Tíminn - 16.12.1972, Blaðsíða 23

Tíminn - 16.12.1972, Blaðsíða 23
Laugardagur 1(>. desember 1972 TÍMINN 23 Hæsta rétta rmá I um forræði barns i gær var tekið fyrir i hæstarétti mái, sem sprottið er af deilu islenzks manns og enskrar konu um forræði barns, sem dvalizt hefur hérlendis á vegum föður sins. Úrskurðaði fógetaréttur fyrr i haust, að barnið skvldi tekið af fööurnum með fógetavaldið að fengnum þeim úrskurði dóms- málaráðuneytisins, að inóðurinni bæri forræði þess. Hjón þau, sem eiga i þessari deilu, skildu i árslok 1969, er Troðnar slóðir FrÆaLd staðar á annan metra yfir yfir- borði vegarins. Næst ströndinni hefur úrkoman að undanförnu verið meira rign- ing eða krapahrið, og er þvi mun minni snjór þar, en hann vex stöðugt til landsins, og fremst i Bárðardal eru girðingar á jafn- sléttu sums staðar komnar i kaf. Vegurinn yfir Hólasand — Kisil- vegurinn — hefur lokazt á hverj- um sólarhring að undanförnu, en reynt hefur verið að halda honum opnum eftir föngum. Stundum hefur það komið fyrir að versti kaflinn á þeirri leið hefur verið i Reykjahverfi, en nú er þar varla snjókorn á vegi. Á norðanverðu Tjörnesi er nær enginn snjór, en um mitt nesið að vestan er mjög illfær kafli, og er hann versti farartálminn á leiðinni austur til Kópaskers, en þá leið verða menn þaðan að sækja til læknis á Húsavik — um 100 km. Ef veður batnar verður þessi kafli ruddur strax, en á hon- um er nýr upphleyptur vegur, svo að ekki virðist það einhlitt, þegar svo snjóar sem nú. Þess má geta, að á þvi svæði, þar sem snjórinn er mestur nú, eða i Suður-Kinn var fyrir mörg- um árum rutt upp vegi, sem aldrei hefur verið borið ofan i, en verið notaður sem vetrarvegur. Það er hins vegar ekki hægt nú, þar eð jörð er frostlaus og heldur hann þvi ekki stærri bilum. Á Norðurlandsáætlun er ráð- gert að byggja upp veginn i Kinn frá Ófeigsstöðum og suður i Kross á næstu þrem árum, en allt er það komið undir þvi fjármagni sem fæst. Um uppbyggingu vegarins i Ljósvatnsskarðinu er hins vegar allt óvissara, en það stendur að nokkru i sambandi við gerð vegar yfir Vikurskarð og i Fnjóskadal, en frá þeim áætlunum var sagt i blaðinu i gær. RICHARD WURMBRAND Neðan- jarðar kirkjan Sera Magnús Runólfsson þýddi Bok, sem vekur athygli og umtal. Bok, sem ..eiu. huiuiu ut i mbrgum utgafum i yfir 30 löndum, og vifta verið met- solubok. Bök, sem fjallarum hatur, þjáningu og vald hins illa i heiminum... Bok, sem svarar meöal annars eftir- farandi spurningum: Hver er Jesus? Hvaö er kirkja? Tiökast trúarofsóknir á 20. okJ...Bókin er kröftugur vitnisburður manns, sem var fangi kommúnista i 14 ár. KR nnH.rni oska her með.að mér veröi senl i pöstkrofu einl af bokinm Neðanjarðarkirkjan ■ Verð kr 295.001.- Naln_______________ ■ — ■ . Ileimili______________________ lchlhys bokalelagió, pósthóli 330, Akureyri konan gekk af heimilinu, og fór faðirinn með barnið hingað vorið 1971. Árið 1971 höfðaði maðurinn hér skilnaðarmál og krafðist for- ræðis barnsins á þeim forsendum, að konan væri vanheil og ófær um að ala barnið upp og veita þvi við- hlitandi öryggi. Siðast liðið sumar kvað dóms- málaráðuneytið eftir talsvert málastapp upp þann úrskurð, að konunni bæri forræði barnsins, og var það sá úrskurður, sem borgarfógetinn i Reykjavik stað- festi i haust að framfylgt skyldi með fógetavaldi. Þessum úrskurði var svo áfrýjað til hæstaréttar, þar sem niðurstöðu mun að vænta i næstu viku. Sækjandi i málinu fyrir hönd föðurins er Jón E. Ragnarsson héraðsdómlögmaður, en verjandi og lögfræðingur konunnar er Ágúst Fjeldsted hæstaréttarlög- maður. Málið er gjafsóknar- og gjafvarnarmál. Ekið á bíl í Bankastræti Ekið var utan i mannlausan bil, sem stóð efst i Bankastræti s.l. fimmtudag. Billinn sem er blá- grár Volkswagen skemmdist nokkuð. öruggt verður að telja, að ökumaður bilsins, sem ók utan i hinn hefur orðið var við árekst- urinn, þvi annað frambreytti bils- ins er mikið dældað, greinilega eftir keðjur. Ákeyrslan hefur skeð á háannatimanum, þegar margt fólk er á ferli um Bankastrætið. Óskar umferðardeild rannsókn- arlögreglunnar eftir vitnum að atburðinum. Vi'ðivangur SK una um 10%, en frekar mun það hugsaó sem undantekning i þeim tilvikum, að tekjur lirökkvi alls ekki fyrir gjöldum, en að það sé gert að meginreglu. Eðlilegra hefði verið að miða þessa áætlun við 10% út- svarsálagningu og miða fram- kvæmdaáætlunina við þá tölu, sem þá kæmi út. Þetta var ekki gert og þvi er framkvæmdaáætlunin nánast óskaiisti, þar sem ekki eru raunhæfar tölur þar að baki teknamegin. Keyndar eru tekjur borgar- sjóðsins mciri en þær 2572,1 inilljón, sem eru niðurstöðu- tölur á yfirlitinu. Til viðbótar má m.a. telja gatnagerðar- gjöld, að upphæö 94 milljónir og framlag til borgarinnar, 52 milljónir. sem er liluti bensin- skatts. Sé þetta talið verða tckjurnar alls 2718 milljónir kr. Niðurstiiðutölur á liðunum götur og holræsi er 648,6 milljónir. Áf þeirri upphæð eiga 476 milljónir að fara i nýjar göturog holræsi. Ef það fiármagn borgarsjóðsins, sem llutt er á eignabreytinga- reikning, er kallað fram- kvæmdafé, sem það vissulega ekki er allt, verður heildar- framkvæmdafé borgarsjóðs um eða yfir 1200 milljónir. Eins og þessar tölur bera með sér cr augljóst, að tekju- stofnalögin nýju hafa siður en svo reynzt Reykjavikurborg óhagstæð, heldur hið gagn- stæða”. —TK Hanái á alla vinnustaði Á. A. PÁLMASON Simi 11517 NÝJAR BÆKUR KALDRIFJUD Louise Hoffman: Kaldryfjuð leikkona Janie Armitage fer til lrlands, af þvi að hún hefur hugboð um, að þar geti hún fundið móður sina, sem hafði yfirgefið hana, þegar hún var litil telpa. Hún finnur konuna, sem hún telur vera móð- ur sina, en hún tekur henni næsta kuldalegaýsvo að Janie fer leiðar sinnar. En skömmu siðar hringir konan til hennar aftur og segist i rauninni vera móðir hennar — Þetta er ástarsaga, spennandi og dularfull. Kteinunn Þ. Guömundsdóttir: I)ögg i spori islenzk ástarsaga. Saga þessi gerist bæði i sveit og borg. Ung stúlka fer nauðug frá bernskuheimili sinu. Margt fólk kemur við sögu. Þar á meðal ungt fólk, sem vill hafa sitt eigið persónulega frelsi við starfsval og nám. — Hér spinnur lifið sinn örlagaþráð... Kannski er borgin baksviðið, sem heillar mest...Þar verða átökin hörðust...En sveitin, náttúran sjálf, hrein og fögur, á lifstóninn, sem aldrei þagnar. í upphafi bókarinnar segir: ...Bærinn Hlið liggur vel á móti sól, hann stendur sunnan megin dals, sem kallaður er Þórsárdal- ur. Hann er viðlendur og grösug- ur svo langt sem er að sjá. 1 Þórs- árdal eru nokkrir bæir, Fossá heitir fremsti bærinn. Hann stendur hátt uppi i hliðinni og ber nafn sitt af fossinum i heiðar- brúninni. Þaö er einmitt á þessum fagra og sólrika vormorgni, að Þor- steinn bóndi i Hlið hefur farið óvenjulega snemma á fætur. Það er svo margt,sem gera þarf. 1 dag stendur ferming fyrir dyrum, i dag á að ferma Ástrúnu, elzta barnið hans... úæsar Mar: Vitinn Fyrir tveimur árum (1970) kom út bókin „ÚR DJÚPI TIMANS” eftirCæsar Mar. Sú bók fékk sér- staklega góðar viðtökur, enda er frásögn höfundar látlaus, hrein- skilin og sönn. Þessi bók „VITINN” er i raun og veru framhald hinnar fyrri; Frásagnir um lif hans og félaga hans, er þeir velktust fram og aft- ur um höf og lönd. Minningar hans eru skrambi smellnar, eins og til dæmis frá fyrsta kvöldi hans i erlendri höfn. Það var i Montevideo i Suður- Ameriku. Hann kom inn i krána, eins saklaus og sveitapiltur getur frekast verið...En morguninn eftir vaknaði hann i daunillu fangelsi, rúinn og reittur öllum verðmætum, en dýrmætri reynsl- unni rikari. Þetta er bók um svaðillarir og sjávarháska, eins og gengur á sjó, hvort sem um er að ræða siglingar á framandi höfum eða hér við okkar heimastrendur. C.S. Forcster: Sjóliðsforinginn Guðmundur J. Einarsson frá Hrjánslæk: Fokdreifar Höfundur þessarar bókar, Guð- mundur J. Einarsson frá Brjáns- lækisendi árið 1964 frá sér bók, er hann nefndi: „KALT ER VIÐ KÓRBAK”. Bókin vakti athygli og fékk ágætar viðtökur, enda segir Guðmundur hressilega frá atburðum og af mikilli einlægni og einurð. Guðmundur kallar þessa bók sina FOKDREIFAR — minninga- brot. Það er réttnefni, þvi að margt rifjar hann upp, og i frá- sögn sinni kemur hann jafnan til dyranna eins og hann er klæddur. Guðmundur er nú orðinn rosk- inn maður og hefur á langri ævi veitt ýmsu athygli, sem mörgum mun finnast skemmtilegt og sumt að visu merkilegt. — Efni bókar- innar er svo fjölþætt, að erfitt er að gera grein fyrir þvi i stuttu máli. Efnisyfirlitið mun skýra það bezt og fer það hér á eftir: EFNI: Hættuhlutur — Fyrsti fiskiróðurinn — Nóttin langa — Forystumóri — Skrimslið á varnarveggnum — Broddstafur. Poki. Maður. — Heimsendir og halastjarna — Gamall fróðleikur úr Færeyjum — Gráa kýrin — Desembernætur á Sumarbæjar- hólma — „Kontraband” — Where is the harbour — Á hrifninga- björgum — Ljósið á heiðinni — Farandskáldið — Fauskar — Kynlegur kvistur — Eyjamanna- þáttur — Guðmundur Bergsteins- son kaupmaður — Endurnýjuð kynni — Þáttur af Júliusi i Litla- nesi — Skriftamál. Peter N. Walker: Carnaby á ræningjaveiðum Leynilögreglusaga. Brezka lögreglan óttast, að stórþjófnaður kunni að hafa verið framinn, og hún lætur þess vegna Carnaby lögregluforingja koma sér i mjúkinn hjá þekktum bófa- flokki. Hlutverk hans er að graf- ast fyrir um það, hvernig glæpa- mennirnir ætli sér að afla fjár til að kaupa nauðsynlegar upplýs- ingar um væntanlega flutninga á stórri sendingu af gulli. Peter N. Waiker skrifar af þekkingu, þvi að hann var sjálfur lögregluþjónn árum saman, áður en hann ákvað að leggja fyrir sig ritstörf. Horatio Hornblower er yngsti sjóliðsforingi á HMS „Renown”, þegar skipið heldur i leiðangur gegn Frökkum og bandamönnum þeirra i Vestur-Indíum árið 1802. Ætlunarverkið er að uppræta hreiður vikingaskipa á Samflóa á Haiti. Hornblower reynist úrræða- beztur foringjanna og það er hon- um að þakka, að sigur vinnst — og horfir þó óvænlega um tima. C.S. Forester, höfundur sagn- anna um Hornblower og raunar skáldsagna af öðru tagi einnig, varð meðal vinsælustu höfunda Breta á sviði sjóferðasagna, svo að honum hefur jafnan verið likt við Captain Marryatt, sém allir kannast við. — LEIFTUR —

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.