Tíminn - 15.12.1972, Síða 21

Tíminn - 15.12.1972, Síða 21
r Föstudagur 15. desembcr 1972 TÍMINN Umsjón:Alfreð Þorsteinssoig Lélegur hand- knattleikur allsráðandi Ounnar Kjartansson, þjálfari Ármanns, sést hér fagna sigrinum yfir Fram, ásamt leikmönnum sinum. Fvrstu stig Ármanns i islandsmótinu voru staðreynd. (Timamynd Róbert). — 55 mörk voru skoruð í leik KR og Víkings, sem Víkingur vann 32:23 — l>aft var ekki rishár handknatt- leikur.sem KR og Vikingur léku á miftvikudagskvöldið; kæruleysið var alls ráðandi.og gefa úrslit leiksins til kynna, Itvers konar handknattleikur var leikinn — lokatölur lciksins urðu ;i2:2:i, eöa 55 mörk i 60 min leik. Varnarleik- ur liðanna var mjög lélegur og markvar/.la nær engin — eini leikmaðurinn á vellinum, sent sýndi eitthvað af viti. var Einar Magnússon, hann hreinlega skaut lélegt KR-lið i kaf. Ellefu sinnum scndi Einar knöttinn í netið; sunt mörk hans voru stórglæsileg. l>að var ekki nóg með það, heldur mataöi Einar linuspilara Vikingsliðsins og var aðalmaður- inn i spilinu. Einar hel'ur sjaldan sýnt eins góðan leik og hann sýndi gegn KR. KR-liðið einkennist af kæru- leysi og áhugaleysi — leikmenn liðsins tala ekki saman i vörninni, sem er sú allra lélegasta hjá 1. deildarliði.og ef engar breytingar verða þar gerðar á, er enginn vafi á, hvaða lið fellur i 2. deild. Mað- ur hefur það á tilfinningunni, að sumir leikmenn i KR-liðinu séu eingöngu að leika handknattleik til að halda sér i æfingu yfir vetrarmánuðina, þegar knatt- spyrnan er ekki leikin. Leikur liðanna var nokkuð jafn framan af.og um miðjan fyrri hálfleik var greinilegt að hverju stefndi — þá var staðan 9:8 fyrir Viking, eða eitt mark á minútu. Vörn liðanna var mjög léleg,enda sú slakasta i 1. deild — mark- varzlan var engin og leikurinn eftir þvi. Staðan i hálfleik var 15:12 fyrir Viking. Fljótlega i sið- ari hálfleik var staðan orðin 20:15 fyrir Viking, en KR minnkaði muninn niður i 20:17. Um miðjan hálfleikinn var staðan 22:19 fyrir Viking — siðustu minútur leiks- ins, urðu að skripaleik og lauk leiknum með sigri Vikings 32:23, sem má segja að sé vallarmet i Laugardalshöllinni. Svona markatala sást oft i Hálogalandsbragganum, en hafa verið sjaldséðar i Laugardals- höllinni, eða almennt i handknatt- leik siðan 1965, þegar handknatt- leikur breyttist á tslandi — farið var að leika sterkan varnarleik og ..taktiskan” handknattleik. Það er varla hægt að hrósa leik- mönnum liðanna fyrir leikinn; sóknarleikur liðanna var oft góð- ur, enda lélegar varnir fyrir. Sömu leikmennirnir og áttu góðan sóknarleik voru ekki burðugir i vörn, svo að einkunnin sem við gefum leikmönnunum er góðir i sókn, en lélegir i vörn — þolanlegir handknattleiksmenn. Það var aðeins einn leikmaður á vellinum, sem reyndi að gera eitthvað, það var ,,risjnn” Einar Magnússon, sem bar höfuð og herðar yfir aðra leikmenn. Dómarar leiksins voru þeir Einar Hjartarson og Kjartan Seinbeck. Þeir dæmdu leikinn nokkuð vel, enda auðdæmdur ieikur. Einu sinni i öllum leikn- um þurftu þeir að gefa áminningu. — sos. Verzlunin GELLIR selur v-þýzkar úrvalsvörur frá ITT SCHAUP-LORENZ. Kynnist tæknilega fullkominni framleiðslu. Ferðaviðtæki, segul- bönd, STEREO-hljómtæki og sjónvörp. Það borgar sig að kaupa það vandaða. Veitum heiðruðum viðskiptavmum okkar full- komna varahluta- og viðgerðaþjónustu. „Allt annað lið" — sagði Gunnar Kjartansson, þjálfari Armanns Einar Magnússon var eini leikmaðurinn á vellinum, sem lék handknattleik af viti; hann skaut KR i kaf. Ilér á myndinni sést hann skora eitt af ellefeu mörkum sinum. (Timamynd Róbcrt). Gunnar Kjartansson, hinn ungi þjálfari Ármanns, var að sjálfsögðu mjög ánægður eftir leik liös sins gegn Fram. Ilann sagði, að honum hefði fundizt Ármannsliðið allt ann- að lið heldur en hann hafi stjórnað i fyrri leikjum liðsins i islandsmótinu. Ástæðuna liösins hafi komið saman i gufubaði, kvöldið áður, þar sem lcikmcnn liðsins hefðu slappað af og talað saman i tvo tima. Þar höfðu menn sagt það, sem þeim lá á hjarta, við- kvæm mál, sem bctur eru sögð, þegar allir leikmenn heyra, heldur en að fara á bak, Mörk KR og Víkings Eftirtaldir leikmenn skoruðu mörkin i leik KR og Vikings á in iðv ikudagsk völdið: KR : Björn Pétursson 6, Steinar Friðgeirsson 4, Haukur Ottesen og Björn Blöndal þrjú hvor, Bjarni Kristinsson, Karl Jóhannsson og Geir Friðgeirsson tvö hver og Bogi Karlsson, eitt. VÍKINGUR: Einar Magnússon 11(2 viti), Guðjón Magnússon og Stefán Halldórsson fimm hvor, Ölafur Friðriksson 4, Páll Björg- vinsson 3, ViggóSigurðsson 2, Jón Sigurðsson og Sigfús Guömunds- Verzlunin Garðastræti 11 sími 20080 *

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.