Tíminn - 13.12.1972, Side 17

Tíminn - 13.12.1972, Side 17
Miftvikudagur 13. desember 1972 TÍMINN 17 Magnús Sveinsson: Um daginn og veginn Fyrir nokkru setti Alþýðusam- band íslands, eða öllu heldur ýmsir hagsmunahópar innan þess sambands, það fram sem aðal- kröfu, að vinnuvikan yrði stytt úr 44stundum i 40. Þegar núverandi rikisstjórn tók við völdum, var svo ákveðið, eftir þvi sem ég bezt veit, að stefnt skyldi að þvi, að umrædd vinnuvika yrði lögákveð- in 40 stundir. Bæði mér og öðrum, sem fæddir eru á fyrsta og öðrum tug þessarar aldar, þótti þetta nokkuð einkennilegt. Hversvegna var þetta sett fram sem megin- krafa? Var hér eingöngu um beina kauphækkun að ræða, eða hefur Islendingum farið svona óskaplega aftur á siðustu áratug- um, að þeir þoli ekki lengri vinnu- dag heilsu sinnar vegna? Nú hef- ur mér skilizt, aö fyrir þessar 40 stundir eigi að greiða sama kaup og áður var greitt fyrir 44, að við- bættum nokkrum krónum og fari það stighækkandi á tilteknum tima. Svokölluð eftirvinna átti helzt að hverfa, eöa að minnsta kosti að úr henni yrði dregið, eftir þvi sem tök væru á. —- Látum þetta gott heita. Hvernig á landbúnaöur og sjávarútvegur og aðrar skyldar greinar að sjá sér farborða, þegar lögboöin vinnuvika er aðeins 40 stundir? Við skulum athuga bóndann. Flestir vinna minnst 10 tima á dag — alla daga vikunnar eða 70 stunda vinnuviku. Sam- kvæmt þessu ætti bóndinn að fá kaup fyrir 30 stundir i eftir- og helgidagavinnu. Hver borgar bóndanum þetta kaup? Ég læt aðra um aö svara þvi, en vil þó benda á, að útilokað er, að hann fái nokkurn tima fulla greiðslu fyrir sina vinnu og liggja til þess margar ástæður. Nú skulum viö lita á liöinn tima. Ég vil taka það fram, að þótt ég hafi stundað almenna verkamannavinnu til lands og sjávar, hefur slik vinna ekki verið mitt aðalævistarf. Ég er alinn upp i sveit og þekki vel alla sveita- vinnu á fyrstu tugum þessarar aldar. Um og eftir 1930 fór ég að stunda vinnu hér i Reykjavik á sumrin, en þó ekki óslitið fyrr en um og eftir 1940. Á vetrum var ég við nám og siðar kennslu. Um 1930 var dagvinnutiminn frá kl. 7 að morgni til kl. 6 að kvöldi. Ég held að ég fari þarna með rétt mál. Timinn milli 12 og 1 var matartimi og ekki greitt fyrir hann, enda sjáldgæft að unnið væri á þeim tima. Ég get nú ekki sérstaklega munað eftir þvi, að við, sem þessa vinnu stunduðum, værum neitt útþrælkaðir i viku- lokin. Þó var þetta greinilega of löng vinnuvika hjá útslitnum eyrarvinnumönnum og báru þeir þess merki. Siðan var vinnuvikan stytt i 48 stundir. Þá fóru margir að bæta við sig 10 stundum i eftir- vinnu. Þannig var það i mörg ár. Næsta skref var 44 stunda vinnu- vika og nú 40 stundir, og að frá- dregnum kaffitimum eru það þó um 37 stundir. Sumir segja, að hér sé stytzta vinnuvika i heimi. Ekki veit égyhvort það hefur við rök að styðjast. Það má vel vera, að Islend- ingar þoli ekki lengri vinnuviku nú til dags og að atvinnuvegirnir geti greitt það riflegt kaup, að þessi vinnuvika dugi mönnum til lifsbjargar. Það er rétt, að hver svari fyrir sig. Hin siðari ár er ævinlega, bæði i ræðu og riti, taláð um mannsæmandi kjör. Við hvað er átt með þessum orðum? Það væri gott, ef einhver vildi útskýra það. Ég heyrði þetta aldrei nefnt á minum uppvaxtar- árum. Þá þótti gott að hafa i sig og á, það voru ekki gerðar kröfur til annars það hafa sjálf- sagt verið mannsæmandi kjör þess tima. Þegar gerðar eru kaupkröfur nú til dags, er alltaf talað um það, að hér sé aðeins um lágmarks- kröfur að ræða, aðeins fyrir mannsæmandi lifi.Hvað er mannsæmandi lif? Ef til vill að hafa nýtizku ibúð með harðviði, isskáp og iskistu og teppi á öllum gólfum o.s.frv. Auk þessa þarf að skemmta sér. Mér er sagt, að sumir eyði 5 til 10 þús. krónum á mánuöi i vin og tóbak, og að nokkur hlut þeirrar upphæðar eigi að reikna með i visitölu. Kröfurnar eigi vitanlega að miða við öll þessi útgjöld. Nú er það vitað mál, að fjöldi fólks hefur enga peninga til alls þessa, sem hér er nefnt. Islendingar eru ein- staklingshyggjumenn, sjá senni- lega ákaflega skammt fram i timann. Þetta fer alls ekki eftir stjórnmálaskoðunum. 1 öllum stéttarfélögum eru menn með ólikar stjórnmálaskoðanir og i baráttunni er farið eins langt og frekast er hægt. Það er ekki hægt að kenna kommúnistum eða sjálfstæðlsmönnum um orðinn hlut, hér eru allir i sama báti. Það er vitað mál, að Islend- ingar hafa hin siðari ár lifaö um efni fram. Eyðslan er óskapleg og allir vilja fá sem mest af hinni margumtöluðu þjóðarköku. Það er eins og það skipti engu máli, hverjar afleiöingarnar veröa. Þegar ég var barn, var ævinlega sagt, að menn ættu að aga sjálfan sig og leggja fram sina krafta þjóðarheildinni til góðs. Það var stefna ungmennafélaganna, að hver einstaklingur geröi allt, sem hann gæti þjóöinni til hagsbóta. A þeim tima var algengt, aö menn ynnu kauplaust dögum og jafnvel vikum saman aö áhugamálum sinum. Þá fengu menn ekki morð fjár fyrir að sitja á þingi, auk mikilla aukatekna. Það sýnir bezt, hversu menn eru heillum horfnir, að alþingismenn, leiö- togar þjóðarinnar, skyldu sam- þykkja það i einu hljóði, að þeir fengu greidda 66 þús. krónur á mánuði i föst laun, auk annarra tekna. Ef einhver kemur hér fram með sjálfstæða skoðun, er honum ýmist skipað i flokk með ihaldsmönnum eða komm- unistum og siðan niddur niður, ef það þykir henta. Menn haga seglum sinum eftir vindi. Stjórnarandstaðan er venjulega verkalyðssinnuð og þykir það alltaf tryggast, þegar kosningar fara i hönd. Ef menn vilja hækka laun þeirra lægst launuðu, sem nú eru um eða neðan við 20 þús á mánuði, er það ekki hægt, þvi að þá koma allar aðrar stéttir á eftir og útkoman er óbreytt. Það hefur verið barizt fyrir styttingu vinnutimans, en hver er útkoman, ef litið er á dæmið i dag? Halda menn, að unglingar þeir, sem ekki eru i skólum, hefðu ekki betra af þvi að vinna svolitið lengri vinnudag? Hvernig stendur á þvi, að alls konar óknyttir hafa aukizt stórlega hin siðari ár? Þá má benda á það sem staðreynd.að börn og unglingar, sem i skóla ganga, hafa aldrei haft meiri peninga undir höndum en nú til dags, þótt forráðamenn þessara unglinga hafi ekki mann- sæmandi laun og geri kröfu til enn stærri sneiðar af þjóðarkök- unni. Um langt árabil hafa islenzkir stjórnmála- og blaðamenn reynt að niða skóinn hver af öðrum. Þessir menn hafa unnið fyrir ákveðna flokka. Þeir hafa fengið ákveðna linu, eins og i Rússlandi og öðrum einræðisrikjum. Menn mega helzt ekki hafa sjálfstæða skoðun. Undantekning frá þessari almennu reglu er þó Björn Páls- son alþingismaður á Löngumýri. Hann segir það, sem honum finnst sjálfum bezt og réttast i hvert skipti. Menn vilja lifa glaðir og kátir til hins siðasta. Það virðist ekkert hugsað um komandi kynslóðir. Hvernig halda menn að ástandið verði hér um næstu aldamót? Hafa menn ekkert hugsað um börn sin og barnabörn? A úlfúð og ósamlyndi að rikja hér árum saman? Það er ekki nóg að skara eld aö eigin köku. Það er stig steinaldarmanna, en ekki þeirra manna, sem nú lifa. Hugsunar- háttur Islendings er nú að komast á stig steinaldarmannsins, sem hefursennilega aðeins hugsað um komandi dag. Þeir hafa sjálfsagt verið eins gáfaðir og við. Það voru hinir fornu Rómverjar lika, en riki þeirra hrundi til grunna. Þvi hefur stundum verið haldið fram, að fólk hér lifði ekki eins góðu lifi og fólk annars staðar á Norðurlöndum. En hvernig er lif alþýðufólksá Norðurlöndum? Þvi má svara hiklaust, að það er ekki betra en hér á landi. Að visu hafa ýmsir postular haldið þvi fram, að það væri mun betra en hér. óðaverðbólga tröllariður þessum þjóðum,og ekki er annað sýnilegt en til vandræða horfi. Það þýðir ekkertað vitna i önnur þjóðfélög i austri eða vestri og segja, að svona hafi menn það gott i þessu eða hinu landinu. Það eina, sem hefur nokkurt gildi er, að Islend- ingar sjái að sér i tima. Við getum ekki beðið eftir einhverju happi úr austri eða vestri, sem bjargað getur fjárhag okkar i bili. Þjóðin verður sjálf að finna^að hún er komin á villigötur. Ef allar kröfur skammsýnna Islendingar væru uppfylltar , er ekki annað sýnilegt en að erlendar þjóðir þurfi að gefa okkur steinaldarmönnunum á Islandi, stórfé. öðru visi verður þjóðarskútunni ekki haldið á réttum kili. Vilja tslendingar þetta i raun og veru? Ég spyr. — Hættan er framundan, ef ekki verður hugarfarsbreyting hjá öllum þorra manna, er voðinn vis. íslendingar mega ekki ganga það langt, að þeir verði einhverri ein- ræðisstefnu að bráð. Það skiptir engu máli, hvort það er austrænt eða vestrænt einræði, eða einhver ný tegund einræöis. atlanti Magnús E. Baldvinsson laugavegi 12 - Simi Fjármálaráðuneytið, 1 í. des. 1972. Tilkynning til söluskattsgreiðenda Athygli söluskattsgreiðenda skal vakin á þvi.að gjald dagi söluskatts fyrir nóvembermánuð er 15. desember Ber þá að skila skattinum til innheimtumanna rikis sjóðs ásamt söluskattsskýrslu i þririti. UR i ÖRvali UR OG SKARTGRIPIR KORNELlUS JONSSON JONSSON SKÚLAVÖRÐUSTlG S BANKASTRÆTI6 18588-18600 BÍLASKODUN & STILLING Skúlagötu 32. HJÓLASTILLINGAR MOTORSTILLINGAR LJÖSASTILLINGAR Látið stilia i tima. Fljót og örugg þjónusta. Ingólfsstræti 2 Sími 13271 viðurkenndir úrvals pennar fyrir atvinnumenn, kennara og námsfólk. Rotring teiknipennar og teikniáhöld fást í þægilegum einingum fyrir skóla og teiknistofur. PENNAVIÐGERÐIN v@tring teiknipennar Ljósaperur, kúlu- og kertaperur 8/ ( \ rl m »0. Rafhornið ÁRAAÚLA 7 — SÍMI 84450

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.