Tíminn - 16.12.1972, Blaðsíða 4

Tíminn - 16.12.1972, Blaðsíða 4
4 TÍMINN I.augardagur 16. desember 1972 Fékk nafninu breytt John Edward Olson, 20ára frá Detroit i Bandarikjunum, fékk nýlega breytt nafni sinu, og heitir hann nú einungis Bear, hvorki meira né minna. Bear þýðir björn, og segir hann, að ástæðan fyrir þessari nafn - breytingu sé sú, að þegar hann var litill.hafi hann verið ósköp smávaxinn og fólk þá gjarnan kallað hann bangsa litla, eða einhverjum öðrum bjarnar- gæluorðum. Endaði þetta með þvi, að hann var ekki kallaður annað en Björninn. Sagði hann, að engir aívinum sinum þekktu sig orðið undir öðru nafni, enda hafði það verið notað einvörð- ungu siðustu átta árin. Dómar- inn. sem sá um nafnbreyting- una, sagðist ekki sjá, að neitt væri þvi til fyrirstöðu, að John Edward Olson fengi að heita Bear. Þetta hefur þó ekki gengið að öllu leyti vel, þvi Bear segir, að þegar hann hafi komið til þess að kjósa siðast, hafi konan, sem merkti við hann á kosn- ingaskránni, ekki viljað trúa þvi, að hann héti bara einu nafni. Það gæti ekki verið, sagði hún. Allir heita tveim nöfn- um.það er enginn, sem ekki hefur eftirnafn. En það er þó svo með Bear, hann heitir ekki annað héðan i frá, og hann segir, að stúlkurnar séu ákaf- lega hrifnar af þessu nafni, og auðveldi það sér mjög að fá þær til þess að koma út með sér, þegar þær vita um nafnið hans. Anna fer til Sovétrikjanna Anna prinsessa verður meðal þátttakenda i reiðkeppni, sem fram fer i Kiev i Sovétríkjunum i september næsta ár. Verður þarna um Evrópumeistara- keppni að ræða, en þetta verður i fyrsta sinn siðan árið 1908, að einhver úr brezku konungsfjöl - skyldunni kemur til Sovétrikj- anna. Þá heimsótti Játvarður II Nikulás keisara. Lögreglan og skeggið 26ára gamall lögreglumaður, Daniel Zell, i Miami i Florida fékk nýlega uppsagnarbréf, eftir að yfirlögregluþjónninn hafði mælt skegg hans og barta. Lögregluforinginn, Bernard Garmire,sem rak Zell,segir, að yfirskeggið hafði verið rúmlega hálfum cm. of iangt og bartarn- ir voru 1,2 cm. of breiðir. — Ég trúi þessu alls ekki, segir Zell. Ég hef verið lögregluþjónn i fimm ár, og löggæzla er mitt starf. Hvaða máli skiptir skegg- ið og bartarnir? Lögfræðingur Zells, Paul Pollack, hefur ákveðið að höfða mál vegna þessarar uppsagnar Zell, sem hann kveður algjörlega ólöglega á þessum grundvelli A-liðiöá Norðurlöndunum Nýlega átti Gústaf Sviakon- ungur niræðis afmæli. Þá var að sjálfsögðu mikið um dýrðir.og til afmælisins voru komnir konungar og drottningar úr Evrópu. Þangað komu lika forsetar; til dæmis forseti Is- lands, hr Kristján Eldjárn.og forseti Finnlands, Kekkonen. t afmælinu var þessi mynd tekin af tveim forsetum Norðurland- anna og tveim konungum og einni drottningu. Sögðu sænsk blöð, að konungurinn sænski, af- mælisbarnið, hefði verið mjög hrifinn af þessari mynd og viljað fá eintak af henni hið snarasta, eftir að hann fékk að sjá hana. Blöðin kölluðu myndina, myndina af A-liði Norðurlandanna. Á myndinni eru, eins og allir hljóta að sjá, Kekkonen Finnlandsforseti lengst til vinstri, þá Margrét Danadrottning, Gústaf Adolf Sviakonungur, Ólafur Noregs- konungur, og forseti lslands, Kristján Eldjárn. gullarmband, pels og.... — Hvar er svo allt hitt, sem stóð á óskaseðlinum ? — Góðandaginn frú Jónina. Þetta er á bilaverkstæðinu. Við vorum að fá nýja sendingu af frambrett- um. Eigum við að taka nokkur frá fyrir yöur? DENNI DÆMALAUSI Mér er sama hvað þú segir, ég sá, að þetta var ekki alvöru jóla- sveinn. Hann yar með álimt- skegg og sv’a rí iár undir búfwsni >•*

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.