Tíminn - 13.12.1972, Blaðsíða 24

Tíminn - 13.12.1972, Blaðsíða 24
Enn biluðu rafmagnslínur á Skagaströnd JJ—Skagaströnd 12.-12. Enn urðu einhverjar skemmdir á rafmagnslinum i norðaustan-- hvassviöri, sem hér gekk yfir i fyrrinótt. Ekki e'r fullljóst, hversu miklar skemmdirnar hafa orðið, en hlutar af þorpinu voru rafmagnslausir i gærmorgun, og eitthvað af sveitabæjum. Skemmdirnar munu hvergi hafa orðið á aðallinum. Veðrið var geysihvasst, en lítil úrkoma fylgdi þvi. A mánudag lokaðist leiðin inn til Blönduóss af völdum skafrennings, en hún var opnuð aftur i dag, enda var þá þýtt, en seinni partinn fór að írysta. Enn er hvasst, en svo mikill bloti komst i snjó, að ekki rennir, og ættu þvi vegir að haldast opnir á meðan ekki bætir á. Miðvikudagur í:í. desember 1972 Þcssi mynd var tekin á samsöng kirkjukórasambandsins borgfirzka i Borgarneskirkju á sunnudaginn var, og einsöngvarinn er Guðmundur Jónsson. Þarna var steypt saman fimm kirkjukórum, alls hundr- að og tuttugu manns. Um kvöldið var svo sungið i kirkjunni á Akranesi. Það leiðréttist, er áður var sagt i blaðinu, að ekki séu i héraðinu nema tvær kirkjur, þar sem svo stór söngflokkur rúmist. Þriðja kirkjan er að sjálfsögðu Hallgrimskirkja i Saubæ, og stærst þeirra allra, en Akraneskirkja mun hafa orðið fyrir valinu vegna þess, að menn væntu þar meiri aðsóknar. —Ljósmynd: Einar Ingimundarson. Jólabingóið verður á sunnudag Fresta varð hinu árlega jólabingói Framsóknarfél- ags Reykjavikur, sem halda átti s.l. sunnudag, vegna veðurs. Akveðið hefur verið, að það verði haldið n.k. sunnudag að Hótel Sögu. Þeir, sem keypt höfðu sér miða, geta notað þá á sunnu- daginn. Að venju verður margt eigulegra muna á jólabingói Framsóknarfélagsins. Nán- ar auglýst siðar. Voru tvo tíma að ná manninum úr bílflakinu GS—isafirði Um niuleytið i gærkvöldi var vörubili frá Bolungarvfk með 2 iestir af hraðfrystum liski á leið inn á isafjörð til út- skipunar. A milli Seljadals og Hnifsdals fór bilinn út af veg- iiiiiui og hrapaði alla leið niður i fjöru. Maðurinn sat fastur i bílnum og var hjálparsveit skáta kvödd á vettvang til að bjarga honum. Tókst eftir um það bil tvo klukkutima að ná honum úr bilflakinu en þá var sjór svo fallin að, að björg- unarmennirnir stóðu i mitti. Myrkur var og torveldaði það björgunarstörfin, en svo vel vildi til aö bát, Björgúlf frá Dalvik bar þarna að og gat hann lýst upp staðinn með ljóskastara. Bifreiðarstjórinn Einar Magnússon að nafni missti aldrei meðvitund, en slasaðist nokkuð, og er hann talinn lærbrotinn, og liggur nú á Sjúkrahúsi á Isafirði. Islenzku síldarbátarnir bjarga miklu í Hirtshals SB—Reykjavik Ef ekki væri vegna landanna is- lenzku sildveiðibátanna i Hirts- hals i Dánmörku, þyrftu verk- smiðjur þar að standa aðgerðar- lausar langtimum saman. Þetta kemur fram i danska blaðinu, Vendsyssel Tidende" i fyrra mánuði. Þrjú stór dönsk fisk- iðnaðrfyrirtæki hafa nú tekið upp samvinnu á mörgum sviðum og stofnað Hirtshals Heering Import. Aðaltilgangur hins nýja fyrir- tækis er aö tryggja jafnan inn- flutning sildar til vinnslu, en á þvi hefur orðið misbrestur, vegna þess hve höfnin i Hirtshals er litil og þar komast ekki stór skip. Niu flutningaskip eru i stöðugum ferðum til Skotlands til að kaupa sild i hafnarbæjum þar. Brýn nauðsyn er nú á þvi að stækka höfnina i Hirtshals til að fá meira magn til vinnslu i einu. Samsteypan er nú að hefja framkvæmdir, sem kosta munu um 250 milljónir isl. króna. Má þar nefna þvottastöð fyrir fisk- kassa, isframleiðslu og frysti- og kælihús. Þá er i ráði, að fyrirtæk- in þrjú sameinist um kaup á plastfiskikössum frá Noregi og verða þeir mun ódýrari, þegar mikið magn er keypt i einu. Til að halda i vinnukraftinn er það frumskilyrði, að alltaf sé at- vinnu að fá og þess vegna verður alltaf að vera til hráefni. Nú i haust hafa islenzku sildarbátarn- ir komið i veg fyrir atvinnuleysi. Svíar bjóðast til að byggja Eyrarsundsbrú - tilboðið setur Dani í vanda SB—Reykjavik i Borgundarhólmstiðindum fyrir mánaðamótin mátti lesa, að nú væru Sviar orðnir leiðir á að biða eftir að dönsk yfirvöld tækju ákvörðun um gerð flugvallar á Salthólma, lirii yiir Eyrarsund og Stórabelti og ætluðu nú að gripa til sinna ráða. Þeir ætluðu ekki að leggja krónu i flugvallargerðina, en bjóðast hins vegar til að fjár- magna samgönguæð yfir Eyrar- sund. Gert er ráð fyrir, að brú yfir Eyrarsund kosti um 22 milljarða- Isl. króna og það fjármagn á að taka úr sænska rikiskassanum, án nokkurra skilyrða. til Dana. Danska stjórnin hefur tilkynnt, að hún muni ihuga málið, en enginn lætur sér detta i hug, að hún sé þakklát fyrir boðið. Verði það þegið nú, verður að taka skjóta ákvörðun um flug- völlinn á Salthólma og verði að ráði að gera hann, verður ekkert fjármagn afgangs til að byggja brú yfir Stórabelti. A Borgundarhólmi er hins vegar áhugi á,að Eyrarsundsbrúin verði byggð sem fyrst og er sænska til- boðinu fagnað þar. En eins og er, bendir allt til þess að illeysan- legur hnútur myndist i dönskum stjórnmálum. Fríhafnarstarfsmaður sá sprúttsala fyrír áfengi Verzlunarstjóri i frihöfninni á Keflavikurflugvelli hefur viður- kennt að hafa selt 30 flöskur af áfengi á ólöglegan hátt. Kaupandinn var sprúttsali, sem einnig seldi áfengið ólöglega. 1 siðustu viku handtók lögregl- an i Keflavik leigubilstjóra, sem grunaður var um að selja áfengi. Við leit fundust i fórum hans nokkrar flöskur af áfengi, sem ekki voru merktar af Áfengis- verzlun rikisins. Við yfirheyrzlu kvaðst bílstjórinn .hafa keypt áfengið af tilteknum starfsmanni frihafnarinnar. Var sá handtek- inn, en játaði ekkert í fyjstu. Var hann úrskurðaður i gæzluvarð- hald fyrir helgina. Strax eftir helgi losnaði um málbein verzl- únarstjórans og játaði hann að hafa selt bilstjóranum 30 flöskur af birgðum fríhafnarinnar. Var manninum sleppt og málið verður sent varnarmálanefnd og sak- sóknara rikisins. Úr frihöfninni má engum selja áfengi né neinn varning öðrum en flugf arþegum, sem eru að koma til landsins eða fara. Fá yfirleitt ekki aðrir að koma inn á frihafnarsvæðið en farþegar, flugáhafnir og starfsfólk. OÓ AAiklar umræður á Alþingi um afbrotafaraldurinn: 16 ára og yngri f römdu helminginn EJ—Reykjavik. I umræðum utan dagskrár i sameinuðu Alþingi i gær urðu miklar umræður um afbrot ungl- inga i tilefni þeirrar afbrotaöldu, sem gekk yfir um helgina i höfuð- borginni. M.a. kom fram í ræðu Ólafs Jóhannessonar, dómsmálaráð- herra, að i október og nóvember siðastliðinn voru framin fleiri innbrot og þjófnaðir en nokkru sinni fyrr á jafn skömmum tima. Kærð innbrot og þjófnaðir til rannsóknarlögreglunnar i Reykjavik voru 364 talsins. Þar af hafa 124 verið upplýst, og i ljós kom, að 62 þessara upplýstu af- brota voru framin af unglingum 16 ára og yngri. Nánar segir frá þessum um- ræðum á þingsiðu. Skaðar af völdum veours undir Eyjafjöllum — Bíll fauk 40 metra AJ—Skógum 1 fyrrinótt gerði hér norðaustan rok, og varð sumsstaðar ofsa- veður hér undir fjöllunum, þar sem vindstrokurnar stóðu niður um skörð, og varð þar mjög byljótt. Á Steinabæjunum olli veðrið miklu tjóni. Þar fuku plötur af ibúðarhúsi og þak af ný- legri fjárhúshlöðu, auk þess sem rúður brotnuðu. Mannlaus bíll, sem stóð hjá verzlun Jóhanns i Steinum varð illa úti, en hann fauk um 40 m. vegalengd, fór margar veltur og hafnaði loks á hjólunum, mjög mikið skemmdur. Þetta var nýr bill frá Selfossi, sem þar var skilinn eftir er færð spilltist um daginn, en á sunnudagsnótt snjóaði allmikið, og er það fyrsti snjórinn hér i vetur. Annars hefur tið hér verið mjög góðfram til þessa, og ekki klaka- vottur i jörð. Þegar versta veðrið geisaði fyrir norðan um daginn var hér allt upp i 11 stiga hiti og unnið i steypuvinnu. Nýr dýralækn- ir á Mýrurn Forseti Islands hefur þann 11. þ.m. að tillögu landbúnaðarráð- herra skipað Sverri Markússon, héraðsdýralækni á Blönduósi, tií að vera héraðsdýralæknir i Mýrasýsluumdæmi, frá 1. marz 1973 að telja.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.