Tíminn - 16.12.1972, Blaðsíða 12

Tíminn - 16.12.1972, Blaðsíða 12
12 TÍMINN Laugardagur 16. dcsember 1972 Senn liður að hátið einni mikilli, jólahátið. Fram til þessa hefur hún verið mest allra hátiða hér á landi. Hvað verður eftir þjóðhátiðarárið 1974, er hins vegar vand- sagt um. Allir kannast við hið gamla orðatiltæki, sem reyndar er við lýði enn i dag, að ekki megi menn klæða jólaköttinn. Margir segja, að fötin skapi manninn, en gieyma að taka tillit til eins mesta og vandmeð- farnasta prýði manns- ins, hársins. Okkur þótti þvi ekki úr vegi að spjalla ögn við einn rakara eða svo og ieita álits hans á ,,hára- fari” landans og hár- tizkunni, tregðu manna við að fara til rakarans og fleiru. F'yrir valinu varð Fáll Sigurðsson hárskerameistari, for- maður Sambands hár- greiðslu- og hárskera- meistara íslands, en hann rekur rakarastofu i Eimskipafélagshúsinu að Fósthússtræti 2. — Aður en við höldum lengra Páll, er ef til vill ekki svo galið, að þú vikir nokkrum orðum að þeirri heljar rakara- og hárgreiðslu- meistara-sýningu, sem fór hér fram i ágúst i sumar. — Já. Það var i fyrsta skipti, sem haldinn var aðalfundur Norðurlandasambands hár- greiðslu- og hárskerameistara hér á landi. Var hann haldinn i Reykjavik dagana 19. og 20. ágúst siðastliðið sumar. Og i sambandi við þann fund var haldið nám- skeið, þar sem fjórir færustu hár- skerameistarar í heiminum i dag komu fram, fyrir hárgreiðslufólk og hárskera, sem endaði með mikilli sýningu á Hótel Sögu. Mætti þar aðallega fagfólk til að sjá, hvað er bezt gert á sviði hár- skurðar og hársnyrtingar i heiminum nú. F'undurinn þótti takast mjög vel, og dagblöðin á Norðurlöndum hafa getið hans með mikilli ánægju og þess gagns, er af honum hefur hlotizt. — Það má þvi með sanni segja, að þið fylgist með þeirri hártízku, sem við lýði er i heiminum á hverjum tima. — Hjá okkur hárskerum er þetta i sjötta skiptið, sem við fá- um beztu fagmenn, bæði frá Norðurlöndum og annars staðar að úr heiminum, til að endurhæfa okkur. Þetta hefur haft mjög mikið að segja fyrir okkur, vegna þess að gjörbylting er orðin i ídippingu, einkum ungs fólks, i hinum vestræna heimi. An þess að fá slik tækifæri, værum við mikið lengur að tileinka okkur hina nýju tizku. ,,Rakaragrýlan” — Eigum við þá ekki bara að snúa okkur beint að efninu og reyna að kryfja hársnyrtingar- málin hér á landi nokkuð? Væri þá ekki úr vegi að minnast fyrst á það fyrirbæri, sem ef til vill mætti kalla „rakaragrýluna”, tregðu og jafnvel ótta landans yfirleitt við að fara til hárskera. Krakklandi — Það er alveg tilvalið og full nauðsyn á þvi. Við höfum oft orðið varir við, að unga fólkið hræðist hárskerann. Það heldur statt og stöðugt, að ef það fari á rakara- stofu, þá verði ekki um neitt nema „snoðun’; eins og þau kalla það, að ræða. Þetta er mesti mis- skilningur. Ungum manni er nauðsyn að koma til hárskera til klippingar. Það þarf ekki að taka nema mjög litið af hárinu, það fer eingöngu eftir ósk hvers einstak- lings. En það þarf að klippa hár- endana á öllu hárinu, fara sem sé i gegnum það og klippa það i „greip” eins og við segjum. Það þarf nauðsynlega að klippa úr þvi allt slit, svo að hárið verði ekki dautt eins og sina jafnvel. Þetta getur hver og einn séð með þvi að lita i spegil. Ef hann hefur ekki látið klippa hárendana eða snyrta þá i lengri tima, þá deyja þeir og hárið visnar upp, verður þurrt og liflaust. Nú eru gamlingjarnir loðnastir allra — Var það ykkur hárskurðar- mönnum ekki þungt högg, er ,,siða hártizkan” komst i hápunkt hér heima? ... og Þýzkalandi. — Vissulega var það svo. Urðu margir rakarar að hætta af þeim sökum, vegna þess að þeir höfðu ekki það upp úr starfinu, sem þeir gætu ekki með auðveldu móti haft annarsstaðar.við önnur störf. Þó virtist þetta ætla að lagast, unz fyrir rúmu einu ári, að nokkuð annað kom til sögunnar. Þá tók nefnilega eldra fólkið upp á þvi að hafa sitt hár. Þar er alveg sömu sögu að segja. Mörgum fullorðn- um mönnum getur farið vel að hafa hárið loðið. En þeir verða að forðast það að hafa það eins sitt og ungu mennirnir, vegna þess.að með aldrinum þynnist hárið og kemur jafnvel skalli, sem veldur þvi, að óskaplega ósmekklegt er að safna um leið hári niður á bak. Hins vegar þarf ekki endilega að klippa með vél i kring og snöggklippa þá. Það er hægt að hafa þetta snyrtilegt. — Einhvern veginn hefur manni alltaf fundizt, að menn færu yfirleitt aðeins á rakara- stofu „til að losna við hárlufsurn- ar frá eyrum, enni og hálsi.” Hvað viltu nú segja mér um þetta sjónarmið. — Þarna hittirðu naglann á höf- uðið. Menn koma til hárskerans mestmegnis til að losna við eitt- Það nýjasta i kventizkunni i Ameriku. hvað af hárinu, en ekki til að snyrta það og forma eins og við köllum það. Aðalatriðið er ekki, hversu langt hárið er, það er smekksatriði, heldur að það sé form á þvi. Hár á karlmanni má ekki vera eins og á trippi, sem kemur af fjalli að hausti. Það virðist vera svo hér á Islandi, að hárið sé látið vaxa og vaxa, og svo er bara látið taka þetta og þetta af þvi. Við hárskerarnir erum með myndir með nýjustu hártizku og reynum á annan hátt að vera við- skiptavininum til allrar hugsan- legrar aðstoðar. Við viljum fyrst og fremst fá að forma hárið, eins og ég hef þegar sagt. Það er engin ástæða fyrir menn að vera hræddir við að fara á rakara- stofu, vegna þess að þeir fá þá klippingu, sem þeir biðja um sjálfir og enga aðra. — Eins og eðlilegt er sezt mikið af óhreinindum og fitu i hárið, ef þvi er miður sinnt, og þá ekki hvað sizt sitt hár. Er ekki erfitt um vik fyrir ykkur, þegar menn koma með hár sitt i sliku ásig- komulagi til ykkar og vilja fá klippingu eða hársnyrtingu? — Jú, það getur orðið það. Og við leggjum mikla áherzlu á það, að sitt hár er útilokað að klippa öðru visi en tandurhreint. Er þá annað hvort hægt að fá það þfcgið hjá hárskeranum, eða vera búinn að þvi, áður en komið er til hans. Eins er um þá, sem stunda mikið sund, að útilokað er að klippa hár þeirra, sérstaklega ef það er sitt, vegna klórsins i þvi, þess vegna þarf einnig að þvo það vel, til þess að einhver mynd verði á klipping- unni. Þetta þarf fólk að athugá gaumgæfilega. Hársnyrtingin ein- staklingsbundin, en ekki tizkufyrirbrigði — Tizkufyrirbrigðin eru jú óteljandi i heiminum i dag og hafa ætið verið, sum þó anzi reik- ul. En hvernig er þvi varið með hártizkuna. Er hægt að tála um einhverja ákveðna, timabundna tizku i heiminum um þessar mundir til dæmis? — Nei. Einn hárskerameistar- anna fjögurra, sem ég minntist á fyrr, Leo Passage, en hann er tal- inn ein færasti hárskeri i heimin- um i dag, sagði við o'kkur, að ekki væri til nein ákveðin hártizka, heldur gilti aðeins, hvað klæðir hvern einstakan mann. Fer það meðal annars eftir starfi manns- ins. Popptónlistarmenn og oft þeir, sem umgangast þá náið, eru venjulega rrieð sitt hár. tþrótta- menn hafa öðru visi klippingu. En um fram allt má hárið ekki lufs- ast óhirt fyrir augum manna og standa i allar áttir. 1 sambandi við iþróttamenn má nefna, að þeim er nauðsynlegt að klippa og snyrta hár sitt vel. Ef við horfum t.d. á ensku knattspyrnuna eða á myndir frá erlendum eða alþjóð- legum iþróttamótum, sjáum við vart menn með hárið slétt og lif- laust og hangandi niður i augu, eða þá að bandi sé brugðið um það. Þetta sjá að sjálfsögðu fleiri en við hárskerarnir. Og enn vil ég taka fram, að það er hirða hárs- ins og form, sem umfram allt skiptir máli, en ekki siddin. Svo ég viki aftur að „grýlunni”, sem við töluðum um áðan, þá held ég jafnvel, að sumir foreldrar hafi a.m.k. á timabili sagt við óþæg börn sin — „ef þú verður ekki þægur, þá sendum við þig til hárskerans”. En i gamla daga, þegar ég var strákur, var aftur á móti löggan notuð i þessu sam- bandi. Ástandið er vissulega orðið slæmt, þegar farið er að lita á okkur hárskera sem einhverja refsiaðila. Það situr svo mikið i ungu fólki á íslandi, að hársker- inn sé sá maður, sem helzt beri að forðast sem allra mest. Nú hefur orðið breyting á hár- tizku t.d. á Norðurlöndunum, en reyndin er sú, að hártizkan er oft- ast eitt til tvö ár að berast hingað erlendis frá, svo að vænta má, að þessi tizka komi jafnvel ekki fyrr en eftir ár hingað til lands. Að sjálfsögðu er einn og einn búinn að tileinka sér hina nýju tizku, en meiri hlutinn er hræddur, vill ekki láta skerða hár sitt eitt eða neitt, heldur að hárskerinn muni taka af sér öll völd. ,,Ætlarðu ekki að vera í stælnum” Loöið hár karla — pinupils kerlinga — Hvernig er hagur hárskera yfirleitt i dag og hvaða megin- þættir hafa haft áhrif á hann? — Aðsókn ungs fólks virðist hafa aukizt áberandi á siðustu ár- um, enda mátti hún svo sem við þvi. En i staðinn hefur það gerzt að eldri kynslóðin kemur miklu sjaldnar. Þannig er afkoma okk- ar sizt betri en hún var fyrir ,,Ef þú verður ekki þægur, sendum við þig til rakarans" Eru horfur á því, að rakarastéttin leggist niður í framtíðinni? — Spjallað við Pál Sigurðsson hárskerameistara Ilártizkan í Þýzkalandi I dag

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.