Tíminn - 16.12.1972, Blaðsíða 1

Tíminn - 16.12.1972, Blaðsíða 1
IGNIS KÆLISKAPAR RAFTORG SÍMI: 26660 RAFIÐJAN SIMI: 19294 289. tölublað —Laugardagur 16. desember—56. árgangur kæli- skápar RAFTÆKJADEILD Hafnarslræti 23 Símar 18395 & 86500 Flatey á Breiðafirði, þar sem nú er aðeins átján manns. Læknunum má helzt líkja við farfugla TF—Flatcyri 15.-12. llér er geysimikill snjór, og þýðingarlitið að reyna mokstur að svo stöddu, heldur hefur verið gripið til þess ráðs að troða snjó- inn.og má nú heita jeppafært inn- an fjarðarins, en báðar heiðar eru alófærar. Mjög illa hefur gefið á sjó þenn- an mánuð, og afli verið lítill. Þegar róið hefur verið. Atvinna má þó heita næg fyrir karlmenn, en konurnar sinna jólaundirbún- ingi að krafti. Ekki er þvi hægt að tala um atvinnuleysi, og um leið og gefur og bein kemur úr sjó verður yfirdrifin atvinna. Hér inni er nú statt varðskip, sem kom með læknastúdent, sem um þessar mundir dvelst á Flat- eyri. Læknamálin eru okkar mesti höfuðverkur, eins og svo margra annarra, en segja má,að þeir hegði sér hér eins og farfugl- arnir, tylla sér niður um stund, en fljúga siðani átt til annarra landa. Þetta öryggisleysi setur sin mörk á fólkið um leið og stytta fer dag og leiðir lokast. Þetta eiga Flateyingar dásemdum eyjar sinnar að þakka! Barnakennarinn haflíffræðingur, nemendurnir séu aðeins 7 þó að Flatey á Breiðafirði er um- leikin fornum frægðarljóma. A nitjándu öld var þar i senn þrótt- mikið menningarlif og mikil verkleg döngun. Nú er eyjan flestu rúin nema þeim dásemdum náttúrúnnar, er ekki verða frá henni teknar. Eftir er aðeins örfátt fólk, og sikum byggðar- lögum verður sjaldnast vel til um lærða menn. Þess vegna er það saga til næsta bæjar, að barna- kennarinn i Flatey er ungur, háskólamenntaður maður — náttúrufræðingur, sem er meira að segja að semja doktorsritgerð. Þessi maður er Guðmundur Olafsson hafliffræðingur, ættaður frá Heiðarbót i Reykjahverfi i Þingeyjarsýslu, um skeið menntaskólakennari á Akureyri og einn af stofnendum rann sóknarstöðvarinnar Kötlu á Arskógsströnd. Átján manns — en aðeins tveir verkfærir karlar — Við erum átján hér i eynni og heimilin fimm, sagði Guðmundur Guðmundsson stöðvarstjóri, er Timinn leitaði frétta af Flat eyingum. Aðrar eyjar eru ekki lengur byggðar hér, nema Hvall- átur, þar sem eru tvö heimili, og Svefneyjar. t Skáleyjum hefur enginn haft vetursetu i þrjá vetur. Af þessu fólki eru eiginlega ekki nema tveir verkfærir karlmenn, sem hér reka búskap, og þeir eiga þrjár kýr og eitthvað á þriðja hundrað fjár, sem flutt er á land i Gufudalssveit á sumrin. Þeir skipta svo með sér, að annar hefur meiri hluta túna og gras- nytja og á þess vegna mest af búfénaðinum, en þar kemur það á móti, að hinn hefur selveiðina. Dúntekjunni skipta þeir á milli sin. Ætlar aö vera hér þrjú ár Elzti maðurinn á eynni, Svein- björn Pétursson, er 83 ára, en börn á skólaskyldualdri eru sjö, sagði Guðmundur. Barna- kennsluna annast lærðari maður en aðrir, sem við það fást að kenna krökkum svona yfirleitt — hafliffræðingurinn Guðmundur Ólafsson. Hann kom hingað til okkar i haust og ætlar að vera hér næstu þrjú ár, er hann mun verja til þess að semja doktorsritgerð, hvort hann hleyptur bagga með okkur við barnakennslu næstu vetur eða ekki. Hann er hér að rannsaka lif og gróður við eyna og kafar i frosk- mannabúningi niður á allt að tuttugu og fjögurra metra dýpi. Fjörurnar hérna og grunnin kringum eyna eru sjálfsagt gósenland fyrir slikan mann, enda hefur það laðað hann hingað til okkar. Langt ár síðan messað hefur verið Sameöngur eru hreint ekki verri en við höfum átt að venjast, hélt Guðmundur áfram. Flóa- báturinn Baldur kemur hingað tvisvar i viku, og við það getum við vel unað. Lækni fáum við úr Stykkishólmi, þegar til þarf að taka — hann kemur hingað svona stöku sinnum. SEÐLABANKAHUS NORÐ- ANVERT VIÐ ARNARHÖL Nær þrjú þúsund fermetra bygging fjögurra hæða A fundi byggingarnefndar Reykjavikur 14. desember var samþykkt teikning að nýrri bygg- ingu Seðlabanka islands við Siilv- hólsgötu, milli Ingólfsstrætis og Kalkofnsvegar, þar sem nú er bílastæði norðan Arnarhóls. Lóð þessa fékk Seðlabankinn i maka- skiptum við Reykjavikurborg, þegar bankinn hafði fallið frá því að byggja á lóðunum Fríkirkju- vegi 11 og 13, þar sem gagnrýni hafði komið fram á þvi að rifa Thor Jensens-húsið, sem þar stendur, og byggja stórbyggingu á þeim stað. Teikningu að hinni nýju bygg- ingu hafa þeir gert arkitektarnir Guðmundur Kr. Guðmundsson og Ólafur Sigurðsson, Hafðt Guð- mundur Kr. Guðmundsson ásamt Skarphéðni heitum Jóhannssyni' hlotið fyrstu verðlaun i sam- keppni, sem bankinn efndi til um bygginguna við Frikirkjuveg. Fékk sú tillaga góða dóma á sin- um tima, og er i hinu nýja húsi að nokkru byggt á þeim hugmynd- um, sem þar komu fram. Bygging sú, sem nú hefur verið samþykkt, er fjóíar hæðir að gólffleti tæplega 2800 fermetrar, en rúmmál byggingarinnar um 10.000 teningsmetrar. Auk þess er tvöfaldur kjallari yfir alla lóðina, og eru um 60% af honum ætlað fyrir bilageymslu, en samtals er i bilageymslunni og á lóð hússins rúm fyrir um 160 bila. Hefur Reykjavikurborg óskað eftir þvi að fá almenningsbilageymslur á lóðinni fyrir allt að 100 bila um- fram bilastæðiskröfur þær, sem gerðar eru til bankans. Mun borg- in eiga að standa straum af að byggja þann hluta bilageymslu- hússins, sem þessu svarar, sam- kvæmt nánari samningum, sem um það verða gerðir. Hin nýja bygging er mjög mið- uð við hinar sérstöku þarfir, sem Seðlabankinn hefur fyrir öruggar geymslur fyrir peningaseðla, mynt og önnur verðmæti. Verða i kjallara stórar og mjög tryggar fjárgeymslur, auk sérstakrar öryggisaðstöðu við flutning peninga og annarra verðmæta. Þá er einnig gert ráð fyrir þvi, að i byggingunni verði til húsa sameiginleg rafreiknimiðstöð allra bankanna. Mun vélasalur- inn verða i kjallara byggingar- innar, en skrifstofuaðstaða á efri hæðum. Er nú starfandi sam- vinnunefnd á vegum bankanna, sem vinnur að þvi að koma upp slikri rafreiknimiðstöð á vegum bankanna, og er þess vænzt, að hún geti leitt til mjög mikillar hagræðingar og mannafla- sparnaðar i rekstri bankakerfis- Aftur á móti höfum við ekki mikið af prestum að segja. Við erum að visu ekki búnir að gleyma þvi, hvernig hempu- klæddir menn eru á að sjá, en langdrægt ár mun vera liðið siðan siðast var messað hér i eynni. Ef til vill er tæpast hægt að ætlast til þess, að Reykhólapresti sé tið- förult hingað út til okkar, þvi að þar gegnir nú störfum aldraður maður, séra Sigurður Pálsson vigslubiskup, og litt vanur sjóvolki. Prestur kom þó út i eyna i sumar, þvi að þá jarðaði séra Hjalti Guðmundsson i Stykkis- hólmi hér gamlan Bjarneying, Valdimar Stefánsson, er vildi hvila við hlið konu sinnar i garðinum okkar. Dragnætur og netalagnir kollvörpuðu eyjabúskapn- um Þó að Breiðafjarðareyjar séu nú nær fallnar i auðn, eru þær gjöfular sem fyrr, sagði Guðmundur að lokum. En undir- stöðu eyjabúskaparins var kippt burt, þegar fiskur hætti að fást hér inn frá. Þess vegna er hér engin útgerð. Ef dragnótaveiðum væri hætt, myndi allt fyllast af fiski á ný — við erum ekki i neinum vafa um það, er hér höfum alizt upp. Það segir lika sina sögu, að fiskigöngur glæddust strax ofurlitið, þegar netalagnir voru bannaðar innan linu.semhugsastdreginút Skor i Búlandshöfða. Ef sú tortiming, sem dragnótaveiðarnar hafa i för með sér, væri lika stöðvuð, yrði fljótt mikil breyting. Það er hörmung að vita, hvernig dauðum smáfiski, sem kemur i dragnæturnar, er mokað i sjóinn, i stað þess að lofa honum að lifa og vaxa, sagði Guðmundur um leið og hann kvaddi. - JH

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.