Tíminn - 16.12.1972, Blaðsíða 15

Tíminn - 16.12.1972, Blaðsíða 15
Laugardagur 16. desember 1972 TÍMINN 15 I)enis Wrigley: Vatn, hraði, hjól. Örnólfur Thorlacius þýddi Iðunn gaf út. Átthagafræði er mikilvæg námsgrein á mesta framfara- skeiði mannsævinnar á aldrinum milli fjögurra og sjö ára. Vil- mundur Jónsson landlæknir, sá vitri maður, sagði einu sinni svo að ég heyrði: „Éf menn hafa ekki lært málið sex ára, læra menn það aldrei.”. Þetta var auðvitað ýkja, en i henni er samt mikill sannleikur. Vanræksla i uppeldi barns á þessu örlagarika mótunarskeiði hefnir sin grimmi- lega, en það ber oft margfaldan ávöxt, sem þá er sáð til. Með þessi sannindi i huga leggja menn æ meiri áherzlu á „forskólann”, sem er vont orð og ætti að tortimast. Blöð með hæfilegum myndum og orðin , fest saman i einhvers konar bók eru liklega enn bezta hjálpartæki góðs leið- beinanda barns á þeim aldri, sem það er beinlinis að nema heiminn — þ.e. umhverfi sitt, og engar bækur eru gripnar fegnari höndum eða lesnar opnari fögnuði en þessar á bjartasta áhugaskeiði mannsævinnar. Iðunnarútgáfan hefur byrjað útgáfu á bókaflokki, sem er valið hjálpargagn i átthgafræðinni. Flokkurinn nefnist „Litlu ,uglurnar”. Hver bók er með fáum blöðum, og á hverju blaði fá, en valin orð i sam- ræmi við mynd. Þessi bóka- flokkur er eftir enskan höfund, augsýnilega kunnáttusaman leið- beinanda. Ornólfur Thorlacius hefur þýtt eða staðfært orðin. Fyrsta bókin er um vatnið, önnur um hraðann, þriðja um hjólið, Bókarefnin eru óþrjótandi, en rétt að raða þeim i bækur eftir mikil- vægi eða tiðni fyrirbæra i umhverfi barna. Þessar bækur eru vafalitið feginsfengur á dagheimilum, leikskólum og i frumdeildum barnaskóla. Þær geta fóstrur og kennarar notað sem leiðsögn um leið og þau breyta stofunni i til- raunastofu og munu nýtast bezt, ef barnið fær að sannreyna kenn- inguna, sem flutt er, með sjón, heyrn eða þreifiskyni. Á sama hátt eiga foreldrar eða eldri syst- kini að beita bókunum. Þær eiga þvi jafnt erindi til barna og leið- beinenda þeirra á heimilum og i skólum. örnólfur hefur fjallað um þessar bækur af vandvirkni og næmum skilningi, og útgáfan á þakkir skildar fyrir það að riða á þetta vað. —AK Guðný Guðjónsdóttir: Dúfan og galdrataskan Prentsmiðjan Leiftur. Þetta litla kver stingur nokkuð i stúf við obba þeirra barnabóka, sem veifað er framan i fólk um þessar mundir. Það minnir á barnabækur þær, sem maður fékk i hendur og fletti með hljóðri aðdáun fyrir svo sem fjórum ára- tugum. Og enn getur maður ekki orða bundizt um það, hvað bóka- tizkan var falleg i þá daga. Þokk- inn ljómar af svona kveri, og þó er ekki hægt að benda á neitt sér- stakt, sem gefur þvi friðleikinn — það er aðeins þetta hógværa lát- leysi. Og sögurnar i kverinu eru með sama svip. Þær heita Dúfan og galdrataskan, Hi, kona á hundrað ára skóm, Óskasteinninn, I Bolla- brekku og Brúðudans. Efni þeirra er með sama marki látleysisins og málfarið einnig. Hugmynda- flugið mætti ef til vill vera meira og atburðirnir stórbrotnari. En allar sögurnar eru samt bráðvel sagðar, málfarið einstaklega mjúklátt og orðafarið fallega is- lenzkt. Myndirnar eru dráttfinar og smágervar og liklega eftir höfundinn sjálfan, þar sem ekki er annars getið. Ef til vill finnst fólki þessi hug- þekka barnabók ekki nógu stáss- leg og stór i broti til þess að hún sé álitleg jólagjöf barni, af þvi að nú er bókarsniðið og káputizkan með öðrum hætti. En illt væri, ef fólk, sem á annað borð vill færa barni góða bók, léti það aftra sér. Ekki er vanþörf á að reyna að vekja at- hygli barna á þvi, að fegurð bóka felst i fleiru en æpandi litum og trölladráttum. — AK Tove Jansson EYJAN HANS MOMÍNPABBA Steinunn Briem þýddi Bókaútgáfan örn og Örlygur Þetta mun vera fimmta bókin, sem kemur út hér á landi með ævintýrum múminálfanna sænsku, en þessar barnabækur eru nú taldar i úrvali nútima barnabóka. Teikningar eru eftir höfundinn sjálfan. Þessi undar- lega dvergþjóð með vatnahesta- svipinn á núorðið sinn heim i huga barna, heim sem stækkar með hverri bók og verður æ likari mann heimi og mannlifi. í þessu ævintýri lætur múnin- fjölskyldan undan útþránni og hyggur á nýtt landnám, flytzt brott úr dalnum sinum og sezt að á eyðiey. Umhverfið er allt annað, verkefnin ný af nálinni, ný lifsbarátta, nýjar hættur að sigrast á. Þótt veruleikinn sé nokkurn veginn samur við sig og setji sögunni sin takmörk er ævintýrið jafnan nálægt og skýtur viða upp kolli. En þetta er fyrst og fremst kennslubók um mannlega sið- fræði og náttúrulögmál, saga um mannleg skipti við náttúruöflin, og mannlegur skilningur á þeim. Úrræði lifsbaráttunnar eru einnig mannleg. En öll verður þessi átthaga- fræði þó fyrst og fremst skemmtileg og viðburðarik saga, yljuð djúpri samúð og samkennd milli alls sem lifir, kimleg og alvörugefin i senn, léttilega sögð af næmum skilningi á þroska- leiðum barna og áhugaefnum þeirra. Þýðing Steinunnar Briem er oftast með ágætum, málið alltaf aðfellt og lipurt, auðskilið, en þó auðugt að blæbrigðum, frjálslegt i bezta lagi, en auðvitað getur notkun einstakra orða og tals hátta verið álitamál og einstaka sinnum vafi á þegnréttinum á islenzku, Mér þykir til að mynda múminarnir „brjóta heilann” óþarflega oft og mættu stundum hugsa eða hugleiða i þess stað — svo að maður þjóni hótfyndni sinni örlitið. En sögurnar um múminana eru meðal beztu þýddu barnabóka, sem nú eru gefnar og til marks um það, að engan veginn er hroði einn borinn fyrir börn úr safni er- lendra barnabóka. — AK Þegar Bjössi var ungur Útgefandi: Skarð. Þetta er liarla nýstárleg barna- bók og raunar enn fremur handrit cn bók, þótt ekkert sé út á hinn ytri búning að setja. Þarna segir afi frá þvi, er Kjössi var ungur, en enginn veit hver afi er. Ilöfundar er sem sagt ekki getið, en verið gæti, að bætt yrði úr þvi siðar. Þetta er skemmtileg saga af lifi drengs. Þar eru ævintýri og þjóðsögur, sagt frá skólavist Bjössa, skiðaiðkunum bans og siðan sveitadvöl. Bjössi er Akur- eyringur, sveitin vafalaust Eyjaf jörður. Öll er sagan vel og lipurlega sögö, svo að höfundur þarf ekki að leyna nafni þess vegna. Þarna er engin mynd, en sögurnar hans Bjössa eru allar ákjósanlegt myndaefni — bjóða beinlinis teiknaranum hug- myndir. Þetta er allt með vilja gert. Útgefandinn ætlar sem sé að biðja unga lesendur að myndskreyta sögurnar af Bjössa. Bókinni fylgja laus blöð, sem gott er að teikna á, og einnig eru auðar eða hálfauöar siður i bókinni i sama skyni. Hver lesandi getur þvi myndskreytt sina eigin bók sjálfur. EN útgefandinn biður um meira. Þegar börnin hafa teiknað myndir, sem þeim þykir hæfa i bókina, biður liann þau að senda teikningarnar — merktar dulnefni, sem rétt nafn fylgir I lokuöu umslagi, — til sin. Siðan mun dómnefnd fjalla um teikn- ingarnar og verðlaun verða veitt fyrir þær beztu. Myndirnar verð- ur að senda fyrir lok febrúar 1971!. Hagnaði af útgáfunni á að verja til verðlaunanna. Einnig er ráð- gerð sérstök sýning á teikningun- um, og loks hyggst útgefandi gefa „Þegar Bjössi var ungur” út öðru sinni og þá skreytta teikningum eftir bömin. Þetta er sem sagt hin skemmtilegasta og gagnlegasta hugmynd að barnabók. Hún býður ungum listamönnum óvenjulegt tækifæri, ýtir undir hugmyndaflugið og efnir til sér- stæðrar og þroskandi barna- bókarútgáfu, þar sem hlutur ungs lesanda er meira en að vera hlut- laus þiggjandi. Þessari tilraun Skarðs ætti að taka vel, og raunar þarf varla að óttast það, að börnin láti sitt eftir liggja. Þau svara oftast vel svona ákalli, og foreldrarnir ættu að stuðla að þátttöku þeirra í þessu sameiginlega verki. PIERPONT-úr/n handa þeim sem gera kröfur um endingu, nákvæmni og fallegt útlit. Kven- og karl- manns úr af mörgum gerðum og verð- um. KARL R. GUÐMUNDSSON úrsmiður Selfossi SmmMXBBMMM Sparískírteini ríkissjóös- Falleg tækifærisgjöf Sparisliírteini ríkissjóðs í 2. fl. 1972 eru nú til siilu í smekk- legrri kápu or eru tilvalin til ta‘kifærisgrjafa. Skírteinin eru gefin út í 1.000, 10.000 og: 50.000 króna stærðum oe eru miðuó við byKRÍiiKarvísitiilu frú júlí 1972. SEÐLABANKI ISLANDS Vélsleði óskast Oska eftir að kaupa góðan vélsleða. Upplýsingar i sima 2- 38-94 milli kl. 6 og 7 á kvöldin, næstu viku. Joðofór blandað i lanolin er éhrifaríkt gegn bakteríum, sem valda -»;** v/v, •v' s júgurbólgu og því heppilegt til daglegrar notkunar i baráttunni ”U ATí ge9n júgurbólgu, sem vörn gegn skinnþurrki og til hjálpar við •; T-á laeknlngu sára og fleiðra á spenum. ,;v. NOTKUNARREGLUR Til spenadýfu. Útbúið lausn, sem samanstendur af Orbisan að 1 hluta og vatni að 3 hlutum. Fyllið plastglasið að % og dýfið spenunum i strax eftir að hver kýr hefur verið mjólkuð og munið að bæta nægilega ört i glasið, Til júgurþvotta. Útbúið lausn, sem samanstendur af 30 g (ca T't tvær matskeiðar) af Orbisan og 12 litrum vatns, og þvoið júgur og spena kýrinnar fyrir mjaltir úr þessari lausn, en við ráðleggj- um eindregið notkun sérstaks klúts fyrir hverja kú eða notkun :»\í: einnota pappirsþurrku. Til sérstaks þvottar spenahylkja. Útbúið lausn, sem samanstend- Tv. ur af 30 g (ca. tvær matskeiðar) af Orbisan og 12 litrum vatns ú - Dýfið spenahylkjunum i lausnina og hristið þau i lausninni i a m k. 30 sekúndur, áður en þér mjólkið hverja kú ð;-’J ------------------------------------------------------ i.:v ORVGGI • Orbisan spenadýfa og júgurþvottalogur er viðurkennt .af hinu op- !$& inbera eftirliti með sóttvarnarefnum i Bretlandi. Engrar sérstakr ar varúðar er þörf fyrir þá, sem með efmð fara. Svo framarlega $?■'. sem þetta joðefni er blandað með vatni samkvæmt fyrirmælum "(■'•',; og borið á spena mjólkurkúa strax að mjöltum loknum, er notkun þess til júgurbólguvarna algerlega hættulaus fyrir mjólkurneyt ýrV; endur T1.” IV..V &>; Beecham Animal Health products manor royal. crawley. sussex, england UMBOÐSMAÐUR: G. ÓLAFSSON H.F., REYKJAVlK vÍ'V.xt.. -AK. ©AUGLYSIUGA3 ÍOKAN

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.