Tíminn - 14.12.1972, Blaðsíða 24

Tíminn - 14.12.1972, Blaðsíða 24
Fólkvangur Neskaupstað- ar friðlýstur Mjóifjöréur Hofnartangi K Y í ojv. \ Ff > I N 01 . hí I Lokafindui; / i l x V'Vv‘Nw—. % \ Nátturuverndarráö hefur tilkynnt friölýsingu fólkvangs Neskaupstaöar og mennta- málaráðuneytiö staðfest þá ákvörðun. Friðlýsing þessi er gerð að tillögu náttúru- verndarnefndar Neskaup- staöar og með samþykki bæjarstjórnar þar, og hefur enginn andmælt þeim mörkum fólkvangsins, sem auglýst voru siðast liðið vor. Takmörk fólkvangsins hafa veriö ákveðin frá Stóralæk og i eggjar upp og þaðan eftir mörkum kaupstaöarlandsins út i Nipukoll og niður i sjó á Niputa, sem ööru nafni heitir Flesjartangi. Hið neðra tak- markast fólkvangurinn af sjó, og nær friölýsingin til grynn- inga með ströndum fram. Fólkvangurinn er einungis ætlaður gangandi fólki, en þar er frjáls öll umferö. Ber að varast að skerða þar gróður eða valda truflun á dýralifi og óheimilt að raska þar berg- myndunum. Vélknúin ökutæki má alls ekki nota þar og öll meðferð skotvopna er þar stranglega bönnuð, bæði á svæðinu sjálfu og meðfram ströndum þess, nema hvað náttúruverndarnefnd Nes- kaupstaöar getur veitt heimild til þe#S aö eyöa þar meindýrum. Ekki er heldur leyfileg mannvirkjagerð eða taka jarðefna á fólkvanginum, og skal eftir föngum bætt úr þeim spjöllum, er þar hafa þegar verið unnin. Gönguleiðir má þó lagfæra og gera aðrar slikar ráðstafanir. •662 ‘j X iHeýjríangi ;<ý j. ! i i i i } / V / ■ j, . / NJps / istapi / / . Jrmsstodatíndur Nípukollur^'’” £ h. , i \\ <5- & **> \ 5» V ,-oV / V.( )X \ VS\L®- ) If . ,A\!)' '■[ Lff? i'^fJ i :j/ vh.i ! (-) jfjr/ '. sfeip;.... \ K l ! VjV l v. / ! . 1 ; 'i /r'(? S. , ; Krossfjara . \ V j ^Y\1\ i ' V 'NC^::í^eskaupSur ^Neseyri k\\ æ ■ ■ r ...Yál.................................. i i / \j W V \ /v 1A 1 \ £.! % iZ-W /. föskahellir ipusker \ 'v'o Noráfjöróur Uppdráttur, sem sýnir fólkvanginn nýja og hin næstu byggðarlög Hellisfjardarnes : S V Fölsku dollararnir aðeins á Islandi Dómsmálaráðuneytinu hefur borizt skeyti frá aöalstöðvum Interpol i Paris, þess efnis, að fölsku 50 dollaraseðlarnir, sem prakkað var upp á nokkur fyrir- tæki hér á landi, séu nýir af nál- inni, og að úr prentverki þvi, sem þeir voru prentaðir i hafi ekki komið fleiri seðlar i dagsljósið. 1 fyrstu var haldið,að seðlarnir væru sömu tegundar og falsaðir 50 dollara seðlar, sem komið hafa fram i nokkrum löndum undap- farið, aðalega i Marokkó. En við rannsókn kom i ljós, að svo var ekki. Virðist þvi aö hér sé- um nýja fölsun að ræða, og að byrjað hafi veriö að dreifa dollrunum hér á landi, en árvökul skrifstofu- stúlka hjá Loftleiðum setti strik i reikninginn og peningafalsar- arnir hafa sig hæga, i bili að minnsta kosti. Ails tókst að selja 1250 dollara af fölsku seðlunum hér: Sem kunnugt er voru það flug- menn, sem dreiföu peningunum hér. Héðan flugu þeir til Græn lands og siöan til Kanada og Bandarikjanna. Þar var tekiö á móti þeim og leit gerö i flugvél- unum, en engir falskir peningar fundust, sem ekki var von. Frá Reykjavik var flogið til Nassarssuaq. Þar er engin lögregla og var þvi ekki beðið um, að mennirnir yrðu handteknir þar, þótt þeir væru uppvisir að þvi að selja falska peninga hér á landi. En rétt þótti að láta vita, að flugmennirnir væru meö falska peninga i fórum sinum, svo að grænlenzkir yrðu ekki prettaðir eins og Islendingar. Yfirmaður loftferðaeftirlitsins i Nassarssuaq er nokkurs konar umboðsmaður lögreglunnar. Hann er gamall kunningi Lam- bertons, sem er einn af flugmönn- unum, en hann hefur oft komið við á Islandi og Grænlandi á undanförnum árum, er hann var að ferja flugvélar yfir hafið. Kunningi hans á Grænlandi trúöi ekki , að vinur sinn væri viðriðinn dreifinguá fölskum peningum, og trúði Lamberton fyrir, að félagar hans væru grunaöir um sölu og fölskum dollurum. Lamberton varð alveg hissa og lofaði vini sinum aö hafa augun hjá sér. Þegar flugvélarnar svo komu til Kanada og leitin var gerð, fundust náttúrlega engir falskir dollarar. 1 þessu fölsunarmáli eru þvi engin gögn nema þau, sem geymd eru hér á landi Yfirvöld i Banda- rikjunum báðu um þýddar skýrslur um öll atriði málsins, og sat löggiltur dómtúlkur sveittur við að þýða skýrslurnar á fimmtudag og föstudag i siðustu viku, og voru skýrslurnar sendar vestur á föstudagskvöld. Er þess að vænta, að meira fréttist af málinu næstu daga. OÓ Skarðsstrendingar og fleiri fá sjónvarp MA—Tjaldanesi Sumarið 1969 voru reistar hér i grenndinni tvær sjón- varpsendurvarpsstöðvar, önnur á Sauöhóli i Saurbæ, en hin i Króksfjarðarnesi. Með tilkomu þessara stöðva sást sjónvarp á öllum bæjum utan fjórum i Saurbæ, en á engum á Skarðsströnd. Arið 1971 var svo byggður 46 m hár sjónvarpsturn á Reyk- hólum, en hann var þá ekki strax tekinn i notkun vegna þess að óttazt var, að við flutning stöðvanna myndu Saurbæingar tapa geislanum. I gær var svo stöðin flutt til Reykhóla frá Króksfjarðarn., en Sauðhólsstöðin stendur eftir sem áður. Við þetta fékk öll Skarðsströndin móttöku- skilyrði fyrir sjónvarp og þrir bæri af þeim fjórum i Saurbæ, sem ekki höfðu þau áöur. Það geta þvi fleiri en áður stytt sér stundir um jólin og i framtið- inni við að horfa á sjónvarp. Kimmtudagur 14. desember 1972 Skólabörnum daglega ekið 60 km. Barnaskólanum á Borðeyri var s.l. haust breytt úr heimavistar- skóla i heimakstursskóla. Er þá börnunum úr nærliggjandi byggðum ekið til skólans að morgni og heim aftur að kennslu- degi loknum. Eru tveir bilar notaöir til flutninganna. Fer annar norður i Bæjarhrepp en hinn nær i börnin sunnan að. Þau börn, er lengst þarf að flytja búa i Skálholtsvik, sem er 30 km fyrir norðan Borðeyri. Fara þvi þau börn 60 km leið á hverjum skóladegi og þætti það löng skóla- ganga i þéttbýli. Billinn sem sækir börnin i hina áttina fer lengst um 10 km. frá Borðeyri. Flutningarnir með skólabörnin hafa gengið vel i vetur, þótt einn og einn skóladagur hafi fallið úr vegna ófærðar. En slikt setja menn ekki fyrir sig i Stranda- sýslu. I barnaskólanum á Borðeyri eru tvær deildir, eldri og yngri. Yngri deildinni er kennt annan daginn, hinni eldri hinn. Kunnugir segja, að það fyrir- komulag, að aka börnunum heim á hverjum degi sé mun betra fyrir þau heldur en að vera i heima- vist. Með þessu fyrirkomulagi eru börnin ávallt i tengslum við heimili sin, og kennarinn þarf ekki að hafa áhyggjur af þeim allan sólarhringinn. Barnaskóiinn á Boröeyri er i gömlu timburhúsi,sem er orðið of litið og úrelt. Er hugur i mönnum, að byggja nýtt skólahús og verður byrjað á þeirri framkvæmd i vor, ef fjárveiting fæst. OÓ Annir hjá flugfélögunum: Tvær vöruferðir á dag hjá Flugfélag- inu - Loftleiðir taka þotu á leigu ÞÓ—Reykjavik Mikiö annriki er nú hjá islenzku flugfélögunum, og segja má, aö livcr flugvél hvort sem hún er i innanlandsflugi eða þá utan- landsflugi, sé fullskipuð t.d. hafa bæði Flugfélagið og Loftleiðir orðið. aö auka sætafjöldann i þotunum til að anna eftirspurn, en i haust var sætum fækkað i þotunum og rýmið, sem fékkst við það, var notað sem vörurými, en vöruflutningar hafa einnig aukizt mjög mikið. Þá hafa Loftleiðir orðið að taka þotu á leigu. Tvær vöruferðir á dag Sveinn Sæmundsson, blaða- fulitrúi Flugfélags Islands sagði, að mikilar annir væru hjá Flug- félaginu, og á mánudaginn hefði t.d verið flogið um allt land, og á þriðjudag var fært til allra staða nema tsafjarðar og Norðfjarðar. Framhald á bls. 23 Ætluðu frá Akureyri til Raufarhafnar en neyddust til þess að fara til Reykjavíkur Fyrir aldamótin bar það stundum við, að menn, scm ætluöu úr Reykjavik austur á firði, urðu fyrst að bregða sér til Færeyja cða Kaupmanna- hafnar til þess að ná þangaö i skipsferð. Og enn getur svipað borið við — að minnsta kosti gctur svo farið, að fólk verði að leggja æðilanga lykkju á leið sina. Sú saga, sem fer hér á eftir, getur verið dæmi um það. — Hafnsögumaðurinn okkar hérna á Raufarhöfn, Björn Hólmsteinsson, brá sér til Akureyrar ásamt konu sinni til þess að sækja, jeppa,sagði fréttaritari Timans, Hreinn Helgason, i simtali i gær. Svo hittist á, að Selfoss var á Akureyri á leið austur um og átti að koma við á Raufarhöfn til þess að taka fisk. Snjór var mikill i vesturhluta Suður-- Þingeyjarsýslu, og varð það úr, að þau hjónin tóku sér far með Selfossi og ætluðu að hafa jeppann heim með sér sjó- leiðis. Þetta var upp úr næst- siðustu helgi, og þegar til Raufarhafnar kom, var hið versta veður, og varð skipið að snúa frá og halda ferðinni áfram suður á firði. Ekki kom til mála, að þau Björn færu af skipinu i Austfjarðahöfnum, þvi að allar landleiðir norður um eru lokaðar og skipaferðir strjálar, svo að ekki sé fastar að orði kveðið. Var Birni nauðugur einn kostur að halda áfram með skipinu með jeppann til Reykjavikur, þar sem hann biður enn færis að komast landleið norður, en kona hans fór i land i Vest- mannaeyjum og fór þaðan flugleiðis til Reykjavikur og siðan norður. Af þessu má ráða, að það getur bæði verið timafrekt og kostnaðarsamt að komast með jeppa frá Akureyri austur á Melrakkasléttu, þegar illa hittist á. — JH Minjasafn um ísl. landnám í Gimli íslenzku menningarsamtökin, sem svo eru nefnd, i Gimli, eru nú að stofnsetja minjasafn um islenzkt landnám vestur þar. Verður safnið til húsa i endur- bættum gömlum fiskhúsum við höfnina i Gimli við VVinnipegvatn. Fyrirtækið, sem átti húsin, hefur gefið þau undir safnið og samtök, sem annast umbætur og fegrun strandarinnar, munu veita 20 þúsund dollara til endurbóta á húsunum. Þegar hefur verið ráðinn arkitekt til verksins og gert er ráð fyrir, að hægt verði að opna safnið næsta sumar. Skjalavörður samtakanna hefur ferðast mikið um Banda- rikin og Kanada og rætt við marga, sem sýnt hafa áhuga á að gefa safninu minjagripi frá land- námstið Islendinga. Þá var ákveðið á fundi samtak- anna fyrir skömmu að koma á fót nefnd, er annast skyldi landslags- fegrun og umbætur á gamla islenzka grafreitnum i Gimli. Skal nefndin starfa i samráði við bæjarstjórnina, þar sem grafreit- urinn er eign bæjarins. Það var ekki verzlunarstjórinn í fríhöfninni 1 frétt blaðsins i gær um ólög- lega áfengissölu i frihöfninni á Keflavikurflugvelli, urðu blaðinu á leið mistök. Sagt var, að verzlunarstjóri i frihöfninni hefði viðurkennt að hafa selt áfengi ólöglega. Hér var ekki um verzlunar- stjórann að ræða, heldur annan starfsmann frihafnar- innar. Er verzlunarstjórinn, Ólafur Á. Jónsson, beðinn afsökunar á þessum leiðu mistökum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.