Tíminn - 16.12.1972, Blaðsíða 13

Tíminn - 16.12.1972, Blaðsíða 13
Laugardagur l(i. descmbcr 1972 TÍMINN 13 Sæuska herratizkan 1972/1972 svona þrem, fjórum árum. Og þarna hefur okkar styrkasta hjálparhella, kvenfólkið, brugðist okkur algerlega. Áður voru þær vanar að reka eiginmenn sina og unnusta til hárskerans til hár- snyrtingar, áður en farið var i leikhús, á dansleiki og annað slikt. En núna vilja þær láta þá safna svo og svo miklu hári, jafn- vel þótt hárið sé hálfdautt orðið og mennirnir orðnir verulega sköllóttir. Texti: Steingrímur Pétursson Myndir: Róbert Ágústsson Suma klæðir vel að hafa t.d. loðið i hnakkanum, ef hann er lit- ill. En þegar menn hafa misst mikið af yfirhárinu og i kring, er það orðið hálf ullarkennt; þá sér hver maður, að slik hársöfnun er alveg út i hött. Það er ekki hægt að slá þvi bara fram „ætlarðu ekki að vera i stælnum”. Það verða að vera skilyrði fyrir hendi. Við getum nefnt sem dæmi, að ef maður kemur inn i einhvern bankann og sér unga stúlku um tvitugt i stuttu pilsi og peysu. Þetta klæðir hana prýðisvel. En ég á bágt með að trúa þvi, að eiginmennirnir myndu fara að reka konur sinar segjum 40 til 60 ára til að fara að ganga i pinupils- um. Þær klæða sig auðvitað i samræmi við aldur sinn. Alveg sama máli gegnir með klipping- una. Karlmenn eiga að fara eftir þvi, hvernig hárið á þeim er,hvað klæðir þá bezt, en ekki slá þvi fram, að þetta sé tizka, sem skuli ganga yfir alla aldursflokka. Ilakaramenning ís- lendinga — 90 til 95% er klipping — Er ekki tilfellið, að þetta fyrirbrigði, þ.e. eftiröpun fullorð- inna og roskinna manna eftir ungu mönnunum og þar með smekkleysi þeirra, hvað hártizk- una almennt snertir, sé nokkuð sérstætt fyrir Island? — Jú, þetta er vissulega allsér- stætt. Þvi til skýringar má nefna, að á Norðurlöndunum er útkoman sú, að 50% af tekjum hjá hársker- um eru fyrir klippingu, en hinn helmingurinn er fyrir ýmsa aðra þjónustu, eins og hárblástur, hár- böð o.s.frv. En hér á landi eru 90 til 95% fyrir klippingu eingöngu, en aðeins 5 til 10% þvottur og blástur. Þarna kemur einmitt fram sá munur, að á Norðurlönd- um eru menn orðnir vanir þvi ,,að brúka rakarann”, ef svo mætti segja, og þeir finna, hve hárið verður mikið liflegra eftir þvott og snyrtingu. Það þykir heldur sóðalegt að ganga með hárið fit- ugt og klistrað og lafandi niður með höfðinu. — Það má sum sé segja með rétti, að tslendingurinn sé að þessu leyti all mjög „primitivur” og hafi ekki enn tekizt að aðlagast og notfæra sér þá þjónustu, sem hárskerarnir bjóða upp á, þrátt fyrir áratuga tilvist þeirra hér. — Það er öldungis rétt og ekki of fast að orði kveðið. En það má iafnvel finna vissar orsakir ólafur Ægisson, hárskeranemi. — Er ég dvaldi úti í Englandi i sum- ar. komst ég að þvi, að þar er afstaða pilta til hársnyrtingar allt önnur. Það vckur eflaust furðu manna hér á landi, en þarna fara piltarnir ekki út að skemmta scr, án þess að fara fyrst til hárskerans til þess að láta snyrta hárið, blása það og jafnvel klippa smávegis af endunum. Annað þykir ekki viðeigandi. Einnig er hárgreiðsla þeirra nokkuð önnur en hér, þ.e.a.s. að þeir leggja meiri rækt við að fylgjast með ríkjandi ti/.ku. En að sjálfsögðu finnast hippar innan um, sem ganga með sitt og villt hár. þessa. Á timabili var svo mikið að gera hjá hárskerunum hér á landi, á striðsárunum siðari og eftir strið, að þeir komust ekki nema naumlega yfir að klippa þá, sem á stofuna komu. Þeir höfðu engan tima til að sinna frekari hársnyrtingu, svo fáliðaðir voru þeir. Og þannig var ástandið allt fram undir 1960. — Það hefur ekki þótt aðlaðandi eða eftirsóknarvert starf, hár- skurðurinn, á þeim árum. Hvað lá þar á bak við? — Það,sem fór og hefur ef til vill fariðverst með stéttina, er að i 30 ár, heil 30 ár.hafa verið verðlags- ákvæði á klippingu. Þetta kemur varla við visitölu, en hárskerinn er samt pindur til þess að taka eitthvert ákveðið verð, sem nær ekki nokkurri átt. Við höfum átt i striði við þetta i fjöldamörg ár, en það er sama hvaða stjórn hef- ur setið að völdum, enginn skiln- ingur virðist hafa rikt. Það eru sett ákvæði á opinberum skrif- stofum,en við fáum engu að ráða þar um, þannig að við höfum ekki fengið að samrýma okkar prisa. Það er lögð rækt við starfiðog ekkert fúsk á hlutunum. Það er Páll Sigurðsson, sem hér sinnir viðskipta- vini af eldri kynslóðinni. Það er ekki langt bilið á milli kynslóðanna hér, og hvað hártizkuna snertir, er það i mörgum tilfellum en skemmra, eins og nánar segir í greininni. Ef við segðum, að klipping yrði hækkuð um 30 krónur, sem varla myndi hreyfa visitölu, þá mynd- um við geta gefið okkur góðan tima til að sinna viðskiptavinin- um og viðbótarupphæðin, sem hann greiddi, yrði þá tiu krónur á mánuði, ef miðað væri við, að hann færi til hárskera á þriggja mánaða fresti. Ekki myndi sú hækkun tæma budduna. Samdráttur rakara- stéttarinnar. —Hver er fjöldi hárskera og rakarastofa i Reykjavik i dag? — Allt i allt, þ.e. að meðtöldum nemum, sveinum og meisturum, þá eru þeir á milli 50 og 60. Flest- arv stofurnar eru tveggja manna, en einnig er til, að um aðeins einn hárskera sé að ræða á stofu, eða fleiri en tvo. Til þess að samdráttur stéttar- innar á siðari árum skiljist betur, er handhægara að benda á smærra svæði. Fyrir nokkrum árum voru eftir þvi sem ég bezt veitallstiu hárskerará Akureyri. Nú eru þeir aðeins fimm eða sex. Hér i Reykjavik hefur reyndin orðið sú, að bæði hafa rrrargir hreinlega hætt i starfinu og ^núið sér að öðru, og eins hafa margir að loknu námi i iðninni farið út i önnur störf. Þú getur rétt imyndað þér ástandið, að eftir fjögurra ára nám fær sveinninn t.d. allt að 10.000.00 kr. minna kaup en af- greiðslumaður áfengisútsölu, sem ekkert þarf að kunna annað en að pakka inn flöskum. Og hann þarf ekki að fara i há störf hjá þvi opinbera, til að fá bæði ýmis hlunnindi og hærra kaup. En það er*við okkur, sem rekum rakarastofurnar að sakast um þetta, heldur er ástæðan sú, að ið fáum ekki nægilega hátt verð tyrir okkar vinnu. Og fagið er i öldudal, og það er engum til góðs, að fagið lognist út af. Eða vilja menn ef til vill búa við það i fram- tiðinni að standa uppi rakara- lausir eins og frumstæðustu villi- menn. — Hver hefur verið helzta við- leitni ykkar sjálfra, hárskeranna, til að reyna að lyfta upp stéttinni? — Við höfum lagt mesta áherziu á að fá hingað fræga og þekkta fagmenn til námskeiðahalds, og má geta þess, að væntanlega verður efnt til sliks námskeiðs strax aftur eftir áramót. Við leggjum þannig höfuðáherzlu á sem bezta þjónustu og að endur- hæfa okkur sem allra bezt. Hins vegar erum við svo fáir og fjár- vana, að við höfum ekki efni á þvi að auglýsa okkur i fjölmiðlum eða annars staðar. Það var þvi mikið átak fyrir okkur að efna til fyrr- Frh. á bls. 20.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.