Tíminn - 14.12.1972, Blaðsíða 14

Tíminn - 14.12.1972, Blaðsíða 14
14 TÍMINN Fimmtudagur 14. desember 1972 //// er fimmtudagurinn 14. desember 1972 Heilsugæzla Slökkvilið og sjúkrabifreiðar fyrir Reykjavik og Kópavog. Simi 11100. Sjúkrabifreiö i Hafnarfirði. Simi 51336. Slysavarðstofan i Borgar- spitalanum er opin allan sólarhringinn. Simi 81212. Tannlæknavakt er i Heitsu- verndarstöðinni, þar sem Slysavairðstofan var, og er op-' in laugárdag og sunnudag kl. á=6 e.h. Simi 22411. Lækningastofur eru lokaðar á' laugardögum, nema stofur á Klapparstig 27 frá kl. 9-11 f.h. Simi 11360 og 11680. — Um vitjanabeiðni visast til helgi- ’dagavaktar. Simi 21230. Kvöld/ nætur (fg helgarvakt: Mánudaga- fimmtudaga kl/ . 17.00-08.00. Frá kl. 17,00 föstu- daga liT kl. 08.00 mánúdaga. Simi 21230v Apótck Hafnarfjaröar er opið alla virka daga frá kl. 9-7, á laugardögum kl. 9-2 og á sunnudögum og öðrum helgi- dögum er opið frá kl..2-4. Afgreiðslutimi lyfjabúða i Keykjavik. A laugardögum verða tvær lyfjabúðir opnar frá kl. 9 til 23 og auk þess verður Arbæjar Apótek og Lyfjabúð Breiöholts opin frá kl. 9 til 12. Aðrar lyfjabúðir eru lokaðar á laugardögum. Á sunnudögum (helgid. og alm. frid.) er aðeins ein lyfjabúð opin frá kl. 10 til 23. A virkum dögum frá mánudegi til föstu- dags eru lyfjabúðir opnar frá kl. 9 til 18. Auk þess tvær frá kl. 18 til kl. 23. Kvöld og helgarvör/.lu apóteka i Reykjavik vikuna 9.til 15,des. annast Apótek Austurbæjar og Laugarvegs Apótek. Sú lyfja- búð,sem fyrr er nefnd.annast ein vörzluna á sunnudögum helgið. og alm. fridögum. Ónæmisaðgerðir gegn mænu- sótt, fyrir fullorðna, fara fram i Heilsuverndarstöð Reykja- vikur á mánudögum kl. 17-18. Siglingar Félagslíf Fólag Nýalssinna boðar til kynningarfundar fyrir almenning i Stjörnusam- bandsstöðinni að Álfhólsvegi 121 i Kópavogi, næsta laugar- dag (16. des) og hefst hann kl. 15 stundvislega Flutt verður fyrst erindi um framlifskenningar Helga Péturss, en siðan verður leitað sambanda við vini á öðrum jarðstjörnum. Miðill verður Sigriður Guðmundsdóttir. Þátttaka tilkynnist i sima 40765 i kvöld og annað kvöld kl. 19-21 og á laugardag kl. 10- 12. Félag Nýalssinna Tilkynning Skipadeild SiS. Arnarfell er i Hull, fer þaðan til Reykjavikur. Jökulfell er væntanlegt til Reykjavikur á morgun. Helgafell fór 10. des. frá Siglufirði til Ventspils Gdynia, Svendborgar, Osló og Larvikur. Mælifell er á Blönduósi. Skaftafell er væntanlegt til New Bedford i dag. Hvassafell fór i gær frá Sauðárkróki til Keflavikur og Reykjavikur. Stapafell losar á Vestfjarðarhöfnum. Litlafell er væntanlegt til Hvalfjarðar á morgun. Skipaútgerð rlkisins. Esja fer frá Paterksfirði kl. 17.30 i dag á norðurleið. Hekla fer frá Reykjavik i kvöld austur um land i hringferð. Herjólfur fer frá Vestmannaeyjum kl. 21.00 i kvöld til Reykjavikur. Baldur fer til Snæfellsness- og Breiðarfjarðarhafna á mánu- dag. AAinningarkort Minningarkort Styrktarfélags vangefinna fást á eftirtöldum stöðum: Arbæjarblóminu Rofabæ 7, R. Minningahúð- inni, Laugavegi 56, R. Bóka- búð Æskunnar, Kirkjuhvoli Hlin, Skólavörðustig 18, R. Bókaverzlun Snæbjarnar, Hafnarstræti 4, R. Bök'ábúð Braga Brynjólfssonar, Hafn- arstræti 22, R. og á skrifstofu félagsins Laugavegi 11, i sima 15941. Vetrarhjálpin i Hafnarfirði. Skátar ganga i hús i kvöld og næstu kvöld til söfnunar fyrir vetrarhjálpina. Fólk er vin- samlega beðið, sem fyrr, að taka þeim af vinsemd og skilningi. Óskað er, að sem flestir geti látið eitthvað af hendi rakna til stuðnings þeim, sem á hjálp þurfa að halda. Frá Mæðrastyrksnefnd. Munið jólasöfnun Mæðrastyrksnefndar að Njálsgötu 3. Simi: 14349. Munið bágstadda einstaklinga fyrir jólin. Mæðrastyrksnefnd. Frá Thorvaldsenfélaginu. Jólamerki Thorvaldsens- félagsins eru komin út, og verða til sölu á öllum Pósthús- um.einnig hjá félaginu. Frið- rikka Geirsdóttir teiknaði merkin. Verð 4 kr. Blöð og tímarit Æskan II. tbl. 1972. Helzta efni: Niður með Bakk- us. Islenzkar þjóðsögur. Bræðurnir þrir og gamli maðurinn. Framhaldssaga, Glæstir draumar. Ævintýraferð 1972 i Lego- landi og Ljónagarði. Tarz- an. Tal og tónar,þáttur I um- sjá Ingibjargar Þorbergs. Hvað viltu verða? Hjálp i viðlögum. Gulleyjan. Fingramál fyrir dauf- dumba. Skátaopnan, um- . sjón Hrefna Tynes. Flug. Heimilsbók Æskunnar i umsjá Þórunnar Pálsdótt- ur, eru þar meðal annars uppskriftir af laufabrauði og fl. Búnaðarblaðið2. tbl. er komið úr. Helzta efni. Ritstjórnar- rabb: Hlekkurinn sem vantar. Kjötframleiðsla af naut- gripum. Afurðaaukning og fóðurkostnaður Um hlöðu- byggingar. Hávaði af völdum dráttarvéla. „Einskonar frið- land fyrir íslendinga” Um Inn-Djúpsáætlun. Bréfa- kassinn. Sitt litið af hverju. Sauðfjárbúskapur á Norður- löndum. Ýmislegt. Ilagmál,timarit um hagfræði- leg málefni. Efnisyfirlit. Efnahagsstefna McGoverns: Þráinn Eggertsson, hagfræð- ingur. Sparnaður og ráðstöfun hans: Björn Mattiasson, hag- fræðingur. Atvinnulýðræði: Guðjón B. Steinþórsson, cand. oecon. Iðnriki fslendinga: Björn S. Stefánsson, deildar- stjóri. Nóbelsverðlaunahafi i hagfræði 1972: Próf. Simon Kuznets: Prófessor Guð- mundur Magnússon. Mágusarþáttur. Nefndir innan F.V.F.N. Ráðstefna um islenzkan sjávarútveg: Daniel Þórarinsson, stud, oecon. Viðskiptafræðingatal o. fl. „Hik er sama og tap” við bridgeborðið sem á flestum öðr- um sviðum mannlifsins. Suður spilar 4 Sp. eftir að Austur hafði sagt eitt Hj. Vestur spilaði út Hj- 9. Austur tók á K og As og spilaði 3ja hjartanu. 4 DG62 ¥ 105 ♦ A852 4> K62 ♦ K7 ♦ 983 V 96 ¥ ÁKG873 ♦ D10743 ♦ G6 4, D1073 * 85 ♦ A1054 ¥ D42 4 K9 4, AG94 Þegar S lét Hj-D hikaði Vestur aðeins, en trompaði svo með Sp-7. Hann var i vanda staddur. Ef hann trompar með Sp-K er tap- slag i L kastað úr blindum, ef V lætur T er L einnig kastað frá blindum og með nákvæmri spila- mennsku vinnur S sögnina. Bezta vörnin er þvi að trompa með Sp-7 og V komst að þeirri niðurstöðu — en hafði hikað, og það nægði S til að ,,þefa” trompleguna. Yfir- trompað var i blindum með Sp-G — siðan tromp á ásinn og K Vest- urs féll i. En varð spilarinn þó að varast, að A yfirtrompaði. Vit- andi að V átti i erfiðleikum tók S tvisvar tromp. V kastaði T og L. Þá kom T-K, T-As og T trompað- ur. L á K og T spilað og L gefið i heima. V átti slaginn, en varð að spila L upp i As—G Suðurs. 1F!! iiipii ii. III : 1 Á stúdentaskákmótinu i Graz i sumarkom þessi staða upp i skák Guðmundar Sigurjónssonar og Castro, Kolombiu, sem hefur svart og á leik. 15.----exd4 16. Rxd4 — d5 17. e5 — Re4 18. f3 — Dxe5! 19. fxe4 — Bc5 20. Be3 — Rc4 21. Rf3 — Rxe3 22. Rxe3 — Df4 23. Rd4? — dxe4 24. Rf5? — Dxf5 og hvitur gafst upp. Hminner peningar Auglýsi«f | iHmanum I— ít' : « f Jólabingó J Hið áriega stórbingó Framsóknarfélags Reykjavikur verður að Hótel Sögu sunnudaginn 17. desember og hefst klukkan 20.30. Húsið opnað klukkan 20.00. Fjöldi glæsi- legra vinninga að venju. Þar á meðal isskápur, ferð til útlanda, allskonar fatnaður, matvæii, ávextir, úr, plötu- spilari, útvörp, straujárn, teppi, bækur og margt fleira. Baldur Hóimgeirsson stjórnar. Miðar verða afhentir i dag og næstu daga i afgreiðslu Timans Bankastræti 7, simi 12323 og á skrifstofu Fram- sóknarflokksins Hringbraut 30, simi 24480. Stjórnin. + , Helgason hf. STEINIÐJA Einholtl 4 Slmar 26677 og 142S4 Utför Gunnlaugs Scheving listmáiara sem andaðist 9. þ.m. fer fram frá Dómkirkjunni laugar- daginn 16. þ.m. kl. 10.30 Fyrir hönd frændfólks hans Vilhjálmur Þ. Gislason. Móðir okkar Steinunn Bergsdóttir frá Prestbakkakoti lézt 5.sl. á Vifilsstöðum. Otförin verður gerð frá Fossvogs- kirkju, föstudaginn 15. desember kl. 13.30.Blóm vinsam- legast afþökkuð, en bent er á lfknarstofnanir. Þorbergur Jónsson Bergsteinn Jónsson. Útför eiginmanns mins, föður okkar og tengdaföður Sigmundar Kr. Ágústssonar, kaupmanns, Grcttisgötu 30, sem andaðist 9. desember, fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 15. desember kl. 10,30 f.h. Þeim sem vildu minnast hans, er bent á liknarstofnanir. Þeim sem vildu minnast hans, er bent á lfknarstofnnair Magnea Bjarnadóttir, synir og tengdadætur Péturs Sigurðar Þorkelssonar bónda i Litla-Botni i Hvalfirði fer fram frá Hallgrlmskirkju I Saurbæ laugardaginn 16. desember kl. 2. Börn liins látna. Eiginmaður minn og faðir okkar Gisli Hannesson Auðshoiti verður jarðsunginn frá Hveragerðiskirkju laugardaginn 16. desember kl. 1 e.h. Jarðsett verður að Úlfljótsvatni. Blóm vinsamlega afþökkuð. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á liknarstofnanir. Bilferð verður frá Umferðarmiðstöðinni kl. 11,30. Guðbjörg Runólfsdóttir og börnin. Hjartans þakkir færi ég vinum og vandamönnum fyrir samúð og vinarhug við andlát og jarðarför mannsins mins Jóns II. Jóhannessonar Syðri-Kárastöðum, fyrrverandi oddvita. ólafía Sveinsdóttir. Innilegar þakkir til allra.sem heiðruðu minningu hjónanna frá Tindi Sigriðar Gisladóttur og Eggerts Einarssonar hjúkruðu þeim, heimsóttu og hlynntu að þeim siðustu árin. Vandamenn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.