Tíminn - 17.12.1972, Blaðsíða 1

Tíminn - 17.12.1972, Blaðsíða 1
 RAFTORG SÍMI: 26660 RAFIÐJAN SIMI: 19294 V r V kæli- skápar HlitafiaNiAéfa/fc A/ RAFTÆKJADEILD Hafnarslræti 23 Simar 18395 & 86500 „Er það satt, að þú hafir flogið eða farið hamförum i lifandi lifi, Indriði?” — Miðiilinn, Sigríður Guð- mundsdóttir úr Keflavik, lyftir höndum með lokuð augu, en af Helga Guðlaugssyni, sem situr við hiið hennar, dettur hvorki né drýpur. —Timamynd: Hóbert. Jakob Jakobsson fiskifræðingur: Síldveiðar arðbærar á ný, ef skynsemdar verður gætt Talsvert magn af sumargots- sild er nú að alast upp, og ef við verðum ekki of bráðlátir og hög- um okkur skynsamlega ætti sá stofn að ná sér, jafnvel á þessum áratug, og sildveiði verður aftur gjöful atvinnugrein, sagði Jakob Jakobsson, fiskifræðingur, er Timinn bar undir hann kenningar norska fiskifræðingsins Finns Devolds. En hann ritaði nýlega grein i timarit norska sjómanna- sambandsins og benti þar á, að sildarstofnarnir við Norður-Nor- eg væru að stækka og að fundizt hefði stór og fcit sild á þeim slóö- um og mætti vænta aukins sildar- afla aftur. En sildarstofnarnir stækka og eyðast , ekki ósvipað og rjúpan, en á mun lengra árabili, og sé of- veiði einni saman ekki um að kenna. Jakob sagði, að á undanförnum öldum virtist sildargengd við Noreg alltaf vera mest um og fyr- irmiðbik hverrar aldar, en einna minnst áratugina 70-90. Um áhrif þessa á sildveiði Islendinga, sagði Jakob, að það eigi við að þvi leyti, að sildveiðar héðan byggðust að verulegu leyti og oft nærri ein- göngu á norsku sildinni, en hún gekk á milli landanna. Hvað við- vikur islenzku sildarstofnunum er greinilegt að sildarleysistimabil var á timabilinu frá 1870 og fram undir aldamót við Noreg, en þá var mikil sild við tsland og .veiðar héðan hófust að marki, svo að ekki er einhlitt að norsku og islenzku sildarstofnarnir fylgist að. En allavega er það staðreynd að siðustu 30 ár hverrar aldar eru sildarleysisár við Noreg. Er þess til dæmis getið i Heimskringlu, að fyrir réttum 1000 árum var ægi- legt sildarleysistimabil við Nor- eg. — Enginn veit með vissu hvað veldur þessum sveiflum, sagði Jakob, en ég hef verið að setja þetta i sambandi við að það eru langtima veðurfarssveiflur og yfirleitt eru siðustu 30 ár hverrar aldar köld, en vorgotssildin er mjög háð vorkomunni i sjónum vegna hrygningarinnar. Ef vor- koman i sjónum færist eitthvað til Ut af lækkandi hitastigi þá klekj- ast sildarlirfurnar Ut meðan enn er vetrarástand og árgangarnir verða lélegir. Hið sama gildir með vorgots- sildina við tsland. En við höfum einnig sumargotssild, og hUn er ekki háð þessum sveiflum. Hvenær spáir þU að við förum að fá mikla, stóra og feita sild aft- ur? — Það á langt i land með norsku sildina, en aftur er að al- ast upp talsvert af sumargotssild af islenzkum stofni, og ég hef sagt áður, að ef við verðum nógu skyn- samir ætti sá stofn að rétta við á þessum áratug, og gætum við þá byggt arðbærar veiðar á honum, jafnvel áður en áratugurinn er allur liðinn. En þá þurfum við lika að leyfa stofninum að jafna sig og hefja veiðar ekki of snemma. °ó- Hvað er mið- ilssamband? Tímamaður á sambandsfundi hjá Nýalssinnum llvað er fyrir handan? Hvað gerist, þegar miölar komast i annarlegt ástand og taka að taia tungum? Vafalaust er slikum spurning- um svarað á margvislegan hátt manna á meðal, og kannski hirðir þorri fólks ekki einu sinni um að velta þeim fyrir sér. Sennilega eru þeir fleiri, sem ekki eiga neins von „fyrir handan” og ófáir munu telja það, sem fram fer á miðilsfundum, sefjun og sjálfs- blekkingu, hugsanaflutning eða einhvern enduróm liðins lifs eða liðinna atvika. Spiritistar, sem eru fjölmenn- ir efast ekki um annað lif og eru að sjálfsögðu staðfastlega þeirrar skoðunar, að á miðilsfundum sé að verki framliðið fólk, andar á öðru sviði tilverunnar, sem noti miðlana sem tæki til þess að tala i gegnum og koma áleiðis vitn- eskju um það, sem gerist eða gerzt hefur þessa heims eða ann- ars, til þeirra, er enn standa báð- um fótum á sinni gömlu jörð. Margir, sem sækja miðilsfundi að staðaldri, tala jafnkunnuglega um þessa anda, sem tiðast láta þar til sin heyra, og fólkið i næsta hUsi. Við getum vitnað til Runka sem lauk ævi sinni i flæðarmálinu við Sandgerði endur fyrir löngu. Nýalssinnar aftur á móti telja miðilsamband vera stjörnusaiin- band. Þeir tala um frumlif og sið- an framlif á öðrum stjörnum og tengja skoðanir sinar náttdru- fræði. Fyrir skömmu var blaða- maður frá Timanum á fundi með Nýalssinnum, ásamt tveim miðl- um, þar sem höfundur kenningar- innar, sem þeir aðhyllast, dr. Helgi Pjeturss, kom fram — sem og Niels Dungal, Indriði miðill og aðrir fleiri. Myndin hér á siðunni var tekin af öðrum miðlinum a þessum l'undi, og frásögn af honum og viðtal við formann félags Nýals- sinna, Kjartan Kjartansson, birt- ist á öðrum stað i blaðinu. SJABLS. 12 OG 13. Útför Gunnlaugs Schevings Jarðarför Gunnlaugs Schevings listmálara var gerð frá dómkirkj- unni i Keykjavik i gær, og báru æ; ttingjar, vinir og listamenn hann til moldar. Ljósmynd Tim- ans, Guðjón Einarsson, tók þessa mynd, er kistan var borin úr kirkju. VERZLUNARBÓKUNUM í PÉTURS- BORG VERÐUR BJARGAÐ í VETUR i sumar skýrði Timinn frá þvi, að innan þilja i öðrum enda liúss þess á Blönduósi, sem kallað er Pétursborg, væru gamlar verzlunarbækur, er notaðar hefðu veriö til ein- angrunar á sinum tima. Birt- ust þá i blaöinu myndir af siðum bóka, sem tekizt hafði að ná, án þess að rjúfa þiljur til skemmda, og reyndust liafa varðveitzt undarvel. Varð þá uppi fótur og fit, þvi að mörgum þótti ótækt annað en bjarga þeim heimildum um sögu Ilúnaþings, er þarna kiinnii að leynast. NU hefur verið ákveðið að gera gangskör að þvi að ná þessum bókum. Maður sá, sem bUið hefur i þessum hluta hUssins, er fluttur burtu, og heimildar hefur verið aflað hjá eiganda til þess að rifa þiljurnar, svo að unnt sé að komast að bókunum, gegn þvi að ibUðin verði einangruð og þiljuð að nýju að þvi loknu, áð- ur en nýtt fólk flyzt i hana. Verður hér ekki um ýkjamik- inn kostnað að ræða. Mun þetta verða gert i vet- ur, og biða þeir, sem áhuga hafa á slikum málum, þess með talsverðri eftirvæntingu, hvað þarna kann að koma i leitirnar. En af fáum bókum, sem náð hafði verið á sinum tima, mátti sjá, að fólgnar myndu bendingar um býsna margt innan spjalda gömlu verzlunarbókanna. Fyrst og fremst eru þær þó ómetnalegar til aukinnar þekkingar á hagsögu héraðs- ins, svo sem gefur að skilja.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.