Tíminn - 17.12.1972, Blaðsíða 2

Tíminn - 17.12.1972, Blaðsíða 2
TÍMINN Sunnudagur 17. desember 1972 — býður ávallt beztu kaupin Nú nýjar gerðir Meiri afköst og styrkleiki Meiri tæknibúnaður og fylgihlutir Sífellt aukin þjónusta Lægstu verðin ZETOR 4712—47 Hö. Nýjasta vélin frá Zetor. Millistærð, sem sameinar kosti minni og stærri véla. Frábærlega vel hönnuð og tæknilega búin. Lipur og afkastamikil alhliöa dráttarvél. Meiri vél á minna verði. Með öryggisgrind um kr. 245 þús. Með húsi og miðstöð um kr. 265 þús. ZETOR 2511—30 Hö. Létt og lipur heimilisvél. Sterkbyggð og með mikið dráttarafl miðað við stærð. Ómissandi á hverju búi. Ódýrasta fáanlega dráttarvélin á markaðinum. Verð um kr. 185 þús. ZETOR 5718—60 Hö. OG 6718—70 Hð. Kraftmiklar og sterkar vélar gerðar til mikilla átaka. Með meiri tæknibúnað og fylgihluti en venja er til, s. s. húsi, miðstöð, vökvastýri, lyftudráttarkrók o. fl. Dráttarvélar í sérflokki á hagstæðum verðum: 5718 um kr. 350 þús. 6718 um kr. 385 þús. „ZETORMATIC" fjölvirka vökvakerfið er í öllum vélunum. Fullnýtir dráttaraflið og knýr öll vökvaknúin tæki. Zetor eru nú mest seldu dráttarvélarnar á islandi. Það eru ánægðir Zetor eigendur, sem mæla með þeim. Zetor kostar allt frá kr. 100 þús. minna en margar aðrar sambærilegar tegundir dráttarvéla — það munar um minna. Hafið samband við okkur og fáið nánari upplýsingar um Zetor. ISTEKKÍ? Lágmúla 5 Sími 84525 Áríðandi orðsending til bænda Umsóknarfrestur Stofnlánadeildarinnar fyrir lánum vegna kaupa á dráttarvélum fyrir 1973, rennur út 31. desember 1972. Leggið því inn lánsumsóknir strax, eða hafið samband við okkur. I'STÉKK H/F. C&stor* SKYRTAN ^-* sem vekur athygli Árelíus Níelsson: Athvarf hins allslausa Nú dettur einhverjum, sem les þessa fyrirsögn, i hug, að hér verði talað um kirkjuna eða eitt- hvert kristilegt og kirkjulegt hæli fyrir umkomulaust fólk. Svo verður samt ekki. En samt verður bent á athvarf, sem er áreiðanlega orðið til fyrir bænir og starf hins blessandi góðleika. Fyrir nokkrum árum bað bisk- upinn, sem þá var hér á Islandi um, að vekja athygli á útigöngu- mönnum Reykjavikurborgar, sem hann nefndi svo. En það var og er enn fólk, sem drykkkju- skapur og alls konar óhamingja hefur dæmt úr leik í samfélaginu og hefur að siðustu hvergi höfði sinu að að halla. Arum saman var útlifaður og útataður togaraskrokkur við hafnargarð einasta þakið, sem skjól veitti þessum vesalingum. En við þessi tilmæli á vegum biskups og góðs fólks hófst nú smámsaman markvisst starf til úrbóta fyrir þessa utangarðs- menn. Læknisfrú fyrrverandi gekkst fyrir þvi ásamt nokkrum vinum sinum og vinkonum að gefa þess- um einstæðingum góða og hlýja stund á aðfangadagskvöld. Og svo hefur verið gjört i meira en áratug. Prestsfrú kom á stofn félaga- samtökum, sem kallast Vernd og hafa þau sérstaklega á stefnuskrá að liðsinna föngum og fyrrver- andi föngum á ýmsan hátt. Og er nú svo komið, að fangelsins hafa fengið sérstakt prestsembætti og Vernd veitir föngum hjálp og húsaskjól. En mjótt er bilið milli fangans og hins allslausa drykkjusjúkl- ings. Og þvi var oft opnað fyrir þeim siðarnefnda, ef húsrúm fékkst hjá Vernd. Þá hafði einnig eldri kaupsýslu- maður stofnað til opinberrar fangahjálpar, fyrst á vegum goodtemplarastúku, en siðar að mestu eða öllu á eigin vegum og orðið mörgum til stuðnings og at- hvarfs. Fyrir markvissa baráttu þess- ara liknandi afia samfélagsins var svo fyrir tveim árum opnað gistiskýli i bingholtsstræti, gamla F arsó tta rhúsinu , sem kallað var, fyrir athvarfs- lausa ofdrykkjumenn. Það er opið frá kl. 10 að kvöldi til klukkan 10 að morgni Hrein og þokkaleg gistiherbergi biða þar með upp- reiddum rúmum. Og þar geta gestir fengið bað og fá hressingu, þegar þeir koma og morgunmat, áður en þeir fara. Þetta er geysilega mikill mun- ur við það sem áður var. En samt mun mörgum finnast vont að þurfa að hrekja þessa vesalinga út i kuldann allslausa og oft illa klædda, hvernig sem heilsa þeirra og aðbúnaður er á morgnana. TRÚLOFUNAR. HRLNGAR — afgreiddir samdægurs. Sendum um allt land. HALLDÓR Sk-Mavörðustíg 2 Einkum er það erfitt , þegar einhver er lasinn, þvi mjög sein- legt er að útvega drykkjusjúkl- ingum læknishjálp. Hér skal þvi komið á framfæri hugmynd til hjálpar eða bóta i sliku bótalausu bölu. Og það er svo sannarlega ekkert guðsriki, sem hér er frá sagt. En samt ógleymanlegt af- rek góðvildar og gestrisni. Á einum stað i miðri milljóna- borginni Hamborg er ólkrá, býsna stór salur og hreint ekki fallegur. Þar sitja menn og standa við hátt „barborð", eins og enginn undrast, þvi hvarvetna finnast slikir drykkjustaðir i stórbæjum og hafnarborgum i tugatali. En það, sem var og verður ölfum, sem þarna koma ógleymanlegt,er, að þar er vakað og veitt allan sólarhringinn. Og við vegginn og jafnvel i miðjum sal eru breiðir trébekkir, sem fólk sefur eða leggur sig á til hvildar, i fötum þeim eða tötrum, sem það klæð- ist. En úti i horni eru teppi, sem lagt er yfir sofandann. Oft hvila tveir, jafnvel bæði kona og k'arl á sama bekk. Ekkert virðist hér geta hneykstlað neinn. Þegar einhver vaknar, kannski eftir langan tima, fær hann heitan baunagraut á stórum, djúpum tindiski. Og ef hann eða hún vill, er hægt að fara i bað á bak við eitthvert þil eða vegg. Þar virðist einnig einhver geymsla með hreinlegum, en að mestu notuðum klæðnaði, einkum yfirhöfnum, sem klæðlitlum er fengið orðalaust. Yfirleitt virtist öll þjónusta þarna ganga svo hljóðlega fyrir sig, að undrun sætti. Enginn var spurður, Enginn ávitaður. Fátt var um kveðjur og þakkir. En mikill var munur á sama manni, þegar hann kom og fór yfirleitt. Ekki veit ég, trvort þetta var einkafyrirtæki eða r'ekið á vegum borgarinnar. En eitt er vist, orð Meistarans: Hungraður var ég og þér gáfuð mér að eta, þyrstur varég og þér gáfuð mér að drekka nakinn var ég og þér klædduð mig, gestur og þér hýstuð mig, ómuðu með nýju inntaki i eyrum okkar, sem komum að sjá,hvaða úrræði hafa fundizt þarna til að skapa frjálst athvarf hinum alls- lausa. Þeir, sem drukku við „barinn" borguðu fyrir sig, en hinum var enginn reikningur réttur. Gæti Reykjavik ekki eitthvað af þessu lært? Þvi miður er þess nú þegar þörf. — Stórborgin á hér strax sin olnbogabörn. Arelíus Nielsson. Rowenra Straujárn, gufustraujárn, brauðristar, brauðgrill, djúpsteikingarpottar, fondue-pottar, hárþurrkur, hárliSunarjárn og kaffivélar. Heildsölubirgðir: ViaiUór -£.iríhóóonAe° Ármúla 1 Á, sími86-114

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.