Tíminn - 17.12.1972, Blaðsíða 5

Tíminn - 17.12.1972, Blaðsíða 5
BÓKAFORLAG ODDS BJÖRNSSONAR HAFNARSTRÆTI 88 AKUREYRf Já, Bókaforlagsbcekurnar eru ódýrar Sunnudagur 17. desember 1972 TÍMINN ’^k»‘ Beztu barnabækurnar eftir íslenzka rithöfunda FLUGFERÐIN TIL ENGLANDS eftir Ármann Kr. Einarsson. Hér kemur þriðja bókin í bókaflokknum um Árna og Rúnu í Hraunkoti. Ný og falleg útgáfa. — Bókhlöðuverð kr. 390.00. SUMAR í SVEIT eftir Jennu og Hreiðar Stefánsson. Þetta er tilvalin bók handa krökkum, sem eru að byrja að lesa sínar fyrstu bækur. Teikningar eftir Baltasar. — Bókhlöðu- verð kr. 333.00. HANNA MARÍA OG PABBI eftir Magneu frá Kleifum. Bækurnar um hana Hönnu Maríu hafa að vonúm náð miklum vinsældum hjá yngri kynslóðinni. Þetta er þriðja bókin um hana Hönnu Maríu. — Bókhlöðuverð kr. 390.00. STRÁKUR Á KÚSKINNSSKÓM eftir Gest Hannson. Teikningar eftir Odd Björnsson. Kom fyrst út 1958 og seldist þá upþ á skömmum tíma. Óvenjulega fyndin og skemmtileg bók fyrir börn á öllum aldri. — Bókhlöðuverð kr. 390.00. ÖRT RENNUR ÆSKUBLÓÐ eftir Guðjón Sveinsson. Hér segir frá lífi íslenzkra sjó- manna, ævintýrum þeirra í söluferð erlendis, skiþ- broti og svaðilförum. Sérlega sþennandi frásögn. — c| Bókhlöðuverð kr. 390.00. H 1] 11 0 Fjölbreytt efni til fróðleiks og skemmtunar ÍSLANDSFERÐ 1862 eftir C. W. Shepherd. Óvenju forvitnileg og skemmtileg ferðasaga. Steindór Steindórsson frá Hlöðum þýddi. — Bókhlöðuverð kr. 444.00. VESTUR-ÍSLENZKAR ÆVISKRÁR IV eftir séra Benjamín Kristjánsson. Með 600 mannamyndum. Þetta verður að líkindum loka- bindi ritverksins, sem talið hefur verð langstærsta framlag I þjóðræknismálum af hálfu is- lendinga. — Bókhlöðuverð kr. 988.00. SÍÐASTA AUGNABLIKIÐ eftir Frank G. Slaughter, höfund hinna vinsælu skáldsagna „Eiginkonur læknanna" og „Hættuleg aðgerð“. Þessi nýja saga gerist á Kennedy-höfða í borg geimfaranna — en geiimfaralæknirinn, dr. Barnes, verður fljótt var við villt geim upp um alla veggi . . . og síðasta augnablikið nálgast . . . Bókhlöðuverð kr. 695.00. Á MIÐUM OG MÝRI eftir Rögnvald S. Möller. Hér er ástríðuþrungin og berorð ástarsaga eftir nýjan, fslenzkan rithöfund. — Bókhlöðuverð kr. 488.00. SCOTLAND YARD eftir J. W. Brown. Þetta er gamaldags, spennandi leynilögreglusaga, tilvalinn lestur til af- þreyingar frá dagsins önn. — Bókhlöðuverð kr. 275.00. ÞRÍLÆKIR eftir Kristján frá Djúpalæk. Hér er fögur bók fyrir alla þá, sem unna íslenzkri Ijóðlist. ,, . . . Kristján er skemmtilegt skáld.“ — Bókhlöðuverð kr. 444.00. DAGAR MAGNÚSAR Á GRUND eftir Gunnar M. Magnúss. Um síðustu aldamót var Magnús Sigurðsson á Grund í Eyjafirði einn af mestu athafnamönnum landsins. Um hann spunnust þjóðsögur, eins og gjarnt er um þá menn, sem skara langt fram úr öðrum. — Gunnar M. Magnúss hefur hér skráð góða bók um hlýjan og óvenjulegan persónuleika. Bókin er prýdd fjölda mynda og í bókarlok er mannanafnaskrá. — Bókhlöðuverð kr. 795.00.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.