Fréttablaðið - 18.07.2004, Blaðsíða 7

Fréttablaðið - 18.07.2004, Blaðsíða 7
7ÞRIÐJUDAGUR 15. júní 2004 Skógareldar: Þúsundir húsa í hættu BANDARÍKIN, AP Fjórtán hús hafa eyðilagst í skógareldum við Car- son, höfuðborg Nevada-fylkis í Bandaríkjunum. Meira en þúsund hús eru talin vera í hættu. Allt tiltækt slökkvilið, 1.100 slökkviliðsmenn, þrettán þyrlur og sex flugvélar, hafa barist við skóg- areldana síðan á miðvikudaginn en orðið lítið ágengt. Yfirvöld hafa sagt íbúum þeirra húsa sem standa næst hættusvæðinu að vera tilbúin að rýma húsin ef slökkvilið ná ekki að hafa hemil á eldinum. Skógareldar geysa einnig í Kali- forníu og hafa tvö unglingafangelsi fyrir utan Los Angeles verið rýmd og fólk í úthverfum borgarinnar hefur þurft að rýma hús sín. ■ ELDUR Í ÞJÓÐGARÐI Skógareldar geysa nú í Angeles þjóðgarð- inum í Kaliforníu. Samtök verslunar og þjónustu: Smásölu- verslun jókst í júní VERSLUN Smásala á áfengi á föstu verðlagi var 5,7 prósentum meiri í júnímánuði miðað við sama tíma í fyrra. Þetta kemur fram í upplýs- ingum frá Samtökum verslunar og þjónustu. Þar kemur meðal annars fram að smásöluverslun almennt hafi verið meiri í ár en fyrra. Aukning á sölu dagvara á föstu verðlagi í smá- sölu var fjórum prósentum meiri en í júní á síðasta ári og sala lyfja- verslana jókst um 9,4 prósent milli ára. Verðbreytingar voru óveruleg- ar milli ára. ■ SOPIÐ Á ÖLDNU KAMPAVÍNI Hálfri öld eftir að rússneskt flutningaskip fórst í óveðri á Ermarsundi tóku nokkrir kafarar til við að drekka kampavín sem var hluti af farmi þess. Um 20.000 flöskur voru í skipinu þeg- ar það fórst og hefur nokkrum verið bjargað í land. Vínið var hætt að freyða en kafararnir sögðu það þó ágætt. RIDDARAR BERJAST Um 1.500 riddarar, í klæðum og með vopn í stíl þess sem þekktist á 15. öld, börðust á sléttum Póllands í gær. Þar var minnst orustunnar um Grunwald í Austur-Prússlandi árið 1410. Þýskir riddarar sem numið höfðu land í austurátt töp- uðu orustunni og í kjölfarið hnignaði veldi þeirra mjög. ■ ■ EVRÓPA ■ EVRÓPA BRUSSEL-AP Fyrstu fjárlög Evrópu- sambandsins eftir stækkun þess til austurs eru byrjuð að taka á sig mynd. Ráðherrar aðildarríkja og fulltrúar framkvæmdastjórnarinn- ar og þingsins komust að samkomu- lagi um útlínur fjárlaganna sem geta þó tekið breytingum áður en fjárlögin verða samþykkt síðar á árinu. Gert er ráð fyrir að útgjöld Evr- ópusambandsins á næsta ári verði 5,4 prósentum hærri en í ár, næsta ár verður fyrsta heila starfsár þess eftir að tíu ný ríki urðu aðilar að sambandinu fyrir tæpum þremur mánuðum. Störfum hjá fram- kvæmdastjórn Evrópusambands- ins mun fjölga um 680 en þar starfa nú um 24.000 manns. Samþykkt var að verja tæpum 23.000 milljörðum í styrki til Kýp- ur-Tyrkja. Það er í samræmi við lof- orð sem þeim voru veitt eftir að Kýpur-Grikkir felldu tillögu um sameiningu eyjarinnar sem hefur skipst í tvennt síðan Tyrkir gerðu innrás upp úr 1970. Tæpum 18.000 milljörðum verður varið í hjálpar- starf í Írak. ■ Fyrstu fjárlög ESB eftir stækkun taka á sig mynd: Kýpur-Tyrkir fá meiri styrki en Írakar FJÁRLÖGIN KYNNT Atzo Nicolai, Evrópumálaráðherra Hollands, kynnti fjárlögin sem eru lægri en fram- kvæmdastjórn ESB vildi. 06-07 17.7.2004 21:44 Page 3

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.