Tíminn - 16.12.1972, Blaðsíða 17

Tíminn - 16.12.1972, Blaðsíða 17
Laugardagur l(i. desember 1972 TÍMINN 17 Þá fyrst finna Heykvikingar nálægð jólanna, er jólatré hefur verið reist á Austurvelli. Og hér á mynd inni sjáum við, að þeir voru einmitt að þvi i gær. —Timamynd: Róbert. Kveikt á Oslóarjólatrénu á sunnudag Sunnudaginn 17. desember kl. 16.00 verður kveikt á jólatrénu á Austurvelli. Tréð er gjöf óslóborgar til ibúa Reykjavikur, og er þetta i 21. sinn, sem höfuðborg Noregs sýnir borgar- búum vináttuhug með þessum hætti. Athöfnin hefst um kl. 15.30 með leik \ Lúðrasveitar Reykjavikur undir stjórn Páls P. Pálssonar. Lars Langlker, sendiráðsritari, mun afhenda tréð fyrir hönd Oslóbúa, en Birgir Isleifur Gunnarsson, borgarstjóri, veitir trénu móttöku fyrir hönd borgar- búa. Þá mun Dómkórinn syngja jólasálma undir stjórn Ragnars Björnssonar, dómorganista. Að þessari athöfn lokinni, verður afhjúpaður minnisvarði af séra Bjarna Jónssyni, vigslu- biskupi, heiðursborgana Reykja- vikur, en minnisvarðinn er gerður af Sigurjóni Ólafssyni, myndhöggvara. Minnisvarðanum hefur verið valinn staður við Dómkirkjuna að tilvisun sóknar- nefndar. Tillaga Guðmundar G. Þórarinssonar í borgarstjórn: Reynt að gæta samræmis í kostnaði borgarbúa við lóðafrágang ÞÓ-Reykjavik. Sem kunnugt er.var samþykkt tillaga frá þeim Kristjáni Bene- diktssyni og Albert Guðmunds- syni varðandi lóðafrágang . á borgarstjórnarfundi 7. desember s .1. 1 sambandi við tillögu Kristjáns og Alberts kvaddi Guðmundur G. Þórarinsson sér hljóðs. Guð- mundur kvaðst fagna framkom- inni tillögu, en taldi,að ekki væri nógu sterkt til orða tekið i tillög- unni, þegar um frágang eigin lóða borgarinnar væri að ræða. Borgin þyrfti að ganga á undan með þvi að ganga snyrtilega frá eigin lóð- um, eins og t.d. i Ártúnshöfða, þar sem malbikunarstöðin, pipugerð- in og ýmis geymsluhús borgar- innar væru. Einnig væri svo með ýmis bilastæði, sem borgin ætti Kveikt á jólatré í Hafnarfirði Sunnudaginn 17. des. kl. 16:00 verður kveikt á jólatré þvi, sem Fredriksberg i Danmörku hefir gefið Hafnarfjarðarbæ. Jólatréð er staðsett á Thors- plani v/Strandgötu. Lúðrasveit Hafnarfjarðar, und- ir stjórn Hans: Plodes, leikur á undan athöfninni. Aðalræðismaður Danmerkur, herra Ludvig Storr,afhendir tréð. Frú Bodil Jóhannsson tendrar ljósin. Kristinn Ó. Guðmundsson, bæjarstjóri, veitir trénu viðtöku. Að lokum verður almennur söngur undir forsöng Karlakórs- ins Þrastar. Kynnir verður Sr. Bragi Bene- diktsson. Guðmundur G. Þórarinsson. að sjá um, eins og bilastæðið við Skúlatún og Borgartún, og lóða- frágang við ibúðir, sem borgin leigði út, þar mætti benda á borgaribúðir við Kleppsveg. Guðmundur sagði, að hinsveg- ar væri það svo, að mjög misjafnt væri hvað borgararnir þyrftu að bera þungar byrðar vegna frá- gangs lóða. 1 þvi sambandi benti hann á, að þeir, sem byggju i Fossvogi. þyrftu margir hverjir að leggja i mikinn kostnað vegna frágangs á lóðum, eins ogt.d. að steypa langar gangstéttir og koma upp ljósastaurum, og sömu sögu væri að segja sumsstaðar úr Breiðholti, þar sem menn þurfa sumsstaðar að malbika veruleg plön sjálfir. En þeir, sem fengju lóð við Langagerði og viðar, þyrftu aðeins að steypa mjóa gangstétt. Guðmundur sagði, að með skipulagi mætti koma i veg fyrir, að fólk yrði fyrir stórfelldum fjár- útlátum, og t.d. þyrfti mikið og samstillt átak til þess að ganga frá lóðum, eins og við fjölbýlis- hús. 1 framtiðinni yrði að gæta tpeira samræmis i þessum mál- um. Vegna þess bar Guðmundur fram eftirfarandi tillögu: „Vitað er, að mismunandi skipulag byggðar i borginni legg- ur lóðarhöfum mismiklar byrðar á herðar við lóðafráganga. Má þar nefna gangstéttagerð, lýsingu lóða og malbikun. Borgarstjórn felur borgarverk- fræðingi að kanna hversu mikill mismunur er milli hinna nýju hverfa og beinir þvi jafnframt til borgarverkfræðings, að reynt verði i framtiðinni að gæta sam- ræmis i þessum efnum.” Kveikt á jólatré í Kópavogi ÞÓ—Reykjavik. Vinabær Kópavogs i Sviþjóð, Norrkjöping hefur mörg undan- farin ár sent Kópavogsbæ jólatré að gjöf. Nú hefur Norrkjöping enn einu sinni sent vinabæ sinum jólatré, að þessu sinni verður kveikt á þvi á morgun, sunnudag, klukkan 16.30. Við Félagsheimili Kópavogs. Aður en kveikt verður á trénu flytur sænski sendiherrann ávarp, og einnig forseti bæjar- stjórnar Kópavogs. Siðan mun sænska sendiherrafrúin kveikja á trénu. Skólahljómsveitin i Kópa- vogi leikur jólalög og samkórinn mun syngja. Kveikt á Hamborgar- jólatrénu í dag Laugardaginn 16. desember kl. 16.00 verður kveikt á Hamborgar- jólatrénu, sem Reykjavikurhöfn hefir fengið sent árlega frá árinu 1965. Tréð er gjöf frá klúbbnum Wikingerrunde, sem er félag Leiðrétting Formaður Póiýfónkórsins var hér i blaöinu ranglega nefndur Frið- rik Kiuarsson. Ilann heitir Friðrik EIRÍKSSON. blaðamanna og fyrrverandi sjó- manna i Hamborg. Ritstjóri þýzka timaritsins Die Zeit, Herra P. Drommert,mun af- henda tréð við athöfn við Hafnar- búðir við Reykjavikurhöfn, þar sem tréð verður reist, að viðstöddu* vestur-þýzka sendi- herranum á Islandi og borgar- stjóranum i Reykjavik. Hafnarstjórinn mun veita trénu móttöku, en það er gefið sem jóla-. kveðja til fslenzkra sjómanna. Eimskipafélag tslands og Loft- leiðir hafa veitt fyrirgreiðslu við flutninga tii landsins. (Frá hafnarskrifstofunni). - ' ^ Allt í jólamatinn Jólarjúpur — Kjúklingar — Folaldakjöt — Nautakjöt — Ungkálfakjöt. Svinakjöt — þ.e. hamborgarhryggir, hamborg- arrúllur, kótilettur og bógsteikur. OKKAR VIÐURKENNDA j ólahangikjöt Nýtt grænmeti — hvítkál, rauðkál, rauðrófur, gulrófur, gulrætur, laukur. Nýir ávextir daglega. Opið I kvöld til kl. 0 Sendum um allan bæ BORGARKJOR Grensásvegi 26 — Sími 3-89-80. FJÍA FLUCFÉLJYCMISHJ rfS Lsfl Skrifstofustarf hálfan daginn Flugfélag Islands óskar að ráða skrif- stofustúlku til starfa við vélritun. og sim- vörzlu. Umsóknareyðublöð, sem fást i skrif- stofum félagsins, skilist til starfsmanna- halds fyrir 22. þ.m. FLUGFELAG /SLAWDS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.