Tíminn - 16.12.1972, Blaðsíða 8

Tíminn - 16.12.1972, Blaðsíða 8
8 TÍMINN Laugardagur lfi. descmber 1!)72 tbúðir í Norðurbænum í Hafnarfirði Til sölu í fjölbýlishúsinu að Miðvangi 41: Tveggja og þriggja herbergja ibúðir. Ibúðirnar verða seldar fullbúnar og sameign frágengin. I húsinu, sem verður 8 hæðir, verða tvær lyftur og ýmis þjönustufyrirtæki á jarðhæð. Fimm hæðir og kjallari er þegar uppsteypt og sjötta hæð væntanlega fyrir áramót. Upplýsingar veittar i fundarsal kaupfélagsins að Strand- götu 28, alla virka daga kl. 17-19 og i skrifstofunni á venjulegum skrifstofutima. Kaupfélag Hafnfirðinga Simar 5020« og 50224. OFIÐ LAUGARDAGA KLUKKAN 9-12 HÖGGDEYFAR sem hægt er að stilla og gera við ef þeir bila. T5"T ARMULA 7 - SIAAI 84450 Veljið yður í hag - Úrsmíði er okkar fag OMEGA Nivada ©i!gBBHl JUpina. Magnús E. Baldvln Laugavcgi 12 - Simi 22104 'flwJl ai ti lanti' Magnús E. Baldvinsson Laugavegi 12 - isson J Uli 22804^fl >Vi8 veljum PUI\tal það borgar sig * \ msraa I - OFNAR H/F. Síðumúla 27 . Reykjavík - Símar 3-55-55 og 3-42-00 Saga, sem vekur ýmsar spurningar Snjólaug Bragadóttir: NÆTUIISTAÐUR Útgefandi Örn og Örlygur. Snjólaug Bragadóttir segir, að saga sin, Næturstaður,sé brot úr lifi borgarbarna. Hún hefur sagt i blaðaviðtali, að bók sin eigi aðeins að vera afþreyingarbók. En þvi aðeins verður saga góð til afþreyingar, að lesandann þyrsti i framhaldið eftir að hann er byrjaður, og til þess aö það geti orðið, þarf sagan að greina frá fólki, sem honum er ekki sama um. Næturstaður er kafli úr ævisögu þriggja stúlkna, sem um skeið eru sambýliskonur. Aðrir, sem við sögu koma, eru nánast auka- persónur. Þeim er lýst eftir þvi, hvernig þeir horfa við lagskonun- um þremur. Hér kemur þó fleira til greina. Þegar ég las þessa sögu.var mér forvitni á að sjá hvernig ung kona i Reykjavik lýsir samtið sinni og jafnöldrum. Hin dýpri rök mannlegra örlaga eru tekin með i reikninginn, þegar þessi saga er sögð. Sambýliskonurnar þrjár gera grein fyrir óskadraumum sinum i upphafi sögu. Eina dreymir um fórnarstörf — liknar- störf meðal vanþróaðra þjóða. Aðra dreymir um heimili, mann og börn, þriðju um athygli annarra og aðdáun, að komast i blöðin. Það eru margir gjörendur að mannlegum örlögum og draumar og þrár verða þar ekki alls ráðandi. Samt eru sambýlis- konurnar þrjár, hver fyrir sig, fulltrúi ákveðinnar lifsstefnu þeirra vegna. Allar komast lagskonurnar áleiðis að settu marki. Hvort Erlu verður þjónustan á vegum Rauða Krossins i framandi löndum sú lifsnautn, sem hana dreymdi um, fer auðvitað eftir þvi, hvert viðhorf hennar verður til þess fólks, sem á að hjálpa. Finnist henni það svo litilsiglt og ómerki- legt,að ekki sé vert að kynnast þvi, sækir hún varla hamingju i starf fyrir það. Hún þarf þvi að hafa annað viðhorf til þess en sumra kunningjanna heima i Reykjavik, eigi lfknarstörfin að verða hennar ævilán. Lesandinn getur spurt, hvort örlög Lillu túlki það, sem mest og bezt fáist út úr lifinu samkvæmt hennar lifsstefnu, en þvi verður auðvitað ekki svarað fremur en mörgu öðru. Hin ævaforna örlagatrú er þáttur þessarar sögu. Orlög sjást fyrir i kaffibollum. Það er svo mikill þáttur i sögunni, að ekki er hægt að afgreiða það sem til- viljanakennt mas. Friða, sem er ógreindari en lagskonurnar þrjár, skynjar framtið þeirra að nokkru i bollanum. Ef til vill þykir istöðuleysi hennar og áhrifagirni eðlileg spákonuein- kenni. En feigðargrunurinn var blákaldur veruleiki. Hinsvegar eru þær lagskonur ekkert að grufla um neitt.sem kallast Guð eða forsjón. Prestur kemur að visu við sögu, og þar er sagt frá barnsskirn og jarðarför, sem var falleg athöfn og hátiðleg, en svo nær það ekkert lengra. Karlmenn koma fáir við sögu, svo að mikið sjáist af þeim. Þó er það Björn, sem gerir Lillu barn, samtimis þvi, sem hann er að festa sér aðra konu, vegna þess að henni fylgir þægileg atvinna og möguleikar. Svo er Billi, og ekki er það gott heldur. Þessi mennta- maður snýr baki við Erlu unnustu sinni af þvi honum er sagt.að hún hafi lagt lag sitt við kanana. Siðan eignast hann aðrar unnustur og segir þeim, að allar stelpur sofi lijá þeim, sem þær séu með; annað sé heimskulegt. Hér getur verið um þrennt að ræða. Að Billi telji aðra siðfræði gilda fyrir karla en konur. Að viðhorfið til kananna mótist af andúð, sem er i ætt við kynþáttahatur. Að Billi sé siðspilltur maður, sem lifir þveröfugt við sina eigin siðfræöi og væntanlega ætti þá að fyrirlita hverja þá stúlku, sem hann kæmist yfir og raunar sjálfan sig lika. Ekkert af þessu er gott, og hér skiptir engu máli að hve miklu leyti lauslætið er talið eðlilegt. En sagan hlýtur að vekja þá spurningu, hvort tregða Þóru og viönám verði til þess að gera Billa það ljóst, að hann á erfitt með að lifa án hennar. Er það kannski grundvöllur lifsgæfu þeirra, að hún var honum ekki nema hóflega eftirlát við fyrstu kynni? Nokkurorðum Friðu, stúlkuna, sem hinum leiðist, þó þær taki hana að nokkru i félagsskap sinn af eins konar vorkunnsemi. Ég man ekki eftir þvi, að i þessari sögu bregði fyrir persónu, sem afþakkar áfengi, þegar það er boðið, en Friða þykir drekka um of, þegar hætt er að renna af henni yfir helgarnar. Þóru finnst, aö þær lagskonur séu ekki með öllu saklausar i þvi máli, þar sem Friöa hafi fyrst neytt áfengis og vanizt þvi i þeirra félagsskap. Hún veit lika, að móðir Friðu leggur fæð á þær vegna þess, hvernig komið er fyrir dóttur sinni. En Erla, greindasta stúlkan i hópnum, friðar Þóru með þvi að segja henni, að Friða hefði bara lært þetta aí einhverj- um öðrum, ef þeirra hefði ekki notið við. Það er gamalkunn afsökun siðspilltra manna, að þeim sé óhætt að gera illa, þvi að annars verði aðrir til þess. Og þessu fylgir gjarnan sú mann- fyrirlitning, sem ályktar.að ólánsgarmur hafi aldrei haft upplag eða efni til að verða annað en ólánsgarmur. Hins vegar eru þessi orðaskipti Erlu og Þóru nóg til þess, að lesandinn spyrji sjálfan sig hvað hefði orðið, ef Friða hefði lent i félagsskap kvenna, sem hefðu notið lifsins áfengislaukt. Eða ef ein þeirra hefði haldið sér við óáfenga drykki? Sérhver bók er að vissu leyti heimild um höfund sinn og samtið hans. Næturstaðir svara á þann hátt nokkrum spurningum eins og aðrar sögur. En hitt er þó meira vert, að sé þessi saga Snjólaugar Bragadóttur vel lesin, þá vekur hún ýmsar spurningar, sem almennir lesendur hafa gott af að glima við. H.Kr. Bréf til tveggja vina eft- ir Magnús Stefánsson Mál og menning hefur gefið út bók, sem heitir Bréf til tveggja vina, og eru i henni bréf, sem skáldið Magnús Stefánsson (Orn Arnarson) skrifaði tveim vinum sinum á fyrri árum — Þórhalli Jóhannessyni, héraðslækni i Þistilfirði, og Halli L. Hallssyni, tannlækni. Bréfið til Þórhalls læknis er mjög langt, skrifað á árunum 1918-1920, og var raunar aldrei sent þeim, sem það er stflað til. Þar vikur höfundur að mörgum málefnum, fellir dóma um samtið sina og sum þaú skáld, er þá voru uppi, og fellir inn i bréfið frum- gerð allmargra kvæða sjálfs sin. Er þar ekki utan af þvi skorið, er höfundi liggur á hjarta. Bréfin til Halls tannlæknis fylla siðari hluta. Eru þau alimörg og fjalla meira um persónuleg mál- efni og sum hver skrifuð á næsta gáskafullan hátt — einkum hin fyrri. Má sjá þess merki i þessum bréfum, að höfundur fer að þreyt- ast og mæðast, er liður á árin, enda var hann alla ævi mjög ein- rænn maður og harla dulur. Mörgum mun áreiðanlega þykja þessi bréf góður viðauki við það, sem menn þekktu áður eftir örn Arnarson, sem var meðal okkar ágætustu skálda um sina daga, þótt litið bærist hann á. Burt með áfengi úr veizlunum Konur á ísafirði lita áfengis- veitingar i veizlum, sem borgaðar eru af almannafé,alls ekki hýru auga. Kvenfélagið hefur gert svolátandi samþykkt: „Fundur haldinn i Kvenfélag- inu Ósk Isafirði, miðvikudaginn 6. desember 1972, lýsir ánægju sinni og fullum stuðningi við þings- ályktunartillögu flutta á alþingi þann 28. nóvember s.l. af alþingismönnunum Vilhjálmi Hjálmarssyni, Jóni Árm. Héðins- syni, Helga F. Seljan, Karvel Pálmasyni og Oddi ólafssyni um að skora á rikisstjórnina að hætta vinveitingum i veizlum sinum. Fundurinn samþykkir enn- fremur að skora á alla alþingis- menn Islendinga að veita þessu máli stuðning sinn, svo það nái fram að ganga.”

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.