Tíminn - 13.12.1972, Síða 18

Tíminn - 13.12.1972, Síða 18
18 TÍMINN Miðvikudagur 13. desember 1972 Efling skíða- íþróttarinnar Kulltrúaráðstefna Skiðasam- bands islands var haldin i Ucykjavik 18. og 19. nóvember s.l., en ráöstefnan er fyrsta sinn- ar tegundar á vegum SKÍ. Hana sóttu fulltrúar úr öllum helztu skiðahéruðum landsins. Ráð- stcfnan fjallaði einkum um eftir- talin mál: 1. Efling skiöaiþróttarinnar. Ráðstefnan hvetur til áfram- haldandi uppbyggingar skiða- svæða viða um land og bendir á þann mikla áhuga, sem almenn- ingur hefur sýnt þessari iþrótt, þar sem aðstæður eru fyrir hendi. Bent er á hina auknu þörf al- mennings fyrir iþróttir og útiveru ekki sizt yfir vetrarmánuðina, en skiðaiþróttin verður að teljast ákjósanleg f jölsky Iduiþrótt. Hvatt er til aukins leiðbeiningar- starfs fyrir almenning i skiðahér- uðunum, bæði um skiðabúnað og undirstöðuatriði iþróttarinnar. 2. Skiðaiðkun skólafólks. Ráðstefnan fól stjórn SKt að kanna möguleika á þvi, að koma á alhliða skiðakeppni skólafólks i samráði við fræðsluyfirvöld. Áherzla var lögð á að efnt væri til skiðaferða skólafólks i barna- og unglingaskólum og hvetur ráð- stefnan iþróttakennara til að styðja viðleitni skólanna i þessu efni. 3. Pjálfun. Fram kom á ráðstefnunni, að miklir eríiðleikar eru á að fá nægilega marga hæfa leiðbein- endur til kennslu og þjálfunar bæði fyrir almenning og þá, sem lengra eru komnir i iþróttinni. Til úrbóta var lögð áherzla á nauðsyn þess að sérmennta menn til skiðakennslu, bæði innanlands og erlendis og m.a. með aukinni skiðakennslu við tþróttakennara- skóla tslands. Þá var einnig talið nauðsynlegt, þrátt fyrir mikinn kostnað, að fá hingað til lands af og til erlenda skiðaþjálfara til að ferðast um landið með nýjungar á sviði iþróttarinnar. Ýmis fleiri málefni voru rædd, er varða skiðaiþróttina og rekstur skiðasambandsins og kom mikill áhugi fram hjá fulltrúum um efl- ingu iþróttarinnar og áframhald- andi uppbyggingu skiðamann- virkja og bættrar aðstöðu til skiðaiðkana. Þá var samin móta- skrá vetrarins og hún samþykkt. tþróttafulltrúi rikisins, hr. Þor- steinn Einarsson, flutti erindi á ráðstefnunni um byggingu skiða- mannvirkja um landið og skýrði starf iþróttanefndar rikisins. I lok ráðstefnunnar var Blá- fjallasvæðið skoðað undir leið- sögn Eysteins Jónssonar, for- manns náttúruverndarráðs. Öflugt starf Breiðabliks - félagið hefur á að skipa mörgum af beztu íþróttamönnum landsins. Félagið hlaut 13 íslandsmeistara f frjálsum íþróttum Fyrir nokkru var haldinn aðalfundur Ungmennafélags- ins Breiðabliks, Kópavogi (U.B.K.) t skýrslu aðalstjórnar og deilda félagsins kom fram, að starfsemi þess hefur verið mikil á árinu og árangur ágætur i f jölmörgum greinum. Knattspyrnulið félagsins var nú annað árið i fyrstu deild og var i 5.-6. sæti. Yngri flokkar félagsins stóðu sig vel, einkum 4. fl., sem komst i úrslit i tslands- mótinu, og 5. fl., sem komst i undanúrslit. t Ford knatt- þrautakeppninni komust 15 drengir úr Breiðabliki i úr- slitakeppnina, eða fleiri en úr nokkru öðru félagi, og fjórir hlutu verðlaun. Frjálsiþróttafólkið stóð sig ágætlega á árinu og var I öðru sæti i Bikarkeppni F.R.t. og félagið hlaut 13 Islandsmeist- ara og fjölda af silfur- og bronzverðláunum. Arndis Björnsdóttir setti nýtt íslands- met i spjótkasti, og stúlkurnar tvibættu tslandsmetið i 4x400 m hlaupi. t Drengjahlaupi Armanns vannst sigur bæði i 3 og 5 manna sveitakeppni. 1 handbolta stóðu stúlkurnar sig einna bezt. 1 tslandsmótinu utanhúss munaði einu marki, að þær kæmust i úrslitaleikinn um 1. sætið. Yngri flokkarnir eru mjög efnilegir, og i haust sigraði 4. fl. i Reykjanesmót- inu. Sundfólk félagsins tók mikl- um framförum á árinu, og Steingrimur Daviðsson setti ný tslandsmet i 50, 100 og 200 m bringusundi sveina. Fjöldi unglinga stundar auk þess körfubolta og glimu innan félagsins, og er þar margt efnilegra iþrótta- manna. Á aðalfundinum var ákveðið að stofna borðtennis- og bad- mintondeild og skiðadeild inn- an félagsins. Verður stofn- fundur þessara deilda bráð- lega. Einnig voru samþykktar þakkir til bæjarstjórnar Kópa- vogs fyrir fjárstyrk á árinu, og til forráðamanna iþróttavall- anna i Reykjavik fyrir veitta aðstöðu, en eins og kunnugt er, fóru allir „heimaleikir” Breiðabliks i 1. deild fram i Reykjavik. 1. deildarliö Breiðabliks i handknattleik hefur staðið sig mjög vel i sumar. Aftari röð frá vinstri: Bára Eiriksdóttir, Alda Helgadóttir, Björg Gisladóttir, llalla Knútsdóttir, Rósa Þorsteinsdóttir og Kristín Jónsdóttir. Fremri röð: Edda Halldórsdóttir, Steinfriður Gunnarsdóttir og Guðrún Guöjónsdóttir. Þessi mynd var tekin i leik Fram og Víkings á sunnudaginn. Björgvin Björgvinsson hefur þarna sloppið fram hjá varnarleikmönnum Vikings og Sendir knöttinn i netiö..t (Timamynd Róbert) Islandsmótið í handknattleik: Tekst KR að sigra Víking? — KR og Ármann eiga möguleika á að fá sin fyrstu stig, þegar víkurmeisturunum og í kvöld fara fram tveir leikir i islandsmótinu i handknattleik, þessir leikirveröa þeirsíðustu i LaugardaIshöllinni fyrir áramót. Fyrri leikurinn hefst kl. 20.15, og leika þá Ármann — Fram, sið- an mætast Vikingur og KR. Ármann og KR hefur ekki tekizt að sigra leik til þessa, og verður gaman að vita, hvort lið- in fá sin fyrstu stig i kvöld. tslandsmeistararnir Fram eiga möguleika á að taka forustu i mótinu, en til þess þarf liðið að sigra Ármann. Allir sterkustu leikmenn liðanna leika með, og má búast við spennandi leik. Ármannsliðið tapaði illa gegn Vikingi um daginn, og kom tapið nokkuð á óvart, þvi að Armann var ekki langt frá sigri, þegar lið- ið lék gegn FH i iþróttahúsinu i Hafnarfirði. Tekst liðinu að veita Fram keppni i kvöld? KR-liðinu fer fram með hverj- um leik, og má reikna með, að lið- inu takist aö fá sin fyrstu stig i mótinu i kvöld, þegar það mætir Vikingi, en markvarzlan hjá Vik- ingsliðinu er veikasti punkturinn hjá þvi. Fyrirliðinn og aðalmark- vörður liðsins, Rósmundur Jóns- liðin mæta Reykja Islandsmeisturunum son, hefur verið veikur að undan- förnu — ef hann leikur ekki með liðinu i kvöld, þá mega Vikingar vara sig. l»S0g<?S4I ADIDAS BUXUR Margir litir— Allar stærðir Gefið upp mittismál við pöntun Póstsendum Sportvöruverzlun Ingólfs óskarssonar KUpparstlg 44 — Simi 11783 — Reykjavfk

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.