Tíminn - 17.12.1972, Síða 6

Tíminn - 17.12.1972, Síða 6
6 ríMINN Sunnudagur 17. desember 1972 Ég fer með sól Guðfinna Jónsdóttir frá Hömr- um: Ljóðabók. Safn. Kristján Karlsson valdi ljóðin og ritaði for- mála. Alinenna bókafclagið. Keykjavik 1972. Guðfinna frá Hömrum var síð- borið skáld nýrómantiskrar stefnu i islenzkri ljóðlist. Hún hóf ekki að stunda kveðskap að marki fyrr en á fullorðinsaldri; fyrsta bók hennar, Ljóð, kom út 1941 og fjórum árum siðar Ný ljóð. Þá var skáldferill hennar á enda; vorið 1946 lézt hún og skorti þá þrjú ár i fimmtugt. Þá hafði hún unnið sér viðurkenningu dóm- bærra manna sem athyglisvert ljóðskáld, og hafa sýnishorn kvæða hennar verið tekin upp i úrvalssöfn islenzkra ljóða siðustu áratuga. Útgefandi hefur tekið i þetta ljóðasafn flest kvæði hinna prent- uðu bóka skáldkonunnar, og aft- ast er rúmur tugur áður óbirtra ljóða. Hefur verið valið allstrang- lega úr eftirlátnum kveðskap, þvi að skáldkonan átti, að sögn, milli sjötiu og áttatiu ljóð i handritúer hún féll frá. Er það vel,að um verk látins skálds sé fjallað af slikri dómvisi; hitt hefur of oft borið við að útgefendur láti greip ar sópa um handrit manna að þeim látnum og dragi fram ófull- burða skáldskap.sem aldrei var almenningi ætlaður. En að þess- ari bók er þannig staðið i hvivetna að minningu skáldkonunnar er til sóma. Nýtur þar við bókmennta- legrar glöggskyggni og fræði- þekkingar Kristjáns Karlssonar, og af hálfu Almenna bókafélags- ins er ljóðasafnið hin fallegasta bók. I formála sinum gerir Kristján glögga grein fyrir skáldskap Guð- finnu frá Hömrum. Hann vikur þar að bókmenntalegum rótum hans i symbólisma og nýróman- tik. Einkum bendir hann á, hversu skáldkonunni miðaði örugglega áleiðis til persónulegri ljóðstils og djúplægari tjáningar það stutta skeið.sem skáldferill hennar náði yfir. Koma þar til smekkvisi hennar og listfengi. Frá þvi er og skýrt i formálanum, að hún hafi lagt stund á tónlistar- flutning. Listrænar hneigðir til ljóðs og tóna hafa þvi farið saman hjá þessari þingeysku skáldkonu; má sjá þess merki i máli hennar og brag, að hún hafi haft Útboð Tilboö óskast i smiði (>:S eldhúsinnréttinga lyrir Kauplélag Ilafnfirðinga Útboðsgögn verða afhent á Teiknistofu S.Í.S., Hringbraut 119, Reykjavik eða á skrifstofu Kf. Hafnfirðinga, Strandgötu 28, Hafnarfirði gegn 2 þús, króna skilatrygg- ingu. Teiknistofa S.Í.S. Tíitiiiiner Auglýsítf peníngar i Timanum ÚTVARPSVIRKJA MEISTARI Kaupið þér hljömflutningstæki yðar af ábyrgum aðila. sem ekki getur afsakað sig með þekkingarskorti.ef tækið reynist lélegt? Kaupid þér það hjá útvarpsvirkjameistara? Þeir eru auðfundnir, þvi þeir og aðeins beir hafa merki féiags útvarpsvirkjameistara á hurð verzlunar sinnar Maistarafélag útvarpsvirkja næmt eyra fyrir hljómi og hrynjandi. ■ Ljóð Guðfinnu frá Hömrum eru fáguð lýrfk og þokkafull. Ef til vill gjalda þau þess að nokkru, hve þau er seint fram komin i bók- menntasögulegu tilliti; og svip- mikil eða fjölbreytt geta þau ekki talizt. Skáldkonan stendur föstum fótum i ljóðrænni hefð, fer með löndum og hættir sér ekki út i neins konar tilraunamennsku. En á þvi sviði.sem hún markaði sér, náði hún góðum árangri. Stöðu hennar lýsir Kristján Karlsson svo: ,,Hún hélt alltaf tryggð við þann skáldskap,sem hún þekkti bezt. En henni fór fram á eigin visu, og þroski hennar er þess eðl- is,að engum getur blandast hugur um, að hún vissi þegar frá leið, hvar hún stóð. Hún lærði að var- ast þá eftirlikingu, sem ein er verulega háskaleg listamanni, sú sem er ómeðvituð...Ljóðagerð hennar er runnin upp úr náttúru- skáldskap nitjándu aldar i tveim- ur farvegum,sem tóku að mynd- ast á siðustu áratugum aldarinn ar. 1 raun og veru væri skáld- skapur hennar bæði fullgildur og ákjósanlegur texti til þess að ihuga út frá honum eðli þeirrar þróunar” 1 formálanum er vikið að áhrif- um Einars Benediktssonar, sem setji mark sitt á ljóðstil Guðfinnu á stöku stað. Og likt og í ljóðum Einars og nýrómantiskra skálda stefnir hugur hennar til „æðri átt- ar”; hún vill finna samkennd sina með óþrotlegu undri lífs og gró- andi. Sú samlifun er túlkuð glögg- lega i ljóðinu Með sól: Það virðist undur fjötruðum jarðarfanga að fylgja þér í draumi, ó, brúður elds. Ég fer með sól, já, ein verður okkar ganga frá austri til vestur, morgun- sári til kvelds En stutt er ævifylgd min, þú fyrirgefur, þvi feigðarhendi mig gripur hin kalda storð. Það sakar eigi, fyrst hjarta mitt vermt þú hefur, ef hending minna stefja var sólarorð. Ljóð Guðfinnu frá Hömrum snúast aldrei upp i nærgöngul persónuleg tilfinningamál, eins og slíkum kvæðum hættir til. 1 skáldskap hennar er ætið nokkur fjarsýni, nánast virðuleiki í máli og túlkun. Þau mega þvi heita köld i samanburði við ljóð Stefáns frá Hvitadal og Daviðs Stefáns- sonar, svo að tekið sé mið af fremstu skáldum þeirrar kyn- slóðar, sem Guðfinna heyrir til. En þyki mönnum ljóð þessara skálda tilfinningasöm um of, munu þeir að þvi leyti kunna að meta skáldskap Guðfinnu frá Hömrum. 1 ritdómi Tómasar Guðmunds- sonar um fyrri bók Guðfinnu, sem vitnað er til i formála, ber hann lof á listræna skynjun skáldkon- unnar og glæsilegt málfar, en minnist einnig á tilhneigingu hennar til orðskrúðs. Þvi er ekki að leyna,að lesanda þessara ljóða getur stundum fundizt.að skáld- inu séu hefðbundin rómantisk faguryrði of hugleikin. Slikt heyrir þó tii kveðskap af þessari gerð, og smekkvísi skáldkonunn- ar hefur líka komið i veg fyrir, að henni yrði verulega hált á þvi. Og yfirleitt er málfar hennar i fullu samræmi, mjúkt og hnökralaust. En mestu skiptir sá dularfulli skáldiegi andblær,sem beztu ljóð hennar eru gædd. Kristján Karls- son nefnir i lok formálans þau ljóð, sem hann telur fremst. Og vel má taka undir orð hans, að þau muni „vara i gildi löngu eftir, að það verður flestum gleymt,hvaða hefð eða skóli eða tizka réð hér rikjum á öndverðri þessari öld. Þau verða hér enn, eins og þau eru nú, tii þess að lesast fyrirhyggju- laust”. Hér dugar ekki að þylja nöfn; þó skulu talin ijóðin Hver ert þú?, Hið gullna augnablik, og siðasta ljóðið Visur Katrinar. Fyrsttalda ljóðið má tilfæra, vegna þess hve stutt það er: 1 fyrsta sinn und friðarboga égsá þig um fjöll og himin lagði geislinn brú. Ég starði björtum, feimnum aug- um á þig, og ást min spurði: Hver, ó hver ert þú? Nú langt er orðið siðan fyrst ég sá þig, um sundin leggur hvitur máninn brú. Ég stari dauðafölum augum á þig, og aftur spyr mitt hjarta: Hver ert þú? Skáld , sem þannig yrkir, má vissulega ekki falla i gleymsku. Það er þvi fagnaðarefni að fá i hendur ljóðasafn Guðfinnu frá Hömrum með greinargerð Krist- jáns Karlssonar. Þessi skáldkona náði þvi marki á skömmum ferli sinum, að yrkja ljóð,sem sóma sér vel meðal þess minnilegasta i islenzkri náttúru- lýrik á fyrri hluta aldarinnar. . Gunnar Stefánsson. __ '.— . . —"V - - ■ Rjómaísterta - eftirréttur eða kaff ibrauð ? Þér getið valið Ef til vill vitið þér ekki, að yður býðst 12 manna Emmess ísterta, sem er með tveim tertubotnum úr kransakökudeigi. — Sú er þó raunin. Annar botninn er undir ísnum, en. hinn ofan á. ísinn er með vanillubragði og íspraut- aðri súkkulaðisósu. Tertan er því sannkallað kaffibrauð, enda nefnum við hana kaffitertu. Kaffitertan er fallega skreytt og kostar aðeins 250,00 krónur. Hver skammtur er því ekki dýr. Reglulegar istertur eru hins vegar bráð- skemmtilegur eftirréttur, bæði bragðgóður og fallegt borðskraut i senn. Þær henta vel við ýmis tækifæri og eru nánast ómissandi í barna- afmælum. Rjóma-istertur kosta: 6 rnanna terta 9 manna terta 12 manna terta 6 manna kaffiterta 12 manna kaffiterta kr. 150,00 — 185.00 — 250.00 175.00 300,00

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.