stóð lengi og reyndi að einbeita sér að vandanum. Nú gat hún ekki hugsað i samhengi lengur, og hún fann, hvernig örvæntingin var að ná yfirhöndinni. Ekki bætti heldur úr skák, að sólin brenndi á henni hvirfilinn undir hárlýjunum. Niðursokkin i hugsanir sinar fór hún aftur að þurrka af gleraugunum, rétt eins og það gæti hjálpaðeitthvað upp á sakirnar. Hún stóð umlukt kveljandi hálfblindunni, sem var henni i fersku minni siðan um árið að gleraugun brotnuðu. Hún hélt gleraugunum niður við buxnaskálmina, en yfirkomin af kviða og svartsýni hætti hún að nudda. Þar sem hún stóð þarna i öngum sinum, komst hún að raun um, hvernig sólargeislarnir safnast saman i einn litinn og glóandi heitan brennipunkt. Hann brenndi hörund hennar rétt neðan við skálmina og hún gaf frá sér lágt sársaukaóp. Hún kraup við bálköstinn og hélt gleraugunum i réttri fjarlægð þangað til fyrstu bláhvitu logarnir teygðu sig með braki og brestum upp milli laufblaðanna. Hún varð svo uppveðruð og ánægð yfir þessu litla eldblómi, sem var að skjóta upp kollinum, að hún glopraði gler- augunum út úr höndum sér. Þau lentu með brothljóði á einum steininum i eldstæöinu, og hún hrópaði upp yfir sig bæði af gleði yfir að hafa tekizt að kveikja upp og lika af ótta við, að gleraugun hefðu nú sungið sitt siðast. Hún tók þau upp i flýti. Það var sprunga i vinstra glerinu.og vinstra augað hafði einmitt alltaf verið lélegra. En þegar hún var komin með gleraugun á nefið og gat séð litla eldinn, sem stækkaði óðfluga, tók hún gleði sina á ný,og allur kviði vék á svipstundu. Skömmu siðar liðaðist perlugrár reykur upp milli trjánna, upp til hringsólandi hrægammanna. Við aðalgötu þorpsins hafði ungfrú Alison fundið ósköp venjulegan pálmakofa með tréþröskuld. Hann var auður og yfirgefinn fyrir utan nokkrar bastmottur, sem lágu i einu horninu. A þrepinu framan við næsta kofa sat kona og tuggði betel. Svipmót hennar benti til þess, að hún væri af Naga-ættflokknum, en ekki af Shan-ættflokknum, sem Við velium PUnSaf það borgcrr sig PURtal - OFNAR H/F. < Síðumúla 27 . Reykjavík Símar 3-55-55 og 3-42-00 annars var i meirihluta þar um slóðir. Þyngslalegur svipurinn og þykkar varirnar afmynduðust með jöfnu millibili i grettu og blóðrauð sletta spýttist fram úr henni og hafnaði i rykinu við fætur henni. Þegar ungfrú Alison spurði hana, hvort þau mættu sofa i kofanum, neyddist hún i fyrsta skipti um langan tima, að tala burmönsku, og af einhverjum ástæðum fannst henni ekkert niðurlægjandi að þurfa að tala mál sins eigins lands. Ungfrú Alison leizt ekki sem bezt á útlitið á ungfrú McNairn og ákvað þess vegna að sofa inni i kofanum með hana. i fórum sinum hafði ungfrú Alison læknatösku með umbíiðum, grisjum, bómull, hefti- plástri, teygjubindum, asperini, kinini, joðspritti og ýmsu fleiru. Auk þess hafði hún meðferöis 2 hitamæla og sprautu, en sprautan var vita gagnslaus, þar sem hún átti ekkert til að setja i hana. 1 kvöld varð hún einhvern veginn að reyna að fá að mæla hitann í Connie McNairn. Þessa stundina hélt Connie sig við hinn endann á markaðsgötunni, þar sem hún hafði lofað að biða, þar til ungfrú Alison kæmi. Ungfrú Alison snéri við og hugðist hitta þær, en komst sér til skelfingar að raun um, að Connie var alls ekki, þar sem þær höfðu skilið. 1 annað skiptið á fimm minútum var hún nauðbeygð til að tala burmönsku. Gegn vilja sinum varðhún nú að blanda geði við fulltrúa þessara tveggja skýrt aðgreindu heima, sem hún sjálf tilheyrði ekki: burmönsku stúlkuna, sem rauf kyrrðina með glaölegum hlátri á hverju kvöldi, þegar hún var skriöin undir bilinn til Patersons — og ensku stúlkuna, sem varið hafði siðari hluta dagsins til að koma þeim i skilning um, hversu mjög hún hataði Burma. En ungfrú Alison var óhagganleg og staðráðin i að finna þessar tvær stúlkur, sem kringum- stæðurnar höfðu áður neytt hana til að umgangast. Hún fann ungfrú McNairn á miðri markaðsgötunni, þar sem hún æddi fram og aftur. „Segið mér, hvað haidið þér, að Paterson sé að slóra? Þvi i ósköpun- um kemur hann ekki?” Röddin var skræk og móðursýkisleg,og hún vakti óskipta athygli fólksins bak við vörustaflana. „Hann gæti hafa fundið eitthvað.” „Jæja, hvað haldið þér, aðsé svosem aðfinna þarna?” „Það veit ég svei mér ekki.” „Þvi segið þér þá, að hann gæti hafa fundið eitthvað?” „Hann vill vera viss um hvað gerzt hefur.” „Mér finnst það fáranleg og heimskuleg imyndun. Auk þess er það timasóun.” Siðustu orðin hrópaði hún hástöfum,og ungfrú Alison þótti ráðlegast að skipta um umræðuefni. „Ég er búin að finna tóman kofa þarna efst i markaðsgótunni. Ég hafði hugsað mér, að við svæfum þar i nótt. Kofi er svalari en tjaldið.” 1283 Lárétt 1) Timabil,- 5) Elska,- 7) Dropi,- 9) Maður,- 11) Burt,- 12) Utan,- 13) Nart,- 15) Fugl,- 16) Nafars,- 18) Klettar,- Lóðrétt 1) Málms. 2) Blöskrar. 3) Samhljóðar,- 4) Kindina.- 6) Stormur.- 8) Svif,- 10) Gyðja,- 14) Op,- 15) Tré,- 17) Tónn,- X Ráðning á gátu nr. 1282 Lárétt 1) Kantar,- 5) Ýtt,- 7) Ast,- 9) Aga,-11) Ró,-12) An,- 13) Att,- 15) Ofn.- 16) Óir,- 18) Smiður,- Lóðrétt 1) Klárar,- 2) Nýt,- 3) TT,- 4) Ata. 6) Sannur,- 8) Sót.- 10) Gaf,- 14) Tóm,- 15) Orð,- 17) II,- HVELL G E I R I •etta er 'Biddu með brandarana annarlega ) þangað til tveggja íeilbrigt, Hvellur.manna sveitin leggurj upp- ^pú gætir þurftáþeimað halda þá, Barón mmm t, Miðvikudagur 13. desember 7.00 Morgunútvarp 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar 13.00 Við vinnuna: Tónleikar 14.15 Ljáðu mér eyra Séra Lárus Halldórsson svarar spurningum hlustenda 14.30 Siödcgissagan? „Gömul kynni” eftir Ingunni Jóns- dóttur Jónas R. Jónsson á Melum les (15) 15.00 Miðdegistónleikar: islenzk tónlist 16.00 Fréttir. 16.15 Veðurfregnir. 16.25 Popphornið Jón Þór Hannesson kynnir 17.10 Tónlistarsaga. 17.40 Litli barnatiminn 18.00 Ijétt lög. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.20 Bein lina til Birgis isleifs Gunnarssonar borgarstjóra. 20.00 Kvöldvakaa. Einsöngur Guðmundur Guðjónsson syngur lög eftir Sigurð Þórðarson. Skúli Halldórs- son leikur á pianó. b. A hestum norður Sprcngi- sand, suður Kjöl Árni Þórðarson fyrrverandi skólastjóri talar c. Til sjá.var og lands Valdimar Lárusson flytur nokkur kvæði eftir Gunnlaug F. Gunnlaugsson fyrrverandi sjómann. d. Þú sem bitur bóndans fé Þorsteinn frá Hamri tekur saman þáttinn og flytur ásamt Guðrúnu Svövu Svavarsdóttur. e. Um islenzka þjóðhætti Árni Björnsson cand. mag. flytur þáttinn f. Kórsöngur Kammerkórinn syngur nokkur lög. Ruth L. Magnússon stj. 21.30 Að tafli Ingvar Ásmundsson flytur skákþátt 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. útvarps- sagan: „Strandið” eftir Ilanncs Sigfússon Erlingur E. Halldórsson les (69). 22.45 Djassþáttur i umsjá Jóns Múla Árnasonar 23.30 Fréttir i stutttu máli. Dagskrárlok. 18.00 Teiknimyndir 18.15 Chaplin 18.35 Börnin og sveitin. Stutt kvikmynd um börn og bú. Áður á dagskrá 10. október 1971. 18.55 Hlé 20.00 Fréttir 20.25 Veður og auglýsingar 20.35 Bókakynning. Eirikur Hreinn Finnbogason, borg- arbókavörður, getur nokk- urra nýrra bóka. 20.45 Flýttu þér kona Brezkt sjónvarpsleikrit úr flokki gamanleikja eftir Ray Galton og Alan Simpson. Aðalhlutverk Jimmy Ed- wards og Pat Coombs. Þýð- andi Óskar Ingimarsson. Croucher-hjónin hafa lifað i hamingjusömu hjónabandi i nær aldarfjórðung og allan þann tima hafa þau búið i sama húsinu. Þau ákveða þó loks að festa kaup á öðru og betra. Ung hjón kaupa gamla húsið og flutningun- um er hraðað sem mest má verða. En þegar að þvi kemur, að frú Croucher á að segja skilið við sitt gamla og góða heimili, er henni allri lokið. 21.15 Unglingurinn. Mynd frá Sameinuðu þjóðunum um vandamal ungs fólks og við- horf unglinga til þeirra, sem eldri eru. Þýðandi Sigriður Ragnarsdóttir. 21.40 Kloss höfuðmaður. Póslkur njósnamyndaflokk- ur. Café Rose. Þýðandi Þrándur Thoroddsen. 22.50 Dagskrárlok

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.