Tíminn - 17.12.1972, Blaðsíða 9

Tíminn - 17.12.1972, Blaðsíða 9
Sunnudagur 17. desember 1972 TÍMINN 9 Skemmtilegir frásögu- þættir í fallegri bók Útboð Tilboð óskast i smiði 63 fataskápa fyrir Kaupfélag Hafnfirðinga. Útboðsgögn verða afhent á Teiknistofu S.I.S. Hringbraut 119, Reykjavik eða á skrifstofu Kf. Hafnfirðinga, Strandgötu 28, Hafnarfirði gegn 2 þús. króna skilatrygg- ingu. Jón Skagan: AXLASKIPTI Á TUNGL- INU Útgefandi Skarö (Haf- steinn Guömundsson) Séra Jón Skagan hefur á efri árum verið drjúgur fróðleiks- safnari og miðlað mönnum skemmtilegum þáttum i útvarpi, blöðum og bókum. Þetta mun vera þriðja bók hans. Siðustu árin hefur hann unnið ásamt öðrum manni að söfnun og ritun sögu Hliðarenda i Fljótshlið, og mun hún væntanleg út hjá bókaútgáfu Menningarsjóðs á næsta ári. 1 bessa bók, sem heitir þvi kynduga nafni, Axlaskipti á tunglinu, hefur hann safnað saman ýmsum minningum og myndum, og verða þetta þrettán þættir úr sögu og þjóðlifi og eigin lifsreynslu. 1 formálsorðum segir Jón að þetta sé saman tint i bók fyrir eindregin tilmæli ýmissa manna. Sumir þáttanna hafa áður verið fluttir i útvarp, aðrir birzt i blöðum og timaritum,en allmargir koma hér fram i fyrsta sinn. í fyrsta þættinum er sagt frá strandi franskrar skútu á Skaga norður aldamótaárið, og er það eigin bernskuminning. A þessari frásögn, sem er stutt, er ævin- týrablær og endar hún á þvi, er vænt Mariu-likneski úr strandinu var kurlað i eld til yls á köldum vetri i fátæks manns húsi. Annar þátturinn er af Guð- mundi dúllara, hinum fræga skemmtimanni, og er það eigin minning. Þá koma minningar af Þjófa-Lása, stuttur minninga- þáttur, smáviðbót við itarl. frá- sögu Magnúsar á Syðra-Hóli af þeim úrræðamanni, og er þar greint frá ýmsum skemmtilegum orðaskiptum og baunakveisu Lása, sem trúði þvi, að þar væri Strandamaður að hegna honum með göldrum fyrir hnupl, en lik- legra.að annað hafi valdið. t fjórða þætti segir Jón frá veiði- volki sinu og annarra á yngri árum. Þannig eru flestir þessir þættir; sagt frá svaðilför allsögu- legri vorið 1916, sjósókn og afla- brögðum á Skagamiöum o.fl. Einnig rekur hann minningar úr kaupavinnu i Vatnsdal um 1920. Eftir þetta vikur Jón suður i Landeyjar, orðinn prestur þar 1924, og eru sagnirnar eftir það af vettvanginum sunnan jökla. Það er þáttur um Bergþórshvol, all- miklar hugleiðingar um Njáls- brennu, en um hana hefur höf- undur mikið hugsað, sem von var til, lengi búsettur á þeim sögu- slóðum. Þá er þáttur af Þorleifi Magnússyni.sýslumanni á Hliðar- enda, greint frá sjóslysunum við Landeyjarsand 1893 eftir stað- góðum heimildum og loks sagt frá þeirri konu, sem höfundur telur hafa gegnt ljósmóðurstarfi lengst á landi hérá þessari öld, Þórunni Jónsdóttur frá Ey i Vestur-Land- eyjum, er eignaðist sjálf tylft barna og kom á legg ásamt manni sinum. Er sú lifssaga gilt frásagnarefni. Þættir Jóns Skagans eru allir vel sagðir á lipru máli og með geðfelldum blæ, sem tekur hug- ann fanginn. Honum tekst jafn- an að gæða frásögnina eðlil. lifi, sem vékur áhuga og eftir.vænt- ingu lesenda. Þessi bók er þvi bæði góður og skemmtilegur lestur. Loks er vert að geta þess, að bókin er gerð af fágætri smekk- vísi og vönduð að öllum búningi, enda hefur Hafsteinn Guðmunds- son um fjallað. Einnig fyrir þær sakir er hún kjörgripur. — AK . Happdrætti Framsóknarflokksins Dregið hefur verið i Happdrætti Framsóknar- flokksins 9. desember. Númerineru innsigluð á skrifstofu Borgarfógeta á meðan beðið er eftir skilum frá nokkrum umboðsmönnum. Félagsstarf dduábovopsxx. Jólafagnaður verður haldinn að Hótel Sögu, Súlnasal miðvikudaginn 20. desember kl. 1.30 e.h. Dagskrá: Söngur. Barnakór Háteigskirkju, stjórnandi Martin Hunger. Pianóleikur. Létt lög, frú Sigrfður Auðuns. Danssyning. Guðrún Pálsdóttir og Heiðar Ást- valdsson. Söngur. Frú Ruth Magnússon og fleiri. Helgileikur. Nemendur úr Vogaskóla. Bókaútlán. Kaffiveitingar. 67 ára borgarar og eldri velkomnir, einnig sjálfboðaliðar sem unnið hafa við félagsstarfið. Félagsstarf eldri borgara. Teiknistofa S.Í.S. Jón Skagan Frá Sjúkrasamlagi Reykjavikur Halldór Hansen læknir lætur af störfum frá næstkomandi áramótum. Samlags- menn,sem hafa hann að heimilislækni, vinsamlegast snúi sér til afgreiðslu samlagsins, með samlagsskirteini, og velji sér lækni i hans stað. S.IÚKItASAMLAG REYKJAVÍKUR Hinir 3 stóru Alistair MacLean I Dularfull helför frægs kvik- myndaleiðangurs til hinnar hrikalegu Bjarnareyjar í Norðurhöfum. „Hæfni MacLean til að skrifa æsispennandi sögur fer sízt minnkandi." Western Mail „Afar hröð atburðarás, sem nær hámarki á hinni hrika- lequ og ógnvekjandi Bjarn- arey.“ Morning Post ,,Það jafnast enginn á við MacLean í að skapa hraða atburðarás og hrollvekjandi spennu. Bjarnarey er æsi- spennandi frá upphafi til enda." Northern Evening Dispatch Hammond Innes 1NNES I KAFBÁTA □ ll I I Þessi hörkuspennandi bók fjallar um dularfulla atburði sem gerast á Cornwallskaga í byrjun stríðsins. „Hammond Innes er fremst- ur nútímahöfunda, sem rita spennandi og hrollvekjandi skáldsögur.“ Sunday Pictorial „Hammond Innes á sér eng- an líka nú á tímum í að semja ævintýralegar cg spennandi skáldsögur.“ Tatler „Hammond Innes er einhver færasti og fremsti sögumað- ur, sem nú er uppi.“ Daily Mail JamesHadley Chase James Hadley Chase HEFNDAR LEIT Hefndarleit er fyrsta bókin, sem kemur út á islenzku eftir hinn frábæra brezka metsöluhöfund James Had- ley Chase. Bækur þessa höfundar hafa selzt í risa- upplögum um allan heim, og er þess að vænta að vin- sældir hans hér á landi verði ekki siðri en erlendis. „Konungur allra æsisagna- höfunda." Cape Times „Chase er einn hinna fáu æsisagnahöfunda, sem alIt-, af eigagott svar við spurn- ingunni: Hvað gerist næst? Hann er óumdeilanlega einn mesti frásagnarsnillingur okkar tíma.“ La Revue De Paris 3 öruqgar metsölubaekur ÐUNN, Skeggþgötul

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.