Tíminn - 14.12.1972, Blaðsíða 6

Tíminn - 14.12.1972, Blaðsíða 6
6 TÍMINN Fimmtudagur 14. desember 1972 Minningaþættir úr Hafnarfirði - eftir Stefán Júlíusson ' „Byggðin i hrauninu” eftir Stefán Júliusson er frásögn af mönnum og málefnum i frum- stæðri byggð vestan við Haínar- fjörð, byggð, sem nú er horfin i sinni upprunalegu mynd. Þetta eru minningaþættir um fólk, sem lifað hefur, eða er enn á lifi. Einnig er fjallað um atburöi og fyrirbæri, sem hafa gerzt i raun og veru.I bókinni úir og grúir af mannlýsingum, sögum, myndum og margs konar atburðum. Bókina helgar Stefán íoreldrum sinum. Hann er Hafnfirðingur að ætt og uppruna, lauk kennara- prófi tvitugur og lauk BA-prófi i bókmenntum árið 1943. Næstu 20 árin stundaði hann kennslu i Hafnarfirði, en tók við forstöðu Fræðslumyndasafns rikisins árið 1963, en hefur verið bókafulltrúi rikisins nú i þrjú ár. Stefán hefur stundað ritstörf frá unga aldri og varð fyrstur kunnur fyrir Kára- bækurnar, en hin fyrsta þeirra kom út fyrir 34 árum. Siðan hafa komið út fjórar skáldsögur, tvö smásagnasöfn og ein unglinga- saga. I fyrra kom út ,,Mörg er mannsævin”, sem er fimm ævi- sagnaþættir. „Byggðin i hrauninu” er 167 blaðsiður, gefin út og prentuð hjá Setbergi. „Vötnin ströng” í Borgarfirði „Vötnin ströng” eftir Björn J. Blöndal, heitir ný bók, sem Set- berg hefur sent frá sér. Er þetta niunda bók höfundar og helgar hann hana Séamus Ó. Duilearga prófessor i Dublin. A bókarkápu segir: Borgarfjörður er fagurt hérað og auðugt, en sennilega rik- ast af ám sinum og fljótum, vötn- unum ströngu, sem Björn J. Blöndal lýsir i þessari bók. Björn er fæddur og upp alinn á bökkum þeirra og hefur lifað þar langa ævi. Hann greinir kosti veiðivatn- anna, lýsir fegurð ánna á öllum árstimum, rekur söguna af gæð- um þeirra og minnist félaga sinna og vina, veiðigarpanna, sem kenndu honum, og hann starfaði með löng og björt sumur. Björn J. Blöndal fléttar saman i þessari bók sögum og sögnum úr héraði, ásamt skáldrænni frásögn um kátan vatnanið með ilm úr grasi kringum sig og fjöllin tignu i bak- sýn. I bókinni eru allmargar Ijós- myndir. Hún er 277 blaðsiður að stærð, prentuð hjá Setbergi. Verðlau naskáldsaga eftir Leif Panduro Ileimur Daniels er fyrsta bókin, sem kemur út á islenzku eftir danska höfundinn Leif Panduro, en hann er Islendingum að góðu kunnur fyrir framhaldsþætti sina (Þykir yður góðar ostrur, Smyglararnir) og sjónvarps- leikrit. Fyrir Heim Daniels hlaut Leif Panduro bókmennaverðlaun dönsku akademiunnar, og bóksalar i Danmörku sæmdu hann „gullnu lárviðarlaufunum” og útnefndu hann rithöfund árs- ins. Bókin fjallar um verk- fræðinginn Daniel D. Balck, sem er dæmigerður fyrirmyndar- borgari i upphafi bókarinnar. Hann byggir loftvarnarbyrgi fyrir rikisstjórnina og býr i dýrri ibúð, sem búin er öllum möguleg- um rafknúnum heimilistækjum. En dag einn hittir hann gamlan bekkjarbróður sinn, sem býr ásamt byltingarsinnuðum æsku- lýð i kommúnu við St. Kongensgade. Nokkru siðar lendir hann i útistöðum við lög- regluna fyrir framan ameriska sendiráðið. Og hann hittir Lailu. Skyndilega er hann i útjaðri þjóð- félagsins, þar sem tilveran er bæði erfið og hættuleg. Daniel finnur enga lausn, en hann lifir þrátt fyrir allt. t fyrsta sinn. Danskir gagnrýnendur tóku þessari bók mjög vel og sögðu um hana meðal annars: „Þessi skáldsaga Leif Panduros leynir á sér, hún er alvarleg, heillandi og mjög áhrifamikil.. ..Þetta er frábær bók.” (Jens Kruuse, Jyllands-Posten). „Bókin er skemmtileg...Hún er aðgengileg og skrifuð i léttum tón. En hún er miklu meira. Panduro er ekki bara að hugsa um að skemmta okkur.” (Christian Kampmann, Information.) Þetta er fimmta bókin, sem Iðunn gefur út i bókaflokknum Bláu skáldsögurnar. Þýðandi er Skarphéðinn Pétursson. Erik Christian Ilaggard: LITLU FISKARNIR Sigriður Thorlacius þýddi. Iðunnarútgáfan. Geta striðssögur verið barna- bókmenntir? Sá, sem les þessa einstæðu unglingabók, hlýtur að svara þeirri spurningu játandi — ef höfundurinn kann á annað borð að segja unglingum sögu. Litlu fiskarnir segja frá umkomu- lausum örbirgðarbörnum frá Napóli, saklausum fórnarlömbum vitfirringarinnar og grimmdar- innar, og ferð þeirra um sveitir ttaliu tii Cassinó, þar sem lif þeirra leikurá þræði milli þýzkra og bandarískra návigissveita i lokaátökunum um ttaliu undir lok siðari heimsstyrjaldar. Þótt ytri viðburðarás sögunnar sé þessi, er inntak hennar annað og meira, og það fer ekki mikið fyrir bardaga- lýsingum. Ekki eru heldur notuð stór orð um grimmd örbirgðar- innar, örlög betlarans, en þessu lifi lýst með þvi meira innsæi, sannri hógværð, sem hefur marg- föld áhrif. Rauði þráðurinn i sög- unni er , þrátt fyrir alla mann- lega niðurlægingu, sem þar birtist, sigurför kærleikans, óður til barnsins og lifsvilja þess. Þetta er saga um hreinustu og dýpstu ást, fórnarlund og hetju skap barna i sönnustu og fábrotnustu mynd, en þó æðst mannlegra kennda. Þetta er frábær bók, sem segir alvörugefnum börnum örlaga- mikla sögu með svo hispurs- lausan frásagnarblæ, að þau efast ekki um sanngildi hennar. Hún hrærir ekki ungan hug til gráts i meðaumkun með smælingjum, þrátt fyrir nakif umkomuleysið og skelfilega reynslu, heldur hrifur lesandann til reisnar og hugdjarfrar aðdáunar og trúar á hið góða i barni og manni. Þessi frásögn hlýtur að gripa hvern skyni gæddan ungling afar sterkum tökum, þótt höfundurinn beiti ekki tilþrifagöldrum máls eða stils til þess að klófesta athygli lesenda. Það er ekki einskis verð heimsbót að segja ungum les- endum slíka sögu um sigur barns i heimsböli; sigur, sem ris hærra sigri allra herforingja. Þessi bók hefur að vonum hlotið mikið lof viða um lönd og marg- föld verðlaun, sem hún er vel að komin. Og þótt hún sé kölluð unglingabók er enginn of gamall til þess að lesai hana sér til lifs- trúar og sáluhjálpar. Foreldrar, sem vilja vel skynsömu barni sinu milli tiu ára og tvitugs, geta varla gefið þvi betri leiðbeiningu til jólahugsunar en þessa bók. Sigriður Thorlacius hefur þýtt bókina augsýnilega af vandvirkni og rikum skilningi á efni hennar og frásagnarhætti og náð vel þeim hógværa og sannferðuga stilblæ, sem henni hæfir og ekki má raska . Ég hygg, að það hafi verið töluvert vandaverk. Útgáfan er einkar vönduð og þó látlaus. Þessi bók á skilið aö lesast og lesast vel af ungum sem öldnum, og hún býr yfir áhrifa- mætti, sem enginn kemst undan, eftir að hafa opnað hana á annað borð. —A.K. Frú E.De Pressensé: MAMMA LITLA Jóhannes úr Kötlum og Sigurður Thorlacius þýddu úr frönsku. Ið •unnarútgáfan. Þessi franska barnabók er gamalfræg að ágætum viða um lönd og hefur verið talin i önd- vegisflokki barnabókmennta. Sigurður Thorlacius skólastjóri, sem nam uppeldisfræði i Frakk- landi, mun hafa átt frumkvæði að þvi að koma henni á vit islenzkra barna og feiigið Jóhannes úr Kötlum til þess að snúa henni með sér. Hún kom siðan út i þýðingu þeirra hjá Þorsteini M. Jónssyni á Akureyri i tveim hlutum fyrir nálega fjórum tugum ára og hafði i heimanfylgd meðmæli skólaráðs barnaskólanna, sem var þörf stofnun á sinum tima. Sagan mun ekki hafa náð veru- lega mikilli útbreiðslu þá þegar, en hlaut þvi meiri vinsældir og aðdáun þeirra, sem lásu, og ekki sizt kennara, enda er þetta bæði sönn og sterk saga, i senn ljúf og átakanleg og full af mannlegu samvistarlifi. Mamma litla er hetja, sem gengur ungum bróður sinum i móðurstað, þegar for- eldrar þeirra eru hrifin frá i slysum og dauða. Hun lyftir með aðdáunarverðu þreki þeim byrðum, sem á veikar herðar hennar leggjast,og knýr um leið á betri lifsveg heilt mannfélags- hverfi með kærleiksstyrk sinum og barnslegu hreinlyndi. Þetta er jafnframt saga um skemmtilegt og sérkennilegt fólk, margvislega viðburði með spennandi fram- vindu, skemmtilestur og sigur- saga. Sagan er i senn hollur lestur og skemmtilegur, skirskotun til hug- myndaflugs barna og gildismats þeirra á lifsverðmætum. 011 er sagan sögð með þeim hætti, sem bezt hæfir ungum lesendum, en þó ekki með einföldun skynjunar- háttar. Þýðingin er i sjálfri sér listaverk, málið sviphreint og merkingaskýrt, blæfagurt og kliðmjúkt. Einstök orð og sumar setningar eru að visu ekki fylli- lega mál dagsins lengur, og litill vafi á, að hinir málsnjöllu þýð- endur hefðu sagt eitt og annað á örlitið annan hátt eða notað önnur orð,ef þeir hefðu lifað enn og þýtt bókina i fyrra. En þetta kemur ekki að neinni sök. Hins vegar hefði átt.að gæta þess að færa rit- háttinn vandlega til nútiðar, en á þvi er nokkur brestur. Þetta er óvenjulega skemmti- leg bók, full af kimni og bjartsýni og hversdagslegri lffsgleði i sam- leik við alvöru þungrar lifsbar- áttu, gefin út af vandlátri smekkvisi. —A.K. Ferðin frá lokahindi Lokabindi endurminninga Snorra Sigfússonar, fyrrum skólastjóra og námsstjóra, sem höfundur nefnir Ferðin frá Brckku.er komið út. Greinir þar frá mikilvægustu þáttum ævi- starfs hans: skólastjórn á Akur- eyri og námsstjórn norðan lands og austan, sem nam samtals um aldarfjórðungsstarfi. Endurminningar Snorra eru samtals þrjú bindi, og greinir hvert þeirra frá tiltölulega skýrt afmörkuðum þætti i lifi hans og starfi. t fyrsta bindi segir frá uppvexti hans i Svarfaðardal, námsárum innan lands og utan og fyrstu starfsárunum við Eyja- fjörð. I öðru bindi segir frá 18 ára starfsferli á Vestfjörðum við skólastjórn, þátttöku i atvinnulifi og margvislegum störfum varð- andi félags- og menningarmál. Og nýja bindið — hið þriðja og siðasta — greinir frá aldar- fjórðungsstarfi hans norðan lands og austan við skólastjórn og námsstjórn auk ýmissa annarra starfsþátta þessi árin. I 28 ár samfleytt starfaði Snorri að sildarmati og fullan helming þess tima sem yfirmatsmaður. Geyma endurminningar hans m.a. Brekku — komið út drjúgar heimildir islenzkrar atvinnusögu, einkum að þvi er Vestfirði varðar. Við sögu Snorra kemur margt fólk, svo sem að likum lætur, og hann hefur frá mörgu að segja. Starfsævi hans varð löng og giftu- drjúg, starfsorkan mikil og áhugamálin mörg — Andrés Snorri Sigfússon Kristjánsson ritstjóri, sem ritar formála að lokabindi endurminninganna, segir m.a. á þessa leið: „Þeir, sem þekkja Snorra Sigfússon persónulega, vita, að hann er engum manni likur að fjöri sinu, áhuga og starfsþreki, enda er ævistarfið eftir þvi. Hinir, sem kynnast honum fyrst i þessum bókum, komast að raun um, að þar er óvenjulegur maður á ferð.” 1 bókunum þremur er fjöldi mynda, þar á meðal af mörgum samferðarmönnum höfundarins. — Útgefandi er bókaútgáfan Iðunn. Flugið sigrar I nóvembermánuði komu til landsins 4.026 manns, þar af aðeins 21 með skipum, en aðrir flugleiðis. tslendingar voru flestir, eða 1803, en Bandarikjamenn i öðru sæti, 1178. Bretar komu 217, 134 Danir og 120 Þjóðverjar. Næstir koma Norðmenn, 83 og Sviar, 77, en af öðrum þjóðernum eru miklu færri. 1 ferðamaður heimsótti landið frá hverju þessara landa: Afghanistan, Columbiu, Egyptalandi, Indlandi, N-Kóreu, Malagasý, Malasiu, Máritaniu, Nigeriu, Sierra Leone, Túnis, Uraguay og Thaiti. Auk þess var einn rikisfangslaus.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.