Tíminn - 15.12.1972, Blaðsíða 20

Tíminn - 15.12.1972, Blaðsíða 20
TÍMINN Föstudagur 15. desember 1972 ISLANDSMEISTAR- ARNIR ÚR LEIK? Hér á myndinni sést Ilörður Kristinsson stöðva Björgvin Björgvinsson á siðustu stundu — vitakast var dæmt. Hörður átti snilldarleik gegn Fram, þessi gamli landsliðsmaður lék sinn bezta leik á keppnis- timabilinu og hann sendi knöttinn sjö sinnum i netið hjá Fram. Flest skot hans sungu við stengurnar, illverjandi fyrir hvaða markvörð sem er. — Ármann setti strik í reikninginn og sigraði 23:20 — Hörður Kristinsson átti frábæran leik og skoraði sjö góð mörk Ármann setti svo sannarlega strik i reikninginn i 1. deild íslandsmótsins i handknattleik, þegar liðið sigraði íslandsmeistarana Fram 23:20 i spennandi leik á miðvikudagskvöldið. Stærstan þátt i þessum fyrsta sigri^Ármanns i mótinu átti tvimælalaust gamla kempan Hörður Kristinsson, en hann átti frábæran leik — hvert þrumuskotið frá honum eftir annað hafnaði i F"ram-markinu. Hörður skoraði sjö mörk i leiknum — fjögur af mörkum hans voru skoruð úr friköstum. Fram leiddi leikinn með tveimur til þremur inörkum, en undir lokin tókst Ármanni að jafna og komast yfir — þegar sigurinn var kominn i örugga höfn, urðu fagnaðarlæti Ármanns geysileg, enda ekki nema von, liðið, sem allir hafa spáð falli i ár, lagði sjálfa íslandsmeistar- ana að velli — sanngjarn sigur og verðskuldaður. Armannsliðið lék mjög vel i leiknum, sérstaklega i siðari hálf- leik, en þá léku leikmenn liðsins mjög góðan varnarleik — lang- skyttur Fram fundu aldrei glufu i sterkri vörn Ármanns, sem var mjög hreyfanleg og leikmenn liðsins létu i sér heyra. Þegar Ármenningar fundu, að leikmenn Fram voru farnir að gefa sig, tvi- efldust þeir.og þorstinn i stig rak þá áfram. Enda árangurinn eftir þvi — verðskuldaður sigur. Armannsliðið komst yfirfi byrj- \ Allt í jólamatin Nýtt grænmeti — hvítkál, rauðkál, rauðrófur, gulrófur, gulrætur, laukur. Nýir ávextir daglega. Opið í kvöld til kl. 10 — Sendum um allan bæ. BORGARKJÖR Grensásvegi 26 — Simi 3-89-80. Jólarjúpur — Kjúklingar — Folaldakjöt — Nautakjöt — Ungkálfakjöt. * Svínakjöt — þ.e. hamborgarhryggir, hamborg- arrúllur, kótilettur og bógsteikur. OKKAR VIÐURKENNDA un 4:2, en á 10. min. jafnar Fram 4:4.,og um miðjan fyrri hálfleik hefur Fram forustuna 7:5. Ármann minnkar muninn i eitt mark, sá munur helzt út fyrri hálfleik þar til rétt fyrir leikshlé, að Sigurbergur Sigsteinsson skor- aði mark með gegnumbroti og staðan var 14:12 fyrir Fram. Guð- mundur Sigurbjörnsson skorar fyrsta mark siðari hálfleiksins og lagar stöðuna i 14:13. Framarar svara með'þremur mörkum —■ Ingólfur Óskarsson, öll úr vitum, og staðan er 17:13. Á þessum tima leit út fyrir góðan sigur Fram — Armenningar voru ekki á þeim buxunum að fara að gefast upp* Vilberg skorar tvisvar úr vita- köstum og Hörður sendir knöttinn i netið úr frikasti, staðan er þá 17:16. Ingólfur skorar 18:16, enn einu sinni úr vitakasti. Vilberg skorar fyrir Ármann, en á 18. min. svarar Axel Axelsson með langskoti — var þetta fyrsta mark Fram i siðari hálfleik, sem ekki var skorað úr vitakasti. Björn Jó- hannesson lagar stöðuna i 19:18, og þannig var staðan.þegar dóm- ararnir, Kristófer Magnússon og Ingvar Viktorsson, dæmdu mark af Fram — Ingólfur skoraði úr vitakasti, en dómararnir dæmdu markið af, sögðu,að Ingólfur hefði stigið á linu? Armenningar fá knöttinn og Vilberg jafnar 19:19 eftir hraðupphlaup. Armanns-liðið tviefldist við jöfnunarmarkið og allt gengur á afturfótunum hjá Fram, leik- menn liðsins finna enga glufu i' sterkri vörn Armanns. Hörður kemur Ármanni yfir 20:19 með Skemmtikvöld í golfskálanum annað kvöld Annað kvöld (laugardaginn 16. desember) halda félagar i Golfklúbb Reykjavikur skemmtikvöld i golfskáianum i Grafarholti og hefst það kl. 21.00. Á dagskrá verður m.a. golf- kvikmynd, söngur, dans og annað fjör. Félagsmcnn eru hvattir til að mæta og taka gesti með.en öllum verður lieimill aðgangur. góðu marki eftir frikast og Björn bætir tveimur við og staðan er orðin 22:19, þegar Sigurbergur skorar 22:20 með gegnumbroti. Siðasta mark leiksins skorar Vil- berg úr vitakasti. Ármanns-liðið lék sinn bezta leik i mótinu til þessa, þar munaði mest um það, að Hörður Kristins- son lék nú sinn bezta leik á keppnistimabilinu. Hann skoraði sjö mörkimeð langskotum, flest óverjandi upp undir þverslá, eða út við stengurnar, þá átti hann einnig hörkuskot, sem smullu i stöngunum. Hörður var svo sann- arlega i sinu gamla landsliðs- formi. Vilberg Sigtryggsson átti einnig góðan leik, sömuleiðis Björnog Guðmundur, sem var all friskur i siðari hálfleik, er hann stjórnaði vörn liðsins. Þá var einn leikmaður, sem bar litið á — en þessi leikmaður stendur alltaf fyrir sinujmatar hann linuna og er m jög hreyfanlegur i spilinu. Þessi leikmaður er Olfert Náby, sem átti hvað eftir annað góðar linu- sendingar i leiknum og hann er mjög vakandi fyrir frium mönn- um. Fram-liðið lék ekki vel i leikn- um, vörn liðsins var mjög léleg og sóknarleikurinn einhæfur — liðið skoraði ekki nema sex mörk i sið- ari hálfleik, fjögur úr vitaköstum (3, 5, 6 og 11 min.), eitt með lang- skoti (18. min.) og eitt með gegn- umbroti (29. min.). Markvarzlan var litil sem engin, enda vörnin mjög léleg. Það er ekki nema von — það eru nokkrir leikmenn i lið- inu, sem ekki kunna að spila vörn rétt. Þegar þessir leikmenn eru inná, þá þurfa aðrir leikmenn að leika sinar stöður i vörninni og hafa einnig gætur á stöðum þeirra. Stöðurnar i handknatt- leiksvörn eru orðnar svo erfiðar, að leikmenn eiga að hafa nóg með að leika sinar stöður i vörninni — ekki einnig að þurfa að hafa gæt- ur á öðrum stöðum og vakandi augu með varnarleikmönnum, til að reyna að hlaupa i skarðið, þegar þeir gera vitleysur. Eftir leikinn gegn Ármanni má fara að afskrifa Fram i baráttunni um Is- landsmeistaratitilinn; lið. sem hefur tapað fjórum stigum strax i byrjun mótsins, á enga eða litla möguleika. Kristófer Magnússon og Ingvar Viktorsson dæmdu leikinn og sluppu þeir sæmilega frá honum — þeir gerðu vitleysur eins og svo oft vill koma fyrir dómara og aðra. SOS Mörk Fram og Ármanns Mörkin i leik Fram og Ármanns skoruðu eftirtaldir leikmenn: FRAM: Ingólfur Óskarsson 8 (6 viti), Axel Axelsson 3, Sig- urbergur Sigsteinsson 3, Sveinn Sveinsson 3, Andrés Bridde, Pétur Jóhannsson og Björgvin Björgvinsson, eitt hver. ARM ANN: Hörður Kristins- son 7, Vilberg Sigtryggsson 7 (4 viti), Guðmundur Sigur- björnsson 3, Björn Jóhannes- son 3, Jón Ástvaldsson 2 og 01- fert N&by eitt. Einkennileg vinnubrögð ,,Ég sagði ekki orð við dómarana”, sagði Páll Jóns- son liðsstjóri Fram, þegar honum var sýnd leikskýrsla liðsins eftir leikinn. Þar stóð skýrum stöfum athugasemd frá dómurum leiksins, þeim Kristófer Magnússyni og Ingvari Viktorssyni, þessi orð: PALL JÓNSSON OG AXEL AXELSSON BARU ÞAÐ UPPA DÓMARA LEIKSINS, AÐ ÞEIR HEFÐU VERIÐ HLUTDRÆGIR. Páll var mjög undrandi á þessu og honum fannst þetta einkenni- leg vinnubrögð, eins og flestum, sem þetta lásu. Á morgun Hér á siðunni á morgun verður birt staðan I 1. deild, markhæstu merin og ýmislegt rabb um tsiandsmótið i hand- knattleik í máli og myndum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.