Fréttablaðið - 18.07.2004, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 18.07.2004, Blaðsíða 4
4 18. júlí 2004 SUNNUDAGUR SJÓNVARP „Við erum undir mikilli pressu að bæta dreifikerfið þessa stundina. Þetta snýst að miklu leyti um enska boltann enda er það ástríðumál fyrir marga,“ segir Magnús Ragnarsson forstjóri Skjás 1. Sjónvarpsfélagið leitar nú allra leiða til að stækka útsendingar- svæðið en segir Magnús tilkostnað- inn verða að vera sem minnstan. „Reyndin er sú að innan tíðar munu hefjast útsendingar á stafrænu sjónvarpi á Íslandi og fjárfesting í sendum og öðrum búnaði er mjög óhagkvæm.“ Það eru ekki aðeins einstakling- ar sem hafa sett sig í samband við Skjá 1 því bæjarstjórar og sveita- stjórnarfólk er einnig farið að hafa áhyggjur af málinu. „Þetta er byggðastefnumál en við verðum að meta þetta á viðskiptalegum fors- endum á hverjum stað fyrir sig. Í dag erum við sérstaklega að líta til þeirra bæjarfélaga sem eru með kapalkerfi og ætlum að reyna að koma merkinu þannig til þeirra,“ segir Magnús. Enski boltinn fer í loftið 15. ágúst og það er því ekki langur tími til stefnu, „við höfum engum laga- legum skyldum að gegna varðandi dreifinguna en auðvitað stefnum við á að ná til sem flestra staða á landinu fyrir þann tíma.“ ■ SJÁVARÚTVEGUR „Það er enginn sem borgar þennan skatt annar en verkafólk í fiskiðnaði og það er skelfilegt óréttlæti,“ segir Einar Oddur Kristjánsson alþingismað- ur. Einar Oddur hefur lýst sig andvígan sex prósenta veiðigjaldi sem tekið verður af sjávarútvegs- fyrirtækjum frá september næst- komandi. Formaður Landssambands ísl- enskra útvegsmanna hefur einnig gagnrýnt gjaldtökuna og telur að hún muni ekki stuðla að sátt um sjávarútveginn. „Þetta gjald rýrir að sjálfsögðu samkeppnisstöðu þessarar grein- ar,“ segir Einar Oddur. „Við lifum á þessum matvælaiðnaði sem keppir við öll matvæli í heimin- um. Þegar við skattleggjum þessa grein getur það ekki haft neinar aðrar afleiðingar en að hæfni greinarinnar til að borga laun rýrnar að sama skapi.“ Einar Oddur telur hugmynda- fræðina bak við skattinn misskiln- ing. „Þeir ætla skattlagningunni að ná í ímyndaða gullrassa sem grætt hafa á kvótakerfinu. Það er algjör misskilningur því þessi skattur leggst beint á verkafólk- ið.“ „Þetta var niðurstaða margra ára umræðu í þjóðfélaginu,“ segir Árni Mathiesen sjávarútvegsráð- herra. „Þetta er málamiðlun þar sem verið er að taka tillit til mjög margra sjónarmiða.“ Að sögn Árna var fyrst og fremst litið til þess að atvinnugreinin ætti að standa undir þeim kostnaði sem til félli hjá hinu opinbera af völd- um greinarinnar. Þá ætti þjóðin að fá sjáanlega hlutdeild í auðlind- ararðinum. „Valin var hófleg leið sem byggist á afkomu greinarinnar í heild,“ segir Árni. „Því er lítil ef nokkur hætta á því að gjaldtakan gangi svo nærri greininni að hún ráði úrslitaáhrifum um framtíð einstakra byggða eða hluta grein- arinnar. Auðvitað hefði verið hægt að fara ýmsar leiðir en ég efast um að aðrar leiðir sem voru á borðinu hafi verið útgerðar- mönnum hagstæðari eða hugnan- legri.“ Árni telur samkeppnisstöðu fyrirtækja ekki munu skaðast verulega við gjaldtökuna. „Þetta er hóflegt gjald, tengt afkomunni og tekið upp í áföngum. Þannig að ef svo væri hefur greinin tíma til þess að aðlaga sig að því.“ helgat@frettabladid.is Uppreisnarmenn: Gengu á dyr EÞÍÓPÍA, AP Súdanskir uppreisnar- menn sögðu samningamenn stjórnvalda ekki reiðubúna að koma til móts við kröfur sínar og gengu því á dyr. Vonir stóðu til að viðræðurnar yrðu til að binda endi á borgarastríð í Darfurhér- aði sem hefur kostað tugi þúsunda lífið og hrakið yfir milljón manns á flótta. „Þessum viðræðum er hér með lokið,“ sagði Ahmed Hussa- in Adam, fulltrúi Réttlætis- og jöfnuðarhreyfingarinnar, ann- arrar tveggja hreyfinga upp- reisnarmanna sem voru við- staddar viðræðurnar. Búist var við að Frelsishreyfing Súdans myndi einnig hætta þátttöku í viðræðunum. ■ Heldurðu að alnæmissmitum eigi eftir að fjölga á Íslandi? Spurning dagsins í dag: Stundar þú golf? Niðurstöður gærdagsins á visir.is 24% 76% Nei Já KJÖRKASSINN Farðu inn á visir.is og segðu þína skoðun visir.is Lyfjakostnaður Trygg- ingastofnunar: Spáð mikl- um hækkun- um LYFJAVERÐ Heilbrigðisráðuneytið fundar þessa dagana með lyfja- hópi Félags íslenskra kaupmanna í þeim tilgangi að ná fram lækk- unum á lyfjaverði. Ástæðan er út- lit fyrir mikla hækkun á útgjöld- um Tryggingastofnunar vegna lyfjakostnaðar milli áranna 2003 og 2004. Spár gerðu ráð fyrir 9% aukn- ingu en nýjar tölur herma að kostnaðaraukning verði yfir 18% miðað við núverandi forsendur. Eggert Sigfússon deildarstjóri á skrifstofu lyfjamála í heilbrigðis- ráðuneytinu segir að viðræður standi yfir þessa dagana og frek- ari fregna sé að vænta í vikunni. ■ Enski boltinn nálgast: Skjár 1 undir pressu MAGNÚS RAGNARSSON Skjár 1 leitar nú allra leiða til að stækka útsendingarsvæði sitt. Segir veiðigjald skelfilegt óréttlæti Einar Oddur Kristjánsson telur að veiðigjald sem lagt verður á sjávarútvegsfyrirtæki frá septem- ber verði greitt af verkafólki í fiskiðnaði sem hann segir skelfilegt óréttlæti. Sjávarútvegsráðherra segir gjaldið hóflegt. EINAR ODDUR KRISTJÁNSSON Telur að veiðigjald sem lagt verður á sjávarútvegsfyrirtæki frá september næstkomandi muni skaða samkeppnisstöðu atvinnugreinarinnar. ÁRNI MATHIESEN Sjávarútvegsráðherra telur ekki að gjaldta- kan muni skaða sjávarútvegsfyrirtæki veru- lega þar sem gjaldið sé hóflegt, afkomut- engt og verði tekið upp í áföngum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L LYF Útlit er fyrir mikla hækkun á útgjöldum Tryggingastofnunar vegna lyfjakostnaðar. Harður árekstur: Kviknaði í bílunum ÍTALÍA, AP Reykslæður sem bárust yfir hraðbraut virðast hafa verið kveikjan að 20 bíla árekstri sem kostaði sex manns lífið nærri Róm, höfuðborg Ítalíu. Að sögn talsmanns slökkviliðs- ins á staðnum virðist svo vera sem bílstjórar hafi hemlað snögg- lega þegar þeir sáu reykinn. Við það hafi hver bíllinn keyrt aftan á annan með þeim afleiðingum að mikill eldur braust út. Sú kenning hefur líka heyrst að gripaflutn- ingabíll hafi oltið og næstu bílar á eftir ekki náð að stoppa. Auk þeirra sex sem létust slös- uðust um 40 og voru margir þeir- ra með brunasár. ■ SLÖKKVILIÐ Á VETTVANGI Slökkviliðsmenn þurftu að slökkva elda í bílum, þeirra á meðal gripaflutningabíl. STYRKTARMÁL „Þetta var nokkuð erfið ferð en gekk ljómandi vel,“ segir Arn- ar Klemensson en hann fór ásamt fé- laga sínum Alexander Harðarsyni yfir Hellisheiðina á hjólastól í gær. „Ferðin var farin til styrktar Barnaspítala Hringsins og tók tæpa átta klukkutíma fyrir okkur.“ Þriggja bíla árekstur setti strik í reikninginn fyrir þá félaga en hann átti sér stað þegar þeir komu að Þrengslavega- mótum í Svínahrauni. Arnar og Alex- ander héldu í ferðina með fylgd lög- reglu og liðsmanna Sniglanna og seg- ist Arnar ekki vita nákvæmlega hvað olli árekstri bílanna. „Við erum báðir fæddir lamaðir og spítalinn var mitt annað heimili í nærri áratug. Við þökkuðum því fyrir okkur með þessum hætti.“ ■ Styrktarferð fyrir Barnaspítalann: Yfir Hellisheiðina í hjólastól Á FULLRI FERIÐ Alexander og Arnar fóru yfir Hellisheiði til styrktar Barnaspítala Hringsins. 04-05 17.7.2004 22:08 Page 2

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.