Tíminn - 16.12.1972, Blaðsíða 5

Tíminn - 16.12.1972, Blaðsíða 5
Laugardagur 16. desember 1972 TtMINN 5 flpIIHSifS Víi&ííí Sólaóir HJÓLBARÐAR til sölu á mjög hagstæðu verði. Full dbyrgð tekin d sólningunni. Sendum um allt land gegn póstkröfu. Hjólbarðavlðgerðir Verkstæðið opið alla daga kl. 7.30 til 22 nema sunnudaga. Ármúla 7 — Reykjavík — Sími 30501 ÞAÐ ER TEKIÐ EFTIR AUGLÝSINGU I TÍMANUM! Bjarkarbók er góð barnabók Bókaútgáfan Björk Túskildingsóperan i sið- asta sinn Túskildingsópera Brechts *verður sýnd i siðasta sinn i Þjóð- leikhúsinu n.k. laugardag þann 16. des. og er það 17. sýning leiksins. Leikurinn var frum- sýndur i byrjun þessa leikárs. Róbert Arnfinnsson leikur sem kunnugt er aðalhlutverk, Makka hnif. Hin vinsæla norska Hafa ekki undan að smíða trúlofunarhrínga fyrír jól Nýjar barnabækur Selurinn Snorri barnabók eftir Frithjof Sælen, sem út kom árið 1950 og hefur verið: ófáanleg um árabil. Viðkunn bók i mörgum litum. Þýðandi Vil- bergur Júliusson. Kata litla og brúðuvagninn eftir Jens Sigsgaard, höfund bókarinnar Palli var einn í heiminum, sem gefin hefur verið út í 30 þjóðlöndum og nýtur fádæma vin- sælda hér á landi. Kata litla og brúðuvagninn er einnig mjög vinsæl barnabók í mörgum löndum. Litmyndir eftir Arne Ungermann, sem teiknaði myndirnar í Palli var einn í heiminum. Þýðandi Stefán Júlíusson. Munið ennfremur barnabókasafnið SKEMMTILEGU SMÁBARNABÆKURNAR. Eftirtaldar bækur eru nýlega komnar út: Bláa kannan, Græni hatturinn, Láki, Skoppa og Stúfur. Klp—Reykjavik Um þessar mundir á verzlun Halldór Sigurðssonar að Skóla- vörðustig 2 i Reykjavik 15 ára afmæli. Verzlunin hefur á þessum árum verið til húsa á sama stað, fyrst uppi á loft i húsinu,en nú siðari ár á götuhæð . Þar hafa nú verið gerðar miklar endurbætur á verzluninni, hún stækkuð og vöruúrval aukið að mun. Var gamla verkstæðið tekið undir verzlunina og verkstæðið flutt i næsta hús við hliðina. Halldór Sigurðsson sagði i stuttu viðtali við Timann i gær, að með þessari stækkun gæti hann boðið fólki upp á fjöl- breyttari silfurvörur, aðallega skálar, bakka og glös, en einnig fleiri tegundir. Einnig yrði hann með mikið úrval af norskum tin- hlutum, sem væru nýkomnar til landsins. Mest væri þó úrvalið af steinhringjum, og þvi til sönn- unnar sýndi hann okkur á milli 500 og 1000 hringa af öllum stærðum og gerðum. Var verð þessara hringa æði misjafnt, eða allt frá 1000 krónum i 50.000 krónur. Eins og mörgum er eflaust kunnugt, hefur Halldór smiðað og selt trúlofunarhringa i fjölda mörg ár, enda kannast sjálfsagt margirvið auglýsinguna „Kaupið hringana hjá Halldóri” og þau HH—Raufarhöfn. Tiðarfar hefur verið nokkuð rysjótt hér um slóðir i rúman hálfan mánuð, en sjór er litill og hefur ekki orðið til verulegs trafala. Að visu varð maður að skilja eftir jeppa á leiðinni á milli Þórshafnar og Raufarhafnar núna einn daginn, en það var aðeins snöggvast, að vegurinn tepptist. Tvær vörubifreiðar, sem halda uppi ferðum til Húsavikur, hafa ávallt komizt leiðar sinnar. Aftur á móti uröu þær fyrir miklum töfum núna á dögunum milli Akureyrar og Húsavikur. Nú er bloti hér á Sléttu, og snjó tekur upp. FÉLACSMERKI A milli 500 og 1000 steinhringar af öiium geröum og stærðum eru meðal þeirra skartgripa, sem fást I hinni endurbættu verziun Halldórs að Skólavörðustig 2. (Timamynd Róbert) eru ófá pörin, sem hafa farið eftir henni. Halldór sagði okkur, að það væri alltaf nóg að gera i þvi að smiða svona hringa, og nú væri sannkölluð vertið þeirra að hefjast. „Við höfum varla undan að smiða trúlofunarhringa fyrir jólin og áramótin, og er nánast ekkert hægt að gera á verk- stæðinu siðustu dagana fyrir jól og á milli jóla og nýárs annað en að ljúka þvi af, enda afgreiðum við þá samdægurs”. Aðspurður sagði Halldór, að i dag væri al- gengasta verðið fyrir trúlofunar- hringa um 10 þúsund krónur, en þeir sem vildu gera sérstaklega vel við elskuna sina og sjálfan sig, gætu fengið hringa, sem kostuðu nálægt 30 þúsund krónum. Lítill snjór Afli fogskipa fer síminnkandi Aðalfundur Útgerðarfélags Skagfirðinga GÓ—Sauðárkróki Aðalfundur Útgerðarfélags Skagfirðinga var haldinn á Sauðárkróki 9. des sl\ Samkvæmt rekstrarreikningi var halli á árinu 1971 4.891 þús., en þá höfðu eignir félagsins verið afskrifaðar um 4.575 þúsund krónur. Árið 1971 rak Útgerðarfélagið tvö togskip, Drangey, 250 tonn og skuttogarann Hegranes, 380 tonn. Afli Drangeyjar á þvi ári var 888 tonn að verðmæti 13.1 milljónir króna, er Hegranesið aflaði 1.594 tonn og verðmæti þess afla var 23.7 milljónir króna. A fundinum kom fram, hversu mjög afli togskipa hefur minnkað á siðast iiðnum árum, en út- gerðarfélagið rak Drangey tæp 4 ár. Árið 1968 (ekki heilt) aflaði hún 1200 tonn, árið 1969 1589 tonn, árið 1970 1084 tonn, og árið 1971 888 tonn, eins og áður segir. 1 árs- byrjun 1972 var Drangey seld, og var þvi Hegranesið eitt gert úr á þessu ári, en nú er i smiðum i Japan skuttogara fyrir félagið, sem á að afhendast i april nk. Útgerðarfélag Skagfirðinga var stofnað 17 jan. 1968. Hákon Torfason bæjarstjóri hefur verið formaður stjórnar þess frá byrjun, og gengdi hann jafnframt störfum framkvæmdastjóra, þar til siðla árs 1971, er Stefán Guð- mundsson bæjarfulltrúi tók við þvi starfi. Auk þeirra eru i stjórn- inni: Marteinn Friðriksson, Kristján Hansen, Árni Guð- mundsson, Erlendur Hansen og Haukur Hafstað. ALLA DAGA MANUDAGA MANUDAGA ÞRIÐJUDAGA FIMMTUDAGA ALLA DAGA LAUGARDAGA LAUGARDAGA FÖSTUDAGA FÖSTUDAGA SUNNUDAGA 1

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.