Tíminn - 16.12.1972, Blaðsíða 9

Tíminn - 16.12.1972, Blaðsíða 9
Laugardagur l(i. desember 1972 TÍMINN 9 Ungmennafélag Hrunamanna: Tannhvöss tengdamamma Gamanleikur eftir Falkland Cary og Philips King Þýðing: Ragnar Jóhannesson Leikstjóri: Jón Sigurbjörnsson U.M.F. Hrunamanna frum- sýndi enska gamanleikinn ,,Tannhvöss tengdamanna” eftir Fal land Cory og Philips King i Félagsheimili Hrunamanna 9. des. s.l. Leikstjóri er Jón Sigurbjörns- son. Þýðingu hefur annazt Ragn- ar Jóhannesson. Leiktjöld málaði Sigurður I. Tómasson. Hlutverkin i leiknum eru 9. TitiJhlutverkið, tannhvöss tengdamömmuna, leikur Guðrún Sveinsdóttir, og á hún 20 ára leik- afmæli um þessar mundir. Er þess sérstaklega minnzt i leik- skrá og henni þökkuð ómetanleg störf i þágu leiklistarinnar. Hinn rúmgóði áhorfendasalur i Félagsheimili Hrunamanna var þéttsetinn á frumsýningunni, leikendur og leikstjóri kölluð fram hvað eftir annað i leikslok. Enda ástæða til, þvi einkennilega væri sú mannkind innréttuð, sem ekki skemmti sér ósvikið við það að skyggnast inn i heimilishald og heimiliserjur Hornetthjónanna. Andstæðurnar geta naumast ver- ið meiri i einu hjónabandi. Hin aðsópsmikla húsfreyja, sem öllu ræður og ráðstafai; er i túlkun Guðrúnar Sveinsdóttur eftirminnileg. Kannski eftir- minnilegust eftir að hún hefur „kikt i gegnum skráargatið” og kemst á snoðir um það, hvað um hana er skrafað og hvaða álit aðr- ir hafa á henni. Við þennan beiska bikar bognar þessi stórláta kjarnorkukona. Já, hún bókstaflega brotnaði saman og grét, — grét með öllum kroppnum, án þess að draga nokkuð af sér! Ég ætla, að túlkun Guðrúnar nú á tannhvössu tengdamömmunni og túlkun hennar i fyrravetur á Systur Mariu sanni, svo að ekki verði i efa dregið, að á 20 ára leik- afmælinu sómi hún sér vel á innsta bekk áhugaleikara. Eiginmaður hennar, Henry Hornett, sem Kjartan Helgason leikur, er bljúgur og fátalaður. Hann hefur uppgötvað það góða ráð að segja sem fæst orð við konu sina. Veit, að fæst orð bera minnsta ábyrgð. Talar þess meira við hreysikettina sina og sýnir þeim föðurlega umhyggju! Kjartan Helgason hefur áður komið áhorfendum sinum i gott skap með túlkun sinni á leiksvið- inu. Honum bregzt heldur ekki bogalistin nú. Edie Hornett (systir Henry) er allsérstætt hlutverk, sem Anna Magnúsdóttir skilar ágætlega, enda er hún allsviðsvön. Sama er að segja um Katrinu ólafsdóttur, sem leikur frú Floru Laik, mál- glaða og simasandi nágranna- konu Hornett hjónanna. Loftur Þorsteinsson sem Carnautie Bleigh og Guðmundur Ingimarsson (séra Purefoy) koma áhorfendum i gott skap, eins og oftast áður, enda fyrr á fjölum verið. Brynhildur Þorgeirsdóttir (dóttirin), Barbara Björnsdóttir (Dophne Pink) og Sveinn Flosi Jóhannsson (Albert Tufnett) eru öll ung að árum og nýliðar i leik- starfinu, eigi að siður skilaði þetta unga fólk sinum hlutverk- um af óaðfinnanlegu öryggi. Leikstjórinn, Jó'n Sigurbjörnsson leikari, á vissulega sinn stóra þátt i að gera þessa leiksýningu þannig úr garði, sem til er ætlazt af hálfuhöndundarsprenghlægi- lega. Hann hefur fengið til sam- starfs fórnfúsa einstaklinga og uppsker góðan árangur af sinu erfiði. U.M.F. Hrunamanna hefur verið eitt athafnasamasta ung- mennafélag hér um slóðir undan- farna áratugi. Frá þvi félagið var stofnað árið 1908,hefur það t.d. nær undan- tekningarlaust æft leikrit og tekið til sýningar ár hvert. Þau eru þvi orðin nokkuð mörg viðfangsefnin, sem þetta athafnasama ung- mennafélag hefur erjað i garði leiklistargyðjunnar frá upphafi, er fyrsta leikritið var sýnt á veg- um félagsins. Þá var þröngt á þingi.en áhugi fólksins þá og ávallt siðan, fórn- fýsi og félagsþroski hefur megnað að halda þessum menningar- kyndli á lofti. Nú er aðstaðan önnur og betri til félagsstarfa i Hrunamanna-" hreppi en áður var, enda óviða fjölþættara félagslif en þar i sveit um þessar mundir. Þar var t.d. i 57. skiptið komið saman i siðasta mánuði i Félagsheimilinu til ýmiss konar félagsstarfa. (Enginn dansleikur var þar i þessum mánuði). Oft var þröngt á þingi og þétt setinn bekkurinn, enda eru Hrunamenn að stækka félagsheimili silt um þessar mundir og skapa enn bætta að- stöðu fyrir hið fjölþætta félags- og menningarlif i sveitinni. Stefán Jasonarson. neOex 2500 klukkustunda lýsing við eðlilegar aðstæður (Einu venjulegu perurnar framleiddar fyrir svo . langan lýsingartíma) NORSK ÚRVALS HÖNNUN Heildsala Smásala Einar Farestveit & Co Hf Bergstaðastr. 10A Sími 16995 Þeir sem eru á vel negldum snjódekkjum komast leiðar sinnar. GUMMIVINNUSTOFAN SKIPHOLTI 35, SÍMI 31055, REYKJAVÍK. $§ntSfkx/.t H F. * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * BOKAUTGAFAN HILDUR SÍÐUMÚLA 18 Grænlandsfarið er margslungin ferðabók Jónasar Guðmundsson- ar, stýrimanns. Þetta er heillandi ferðasaga, sem segir frá mann- raunum og baráttu sjómanna, frá hinu sérkennilega mannlífi, sem lifað hefur verið i árþúsundir í auðnum norðursins. Ennfremur frá högum Grænlendinga nú á timum. Herragarðssaga í sérflokki. Höfundinn, Ib H. Cavling, þekkja allir. Herragarðurinn kemur nú út í 2. útgáfu vegna mikillar eftirspurn- ar. Viptoria Holt kann að halda spennunni í hámarki í ,,Kvik- sandur" Dularfull mannhvörf. Ungu stúlkurnar þrjár, sem áttu að vera nemendur Carolinu. - Napier, erfingja Lovat Stoby, undarlega aðlaðandi þrátt fyrir, sína dökku fortíð. Stórkostleg bók. Hamingjuleit er 14. bók Ib H. Cavling. John Gordon er glæsilegur, ung- ur maður. Gordon verður ein af aðalpersónunum í miklu hneyksl- ismáli og það ríður honum nærri því að fullu. Hann hafði vonað að geta lifað rólegu og friðsömu úfi á fagurri eyju, en reyndin verður allt önnur. Birgitta á Borgum er einkadóttir efnaðs óðalsbónda, sem hefur lengi verið ekkjumaður og alið dóttur sína upp í eftirlæti, enda sér hann ekki sólina fyrir henni. Þorsteinn er ungur bóndi á næsta bæ og það hefur lengi verið draumur óðalsbóndans, að dótt- irin giftist honum og jarðirnar yrðu sameinaðar. .Þetta er saga Glenn Ulmann, drengsins sem fer til föður síns, er setzt hefur að á Korsíku. Hann lendir þar í ýmsum ævintýrum. Þetta er afburða skemmtileg og vel skrifuð bók. Aðalsteinn Sigmundsson er þýddi bókina, var einn af kunnustu skólamönnum landsins. Hann þekkti drengi allra manna bezt og vissi hug þeirra til lífsins, enda eru uppeldisaðferðir hans í fullu gildi enn í dag. Barbara er hjúkrunarkona, sem ann starfi sínu í skurðstofu hins mikla Konunglega spítala í Lon- don, en tekur sér starf á héraðs- sjúkrahúsi í sjávarþorpi úti á landi, og um leið verður hún að skilja við Daníel Marston, aðstoð- arskurðlækninn, sem hún hefur starfað með í níu ár... En vistin i sjávarþorpinu reynist allt annað en daufleg. T* V V* V *T* V V V

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.