Tíminn - 14.12.1972, Blaðsíða 4

Tíminn - 14.12.1972, Blaðsíða 4
4 TÍMINN Fimmtudagur 14. desember 1972 Gerir ekki eins og mamma segir Caroline Kennedy er farin að verða móður sinni erfið. Hún gerir ekki lengur það, sem móðir hennar segir henni, þótt hún sé ekki nema 15 ára. I sumar hitti hún á Spáni nauta- bana að nafni Palomo Linares, og þótt móðir hennar skipaði henni að koma heim þegar i stað, gerði hún það ekki. Hún héltáfram að skemmta sér með nautabananum, sem hún var mjög hrifin af. Þvi miður er uppreisnarandi Caroline farinn að smita út frá sér. Bróðir hennar John, sem hingað til hefur gert allt, sem móðir hans hefur sagt honum, er farinn að segja skoðanir sinar á hlutun- um. Hann dýrkar systur sina og lætur það i ljós. Hann er heldur ekki sérlega hrifinn af stjúpa sinum, sem hann eins og reyndar systirin lika, kallar aldrei annað en hr. Onassis. Það undarlega hefur þó gerzt, að Caroline og Alexander, sonur Onassis.hafa eignazt sameigin- legt áhugamál og eru beztu vinir. Það, sem þau eiga sam- eiginlegt,er að geðjast ekki að stjúpforeldrunum. Caroline þolir ekki Onassis, og Alexander likar ekki vel við Jacquie. Þessi mynd er af Caroline og vini hennar frá Spánardvölinni, honum Palomo Linares. Snertir aldrei vin eða örvunarlyf Ég lét undan freistingunum,og hvað hef ég ekki orðið að þola þess vegna, sagði Judy Garland fyrir fjórum árum við dóttur sina Liz Minelli. Judy Garland endaði með þvi að fremja sjálfs- morð, þá mjög sjúk kona vegna ofnotkunar áfengis og lyfja. Nú segir dóttir hennar, sem er orðin 27 ára gömul, að hún muni aldrei snerta áfengi, þvi hún hafi lofað móður sinni þvi, þegar hún fetáði i fótspor hennar og hóf að koma fram opinberlega sem söngkona. Hún trúir þvi, að svo lengi sem hún stendur við þetta loforð,sé sér óhætt og sér muni ganga vel á framabrautinni. Hundur ákærður Hvað segja Sviar um Caroline? Sagt hefur verið frá þvi áður hér i Spegli Timans, að sumir telji, að Caroline prinsessa af Monaco sé talin meðal þeirra, sem til greina koma sem næsta drottning Sviþjóðar. Þeir, sem sáu Karl Gústaf krónprins og Caroline saman á Olympiuleikj- unum i Mlfnchen,segja, að þau hafi hegðað sér þannig, að vel megi reikna með, að þau verði hjón. Hins vegar er Caroline aðeins 16 ára, svo hún er liklega nokkuð ung sem drottningar- efni. Hvað skyldu svo Sviar segja um þennan ráðahag? Vikuritið Husmoderen spurði nokkra lesendur sina álits á þessu nýlega og hvort þeir gætu hugsað sér Caroline sem drottningu Svia. Hljóðuðu þá svörin á þessa leið: Nei. Hún er allt of hippaleg og montin. — Já, ég vil gjarnan fá Caroline sem drottningu, ef Sviþjóð heldur áfram að vera konungsriki. — Já. Af tveimur orsökum. Þá verða báðir aðilar konungbornir, og stúlkan er lika að verða undurfrið. — Ne—hei. Aldrei i lifinu. Stúlkan er ekki sænsk. — Já, þar sem ég er ekki hrifin af forseta- kosningum, gæti ég vel hugsað mér að hún verði drottning, svo konungsrikið haldi áfram. — Já. Hún er svo sæt og skemmtileg að sjá. Og svo virðast foreldrar hennar lika vera allra þægileg- asta fólk. — Nei. Hún er bara 16 ára, og veit áreiðanlega ekkert um Svia. — Já. Ef hún er á svipaðri breiddargráðu og við hér i Sviþjóð, hvað þjóðfélags- mál snertir. — Já, ef þau eru hrifin hvort af öðru, en annars erég ekki hlynnt konungsrikinu, ég vil ekki.að það gangi i ættir. — Já. Ég er hlynntur þessu. Ég er mjög ihaldssamur maður, sem styð konungsrikið og allt, sem gamaldags er. maöurinn fékk sér morgunmat Harrison gamli, sem er 92 ára gamall og býr i Tallahassee i Bandarikjunum brá sér morgun einn út á næsta veitingahús til þess að fá sér bita. Þegar hann kom aftur heim til sin, var húsið, sem hann hefur búið i undanfarin ár, horfið. Jarðýta hafði komið og ýtt húsinu i burtu. Harrison var heldur óhress yfir þessu og sagði við fréttamann, að honum hefði fundizt húsið ágætt, enda þótt eigandi þess hefði talið það orðið svo lélegt, að ekki hefði borgað sig að gera við það. — Þetta var þó alltaf heimili mitt, sagði Harrison. Hann hefur unnið i 25 ár sem næturvörður i timbursölu, og hefur vinnuveit- andi hans heitið að sjá honum fyrir húsnæði til dauðadags, eða að minnsta kosti þar til hann finnur eitthvað, sem honum likar. Sadie, 30 kilóa hundur i West Palm Beach var ákærður fyrir að hafa ráðizt inn i hús eitt i nágrenni heimilis hans og grip- ið i kjaftinn 2 punda kötstykki, sem legið hafði á eldhúsborðinu og beið þess, að húsmóðirin kæmi til þess að búa til matinn. Ákæran var látin niður falla, þegar eigandi Sadie samþykkti að greiða fyrir þær skemmdir, sem orðið höfðu á glugga- tjöldum og innanstokksmunum við heimsókn hundsins, og sennilega lika fyrir kjötstykkið, þótt þess hafi ekki verið getið i fréttinni. ☆ Húsið hvarf meðan AKm — Elskan, það var ekki pláss fyrir öll kertin á einni tertu. — Þjónn, biddu skipstjórann að láta velta svolitið. Flibbahnapp- urinn minn skoppaði undir rúmið. — Læknir, vilduð þér ekki koma og lita á konuna mina, ég held, af hún sc eitthvað veik. — Hvernig iýsir það sér? — i gær fór hún út og keypti 150 kiló af stálull. — Það er óvenjulegt. — Já og i morgun byrjaði hún að prjóna eldavél. — Hvcr var það, scm konan þín var að skamma i gærkvöldi? — Hundurinn. — Vesalings skepnan. Ég heyrði að hún hótaði að taka af honum útidyralykilinn. Það er afar þreytandi að gera ekki neitt, þvi maður getur ekki hætt að hvila sig. Nú á dögum er gert svo mikið fyrir vandræðabörn, að ef ég væri barn, myndi ég verða vandræða- barn. DENNI DÆMALAUSI Viltu svo koma með nýtt almanak handa pabba, þvi hann á bara eft- ir stelpuna, sem er fyrir desem- ber. i >3 ' v* r- iiff,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.