Tíminn - 17.12.1972, Síða 11

Tíminn - 17.12.1972, Síða 11
Suniiudagur 17. desember 1972 TÍMINN 11 Útgefandi: Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þór-g arinn Þórarinsson (ábm.), Jón Helgason, Tómas Karlssonýx Andrés Kristjánsson (ritstjóri Sunnudagsblaös Timans).v: Auglýsingastjóri: Steingrímur Gislaswi. Ritstjórnarskrif-'::: stofur i Edduhúsinu við Lindargötu, simar 18300-18306^:: Skrifstofur i Bankastræti 7 — afgreiðslusimi 12323 — auglýs ::|: ingasimi 19523. Aðrar skrifstofur:simi 18300. Áskriftargjaldjl:; 225 krónur á mánuði innan iands, i lausasölu 15 krónur ein- :|: takið. Blaðaprent h.f. Skattarnir Margt hefur breytzt i áróðri Sjálfstæðis- flokksins og Alþýðuflokksins siðan forustu- menn þessara flokka yfirgáfu stjórnarstólana. Eitt af þvi er afstaða þeirra til óbeinu skatt- anna. í valdatið þeirra var haldið uppi mjög háum beinum sköttum, eins og réttilega var þá gagnrýnt hér i blaðinu og i málgögnum annarra þáverandi stjórnarandstæðinga. Einkum voru beinu skattarnir tilfinnanlegir i tið fyrrv. rikisstjórnar þau árin, þegar skatt- visitölunni var haldið óbreyttri þrátt fyrir miklar dýrtiðarhækkanir. Stundum komst þetta i slikt óefni, að sérfræðingar stjórnar- innar lögðu til, að mönnum yrðu veitt tveggja ára lán til að geta greitt skattana! Það er óumdeilanlegt, að með skattalaga- breytingunni, sem gerð var á siðasta þingi, lækkuðu skattar á flestu lágtekjufólki. Eigi að siður eru beinir skattar mjög háir, einkum á fólki með miðlungstekjur. Þeir eru enn mun hærri en gert var ráð fyrir i tillögum þeim, sem núv. stjórnarflokkar fluttu, þegar þeir voru i stjórnarandstöðu. Eins og högum rikis og sveitarfélaga er háttað, verða beinir skattar ekki lækkaðir, nema einhverra tekna sá aflað i staðinn. Á það hefur verið bent, að fyrir skattgreiðendur sé hagkvæmara að lækka tekjuskatta, en hækka i staðinn skatta á eyðslu. Þetta skiptir hins vegar ekki sama máli fyrir rikið og þjóðarbú- skapinn, þvi að eýðsluskattar hækka visitöluna og leiða þannig til aukinna útgjalda fyrir riki, bæjarfélög og atvinnurekendur. Aftur á móti koma tekjuskattar ekki inn i visitöluna. Þetta freistar til þess, að tekjuskattar séu hafðir hærri en ella. I tilefni af þessu hefur það komið til tals, að viss hækkun á eyðslusköttum væri ekki látin koma inn i visitöluna, ef það fé, sem þannig aflaðist, væri eihgöngu notað til að lækka beinu skattana á lágtekjufólki og miðlungstekju- fólki. Áreiðanlega væri þetta hyggileg ráð- stöfun, en hún er háð stuðningi og velvilja stéttasamtakanna, sem hafa samið um visi- tölufyrirkomulagið. En margt bendir til, að þessi hugmynd eigi stuðning margra áhrifa- manna i verkalýðssamtökunum. Sem betur fer komast mjög margir félagsmenn verkalýðs- samtakanna i þann hóp, að geta talizt mið- lungstekjumenn og er hagurinn augljós fyrir þá, ef að slikum skiptum ýrði. Raunar yrði hann það einnig fyrir meginþorra láglauna- fólks. Þetta er eitt af þeim málum, sem taka ber til athugunar á yfirstandandi þingi og helzt þyrfti að afgreiða i sambandi við þær efnahagsað- gerðir, sem nú er fjallað um. Með slikri breyt- ingu væri áreiðanlega stefnt i rétta átt i skatta- málum. Nánara verður svo að ihuga fyrir- komulag tekjuskattanna i sambandi við þá heildarendurskoðun skattanna, sem nú fer fram. Núverandi tilhögun er áreiðanlega orðin úrelt að mörgu leyti og ýtir undir skattsvik. Siðast, en ekki sizt, skal svo lögð áherzla á, að stórlega verður að herða skatteftirlitið og þarf alþingi að láta það mál til sin taka. Michael Fry, The Scotsman: Natóríkin í Vestur-Evrópu auka framlög tii hervarna Varsjárbandalagið hefur aukið hernaðarmátt sinn BRETAR ætla að hækka framlag sitt til varnarmála um 5 af hundraði á næsta ári, en þetta framlag er nú 2854 milljónir sterlingspunda. Þetta er hvorki fagnaðar- né gremju-efni. Hér er aðeins um að ræða hluta af almennri út- gjaldaaukningu til varnar- mála hjá hinum evrópsku aðilum að Atlantshafsbanda- laginu, en sú aukning á að nema 600 milljónum sterlings- punda árið 1973. Horfurnar á afvopnun og lækkuðum útgjöldum til styrj- aldarundirbúnings virðast þokast fjær við þessar ráð- stafanir, en tilgangslaust er að láta það reita sig til reiði. Ánægja Evrópumanna með hervarnir sinar siðan styrjöldinni lauk breytir engu um þá staðreynd, að rikin i austurhluta álfunnar ráða yfir svo öflugum her, að ekki kemur til mála nein tilslökun i þessu efni. Her Austurveld- anna er svo miklu öflugri en okkar her, að nauðsynlegt er að reyna að jafna metin. BANDARIKJAMENN hafa tekið á sinar herðar ósann- gjarnlega mikinn hluta varna- þungans um tuttugu ára skeið, en eru nú áfram um að fá þessu breytt. Þetta bætir ekki um. Siðasta áratuginn hafa Bandarikjamenn fækkað i her sinum i Evrópu úr 434 þúsund i 300 þúsund manns. Aukning hernaðarútgjalda i Vestur- Evrópu er fyrst og fremst til- kominn fyrir áeggjan Banda- rikjamanna. Vesturveldin verða þó að herða mjög á i þessu efni til þess að halda i horfinu gagnvart Varsjár- bandalaginu, sem hefir aukið hernaðarmátt sinn jafnt og þétt. Varsjárbandalagið hefir nú til umráða 67 herfylki i Norður- og Mið-Evrópu andspænis 24 herfylkjum Atlantshafs- bandalagsins, eða eina milljón manna gegn 580 þúsundum. 31 af herfylkjum Austurveldanna er rússneskt, en þau voru ekki nema 26 árið 1967. Bandalagið hefir einnig aukið birgðir sinar af eldflaugum, sem skotið er af jörðu, og sama er að segja um sovézkar herflug- vélar. Austurveldin hafa ár frá ári varið hækkandi hluta vergrar þjóðarframleiðslu til vig- búnaðar, en sá hundraðshluti hefur farið lækkandi á Vestur- löndum. ENGIN ástæða er til ánægju eða öryggiskenndar yfir auknum hervarnaframlögum Vesturveldanna.ef viðurkennt er á annað borð, að afvopn- unarhugur sé ótimabær. Skriðdrekum Atlantshafs- bandalagsins fjölgar um 387, en eru 6000 fyrir andspænis 16 þúsund skriðdrekum Austur- veldanna. Herflugvéla- kosturinn i vestri eykst um 115, eru 2064 fyrir, en 4200 i austri, Kafbátum Vesturveld- anna fjölgar úr 125 i 136, en kafbátar Varsjárbandalagsins eru 180 Vist ber að viðurkenna, að sambúð batnar, austurstefna Brandts kanslara er uppi og ráðstefna um öryggismál Evrópu er fyrirhuguð. En hitt dylst engum, að sambúðin hefði óneitanlega batnað örar að undanförnu, ef Rússar hefðu sýnt i verki vilja til að minnka,en ekki auka.herstyrk sinn i Evrópu. Rússar eru hins vegar hættir að vera þvi ger- samlega andvigir að ræða um minnkun heraflans. Um siðastliðin mánaðamót flutti Brezhneff ræðu i Ungverja- landi um öryggismál Evrópu, án þess að játa sig samþykkan minnkuðum herafla, en forustumenn Vesturveldanna hafa hátt og i hljóði hvatt hann til að ljá fækkunarviðleitninni lið. SENNILEGA hefir Brandt kanslari lagt fram meiri skerf til batnandi sambúðar en nokkur annar maður. Enhinu hefir naumast verið gefinn nægjanlegur gaumur, að Vesturveldin geta ekki tryggt það með herstyrk sinum, sem hann hefir fengið áorkað með samningum. Vesturveldin geta til dæmis ekki varið Berlin. Af þessum sökum getur varla talizt nema eðli- legt, að Brandt reyndi að ganga fram fyrir skjöldu og komast eins langt og honum varð auðið i jafn erfiðu máli, — enda má heita, að hann hafi samið „sérfrið” við Rússa. Enn er á huldu, hve öryggis- málaráðstefnan og auknar viðræður fá miklu áorkað til að draga úr spennu og vig- búnaði. Þá er næsta liklegt, að ráðstefnan sjálf fái afar litlu umþokað i þessu efni. Ákveðið hefir verið að ræða þar ekki um fækkun i herjum og ein- skorða sig i þess stað við önnur atriði friðar og sam- vinnu. Vesturveldin hafa boðið Varsjárbandalaginu til viðræðna um minnkun herafla eftir áramótin, en ekki fengið ákveðin svör enn. Þar reynir fyrst á, hvað Rússar ætlast fyrir. Okkur kann að þykja fáránlegt að láta sér til hugar koma, að við hefjum árás á Austur-Evrópu, en siaukinn vigbúnaðar Rússa bendir ekki til, að þeir séu þar á sama máli. VERA má, að okkur sé fyrir' mestu að reyna að draga úr ótta hinna sérlega tortryggnu ráðamanna i Kreml, enda þótt við eigum erfitt með að gera okkur grein fyrir honum. Þeim væri sannarlega hagur að þvi að draga úr herbúnaði sinum i Evrópu, þar sem það auðveldaði þeim að snúa auknum afla gegn þeirri ógnun, sem frá Kina stafar. En hitt væri hrein fásinna, að telja áhættulaust að draga úr vörnum Vestur-E vrópu, meðan Rússar draga ekki úr herafla sinum handan járn- tjaldsins og áform þeirra gagnvart okkur eru jafn óljós og ótti sá, sem þeim virðist af okkur stafa. Varðveizla öryggis i Evrópu hefir einkum lent á Bandarikjamönnum eins og fyrri daginn. I siðustu lotu viðræðnanna um minnkun kjarnorkuvigbúnaðar náðist samkomulag um takmörkun i eldflaugavarnakerfa i Banda- rikjunum og Sovétrikjunum og hvoru stórveldinu um sig þar með tryggður möguleiki tilað jafna hitt við jörðu. Jafn- vægi óttans ætti þvi að vera tryggt og varðveizla friðarins um leið, einnig friðar i Evrópu, sem er fylgiriki Bandarikjanna, hvað hervarnir áhrærir. GETUR ástandið i þessu efni haldizt óbreytt? Likur eru á, að Vestur- Evrópa verði sameinuð fyrir aldamót og orðin stórveldi sjálf. Hagsmunir okkar rekast sennilega æ harkalegar á við hagsmuni Bandarikjamanna, hvað svo sem uppi verður á teningnum i samskiptum okkar við Sovétmenn. Árekstrarnir við Banda- rikjamenn verða fyrst og fremst efnahagslegs eðlis. Enn standa Evrópurikin að baki Bandarikjunum i vergri þjóðarframleiðslu, en aðildar- riki Efnahagsbandaiagsins ráða yfir miklu stærri hluta heimsviðskiptanna og vara- sjóða i gulli og erlendum gjaldeyri. Auk þess er Efna- hagsbandalagið i eðli sinu varnarsamtök og fylgja þeirri stefnu að gera jafnskipta- samninga bæði við einstök riki og rikjabandalög umheimsins. Bandarikjamenn eru þessu eindregið andvigir. ALLT miðar þetta að eflingu Evrópu og Bandarikja- mönnum veitist þvi æ torveld- ara að halda hlut sinum i heimsviðskiptunum. Óhag- stæður greiðslujöfnuður og innlendir fylgikvillar hans valda þeim nú þegar ærnum erfiðleikum. Varnir erlendra rikja og dvöl bandariskra herja á erlendri grund er alveg eflaust orðinn tilfinnan- legur baggi fyrir Bandarikja- menn. Þegar Vestur-Evrópa eflist að auði og velmegun verður enn eðlilegra en áður, að Bandarikjamenn krefjist þess, að Evrópumenn létti af herðum þeirra nokkru af hernaðarbyrðunum. Fari svo, að efnahags- árekstrarnir taki að hafa áhrif á stjórnmálin og hagsmunir Evrópumanna og Bandarikja- manna rekist alvarlega á i umheiminum, getur hæglega komið á daginn, að Banda- rikjamenn hætti að telja her- varnir Evrópu þjóna hags- munum sinum i efnahags- og stjórnmálum og taki að lita á þær sem óréttlætanlegan styrk. Ef svo fer verða Evrópumenn að taka varnir sinar á eigin herðar. ÞETTA horfir vitaskuld allt annan veg við,ef viðleitnin til bættrar sambúðar við Austurveldin heldur áfram að bera jákvæðan ávöxt, eða ef nýir erfiðleikar krefjast náinnar samvinnu Evrópu- manna og Bandarikjamanna á komandi árum. Vestur-Evrópumenn kann að fýsa að gegna svipuðu hlut- verki i umheiminum og Sviss- lendingar gegna i Evrópu, en engin trygging er fyrir, að umheimurinn liði okkur það. Hvort sem Bandarikjamanna nýtur við eða ekki|Verðum við einhvern tima neyddir til að taka sjálfir að okkur eigin varnir, en þær eru nú furðu- lega lausar i reipunum, þrátt fyrir nærveru Bandarikja- manna. Af þessum sökum er rétt, að Evrópumenn fari sjálfir að taka til hendinni i varnar- málunum, hversu ófullkomin, sem sú viðleitni kann að verða og hvaða augum, sem við kunnum annars á hana að lita. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.