Tíminn - 13.12.1972, Blaðsíða 19

Tíminn - 13.12.1972, Blaðsíða 19
Miðvikudagur 13. desember 1972 TÍMINN 19 J Iþróttafólk gerir miklar kröfur um góðan útbúnað - og við reynum að verða við óskum þess, segir Jón Aðalsteinn Jónasson í Sportvali Eflaust hafa flestir þeir, sem stunda iþróttir, annað hvort með keppni i huga eða sjálfum sér til gagns og gamans, verzlað i Sport- vali, sem ér til húsa að Laugavegi 116, en þá verzlun hefur Jón Aðal- Þannig litur skiðafatnaður út i dag. steinn Jónasson starf- rækt i tæpan áratug, fyrst i Hafnarfirði, en siðan að Laugavegi i Reykjavík, við vaxandi orðstir. t Sportvali getur áhugafólk um iþróttir og útiveru fengiö flest það, sem til þarf tilað geta stundað iþróttir og utilegur, en sérstaklega er þó til þess tekið, hversu mikið úrval verzlunin hefur af skiðavörum. Iþróttasiðan sneri sér til Jóns Aðalsteins og spurðist fyrir um það, hvort ekki væri spurt mikið eftir skiðavörum á þessum árs- tima. —Jú, það er mikil sala i skiða- vörum. Það er greinilega mikill og vaxandi áhugi á skiða- iþróttinni. Sérstaklega jókst áhuginn, þegar Bláfjallasvæðið var uppgötvað, ef svo má að orði kveða, en eftir að vegur var lagður upp eftir, hefur fólk i vaxandi mæli lagt leið sina i þessa skiðaparadis höfuðborgar- svæðisins. —Þegar fólk kaupir sér skiða- útbúnað er hann þá eingöngu miðaður við keppnisiþróttir, eins og stundum hfur heyrzt? —-Þetta hefur breytzt mjög til batnaðar á siðari árum. Hér áður fyrr var mjög algengt, að fólk keypti skiðaútbúnað, sem miðaður var við keppnisfólk i alpagreinum. Nú eru miklu fleiri gerðir á boðstólnum. T.d. er það orðið mjög algengt, að keypt séu gönguskiði. Ahugi á gönguskiðum hefur vaxið gifurlega, einkum meðai fólks um þrítugt og þar yfir. —Eru gönguskiði dýrari eða ódýrari en svigskiði? —Þau eru ódýrari. Það er hægt að fá ágætis búnað fyrir 5-6 þúsund krónur, þ.e. skiði, bind- ingar, stafi og mjúka skó —Hvað um skiði handa börnum og unglingum. Eru þau að jafnaði til i miklu ilrvali? —Já. Hins vegar vill verða mis- brestur á þvi, að foreldrar velji skiði af réttri stærð handa börnum sinum. Ég vil eindregið benda fólki á að kaupa ekki of löng skiði handa þeim. Það er ágætt að hafa hæð krakkanna til viðmiðunar. þegar skiði eru valin. Skiði, sem eru 10 cm lengri en þau eru á hæðina, henta i flestum tilfellum vel. —Nú höfum við rætt nokkuð um sjálf skiðin. Eitthvað fleira þarf til, þegar farið er i skiðaferð? —Já, Fyrir utan skiði, bind- ingar, skó og þ.h. þarf auðvitað að hyggja að skíðafatnaðinum. Við hjá Sportvali höfum kapp- kostað að hafa á boðstólnum mikið úrval af skiöafatnaði, m.a. látum við framleiða sérstakan slikan fatnað fyrir okkur. Skiða- fatnaður þarf að vera vindþéttur og „vatteraður" svo að hann Sportval selur skiði frá mörgum heimsþekktum fyrirtækjum m.a. Fischer, og á þessari mynd sést Jón Aðalsteinn sýna viðskiptavini slik skiði. ( Timamynd Róbert). komi að gagni i okkar islenzku veðráttu. —Er skiðafatnaður eingöngu framleiddur fyrir fullorðna —Nei. Ég held að mér sé óhætt að segja, að við eigum skiða- fatnað i öllum stærðum og i sumum tilfellum i nokkuð mörgum gerðum. —Er ekki eftirspurn eftir öðrum vetrariþróttavörum? —Jú, alltaf er talsvert mikið spurt eftir skautum. Við höfum verið með sérstaklega góða skauta (með skóm) á mjög hag- stæðu verði, 1500 krónur. —En hvað um aðrar íþrótta- vörur. Er t.d. spurt eftir knatt- spyrnuskóm á þessum árstima? —Já, talsvert mikið. Bæði er spurt um knattspyrnuskó og æfingabúninga. Sala á þessum vörum jókst mjög mikið á þessum árstima, þegar vetraræfingar knattspyrnumanna hófust. —Og það þarf auðvitað ekki að spyrja að þvi, að mikið er spurt um iþróttavörur, sem tilheyra innanhússiþróttum? —Þaö er alltaf mikil sala i æfingaskóm (frá Adias), peysum, sokkum og slíku. —Að lokum, Jón Aðalsteinn. Er ekki dálitið erfitt að sinna öllum óskum iþróttafólks? —Ég skal fúslega viðurkenna það, að iþróttafólk gerir miklar kröfur um góðan útbúnað, og það er auðvitað markmið mitt að hafa slikar vörur til sölu og verða við óskum þess. Jafnframt verður maður ávallt að hafa i huga að bjóða góðar vörur á sanngjörnu verði. Þess má að lokum geta, að auk þess, aö Sportval býður upp á iþróttavarning frá þekktum fyrirtækjum erlendis, selur verzlunin einnig og hefur umboð fyrir Braun Piximat skugga- myndavélar. Hefur sala þeirra aukizt ár frá ári. Auk Jóns Aðalsteins Jónas- sonar starfa að jafnaði 8-10 manns í verzluninni, en það er mismunandi eftir árstima. Flest er starfsfólkið yfir sumar- mánuðina. Seláseigendur Félag landeigenda i Selási heldur fund að Freyjugötu 27, föstudaginn 15. desember, 1972 kl. 20.00. Fundarefni: I. Tekin ákvörðun um uppskipti lands í sambandi við framkvæmd skipulagsins. II. oiiimr mál. Stjórnin. i Sportvali fæst flest það, sem hugur iþróttamannsins girnist.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.