Tíminn - 17.12.1972, Blaðsíða 4

Tíminn - 17.12.1972, Blaðsíða 4
TÍMINN Sunnudagur 17. desember 1972 320. Aftur á leiksvið i Lond- on ' Brezka leikkonan Deborah Kerr leikur nú um þessar mund- ir i leikritinu Eftir markaðinn, sem sýnt er i Lyric leikhúsinu i London. Þetta er i fyrsta sinn i 29 ár, sem leikkonan leikur á sviöi i London, og streyma land- ar hennar til leikhússins til þess að fá að sjá þessa vinsælu leik- konu á nýjanleiki eigin persónu. Deborah er orðin 51 árs gömul, og i þau 29 ár, sem hún hefur verið fjarverandi frá Englandi, hefur hún leikið i kvikmyndum i Bandarikjunum, og eru myndirnar orðnar hvorki meira né minna en 40 talsins. Segja menn, að helzt megi likja þessu við endurkomu Ingrid Berg- mans, þegar hún fór með aðal- hlutverk i Shaw-leikritinu um Brassbound höfuðsmann. Þá streymdi fólk i leikhús til þess að sjá hana, og mikið bar á þvi, að fólkið væri á svipuðum aidri og leikkonan, og var sýnilega komið til þess að sjá aftur, uppá- haldsleikkonuna sina frá fyrri árum . Óvænt afmælisveizla I Jacksonville i Bandarikjun- um ákváðu 300 vinir Tom Weldon að halda honum af- mælisveizlu, þegar hann varð 40 ára.Tom vinnur á bensinstöð og var að vinna kvóldið, sem hann átti afmælið. Gestirnir tóku að streyma til stöðvarinnar, og Tom segistaldrei munu gleyma þessu afmæli sinu. Gestirnir komu með 4x8 feta afmæliskort, þar sem þeir höfðu skrifað nöfn sin, og tók það Tom töluverðan tima, að lesa öll nöfnin. •fr ir Húsmæður og slökkvilið Slökkviliðið i Suður Leicester- shire segir frá þvi i skýrslu um eldsvoða á siðasta ári, að helmingur eldsvoðanna, sem liðiðþurftiað kljást við á siðasta ári,hafi átt upptök sin þannig, að húsmæður hafi gleymt að taka steikarapönnurnar af elda- vélunum . Vonandi hugsar fólk vel um pönnur og kerti nú á næstunni, þvi eldhætta er sjaldan meiri en einmitt um jól- in, þegar heimilin eru skreytt og kertaljós i hverju horni. Mismunaði kynjunum Visindamenn i Novosibrisk i Sovétrikjunum urðu heldur undrandi þegar i ljós kom, að tölva þar veitti aðeins karl- mönnum rétt svör við spurning- um þeirra, en þegar kvenfólk var Íátið mata tölvuna á upp- lýsingum.kom eintóm vitleysa út úr henni. Málið var rann- sakað, og kom þá i ljós, að gerfi- efni i fatnaði kvennanna hafði þessi óæskilegu áhrif á heila- starfsemi tölvunnar. Gerfiefni eru oft rafmögnuð, og rafmagn- ið truflar tölvuna, svo hún skilar ekki réttum niðurslöðum. K> Kennedy-tenniskeppni Hún er ekki árennileg hér á myndinni hún Joan Kennedy, eiginkona Ted Kennedy, og þvi verður enginn undrandi, þegar frá þvi er skýrt,að hún bar sigur úr býtum i tenniskeppni, sem Kennedy-fjöiskyldan efndi ný- lega til. Keppnin var haldin i fjáröflunarskyni fyrir enn einn Kennedy-sjóðinn, i þetta sinn fyrir sjóð, sem stofnaður hefur verið til minningar um Robert Kennedy. Fjöldi frægra manna og kvenna komu til þess að taka þátt i keppninni, og áhorfendur voru einnig margir. Þarna mátti að sjálfsögðu sjá Ted Kennedy keppa, og svo var mágur hans Sergent Shriver og auk þess leikarinn Dustin Hoff- mann, en einnig munu hafa verið þarna starfsmenn FBI, visindamenn, stjórnmálamenn, tónskáld og fleiri og fleiri. Joan Kennedy mun hafa orðið stiga- hæst i keppninni. En hún var ekki einungis bezti keppandinn, heldur sá fallegasti, að þvi er sagt er. ../rTnV — Kyrirgefðu, en ég get ekki þol- að.aðfólk horfi á, þegar ég er ' að mála. Kennarinn: — Hlutir stækka i hita, en dragast saman i kulda. (ictur einhver nefnt dæmi? Kalli: — Já, sumarfri er þrjár vikur, en vetrarfri bara ein vika. Sá scm hefur hæst f rökræðum, þarf ekki endilega að hafa á réttu að standa. — Sjáðu sjálf, það er hellidcmba. DENNI DÆMALAUSI Ættum við ekki að kaupa handa henni nýtt vöfflujárn, og sjá hvað gerist.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.