Tíminn - 16.12.1972, Blaðsíða 7

Tíminn - 16.12.1972, Blaðsíða 7
Laugardagur 16. desember 1972 TÍMINN 7 en áBur. Þar .stendur heima- maðurinn Guðmundur Daniels- son við hlið nóbelsskáldsins með bók sina um Skákeinvigið, en Járnblómiðhans selst þar einnig allvel. Bók Einars Guðmunds- sonar, A meðan jörðin grær,er einnig i góðri sölu, sem og bækur Péturs Eggerz, Jóns Helgasonar, og Skúla Guðjónssonar á Ljótunnarstöðum, sem ber nafnið: Heyrt en ekki séð. Austur á Neskaupstað sagði Höskuldur Stefánsson i Verzlun- inni Vi, að þar seldist minninga- bók Rikarðs Jónssonar, Með oddi og egg,mjög vel og hið sama væri að segja um Byggðasögu Austur- Skaftafellssýslu. Þá léti Laxness ekki sitt eftir liggja, en erlendir sakamála- og ástarsagna- höfundar væru einnig mikið lesnir. Nokkuð selst einnig af sjó- mannasögum, og hefur bókin Klárir i bátana þar forystuna. Höskuldur sagði enn fremur, að alltaf væri mikið keypt af bókum á Norðfirði og enn virtist það ætla að verða svo. Norðfirðingar virðast þvi á sama báti og aðrir landsmenn að ætla að útvega sér mikið lesefni fyrir jólin, og þar eins og annars staðar virðist eftirspurnin eftir bókum sizt minni en undanfarin ár, enda þótt bækur hafi hækkað nokkuð i verði. Fólk virðist ekki láta það á sig fá, og sanna það að nokkru, að kaupmáttur þess er mun betri nú en áður. Jólabókasalan: Laxness í öndvegi með Pétri og Guðrúnu - en erlendir sakamálahöfundar reyna að velta þeim úr sessi VERÐ 26.956,00. SAMBAND ISLENZKRA SAMVINNUFELAGA $ Véladeild ÁDRMIII A O DCVI/ I A \ / í I/ DÍtai oorirtn ARMULA 3 REYKJAVIK, SIMI 38900 SÖLU- OG SÝNINGARSTAÐIR: Liverpool, Laugavegi 18 a, Domus, Lauga- vegi 91, Gefjun, Austurstræti, Dráttarvélar, Hafnarstræti 23, Véladeild SÍS, Ármúla 3 og kaupfélögin um land allt. Tökum gamlar vélar sem greiðslu upp í nýjar. Af ævisögum hafa bækurnar um Sigfús Einarsson og Rikharð Jónsson vinninginn, og alltaf er góð sala í bókum Tómasar og Sverris og Jóns Helgasonar, en að þessu sinni bera þær nöfnin: Fýkur i sporin og Þrettán rifur ofan í hvatt. Bækur um dulræn efni eru nú fleiri á markaðnum en nokkru sinni áður, en hæstu söluna af þeim hjá M & M hefur bókin Voru guðirnir geimfarar?,sem Loftur Guðmundsson las úr i útvarpið i sumar. Annars er svo stór þáttur af sölunni eftir, að erfitt er um þetta að segja, og margt getur breytzt á siðustu vikunni. Lárus Blöndal sagði, að þar væri Guðsgjafaþula i sérflokki og hefði verið það siðan hún kom út, en á eftir Laxness kæmu þau marsérandi með bækur sinar Pétur Eggerz og Guðrún frá Lundi, en i ár kemur út þriðja bindið af bók hennar Utan frá sjó. Um aðrar bækur vildi Lárus sem minnst segja; það væru margar með svipaða sölu og linurnar á milli þeirra myndu vafalaust skýrast i næstu viku. Alltaf seldist þó mikið af þýddum afþreyingar- bókum og svo væri enn. Hjá Bókabúð Olivers Steins i Hafnarfirði var okkur sagt, að þar riðu Laxness og Pétur Eggerz i fararbroddi, en þar seldust einnig vel bækurnar Mannlif og Mórar i Dölum eftir Magnús Gestsson og Byggðin i hrauninu eftir Stefán Júliusson. Þá seldust og mjög mikið i þessum útgerðarbæ hinar að- skiljanlegustu sjómannabækur, en erfitt væri að gera upp á milli, hver væri mest seld. Þýddu reyfararnir rjúka þar einnig út. Af barnabókum selst Bókin um Jesú mjög vel og sögurnar eftir Enid Blyton væru alltaf vinsælar. út um land eru bækur heimamanna viða mest seldar Stefán Jónsson i Bókaverzlun Jónasar á Akureyri sagði, að þar væri Laxness i fararbroddi, en Guðrún frá Lundi fylgdi fast á eftir. Þá seldust og mjög mikið bækurnar Aldnir hafa orðið, sem birtir stutta þætti um þekkta Akureyringa, og bók Jónasar Jónassonar um Einar á Einars- stöðum, Brú milli heima. Ekki lé.tu reyfara«höfundarnir heldur sitt eftir liggja til að magna söluna, en hún virtist ekki ætla að verða minni en undanfarin ár. 1 bókabúð KB i Borgarnesi skipar Laxness enn öndvegið, en honum til beggja handa sitja þau Guðrún frá Lundi og Pétur Eggerz. Þar seljast einnig 'agæt- lega bækur Borgfirðinganna Guðmundar Böðvarssonar, Konan, sem lá úti og Bjarnar Blöndal, Vötnin ströng, ásamt bókinni Prófastssonur segir frá, endurminningum Þórarins Árna- sonar á Stóra-Hrauni. Ekki eru Borgfirðingar heldur eftirbátar annarra við lestur þýddra saka- mála- og ástarsagna, en þær seljast greitt. Mjög slæmar samgöngur hafa verið við Isafjörð og hefur þvi gengið illa að fá allar útgáfu- bækurnar i ár eða nóg af öðrum. Þar eru þau Laxness og Guðrún enn söluhæst, en bók Guðmundar Danielssonar um skákeinvigið selst einnig vel. Alistair MacLean er I miklum metum meðal tsfirðinga sem annarra og er vanur að slá Laxness og aðra út. og enn eru horfur á þvf,að svo geti farið. Þetta kom fram i við- tali við Bókaverzlun Jónasar Tómassonar, en þar seljast sjó- mannabækurnar einnig vel, t.d. bók Sveins Sæmundssonar um Pétur sjómann Pétursson. Af bókunum um dulræn efni selst bók Jónasar Jónassonar, Brú milli heima langmest. Gunnar Kristmundsson i Bóka Algerlega sjálfvirkur hnappagatasaumur. Talan er sett í fótinn og vélin saumar sjálfvirkt rétta stærð af hnappagötum. ® Þræðingarspor, allt frá V2 cm til 5 cm langt. # Sérstakur fótur fyrir köflótt efni. # Hraðastillir á vélinni sjálfri. # Sjálfsmurð. # Sjálfvirk þræðing. Halldór Laxness Pétur Eggerz Guðrún frá Lundi búð KÁ á Selfossi sagði, að fyrir austan fjall virtist kaup- máttur fólks mikill, og sala i bókum liti út fyrir að verðá meiri Ein ég s it #g sauma Erl-Reykjavik Alltaf eru það nokkrar bækur, sem seljast mest af þeim, sem fram koma i jólabókaflóðinu á hverju ári. Okkur þótti vel hæfa að grennslast eftir þvi, hverjar þessar bækur væru i ár, og höfðum i þvi skyni sam- band við nokkrar bóka- verzlanir á landinu. I bókabúð Máls og Menningar, sem mun vera stærsta bóka- verzlun landsins, var okkur sagt, að mikil sala væri þar i mörgum af eigin útgáfubókum. Af þeim mætti t.d. nefna: Gunnar og Kjartaneftir Véstein Lúðviksson og Hreiðrið eftir Ólaf J. Sigurðsson og spænska sagan Lazarus frá Thormes seldist einnig vel. Þá seldist Guðsgjafa- þula nóbelsskálsins afbraðsvel, en Létta leiðin ljúfa eftir Pétur Thorsteinsson veitti henni harða samkeppni. Einu sinni áttu þessi orð rétt á sér. En ekki lengur. Þú ert ekki ein með nýju SINGER saumavélina við höndina, SINGER 760, fullkomnari en nokkru sinni

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.