Tíminn - 17.12.1972, Síða 12

Tíminn - 17.12.1972, Síða 12
TÍMINN Sunnudagur 17. desember 1972 ÍSLENZK HEIMSPEKI Stjörnusambandsstöðin sótt heim — Fræðzt um kenningar dr. Helga Pjeturss — Það sem þúsundir milljóna hafa haldið vera líf í andaheimi eða goðaheimi, er líf ó öðrum hnöttum — Upphafsorð Nýals llinn 28. janúar á næsta ári eru liðin 24 ár frá láti eins mesta hugsubar, visindamanns og pers- ónuleika, er island hefur alið, og jafnvel þótt vióar væri leitaö, doktors llclga Pjeturss. Er hann cinkum þekktur fyrir upp- götvanir á svifti jarftfræftinnar og cr heimskunnur og vifturkenndur i'yrir uppgötvanir á eftli og myndun móbergsins islenzka, sem kollvörpuftu fyrri hug- myndum. Ilann rannsakafti einnig margt fleira i islenzkri náttúru og ritafti greinar þar um i erlcnd visindarit. llöfuftritgerft hans cr ritgcrftin Om Islands Geologi, sem út kom árift 1905, og tekin var gild fyrir doktorsvörn vift Hafnarháskóla þaft ár. Þctta þekkja allir, sem á annaft borft hafa fylgzt meft þróun islenzkra visinda. Erindi þessarar greinar var að kynna annan þátt i ævistarfi doktors Helga, sem hann helgaði þrjátiu siðuslu ár ævi sinnar. Þar er um að ræða rannsóknir og kenningar, sem enga hliðstæðu eiga i heiminum. Eftir 1910 sagði Helgi skilið við jarðfræðina og snéri sér að þvi, sem hann áleit miklu mikilvægara, og það var að skýra samhand og samstillingu lifvcranna i alheiminum. Taldi hann sig hafa gert meginupp- götvanir i þessu efni, sem nauð- synlegt væri að koma á framfæri. Arið 1922 kom út fyrsta og jafn- framt grundvallarrit hans um þessi. efni,er bar nafnið Nýall. t sama flokki ritaði hann siðar 5 rit til viðbótar, Framnýal, Samnýal, Þónýal, Ennnýal og Viftnýal. t þessum ritum setur Helgi fram þær kenningar, að lif hljóti að vera á óteljandi jarðstjörnum geimsins, og ekki bara ófullkomið lif, heldur hljóti það viða að vera komið mun lengra i átt til full- komnunar en hér á jörð. Hann setur þaö fram sem meginatriði fyrir okkur að ná sambandi við þessar fullkomnu verur, en sam- bandið lelur hann nást einkum i svefni eða gegnum miðla. Með þessu gefur Helgi einfalda og, að þvi er virðist, eðlilega skýringu á draumnum, fyrirbæri, sem margir hafa glimt við að skýra, en oftast án teljandi árangurs. Skarpleiki til að draga réttar ályktanir af hlutunum var alla tið megineinkenni Helga. Hann var visindamaður til dauðadags (28. jan. 1949), trúr hinni visindalegu aöferð. Ekki entist honum aldur til, frekar en mörgum, er miklir visindamenn eru taldir, að færa óyggjandi sörinur á kenningar sinar. t minningagrein um Helga segir á einum stað: „Allar til- raunir til að litilsvirða kenningar Helga Pjeturss á sviði liffræð- innar. hljóta þvi að vitna um það eitt, að þeir, sem það gera, hafa takmarkaðan skilning á eöli visinda og væri sæmzt að koma þar hvergi nærri”. t lok þessarar ófullkomnu kynningar á doktor Helga Pjeturss skal þess loks getið, að hann hefur verið talinn manna bezt ritfær á islenzka tungu. Er allt, sem hann skrifar, óvenju vandað. Eitt kvöldið fyrir skömmu brugðum við okkur á sambands- fund (miðilsfund) hjá Félagi Nýalssinna, og er hluti þessarar greinar byggður á þeirri upplifun. En meginefnið er byggt á viðtali við formann félagsins, Kjartan Kjartansson, sem skýrði okkur frá helztu kenningum Helga Pjeturss, tengslum þeirra við nútima visindi, trúarbragðasögu mannkynsins o.fl. 1 lok greinarinnar er sagt frá þróun félagsins og starfsemi þess i dag. Kenning Helga Pjeturss um eðli drauma — Eftir langar athuganir kemst Helgi að þeirri niðurstöðu, að draumar eins manns séu ávallt að undirrót vökulif annars, sagði Kjartan. Það, sem einn dreymir, er það^sem annar er að upplifa á sömu stundu. Með nákvæmri athugun sést þetta einna bezt á þvi, að ef þig dreymir, að þú horfir á sjálfan þig i spegli, þá þori ég að fullyrða það, að þú munt aldrei sjá þitt eigið andlit i speglinum, heldur andlit annars manns. Þetta kemur til vegna þess, að það er annar maöur að horfa á sjálfan sig i spegli. Og sú mynd og það heilaástand, sem skapast við að beina sjónum sin- um á einhvern hlut, og (i þessu tilfelli) við upplifun þess að horfa á sjálfan sig i spegli, á sér ákveð- ið ástand i heilanum. Hugsun er ekkert annað en efnafræðilegar breytingar i heilanum. Sú hreyfing, sem samfara er efnafræðilegu breytingunum i heilanum, getur framkallazt i heila annars manns, þannig að sá, sem sefur, sér sýnir, sem þó eru ekki orðnar til fyrir starfsemi heila hans,heldur annars manns. Með sýninni fær hann hugsana- föruneyti, og þ.á.m. ég- til- finningu þess, er raunverulega horfir i spegilinn. t stuttu máli: ástandið, er skapast i heila þess manns, sem horfir i spegilinn. Hann leiðir sig i heila annars manns. Fer það fram með geislun, en það er of langt og visindalegt mál til þess, að hægt sé að útskýra það hér til nokkurrar hlitar. Megnkjarni draumakenn- ingarinnar eða ef til vill draumauppgötvunarinnar Með þessum formála er hægt að snúa sér beint að kjarna upp- götvana Helga Pjeturss. Þann, sem horfir i spegilinn, kallaði Helgi drauingjafa, en draumþega, þann sem dreymir. Þá uppgötvar Helgi það stór- kostlegasta af þvi öllu. Hann kemst sem sé að þeirri niður- stöðu, að draumgjafinn sé i lang- flestum tilfellum ibúi annars hnattar. Sönnunin Ef þig dreymir til dæmis, að þú sért að horfa á stjörnuhimin, þá kemstu að þvi við nákvæma og samvizkusamlega upprifjun draumsins, er þú vaknar, að stjörnumyndirnar, sem þú sást á himninum i draumnum, eru allt aðrar en þær, er sjást frá þessari jörð. Þess vegna hlýturðu að vera staddur á öðrum hnetti, nema þú farir út i eitthvað rugl, eins og t.d. að þú hafi búið þetta til sjálfur. Þú getur einnig leitað til nútima sálarfræði og færð þá allt aðra skýringu á hlutunum. Þá er þér sagt, að undirmeðvitundin og önnur slik vitleysa hafi verið að verki. Við höfum aldrei fundið þessa undirmeðvitund og sjáum ekki nauðsyn þess að nota hana sem spurningu, þar eð við teljum Kjartan Kjartansson, formaftur Félags Nýalssinna. okkur hafa betri og beinni skýringu. Hin er alltof langsótt. Svo að við nefnum fleiri dæmi tilsönnunar staðhæfingum okkar, þá gegnir sama máli, er þig dreymir jarðmyndanir fjöll og annað slikt, sem þú veizt, að ekki eru til á þessari jörð. Þá segjum við, að þar hafi komið til sending frá draumgjafa á öðrum hnetti. Þú spurðir áðan, hvaða skýringu við hefðum á þvi i beinu sambandi við kenningar okkar, að menn dreymdi oft og einatt kunningja sina og kunnuglegt umhverfi, '-4- er þar ekki um mótsögn að ræða? Þessu skal ég sannarlega svara þér. Ég þori að fullyrða, að næst, þegar þú ætlar að segja frá slikum draumi, að þú hafir talað við Gunnu i næsta húsi, þá finnurðu við nánari athugun, ef þú manst drauminn allvel, að Gunna i draumnum var reyndar rauðhærð, en sú raun- verulega er ljóshærð. A sama hátt væri t.d. Austurstræti öðru visi i draumnum heldur en i veru- leikanum, og þannig mætti enda- laust halda áfram. En þess gerist ekki þörf. Þú skalt alltaf finna einhvern mun á draum og þeim veruleika, sem þú tengir hann við. Það, sem gerist, er það, að um leið og þig dreymir, þá rifjast einnig upp minningasafni þinu hliðstæð atvik, svo að i heila þinum blandast saman þin eigin minning úr daglega lifinu við upplifun draumgjafans, þú rang-' túlkar sem sé drauminn. Hvaða hlutverki þjóna sambands— (miðils) tundirnir? I beinu framhaldi af þvi, sem þegar hefur verið sagt, skulum við nú snúa okkur að miðils- fundinum, sem við förum á rétt strax, og hlutverki hans. Miðils- ástandið er svo til alveg sama eðlis og hinn vanalegi svefn, að öðru leyti en þvi, að það er hægt að spyrja miðilinn, um hvað hann er að dreyma, og hann segir frá þvi, án þess að vakna. Við förum inn á fundinn til miðlanna og höfum samband við fólk á öðrum hnöttum gegnum þá. Og þeir, sem koma fram og tala miftlunum, eru i öllum tilfellum lifandi menn, ibúar annarra hnatta. Það eru ekki andar, draugar, „spirists” á sviðum, eða einhverju sliku, heldur lifandi fólk eins og þú og ég, á öðrum hnöttum. Sambandið gegnum miðlana er sjaldan skýrara ep nemur þekkingu og samhug fundar- manna. Ef fundarmenn eru sann- færðir um,að um anda sé að ræða, kemur það fram i gegnum miðil- inn, að þetta sé andi. Ef menn hins vegar skilja réttilega, að um holdi klædda jarðarbúa er að ræða, kemur það greinilega og satt fram, að svo sé. Fundurinn Tveir miðlar Stjörnusambandsstöðin eða Sambandsstöðin, eins og hún er yfirleitt kölluð, er til húsa á efri hæð allstórs tvibýlishúss að Álf- hólsvegi 121 i Kópavogi. Aðalher- bergið i stöðinni, sem notað er til sambandstilrauna, funda og fleira, er allstór salur. Hátt er til lofts og veggi þekur fjöldi ljós- mynda, teknar með sterkum lins- um af stjörnum og vetrarbraut- um i geimnum. Á gólfinu er stjörnukikir og hnattlikan af jörð vorri, upplýst. 1 einu horni salar- ins eru stereo-segulbandstæki, og allan timann, meðan fundurinn stóð yfir, var leikin af þvi ljúf og vönduð klassisk tónlist. Niu rrianns, allt Nýalssinnar, sátu fundinn, þar af tveir miðlar, karlmaður og kona. Til viðbótar: greinarhöfundur og ljósmyndari. Sem sagt, alls 11 manns. Við sát- um öll i hring, og uppi við vegginn sátu miðlarnir tveir hlið við hlið og héldu i hönd mannanna til beggja hliða. Setið var með lokuð augu um stund við lágværa tón- listina. Innan skamms fer að bera á snöggum kippum, eins og af raf- magnshöggi. Miðlarnir anda þunglega og snöggt gegnum nef- ið, og óskýr hljóð heyrast frá þeim. Allan timann meðan fundurinn stóð, milli klukkan hálf tiu um kvöldið til tólf á mið- nætti, eða svo, komu þessi ein- kenni fram við og við, og að sögn viðstaddra, sem þrautkunnugir eru öllum aðstæðum, sem og þeirra, er töluðu miðlunum, bar það vott um, að sambandið væri ekki nægilega sterkt. Vikjum ögn að miðlunum Karlmaðurinn, sem ekki óskað eftir, að nafns sins væri getið, né birt mynd af sér, er að likindurr um þritugt, og hefur hann ekki komið fram annars staðar sem miðill. Komst hann fyrst i sam- band. Konan heitir Sigriður Guð- mundsdóttir og er frá Keflavik. Hún er einnig ung, um þritugt eða yngri, og komst hún i sterkt sam- band, þegar á leið. ,,Vaxið að áræði, vinir, og eflið sambandið." „Hér er fegurra og fullkomnara líf" Hér á eftir verða birt brot úr tölum þriggja manna, allra þjóð- kunnra, af þeim, sem töluðu miðlunum. Verður hér ekki sér- staklega getið, um hvorn miðilinn er að ræða hverju sinni, enda komust þeir i samband nokkuð til skiptis, Sigriður var þó virkust undir lokin. Voru raddir beggja mjög annarlegar og frábrugðnar þeim eðlilegu, og virtist sem oft þyrfti mikið átak til að tala, svo að orðin komu nokkuð með slitringi fram. Var eins og talfær- in væru stif og óeðlileg. Miðillinn byrjarað tala — Helgi Pjeturss hér ... Viðstaddir— Komdu blessaðpr, Helgi. M.: — Það er mikil orka send út frá þessari stöð, og hér er mikil samstilling. Það er mikill hugur til ykkar frá fólkinu hér og vill það segja frá mörgum tiðind- um.... Hugsun héðan nær sjaldan að fullu tökum á jarðarbúum fyrr en þeir hafa skapað þau skilyrði, sem nauðsynleg e'ru, og ykkar stöð er i áttina til. Mjög er vanda- samt að magna upp aflsvæði, meðan ekki eru nógu margir, sem leggja sig fram um að skapa sem bezt skilyrði. Miklir möguleikar skapast, þegar minar uppgötvan- ir, andans uppgötvanir, verða hafðar að leiðarstjörnu. t þeim efnum mun það æ meir skiljast, að fullkomlega er rétt, sem ég hélt fram um lif á öðrum hnött- um. Það er ekki fyrr en menn fara að lita á lifið út frá þessum sjónarhóli, að tilgangur þess full- komnast.... Af þessum hnetti, sem ég er nú staddur á, sem frá öðrum hnött- um, er hjálpar að vænta fyrir mannkynið. Sé leitað eftir þeirri hjálp af skynsamlegu viti og þekkinu, þurfa menn að láta sér skiljast, að eins og á meðal stjarnanna á sér stað orkusam- band, á sér einnig stað samband milli lifsins á stjörnunum. Orkan, sem þar er tengiliður, lifsorkan sjálf, þarf að vera betur þekkt. Ómögulegt er að hrekja áhrif þeirrar orku, þegar athyglin beinist nægilega að ýmsum stað- reyndum. Og ég tel, að sú orka sé lifsuppsprettan sjáíf.... Til að skilja eðli draumlifsins er nauðsynlegt að athuga margt, og hugleiða á betri hátt, en gert hef- ur verið. Hugurinn er i svefni óvirkur, undir áhrifum annarra huga, annarra meðvitunda...... Draumsýnirnar sanna þaö, að umhverfi, sem ekki likist þvi, sem þekkt er á jörðinni, er á öðr- um hnöttum. Er þetta svo auð- velt, að menn komast ekki hjá að skilja það. M.: — Niels Dungal læknir hér.... ,V.: — Komdu sæll, Dungal. M.: — .... Það er reynt að magna sambandið og vilja marg- ir styrkja það, islenzkir og er- lendir.... Það er ekkert vafamál, Texti: Steingrímur Pétursson r Myndir: Róbert Agústsson

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.